Bæjarstjórnarfundur

08/11/2012

593. fundur
Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 
miðvikudaginn 7. nóvember 2012 og hófst hann kl. 16:30

 

Hljóðskrá frá fundinum

Fundinn sátu:
Bryndís Haraldsdóttir (BH), Karl Tómasson (KT), Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG), Haraldur Sverrisson (HSv), Hafsteinn Pálsson (HP), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

 

Dagskrá:

1.  201210020F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1095
 Fundargerð 1095. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 593. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 201205141 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013 til 2016
  Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2013 til 2016.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2013 til 2016 til fyrri umræðu í bæjarstjórn á aukafundi þann 31. október nk.

Afgreiðsla 1095. fundar bæjarráðs lögð fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.2. 201009047 - Úthlutun lóða Í Desjamýri og Krikahverfi
  Úthlutunarskilmálar iðnaðar- og verslunarlóða í Desjamýri og Sunnukrika í tengslum við átak í sölu lóða.

Samþykkt með þremur atkvæðum að frestað afgreiðslu til næsta fundar.

Frestað á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.3. 201210216 - Malarnám í Seljadal
  Jónas Sigurðsson bæjarráðsmaður óskar eftir erindinu á dagskrá, vegna fréttar í Morgunblaðinu, og að upplýst verði um af hverju talið væri að framkvæmdaleyfi væri í gildi, hvenær það hafi uppgötvast að svo var ekki og um meðhöndlun málsins innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar. Minnisblað skipulagsfulltrúa fylgir erindinu.

Erindið lagt fram.

Lagt fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.4. 201210222 - Beiðni um stuðning við átakið Betra líf - mannúð og réttlæti
  SÁÁ óskar í erindinu eftir stuðningi sveitarstjórna með því annars vegar að þær samþykkir stuðningsyfirlýsingu og hins vegar að sveitarstórnir leggist á sveif með samtökunum að safna undirskriftum meðal almennings.

Erindið lagt fram.

Lagt fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.5. 201210255 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins
  Erindi Alþingis þar sem gefinn er kostur á að senda inn umsögn um frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldusviðs til umsagnar og afgreiðslu.

Afgreiðsla 1095. fundar bæjarráðs samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.6. 201210257 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um kosningar til Alþingis
  Erindi Alþingis þar sem gefinn er kostur á að senda inn umsögn um frumvarp til breytinga á lögum nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka).

Erindið lagt fram.

Lagt fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.7. 201210260 - Erindi SSH varðandi málefni Sorpu bs.
  Stjórn SSH sendir til kynningar helstu kosti sem skoðaðir hafa verið á vegum Sorpu bs. varðandi mismunandi leiðir og lausnir til förgunar lífræns úrgangs.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra og umhverfissviðs til umsagnar.

Afgreiðsla 1095. fundar bæjarráðs samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.8. 201210261 - Erindi Neytendasamtakanna varðandi beiðni um styrkveitingu 2013
  Erindi Neytendasamtakanna varðandi beiðni um styrk að upphæð kr. 160 þúsund vegna ársins 2013.

Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.

Afgreiðsla 1095. fundar bæjarráðs samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.9. 201210266 - Erindi SSH varðandi endurskoðun á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins
  Stjórn SSH sendir tillögu að verk-, tíma- og fjárhagsáætlun vegna áformaðrar vinnu við endurskoðun á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins á árinu 2013 til aðildarsveitarfélaganna til afgreiðslu.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2013.

Afgreiðsla 1095. fundar bæjarráðs samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.10. 201210269 - Opnir fundir nefnda og reglur hvað það varðar samkvæmt 46. grein sveitarstjórnarlaga
  Bæjarráðsmaður Jónas Sigurðsson óskar eftir dagskrárlið um opna fundi nefnda og reglur hvað það varðar samkvæmt 46. grein sveitarstjórnarlaga.

Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta erindinu til næsta fundar.

Frestað á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
   
2.  201210030F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1096
 Fundargerð 1096. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 593. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 201210280 - Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) varðandi sjúkraflutninga
  Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) varðandi úttekt óháðs aðila (KPMG) á skiptingu kostnaðar milli slökkvistarfsemi og sjúkraflutninga í rekstri SHS.

Slökkviliðsstjóri Jón Viðar Matthíasson (JVM) og Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri (BF) mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

Erindið lagt fram að lokinni kynningu.

Lagt fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.2. 201210269 - Opnir fundir nefnda og reglur hvað það varðar samkvæmt 46. grein sveitarstjórnarlaga
  Bæjarráðsmaður Jónas Sigurðsson óskar eftir dagskrárlið um opna fundi nefnda og reglur hvað það varðar samkvæmt 46. grein sveitarstjórnarlaga.

