Bæjarstjórnarfundur

13/09/2012

588. fundur
Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 
miðvikudaginn 12. september 2012 og hófst hann kl. 16:30

 

 Hljóðskrá frá fundinum ( .pdf 27.2 kb)

Fundinn sátu:
Bryndís Haraldsdóttir (BH), Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Haraldur Sverrisson (HSv), Hafsteinn Pálsson (HP), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

Dagskrá:

1.  201208017F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1087
 Fundargerð 1087. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 588. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 201208013 - Erindi Guðnýjar Halldórsdóttur varðandi umferðarþunga í Mosfellsdal
  Til máls tóku: KT, BH, JJB, HSv, HS og JS.
Afgreiðsla 1087. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu, samþykkt á 588. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Íbúahreyfingin hvetur til þess að farið verði í úrbætur sem allra fyrst og minnir á að skipulagsvaldið er í höndum Mosfellsbæjar.
 
 1.2. 201206256 - Erindi Stefáns Erlendssonar varðandi launalaust leyfi
  Afgreiðslu þessa erindis er til sérstakrar afgreiðslu síðar á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.3. 201011056 - Málefni lýðræðisnefndar - Lýðræðisstefna
  Til máls tóku: JJB, HS, BH, HP, HSv, JS og KT.
Lagðar voru fram til kynningar á 1087. fundi bæjarráðs nýsamþykktar reglur Hafnarfjarðar um birtingu gagna með fundargerðum. Lagt fram á 588. fundi bæjarstjórnar.

Bæjarstjórnarmaður Jón Jósef Bjarnason óskar eftir umræðu á bæjarráðsfundi um fundargerðarkerfi Mosfellsbæjar.
 
 1.4. 2012081267 - Beiðni um aðstöðu og lagfæringar í sal 1 að Varmá
  Afgreiðsla 1087. fundar bæjarráðs, að heimila lagfæringar í sal 1 í samræmi við framlagt minnisblað, samþykkt á 588. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.5. 2012081923 - Staðgreiðsluskil
  Erindið lagt fram á 1087. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.6. 2012081961 - Erindi Samorku um vatns- og fráveitumál
  Erindið lagt fram til kynningar á 1087. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
  2.  201209001F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1088
 Fundargerð 1088. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 588. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 200810397 - Erindi SHS varðandi lóð fyrir nýja slökkvistöð
  Afgreiðsla 1088. fundar bæjarráðs samþykkt á 588. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
Á 1088. fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið voru mættir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri, Björn Gíslason framkvæmdastjóri SHS fasteigna, Sigurður Hallgrímsson arkitekt og Birkir Árnason byggingarfræðingur.
Tilgangur heimsóknar ofangreindra var að kynna fyrir bæjarráði fyrirhugaða byggingu slökkvistöðvar við Skarhólabraut.

Slökkviliðsstjóri og arkitekt fóru yfir og kynntu fyrirhugaða byggingu slökkvistöðvar og svöruðu í framhaldinu spurningum bæjarráðsmanna.

