Bæjarstjórnarfundur

22/11/2012

594. fundur
Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 
miðvikudaginn 21. nóvember 2012 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðskrá frá fundinum


Fundinn sátu:
Bryndís Haraldsdóttir (BH), Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Haraldur Sverrisson (HSv), Hafsteinn Pálsson (HP), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ), Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ), Jóhanna Björg Hansen (JBH), Unnur Valgerður Ingólfsdóttir (UVI), Pétur Jens Lockton (PJL), Aldís Stefánsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

Dagskrá:

1.     201211005F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1097
    Fundargerð 1097. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 594. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    1.1.    200605022 - Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I
        Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I

Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu erindisins.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    1.2.    201210041 - Hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu - Tillögur Landssamtaka hjólreiðamanna
        Afrit af bréfi Landssambands hjólreiðamanna til SSH og sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er eftir því að erindið fái afgreiðslu, en í erindinu er óskað eftir því að samgöngur hjólandi verði greiðar, samfelldar, þægilegar, öruggar og sambærilegar við það sem öðrum samgöngumátum
er boðið upp á.

Samþykkt með þremur atkvæðum til samræmis við umsögn skipulagsnefndar að það sé heppilegast að grunnvinna og stefnumörkun fari fram á vettvangi samtaka sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Afgreiðsla 1097. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.3.    200903237 - Erindi Þorsteins Péturssonar hdl. varðandi eignarnahald á spildu í landi Dallands
        Kynnt er ákvörðun fasteignaskrár Þjóðskrár um að fella landspilduna 195745 undir jörðina Dalland.

Framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs lagði fram og kynnti bæjarráði þann ásetning fasteignaskrár Þjóðskrár að fella landspilduna 195745 undir jörðina Dalland og hvað sá gjörningur kynni að hafa í för með sér.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    1.4.    201206066 - Malbikun og yfirlagnir í Mosfellsbæ 2012
        Vegna fyrirspurnar áhryernarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar varðandi kaup á malbiki.

Umræður fóru fram um kaup á malbiki og var erindið lagt fram.

Til máls tóku: JJB, HSv, JS, HS og HP.

Íbúahreyfingin mótmælir að malbikunarefni hafi ekki verið boðið út og sér ekki að neitt í umræddri skýrslu hefði átt að koma í veg fyrir það.
Íbúahreyfingin leggur jafnframt til að Mosfellsbær setji sama lágmark um útboðsskyldu og er hjá ríkinu.
Jón Jósef Bjarnason

Fram kom málsmeðferðartillaga um að taka innkaupareglur Mosfellsbæjar til umræðu í bæjarráði.
Málsmeðferðartillagan borin upp og samþykkt með sjö atkvæðum.

Bókun bæjarfulltrúa D- og V lista.
Um umrædd innkaup á malbiki var viðhaft verðkönnun sem er í samræmi við innkaupareglur Mosfellsbæjar.
 
    1.5.    201207154 - Erindi Sorpu, staðarval fyrir nýjan urðunarstað
        Erindi Sorpu bs. varðandi urðunarstaði fyrir úrgang þar sem óskað er eftir því að sveitarfélögin sendi inn tilnefningu á mögulegum urðunarstöðum.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

Afgreiðsla 1097. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.6.    201210280 - Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) varðandi sjúkraflutninga
        Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) varðandi sjúkraflutninga þar sem kynnt er áháð úttekt KMPG á samlegðaráhrifum þess að slökkvilið höfuðborgarsvæðisins annist sjúkraflutninga.

Samþykkt með þremur atkvæðum að skora á velferðarráðuneytið að úttekt KPMG verði lögð til grundvallar samningi milli ráðuneytisins og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um að slökkviliðið annist áfram sem hingað til sjúkraflutninga fyrir ríkið.