Tillaga kom fram frá bæjarráðsmanni Jónasi Sigurðssyni þess efnis að bæjarráð samþykki að unnar verði reglur um opna fundi nefnda á grundvelli 46. greinar sveitarstjórnarlaga.

Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að vinna drög að reglum og leggja fyrir bæjarráð.

Afgreiðsla 1096. fundar bæjarráðs samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum
 
 2.3. 201005049 - Erindi Jóns Magnússonar varðandi kröfu eigenda við Stórakrika
  Fasteignaeigendur við Stórakrika leggja fram bótakröfu byggða á yfirmati vegna breytinga sem gerðar voru á deiliskipulagi Krikahverfis.

Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila lögmanni bæjarins að eiga fund með lögmanni viðkomandi fasteignaeigenda til að heyra hvort samkomulagsgrundvöllur kunni að vera í málinu.

Afgreiðsla 1096. fundar bæjarráðs samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.4. 2010081418 - Framhaldsskóli - nýbygging
  Drög að bréfi til Framkvæmdasýslunnar varðandi nýbyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ varðandi áskilnað Mosfellsbæjar um skuldajöfnun á reikningum.

Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila stjórnsýslusviði að tilkynna Framkvæmdasýslunni og mennta- og menningarmálaráðuneytinu að Mosfellsbær áskilji sér rétt til skuldajöfnunar.

Afgreiðsla 1096. fundar bæjarráðs samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.5. 201206325 - Landspilda úr landi Varmalands í Mosfellsdal
  Erindi Lögmála ehf. þar sem lögfræðistofan krefst þess, f.h. umbjóðanda síns, að Mosfellsbær viðurkenni afnotarétt umbjóðandans á landspildu úr landi Varmalands í Mosfellsdal sem er í eigu bæjarins.

Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu þar sem kröfunni um afnotarétt er hafnað.

Afgreiðsla 1096. fundar bæjarráðs samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.6. 201106038 - Skuldbreyting erlendra lána
  Skuldbreyting erlendra lánasamninga hjá Íslandsbanka yfir í íslenskar krónur.

Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að gagna frá málinu við Íslandsbanka.

Afgreiðsla 1096. fundar bæjarráðs samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.7. 201210289 - Endurútreikningur áður gengistryggðra lána Mosfellsbæjar
  Endurútreikningur áður gengistryggðra lána Mosfellsbæjar, áheyrnarfulltrúi í bæjarráði Jón Jósef Bjarnason óskar eftir erindinu á dagskrá.

Varðandi þetta erindi er vísað til erindis nr. 201106038 og erindið því lagt fram.

Lagt fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.8. 201210303 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um félagslega aðstoð
  Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breygingu á lögum um félagslega aðstoð.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

Afgreiðsla 1096. fundar bæjarráðs samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.9. 201210307 - Erindi SSH varðandi tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024
  Erindi SSH varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 til umræðu og staðfestingar hjá aðildarsveitarfélögunum.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.

Afgreiðsla 1096. fundar bæjarráðs samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.10. 200605022 - Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I
  Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I.

Erindinu frestað til næsta fundar.

Frestað á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
   
3.  201210022F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 272
 Fundargerð 272. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 593. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 201011056 - Málefni lýðræðisnefndar - Lýðræðisstefna
  Málefni lýðræðisnefndar um opna fundi og endurskoðun á verklagsreglum um ritun fundargerða.
Erindið lagt fram.

Til máls tóku: JS og HSv.

Lagt fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.2. 201210275 - Listaskóli Mosfellsbæjar haust 2012
  Minnisblað Atla Guðlaugssonar skólastjóra Listaskóla Mosfellsbæjar þar sem fram kemur að mikil ásókn er í skólann, fjöldi nemenda er 239 og kennarar eru 26 auk skólastjóra og á biðlista til að komast í tónlistarnám eru 79 nemendur. Flestir af þeim sem bíða eftir því að komast í tónlistarnám fá tækifæri til þess innan eins til tveggja ára, allt eftir hljóðfæri og ef áhugi er enn til staðar þegar tækifærið býðst.
Minnisblaðið lagt fram.

Til máls tóku: JJB, HSv, BH, RBG, KT, JS og HP.

Lagt fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.3. 201210251 - Fjöldi leik- og grunnskólabarna haustið 2012
  Tölur um fjölda leik- og grunnskólabarna. Í leikskólum bæjarins eru 602 börn og fá öll börn á aldrinum 2ja til 5 ára leikskólavist. Grunnskólanemendur eru 1462.
Erindið lagt fram.