Erindið lagt fram á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.2. 201012244 - Samningur við Ásgarð
  Afgreiðsla 1088. fundar bæjarráðs, að heimila bæjarstjóra að undirrita samninginn, samþykkt á 588. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.3. 201207079 - Áskorun um enduruppsetningu á fótboltamörkum í Brekkutanga
  Afgreiðsla 1088. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu, ásamt fyrirliggjandi minnisblaði framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisstjóra, til fjárhagsáætlunar 2013, að bréfriturum verði svarað á grunni framlagðs minnisblaðs og að erindið verði sent skipulagsnefnd til kynningar, samþykkt á 588. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.4. 201208020 - Nýting opins svæðis í Tangahverfi
  Afgreiðsla 1088. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu, ásamt fyrirliggjandi minnisblaði framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisstjóra, til fjárhagsáætlunar 2013, að bréfriturum verði svarað á grunni framlagðs minnisblaðs og að erindið verði sent skipulagsnefnd til kynningar, samþykkt á 588. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.5. 201209032 - Erindi frá Sigfúsi Tryggva Blumenstein vegna stríðsminjasafns
  Afgreiðsla 1088. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs til umsagnar, samþykkt á 588. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.6. 201209034 - Ársskýrsla Sorpu bs 2011
  Ársskýrsla Sorpu bs. lögð fram á 1088. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.7. 201209030 - Rekstur deilda janúar til júní
  Erindið var lagt fram til kynningar á 1088. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
  3.  201208022F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 270
 Fundargerð 270. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 588. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 201207033 - Ytra mat á skólastarfi - skýrsla um tilraunaverkefni
  Skýrslan var lögð fram til kynningar á 270. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.2. 2012081860 - Ársskýrsla Skólaskrifstofu 2011-2012
  Til máls tóku: BH, HS og HP.
Ársskýrsla Skólaskrifstofu 2011-2012 var lögð fram á 270. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.3. - Erindi kennara um stjórnun í Varmárskóla
  Kynnt var niðurstaða erindisins á 270. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
  4.  201208020F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 326
 Fundargerð 326. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 588. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 200611011 - Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024
  Afgreiðslu erindisins var frestað á 326. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.2. 201208013 - Erindi Guðnýjar Halldórsdóttur varðandi umferðarþunga í Mosfellsdal
  Afgreiðsla 326. fundar skipulagsnefndar, að fela bæjarverkfræðingi að gera tillögu að svörum í samræmi við umræður á fundinum, samþykkt á 588. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.3. 201110219 - Krafa um úrbætur á Þingvallavegi vegna aukins umferðarþunga
  Til máls tók: BH.
Afgreiðsla 326. fundar skipulagsnefndar, að mæla með tillögu 1, lögð fram á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.4. 201201455 - Umferðaröryggi í miðbæ Mosfellsbæjar
  Til máls tóku: KT og BH.
Afgreiðsla 326. fundar skipulagsnefndar, að m.a. fela embættismönnum áframhaldandi úrvinnslu málsins, samþykkt á 588. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.5. 201205160 - Litlikriki 3 og 5, umsókn um að breyta parhúsum í fjórbýli
  Afgreiðslu erindisins var frestað á 326. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.6. 201206253 - Framkvæmdir í Ævintýragarði
  Afgreiðslu erindisins var frestað á 326. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.7. 201109013 - Malarplan sunnan Þrastarhöfða, kvörtun
  Afgreiðslu erindisins var frestað á 326. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
  5.  201208018F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 215
 Fundargerð 215. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 588. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 5.1. 201203136 - Árvangur 123614, byggingaleyfi fyrir viðbyggingu
  Afgreiðsla 215. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.2. 201208650 - Ástu-Sólliljugata 1-7, umsókn um breytingu á palli og sérafnotunarrétt
  Afgreiðsla 215. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.3. 201206095 - Bugðufljót 19 - Byggingarleyfi fyrir breytingu á innra fyrirkomulagi skrifstofu
  Afgreiðsla 215. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.4. 2012081628 - Bugðufljót 19, umsókn um viðbyggingu við útigeymslu
  Afgreiðsla 215. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.5. 201208138 - Innri Miðdalur, breyting á innri fyrirkomulagi
  Afgreiðsla 215. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.6. 201208007 - Skólabraut 2-4, umsókn um stöðuleyfi
  Afgreiðsla 215. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 588. fundi bæjarstjórnar.
 
6.  2012081917 - Fundargerð 303. fundar Sorpu bs.
 Til máls tóku: BH, HS, JJB, HP og JS.
Fundargerð 303. fundar Sorpu bs. lögð fram á 588. fundi bæjarstjórnar.
   
7.  201209043 - Fundargerð 326. fundar Stjórnar skíðasvæðia höfuðborgarsvæðisins
 Til máls tóku: BH, HS, JJB, HP, JS og HSv.
Fundargerð 326. fundar Stjórnar skíðasvæðs höfuðborgarsvæðisins frestað á 588. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarritari sendi Stjórn skíðasvæðanna bréf þar sem ítrekað verði að undirgögn fylgi ávallt fundargerðurm.
   
8.  201209042 - Fundargerð 5. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis
 Fundargerð 5. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis frestað á 588. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarritari sendi Stjórn skíðasvæðanna bréf þar sem ítrekað verði að undirgögn fylgi ávallt fundargerðurm.
   
9.  201206256 - Erindi Stefáns Erlendssonar varðandi launalaust leyfi
 Fyrir 588. fundi bæjarstórnar liggur svohljóðandi samþykkt 1087. fundar bæjarráðs sem þarfnast afgreiðslu þar sem mótatkvæði koma fram á fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur haft til skoðunar þá ákvörðun skólastjórnenda að synja um umbeðið launalaust leyfi og hefur sú skoðun ekki leitt í ljós annað en rétt hafi verið staðið að ákvörðuninni.
Samþykkt að ákvörðun skólastjórnenda um synjun á launalausu leyfi frá 12. júní 2012 standi óbreytt enda í samræmi við gildandi reglur.

Til máls tóku: BH, JJB og JS.

Samþykkt 1087. bæjarráðsfundar borin upp og samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði og einn situr hjá.

Bæjarfulltrúi Samfylkingar óskar að vísa til bókunar sinnar við afgreiðslu málsins í bæjarráði en þar sagði:
Vegna sérstakra aðstæðna tel ég rétt að beiðni viðkomandi starfsmanns um launalaust leyfi sé samþykkt. Jafnframt tel ég að fullnægjandi málefnalegar ástæður séu fyrir hendi til að víkja út fyrir þann ramma sem skólastjórnendum er settur til afgreiðslu beiðna um launalaust leyfi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25

Til baka