Afgreiðsla 1097. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.7.    201210314 - Erindi Ragnars Garðarssonar varðandi byggingaleyfi að Reykjahvoli 14
        Ragnar Garðarsson varðandi byggingarleyfi, vegagerð, fráveitur og aðveitur að Reykjarhvoli 14.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

Afgreiðsla 1097. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.8.    201210317 - Erindi Lögreglustjóra varðandi umsögn um rekstrarleyfi heimagistingar að Jónstótt
        Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn Mosfellsbæjar vegna rekstrarleyfis fyrir heimagistingar að Jónstótt.

Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis hvað varðar opnunartíma eða önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.

Afgreiðsla 1097. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.9.    201210331 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum
        Erindi Alþingis þar sem Mosfellsbæ er gefinn kostur á að senda inn umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform bara sem búa á tveimur heimilum.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar fjölskyldunefndar.

Afgreiðsla 1097. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.10.    201210332 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun
        Erindi Alþingis þar sem Mosfellsbæ er gefinn kostur á að senda inn umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs.

Afgreiðsla 1097. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.11.    201211007 - Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi verkferla við hundaeftirlit
        Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis leggur fram til umfjöllunar og afgreiðslu verkferla varðandi hundaeftirlit á starfssvæði sínu.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

Afgreiðsla 1097. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.12.    201211009 - Erindi Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum
        Erindi Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum þar sem vakin er athygli sveitarstjórna á áfengisauglýsingum á íþróttasvæðum o.fl.

Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþrótta- og tómstundanefndar.

Afgreiðsla 1097. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.13.    201211010 - Erindi Bændasamtaka Íslands varðandi dreifingu búfjáráburðar í Laxnesi í Mosfellsbæ
        Erindi Bændasamtaka Íslands þar sem óskað er upplýsinga um það hvort og þá hvers vegna Mosfellsbær leggist gegn dreifingu búfjáráburðar í Laxnesi.

Samþykkt með þremur atkvæðum að fela stjórnsýslusviði að svara erindinu í samræmi við fyrri afgreiðslu málsins.

Afgreiðsla 1097. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.14.    201211011 - Erindi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi hraðamælingar í Mosfellsbæ
        Erindi Lögreglustjórnas á höfuðborgarsvæðinu þar sem kynntar eru niðurstöður hraðamælinga í Mosfellsbæ sem fram hafa farið nokkur undanfarin ár.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.

Afgreiðsla 1097. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.15.    201101392 - Hjúkrunarheimili nýbygging
        Umhverfissvið óskar heimildar til útboðs á lóðarframkvæmdum við nýbyggingu hjúkrunarheimilisins.

Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út lóðarframkvæmdir við nýbyggingu hjúkrunarheimilisins.

Afgreiðsla 1097. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.16.    201009047 - Úthlutun lóða Í Desjamýri og Krikahverfi
        Úthlutun lóða Í Desjamýri og Krikahverfi.
Lagðir eru fram til samþykktar úthlutunarskilmálar iðnaðar- og verslunarlóða í Desjamýri og Sunnukrika í tengslum við átak í sölu lóða.

Samþykkt með þremur atkvæðum framlagðir úthlutunarskilmálar vegna lóða við Desjamýri og Sunnukrika.

Afgreiðsla 1097. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
        
2.     201211017F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1098
    Fundargerð 1098. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 594. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    2.1.    201211098 - Eir hjúkrunarheimili
        Á fundinn var mættur Sigurður Rúnar Sigurjónsson (SRS) framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Eirar.
Framkvæmdastjórinn fór yfir og útskýrði stöðu hjúkrunarheimilisins Eirar og svaraði að því loknu spurningum fundarmanna.

Erindið lagt fram að þessu loknu.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.


Til máls tóku: JJB, BH, JS, HSv, HP og KT.

Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ krefst þess að stjórn Eirar axli ábyrgð á greiðsluþroti stofnunarinnar með því að víkja. Eir skuldar átta milljarða, þar af eiga heimilismenn tvo milljarða sem þeir hafa lagt inn sem búsetutryggingu. Þeir fjármunir kunna að glatast.
Í fjölmiðlum hefur komið fram að í stað þess að stöðva byggingaframkvæmdir í kjölfar hrunsins hafi stjórnendur Eirar tekið ákvörðun um að halda áfram með byggingu nýrra íbúða. Sú ákvörðun reyndist afdrifarík. Til að fjármagna framkvæmdirnar voru peningar íbúðarétthafa notaðir. Stjórnendur hafi þannig notað peninga frá heimilismönnum sem ódýr lán í stað þess að reyna að ávaxta féð. Treyst var á að þensla á fasteignamarkaði héldi áfram en þegar markaðurinn lamaðist syrti í álinn. Þá er formaður stjórnar Eirar sagður hafa vitað strax árið 2011 að stofnunin væri á leið í greiðsluþrot. Engu að síður hafi verið haldið áfram að gera samninga við nýja íbúa. Slíkt er merki um alvarlegan dómgreindarbrest. Rétt væri að vísa málinu til lögreglu.
Ljóst er að trúverðugleiki Eirar hefur beðið hnekki. Traust milli heimilsmanna, aðstandenda þeirra og stjórnar Eirar er brostið. Til að Eir megi öðlast nauðsynlegan trúverðugleika er afsögn sitjandi stjórnar óhjákvæmilegt fyrsta skref.
Jón Jósef Bjarnason.


Bókun bæjarfulltrúa D- og V lista.
Harmað er að málefni Eirar séu í þeirri stöðu sem raun ber vitni og komið hefur fram í fjölmiðlum. Stofnaður hefur verið aðgerðarhópur á vegum Eirar til að taka á þessum málum. Mikilvægt er að við þá vinnu verði hagsmunir íbúa fyrst og fremst hafðir að leiðarljósi. Fulltrúi Mosfellsbæjar í fulltrúarráði Eirar sem jafnframt var kjörinn af því í stjórn stofnunarinnar hefur sagt sig frá stjórnarsetu til þess að leggja áherslu á að stjórnin fái endurnýjað umboð. Hann lagði það jafnframt ítrekað til innan stjórnarinnar að hún segði öll af sér. Mosfellsbær mun fylgjast áfram vel með þessu máli með hagsmuni íbúa að leiðarljósi.
 
    2.2.    200605022 - Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I
        Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I.

Svarbréf framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs frá því í júní sl. lagt fram en bréfið er í samræmi við fyrri samþykkt bæjarráðs.

Afgreiðsla 1098. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.


Til máls tóku: JJB og HSv.

Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Íbúahreyfingin sér ekki að málið hafi verið afgreitt, því var frestað á bæjarráðsfundi 1097 vegna þess að gögn vantaði, málinu lýkur ekki með því að umrædd gögn séu útveguð, bæjarráði ber að afgreiða málið með einhverjum hætti.
Jafnframt mótmælir íbúahreyfingin að bréf sem send eru bæjarráði séu ekki tekin fyrir þar á því á ekki að vera nein undantekning.
Jón Jósef Bjarnason.
 
    2.3.    201107175 - Endurnýjun lóðarleigusamninga
        Byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar óskar eftir leiðbeiningu bæjarráðs hvað varðar atriði er lúta að endurnýjun lóðarleigusamninga í eldri hverfum bæjarins sem eru að renna út.

Samþykkt með þremur atkvæðum að fela byggingarfulltrúa og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að vinna reglur um endurnýjun lóðarleigusamninga.

Afgreiðsla 1098. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.4.    201210016 - Erindi frá Kyndli varðandi klifurvegg
        Erindi björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbær þar sem óskað er eftir 600 þúsund króna styrk vegna byggingar klifurveggs.

Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila menningarsviði að styrkja verkefnið og verði styrkupphæðin kr. 600 þúsund tekin af liðnum ýmsir styrkir til íþrótta- og tómstundamála á menningarsviði.