Lagt fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.4. 201210176 - Grunnskólabörn í Mosfellsbæ 2012-2013
  Tölfræðileg samantekt á fjölda barna með lögheimili í sveitarfélaginu, sem eru 1472, og hvar þau eru í skóla, í Mosfellsbæ eða annars staðar. Aðeins vantar að gera grein fyrir einum nemanda, en upplýsinga er leitað um skólavist þess einstaklings. Með framlagningu þessara gagna uppfyllir fræðslunefnd skyldu sína um að gera grein fyrir og líta eftir skólavist barna með lögheimili í sveitarfélaginu.
Erindið lagt fram.

Til máls tóku: HP, JJB og RBG.

Lagt fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.5. 201210268 - Kynning á þróunarverkefnum í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar
  Þrjú þróunarverkefni í leik- og grunnskóla. Verkefnin eru PALS - lestarverkefni sem teygir sig frá leikskóla til grunnskóla, samstarfsverkefni leik- og grunnskóla um að brúa bil milli skólastiga og að lokum verkefni sem ber heitið Innleiðing nýrra aðalnámskráa í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar.

Erindið lagt fram til kynningar.

Fræðslunefndin lýsir yfir ánægju með þróunarverkefnin og telur þau endurspegla framsækið og jákvætt skólastarf og að vel hefur miðað að tengja saman skólastigin í Mosfellsbæ. Það sýnir jafnframt að í skólum bæjarins fer fram athyglisvert átak til að efla lestur, mál- og lesskilning meðal allra leik- og grunnskólabarna í Mosfellsbæ.

Lagt fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.6. 201210249 - Opin hús 2012-2013
  Dagskrá Opinna húsa veturinn 2012 - 2013. Megin þema Opinna húsa er kynning á nýrri aðalnámskrá og er sjónum beint að fræðslu til foreldra og skólasamfélagsins almennt.
Lagt fram til kynningar.

Lagt fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
   
4.  201210026F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 330
 Fundargerð 330. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 593. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 201210004 - Landsskipulagsstefna 2013-2024, ósk um umsögn
  Skipulagsstofnun óskar 24. september 2012 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 og tilheyrandi umhverfisskýrslu. Vísað til nefndarinnar til umsagnar á 1092. fundi bæjarráðs.
Frestað.

Frestað á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.2. 201210041 - Hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu - Tillögur Landssamtaka hjólreiðamanna
  Tekið fyrir erindi Landssamtaka hjólreiðamanna til Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 1. október 2012 ásamt meðfylgjandi greinargerð, sem vísað var til umsagnar skipulagsnefndar á 1093. fundi bæjarráðs.

Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa frágang umsagnar um málið í samræmi við umræður á fundinum.

Afgreiðsla 330. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.3. 201210297 - Krikahverfi, deiliskipulagsbreytingar 2012
  Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir hugmyndum um breytingar á deiliskipulagi Krikahverfis, m.a. til aðlögunar að nýrri göngubrú yfir Vesturlandsveg.

Samþykkt samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingum á deiliskipulagi í samræmi við minnisblað og leggja fyrir nefndina.

Afgreiðsla 330. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.4. 201210200 - Umsagnarbeiðni, tækjaskýli í Úlfarsárlandi 123800
  Reykjavíkurborg óskar umsagnar Mosfellsbæjar um byggingarleyfisumsókn vegna tækjaskýlis og mastra fyrir fjarskiptaþjónustu á Úlfarsfelli.

Nefndin samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við fyrirliggjandi umsókn um fjarskiptamannvirki til bráðabirgða en ítrekar um leið fyrri afstöðu sína um að fjarskiptafyrirtæki sameinist um aðstöðu á fjallinu til þess að tryggja að umfang mannvirkja verði í lágmarki.

Afgreiðsla 330. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.5. 201210201 - Langitangi 5, umsókn um stöðuleyfi fyrir gámum á lóðinni
  Byggingafulltrúi óskar álits skipulagsnefndar hvort veiting stöðuleyfis fyrir gáma á lóðinni nr. 5 við Langatanga samræmist ákvæðum deiliskipulags fyrir lóðina samanber umsókn N1.

Þar sem umrædd lóð er ætluð til byggingar og var úthlutað sem slíkri fyrir 6 árum síðan, telur nefndin það ekki samræmast skipulagi að hún sé nýtt sem geymslusvæði fyrir gáma og kerrur.
Samþykkt samhljóða að leggjast gegn veitingu stöðuleyfa fyrir gáma á lóðinni.