Afgreiðsla 1098. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.5.    201210062 - Staðgreiðsluskil
        Fjármálastjóri kynnir staðgreiðsluskil til og með október mánaðar 2012.

Erindið lagt fram.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    2.6.    201211036 - Erindi frá Landsbyhggðin lifi varðandi styrkbeiðni
        Erindi frá Landsbyhggðin lifi þar sem óskað er eftir 50 - 100 þúsund króna styrk til starfssemi félagsins sem er fólgin í því að stykja sína heimabyggð og byggð á landinu.

Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.

Afgreiðsla 1098. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.7.    201211037 - Rekstaráætlun Sorpu bs. 2013 og fimm ára rekstaráætlun 2013-2017
        Sorpa bs. sendir rekstraráætlun sína fyrir árin 2013 til 2017, sem samþykkt var í stjórn Sorpu bs., til borgarráðs og bæjarráða aðildarsveitarfélaganna.

Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu erindisins.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    2.8.    201211042 - Uppgræðsla í beitarhólfinu á Mosfellsheiði 2013 - beiðni um styrk
        Erindi Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir framlagi að upphæð 150 þúsund krónur á árinu 2013 vegna uppgræðsluverkefnis í beitarhólfi á Mosfellsheiði.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.

Afgreiðsla 1098. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.9.    201211059 - Erindi Hestamannafélagsins Harðar útgáfu á sögu félagsins
        Erindi Hestamannafélagsins Harðar þar sem óskað er eftir styrk bæjarins vegna útgáfu á bókar í tilefni af 60 ára sögu félagsins.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar menningarmálanefndar.

Afgreiðsla 1098. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.10.    201211060 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaáætlun
        Erindi Alþingis þar sem gefinn er kostur á umsögn varðandi frumvarp til breytinga á lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaáætlun.

Erindið lagt fram.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    2.11.    201211062 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs
        Erindi Alþingis þar sem gefinn er kostur á umsögn varðandi frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.

Afgreiðsla 1098. fundar bæjarráðs samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
        
3.     201211010F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 198
    Fundargerð 198. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 594. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    3.1.    201205141 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013 til 2016
        Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2013 ásamt greinargerð framkvæmdastjóra sviðsins.

Framkvæmdastjóri kynnti áætlun sviðsins. Áætlunin var lögð fram.


Til máls tóku: JS, HSv og BH.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.2.    201209347 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um barnaverndarlög
        Bæjarráð 1092. fundur vísaði erindi Alþingis, beiðni um umsögn um frumvarp til laga um barnaverndarlög til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnti umsögnina fyrir nefndinni á fundinum.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.3.    201207195 - Beiðni um afhendingu á skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála
        Jafnréttisstofa kallar árlega eftir skýrslum frá jafnréttisnefndum sveitarfélaga um stöðu jafnréttismála í samræmi við ákvæði 3.mgr. 12.gr. laga nr. 10/2008. Jafnréttisfulltrúi hefur tekið saman skýrslu um stöðu mála í Mosfellsbæ.

Jafnréttisfulltrúi kynnti skýrsluna á fundinum. Skýrslan hefur verið send jafnréttisstofu.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.4.    201207073 - Jafnréttiskönnun eldra fólks
        Viðhorfskönnun var gerð meðal íbúa Mosfellsbæjar 67 ára og eldri til félagsstarfs eldri borgara. Könnunin er liður í starfsáætlun fjölskyldusviðs og jafnréttisáætlun.

Jafnréttisfulltrúi kynnti niðurstöður könnunarinnar. Könnunin er lögð fram.