Afgreiðsla 330. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.6. 201210296 - Óleyfisframkvæmd í landi Ása
  Borist hefur kvörtun vegna jarðvegsframkvæmdar meðfram suðvesturmörkum lóða nr. 24 og 26 við Reykjahvol. Um er að ræða hátt uppbyggðan veg sem tengist reiðvegi ofan lóðanna og mun vera hugsaður sem reiðvegur, en ekki er gert ráð fyrir honum í deiliskipulagi.

Nefndin samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að tilkynna framkvæmdaaðilanum með vísan í 53. gr. skipulagslaga að umrædd framkvæmd sé óheimil og að þess sé krafist að úr verði bætt.

Afgreiðsla 330. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.7. 201210298 - Lóðir við Gerplu- og Vefarastræti, ósk um breytingar á deiliskipulagi.
  Erindi Ágústs Ólafssonar f.h. fasteignafélagsins Hrundar ehf. dags. 25. október 2012, þar sem óskað er eftir því að deiliskipulagi verði breytt á þremur lóðum við Gerplu- og Vefarastræti, þannig að byggja megi fleiri og minni íbúðir. Erindinu fylgja teikningar til skýringar.
Frestað.

Frestað á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.8. 201005193 - Leirvogstungumelar - ástand svæðis og umgengni
  Leirvogstungumelar, ástand svæðisins og umgengni.
Frestað.

Frestað á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
   
5.  201210019F - Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 136
 Fundargerð 136. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 593. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Til máls tóku um fundargerðina almennt: KT, JS, BH, JJB, HSv og HP.
  
 5.1. 201210193 - Refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ 2011-2012
  Veiðiskýrslur og samantektir fyrir refa- og minkaveiði í Mosfellsbæ veiðitímabilið 2011-2012.
Lagt fram til kynningar.

Lagt fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.2. 201210234 - Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2012
  Erindi Umhverfisstofnunar vegna ársfundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga í Skagafirði þann 13. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.

Lagt fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.3. 201203456 - Brennisteinsmengun í Mosfellsbæ
  Niðurstöður mælinga á brennisteinsvetni í Mosfellsbæ.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisnefnd fagnar því að mælingar á brennisteinsvetni séu hafnar í Mosfellsbæ og mun fylgjast áfram með málinu.

Sigrún Guðmundsdóttir vék af fundi.

Lagt fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.4. 201011056 - Málefni lýðræðisnefndar - Lýðræðisstefna
  Bæjarráð vísar erindi um málefni lýðræðisnefndar og lýðræðisstefnu til nefndarinnar. Erindið kynnir endurskoðun á verklagsreglum varðandi ritun fundargerða.
Lagt fram til kynningar.

Lagt fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.5. 201203318 - Umsókn um hænsnahald
  Varðandi umsókn um hænsnahald.
Umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að fresta leyfisveitingu til viðkomandi aðila en bendir á að almennar reglur um hænsnahald í þéttbýli Mosfellsbæjar eru nú í vinnslu.

Afgreiðsla 136. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.6. 201210116 - Vatnasvæðisnefnd - gerð vatnaáætlunnar
  Fyrstu drög að stöðuskýrslu Vatnaáætlunar fyrir vatnasvæði 4.

Umhverfisnefnd samþykkir með 4 atkvæðum gegn 1 atkvæði að senda málið til umhverfissviðs.

Afgreiðsla 136. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.7. 201210270 - Hjóla- og göngustígar í Reykja- og Teigahverfi
  Sigrún Pálsdóttir nefndarmaður í umhverfisnefnd óskar eftir umræðu um ástand hjóla- og göngustíga í Reykja- og Teigahverfi.

Umhverfisnefnd ítrekar mikilvægi þess að viðhald og skipulag hjóla- og göngustíga sé í lagi og samþykkir með 4 atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar og umhverfissviðs.

Til máls tóku: KT, JS, BH, JJB, HSv og HP.

Afgreiðsla 136. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
6.  201210016F - Þróunar- og ferðamálanefnd - 25
 Fundargerð 25. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 593. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 6.1. 201011056 - Málefni lýðræðisnefndar - Lýðræðisstefna
  Bæjarráð vísar erindi um málefni lýðræðisnefndar og lýðræðisstefnu til nefndarinnar. Erindið kynnir endurskoðun á verklagsreglum varðandi ritun fundargerða. Einnig var rætt fyrirkomulag á ósk bæjarráðs um fyrirheit í lýðræðisstefnu um opinn nefndarfund fyrir almenning. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með endurskoðun verklagsreglna varðandi ritun fundargerða.