Fjölskyldunefnd lýsir yfir áængju með að könnunin hefur verið framkvæmd.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.5.    201210023F - Barnaverndarmálafundur - 217
        Fundargerð 217. fundar barnaverndarmálafundar lögð fram til kynningar á 198. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök erindi bera með sér.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.6.    201211001F - Barnaverndarmálafundur - 218
        Fundargerð 218. fundar barnaverndarmálafundar lögð fram til kynningar á 198. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök erindi bera með sér.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.7.    201211008F - Barnaverndarmálafundur - 219
        Fundargerð 219. fundar barnaverndarmálafundar lögð fram til kynningar á 198. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök erindi bera með sér.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.8.    201105107 - Barnaverndarmál 10.5
        Málinu vísað til fjölskyldunefndar til afgreiðslu.

Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.9.    201210017F - Trúnaðarmálafundur - 748
        Fundargerð 748. trúnaðarmálafundar lögð fram til kynningar á 198. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök erindi bera með sér.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.10.    201210024F - Trúnaðarmálafundur - 749
        Fundargerð 749. trúnaðarmálafundar lögð fram til kynningar á 198. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök erindi bera með sér.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.11.    201210031F - Trúnaðarmálafundur - 750
        Fundargerð 750. trúnaðarmálafundar lögð fram til kynningar á 198. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök erindi bera með sér.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.12.    201211009F - Trúnaðarmálafundur - 751
        Fundargerð 751. trúnaðarmálafundar lögð fram til kynningar á 198. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök erindi bera með sér.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.13.    201210113 - Notendasamningar NPA
        Málinu vísað til fjölskyldunefndar til afgreiðslu.

Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
        
4.     201211015F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 273
    Fundargerð 273. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 594. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    4.1.    201205141 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013 til 2016
        Lögð fram fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2013. Áætlunin tekin fyrir í þremur hlutum. Fyrst Listaskóli, Skólahljómsveit, Skólaskrifstofa og aðrir hlutar. Þá leikskólar Mosfellsbæjar og loks grunnskólar Mosfellsbæjar og deildir þeim tengdar.

Fjárhagsáætlun 2013 fyrir deildir á fræðslusviði lögð fram.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    4.2.    201211073 - Fyrirspurn vegna bréfs til foreldra barna í Varmárskóla
        Fjallað var um fyrirspurn vegna bréfs til foreldra Varmárskóla frá skólastjórum þar sem skólastjóri sendi fróðleiksmola til foreldra, m.a. kynningu á spjaldtölvu.

Fræðslunefnd vísar því til Skólaskrifstofu og leik- og grunnskóla að setja verklagsreglur um auglýsingar í skólum í samræmi við auglýsingu mennta- og menningarráðuneytisins frá 19. maí, 2004. Jafnframt verði leitað til foreldra um gerð reglnanna.


Til máls tóku: JJB og HP.

Afgreiðsla 273. fundar fræðslunefndar samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Íbúahreyfingin mótmælir því að skólayfirvöld dreifi auglýsingum frá fyrirtækjum eins og gert var í þessu tilfelli.
Jón Jósef Bjarnason.
 
        
5.     201210021F - Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 163
    Fundargerð 163. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 594. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    5.1.    201210217 - Kynning á starfsemi íþrótta- og tómstundanefndar
        Kynning á starfsemi íþrótta- og tómstundanefndar.

Kynning á verkefnum og hlutverki íþrótta- og tómstundanefndar frestað.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    5.2.    201011056 - Málefni lýðræðisnefndar - Lýðræðisstefna
        Bæjarráð vísar erindi um málefni lýðræðisnefndar og lýðræðisstefnu til nefndarinnar. Erindið kynnir endurskoðun á verklagsreglum varðandi ritun fundargerða.

Lagt fram.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    5.3.    201205102 - Upplýsingaskylda íþrótta- og tómstundafélaga vegna samninga - gögn
        Lögð fram gögn frá íþrótta- og tómstundafélögum sem ekki höfðu borist á síðasta fundi nefndarinnar. Að þessu sinni hafa borist gögn frá Aftureldingu, hestamannafélaginu Herði, Aftureldingu og Skátafélaginu Mosverjum.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    5.4.    201210182 - Nýting íþróttamannvirkja
        Lagðar fram aðsóknartölur að íþróttamiðstöðvum Mosfellsbær árin 2010, 2011 og 2012.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    5.5.    200906129 - Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði
        Lögð fram gögn frá íþróttaþingi og tillögur um breytingu á stefnu Mosfellsbæjar á íþrótta- og tómstundasviði.

Málinu frestað.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    5.6.    201210179 - Ársskýrsla Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2012
        Ársskýrsla Vinnuskólans 2012 lögð fram.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
        
6.     201211014F - Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 164
    Fundargerð 164. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 594. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    6.1.    201205141 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013 til 2016
        Fjárhagsáætlun 2013 til 2016.

Fjárhagsáætlunin lögð fram.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    6.2.    201110099 - Endurskoðun á reglum um kjör á íþróttamanni og konu ársins
        Íþróttafulltrúar á höfuðborgarsvæðinu hafa átt samráð um reglur vegna kjörs íþróttamanns ársins í bæjarfélögum. Kynnt niðurstöður þess samráðs og lagt fram dæmi að reglum frá einu sveitarfélagi.

Eftirfarandi tillaga kom fram sem viðbót við 3. grein.
"Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu eiga lögheimili í Mosfellsbæ eða koma úr röðum starfandi félaga í Mosfellsbæ." Jafnframt verði til 4. grein sem fjallar um aðrar viðurkenningar.

Tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn tveimur.

Fram kom önnur tillaga að breytingu á reglunum sem hljóðar svo:
"Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í Mosfellsbæ eða eru íbúar í Mosfellsbæ en stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði inna bæjarins." Jafnframt verði til 4. grein sem fjallar um aðrar viðurkenningar.

Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1.

Þá er lagt til að stefnt verði að því að bæjarbúar geti tekið þátt í kjörinu.


Til máls tóku: HP og BH.

Bæjarstjórn lítur svo á að reglur um kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar séu í vinnslu hjá nefndinni. Tillögur um endanlegar reglur komi til samþykktar bæjarstjórnar ef lagt er til að breytingar verði gerðar á þeim.
 
    6.3.    201004217 - Frístundaávísanir - nýting
        Yfirlit yfir nýtingu frístundaávísana 2010-11 og 2011-12.

Upplýsingar um nýtingu frístundaávísana kynntar á fundinum.


Til máls tóku: JS, BÞÞ og JJB.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
        
7.     201211002F - Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 169
    Fundargerð 169. fundar menningamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 594. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    7.1.    200603117 - Stefnumótun í menningarmálum
        Fundurinn var opinn fundur menningarmálanefndar um stefnumótun í menningarmálum.

Á fundinum voru helstu atriði og megninmarkmið stefnunnar kynnt og síðan hófst hópavinna um meginmarkmiðin og undirmarkmið þeirra. Stefnt er að því að menningarmálanefnd fari yfir athugasemdir og geri breytingar á stefnunni á næsta fundi nefndarinnar. Stefnunni verður þaðan vísað til samþykktar bæjarstjórnar.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstórnar.
 
        
8.     201211013F - Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 170
    Fundargerð 170. fundar menningamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 594. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    8.1.    201205141 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013 til 2016
        Fjárhagsáætlun menningarmála 2013.

Fjárhagsáætlun menningarmála 2013 lögð fram.

Lagt framk á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    8.2.    200603117 - Stefnumótun í menningarmálum
        Athugasemdir frá opnum fundi um menningarstefnu Mosfellsbæjar yfirfarnar. Nefndin tók tillit til athugasemda frá opnum fundi nefndarinnar þann 31. október sl. Endanleg útgáfa stefnunnar leit dagsins ljós á fundinum.

Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endanlega útgáfu af Menningarstefnu Mosfellsbæjar.


Til máls tóku: HS og JS.