Afgreiðsla 25. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.2. 201210195 - Heilsueflandi samfélag
  Á afmælisfundi Bæjarstjórnar var samþykkt að ganga til samninga við Heilsuvin um verkefnið "heilsueflandi samfélag" í Mosfellsbæ. Lögð fram drög að samningi milli Mosfellsbæjar og Heilsuvinjar.
Afgreiðslu samningsins frestað til næsta fundar.

Afgreiðsla 25. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.3. 201203083 - Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar
  Kynnt yfirlit umsókna um Þróunar- og nýsköpunarstyrk Mosfellsbæjar og farið yfir verklag við mat á umsóknunum.
Lagt til að tilurð þróunar- og nýsköpunarstyrks verði kynnt á opna fundi nefndarinnar.

Afgreiðsla 25. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
   
7.  201210025F - Þróunar- og ferðamálanefnd - 26
 Fundargerð 26. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 593. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 7.1. 201203081 - Tjaldstæði 2012
  Kynning á rekstri tjaldstæðis við Varmárskóla í Mosfellsbæ árið 2012.

Afgreiðsla 26. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.2. 201208024 - Heilsueflandi samfélag
  Á afmælisfundi bæjarstjórnar var samþykkt að ganga til samninga við Heilsuvin um verkefnið "heilsueflandi samfélag" í Mosfellsbæ. Lögð fram drög að samningi milli Mosfellsbæjar og Heilsuvinjar.

Umfjöllun um samninginn. Eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur með þeim tilmælum að tryggt verði að fagfólk verði fengið í framkvæmdarhóp sem kemur að verkefninu Heilsueflandi samfélag.

Til máls tóku: JJB, JS og HSv.

Bæjarfulltrúi Jón Jósef Bjarnason óskar eftir að þessi liður verði borinn sérstaklega upp til atkvæða.

Afgreiðsla 26. fundar þróunar- og ferðamálanefndar eins og hún liggur fyrir hér að ofan samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.
 
 7.3. 201203083 - Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar
  Kynning á tilurð þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar.

Til máls tók: RBG.

Afgreiðsla 26. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
   
8.  201210028F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 218
 Fundargerð 218. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 593. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 8.1. 201210294 - Innri Miðdalur,umsókn um byggingarleyfi - minnkun svala
  Baldur Baldursson Suðurhlíð 38 Reykjavík sækir um leyfi til að minnka svalir áður samþykkts sumarbústaðs við Innri Miðdal. Heildarstærðir smuamarbústaðs breytast ekki. Samþykkt.

Afgreiðsla 218. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.2. 201207062 - Jónstótt 123665, umsókn um breytingu á innra skipulagi
  Sigrún S. Magnúsdóttir Jónstótt Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi Jónstóttar og innrétta hluta hússins sem gistiheimili.
Erindið var grenndarkynnt og samþykkt að hálfu skipulagsnefndar. Samþykkt.

Afgreiðsla 218. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.3. 201210243 - Roðamói 11, umsókn um byggingarleyfi - breyting á gluggasetningu/útliti
  Alexander Kárason, Hlíðarási 1A Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta útliti og gluggasetningu íbúðarhúss og bílskúrs að Roðamóa 11. Samþykkt.

Afgreiðsla 218. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.4. 201210254 - Súluhöfði 1, umsókn um byggingarleyfi - breyting að innan og utan
  Gunnar B. Pálsson, Súluhöfða 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja milliloft úr timbri og setja þakglugga á húsið nr. 1 við Súluhöfða. Samþykkt.

Afgreiðsla 218. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.5. 201210256 - Súluhöfði 3, umsókn um byggingarleyfi - breyting að inna og utan
  Ólafur Borgþórsson, Súluhöfða 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja milliloft úr timbri og setja þakglugga á húsið nr. 3 við Súluhöfða. Samþykkt.

Afgreiðsla 218. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 593. fundi bæjarstjórnar.
 
   
9.  201210299 - Fundargerð 114. fundar SHS
 Fundargerð 114. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Til máls tók: JJB.

Fundargerðin lögð fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
   
10.  201210330 - Fundargerð 307. fundar Sorpu bs.
 Fundargerð 307. fundar Sorpu bs.

Til máls tóku: JS, HSv, BH, HP og JJB.

Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa 5. dagskrárlið fundargerðarinnar til umsagnar bæjarstjóra og leggi hann umsögn sína fyrir bæjarráð.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
   
11.  201210333 - Fundargerð 800. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
 Fundargerð 800. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin lögð fram á 593. fundi bæjarstjórnar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50

Til baka