Framlögð menningarstefna Mosfellsbæjar samþykkt með sjö atkvæðum á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    8.3.    201211079 - Jólaball 2012
        Rætt var um árlegt jólaball.

Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að jólaball árið 2012 verði haldið í samvinnu við félagasamtök. Starfsmönnum Mosfellsbæjar falið að koma á slíkri samvinnu.

Afgreiðsla 170. fundar menningamálanefndar samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    8.4.    201211078 - Aðventutónleikar 2012
        Aðventutónleikar 2012.

Lagt er til að Aðventutónleikar 2012 verði að venju í Mosfellskirkju þann 11. desember.


Til máls tóku: HP og BH.

Afgreiðsla 170. fundar menningamálanefndar samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
        
9.     201211011F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 331
    Fundargerð 331. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 594. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    9.1.    201205141 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013 til 2016
        Framkvæmdastjóri umhverfissviðs gerði grein fyrir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 fyrir málaflokkinn Skipulags- og byggingarmál.

Lagt fram til kynningar.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    9.2.    201005193 - Leirvogstungumelar - ástand svæðis og umgengni
        Á 282. fundi 17.8.2010 var starfsmönnum falið að koma sjónarmiðum nefndarinnar til skila til íSTAKS. Það var gert með bréfi 25.8.2010. Framkvæmdastjóri umhverfissviðs gerði grein fyrir stöðu mála.

Skipulagsnefnd óskar eftir að gerð verði úttekt á stöðu mála á Leirvogstungumelum í heild og hún lögð fram á næsta fundi.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    9.3.    200611011 - Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024
        Borist hefur umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. nóvember 2012 vegna tillögu að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.

Nefndin óskar eindregið eftir því við svæðisskipulagsnefnd að hún gefi umsögn um tillögu að aðalskipulagi sem henni var send 25. maí s.l. Nefndin felur jafnframt skipulagsfulltrúa að gera í samráði við skipulagsráðgjafa tillögu um viðbrögð við einstökum atriðum í umsögn Skipulagsstofnunar.

Afgreiðsla 331. fundar skipulagsnefndar samþykkt mkeð sjö atkvæðum á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    9.4.    201210004 - Landsskipulagsstefna 2013-2024, ósk um umsögn
        1092. fundur bæjarráðs vísar landsskipulagsstefnu 2013-2024 til nefndarinnar til umsagnar.

Nefndin samþykkir að fela skipulagsfulltrúa og varaformanni að ganga frá umsögn til bæjarráðs í samræmi við umræður á fundinum.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    9.5.    201210298 - Lóðir við Gerplu- og Vefarastræti, ósk um breytingar á deiliskipulagi.
        Erindi Ágústs Ólafssonar f.h. fasteignafélagsins Hrundar ehf. þar sem óskað er eftir því að deiliskipulagi verði breytt á þremur lóðum við Gerplu- og Vefarastræti, þannig að byggja megi fleiri og minni íbúðir.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur formanni, embættismönnum og skipulagshöfundi að undirbúa umfjöllun nefndarinnar á næsta fundi.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    9.6.    201102301 - Holtsgöng o.fl., Reykjavík, - breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins
        1096. fundur bæjarráðs vísar tillögu Svæðisskipulagsnefndar um breytingar á svæðísskipulagi höfluðborgarsvæðisins til umsagnar skipulagsnefndar.

Frestað.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    9.7.    201211028 - Arkarholt 19, umsókn um endurbyggingu sólskála og viðbyggingu
        Sigríður Símonardóttir Arkarholti 19 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að endurbyggja sólskála og stækka íbúðarhúsið að Arkarholti 19,
Byggingafulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar á grundvelli ákvæða 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið fyrir íbúum/eigendum Arkarholts 16, 17 og 18 og Akurholts 20.

Afgreiðsla 331. fundar skipulagsnefndar samþykkt með sjö atkvæðum á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    9.8.    201210270 - Hjóla- og göngustígar í Reykja- og Teigahverfi
        Umhverfisnefnd vísar erindinu, hjóla- og göngustígar í Reykja- og Teigahverfi, til umsagnar skipulagsnefndar og umhverfissviðs.

Frestað.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    9.9.    201211054 - Stórikriki 29-37, fyrirspurn um að breyta einbýlishúsum í parhús á deiliskipulagi
        Gunnlaugur Jónasson arkitekt spyrst, f.h. Óðins fasteignafélags, fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að lóðunum verði skipt upp og þeim breytt í parhúsalóðir. Erindinu fylgja tillöguteikningar.

Frestað.

Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
        
10.     201211016F - Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 137
    Fundargerð 137. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 594. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    10.1.    201205141 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013 til 2016
        Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013-2016 hvað varðar málaflokkinn Almenningsgarðar og útivist/Umhverfismál.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 fyrir málaflokk 11 lögð fram til kynningar.

Fulltrúar M- og S-lista lögðu fram tvær tillögur og voru þær felldar með fjórum atkvæðum gegn einu.

Fulltrúar M- og S-lista bóka eftirfarandi tillögur:
Fulltrúar M- og S-lista vilja beina þeim tilmælum til bæjarráðs að fjárframlög til viðhalds útivistaraðstöðu og endurheimtar náttúrugæða á Varmársvæðinu verði aukin.
Fulltrúar M- og S-lista gera að tillögu sinni að Mosfellsbær falli frá fjárfrekum framkvæmdum við Tunguveg þar sem vegurinn mun rýra náttúrugæði sem eru mikilvæg fyrir sveitarfélagið í nútíð og framtíð.


Til máls tóku: JS, JJB,

Íbúahreyfingin og Samfylkingin leggja til að tillögur M og S lista verði settar á dagskrá síðar á dagskrá þessa bæjarstjórnarfundar þ.e. undir umræðu um fjárhagsáætlun 2013.
Jón Jósef Bjarnason og Jónas Sigurðsson.

Samþykkt með sjö atkvæðum.
 
        
11.     201211007F - Þróunar- og ferðamálanefnd - 27
    Fundargerð 27. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 594. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    11.1.    201205141 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013 til 2016
        Fyrir liggur fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013 til 2016 hvað varðar þróunar- og ferðamálanefnd.

Fjárhagsáætlunin lögð fram.

Afgreiðsla 27. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    11.2.    201208024 - Heilsueflandi samfélag
        Á dagskrá fundarins var Heilsueflandi samfélag að óska nefndarmanns Birtu Jóhannsdóttur.

Afgreiðsla 27. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
        
12.     201211063 - Fundargerð 175. fundar stjórnar Strætó bs.
    Til máls tóku: JS, BH, HP og HS.

Fundargerð 175. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
        
13.     201211064 - Fundargerð 383. fundar stjórar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
    Fundargerð 383. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
        
14.     201211004F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 219
    Fundargerð 219. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 594. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    14.1.    201211028 - Arkarholt 19, umsókn um endurbyggingu sólskála og viðbyggingu
        Sigríður Símonardóttir Akurholti 19 Mos. sækir um leyfi til að endurbyggja sólskála og stækka íbúðarhúsið að Arkarholti 19.

Byggingafulltrúi frestar afgreiðslu málsins og vísar því til umfjöllunar skipulagsnefndar á grundvelli
ákvæða 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla 219. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    14.2.    201211003 - Reykjahvoll 41, byggingarleyfisumsókn fyrir geymslu og eymbað
        Kristín Ólafsdóttir Reykjahvoli 41 Mos. sækir um leyfi til að byggja geymslu og eimbað úr timbri og steinsteypu að Reykjahvoli 41.
Stærð geymslu 22,4 m2, eimbað 7,1 m2, samtals 87,8 m3.

Samþykkt.

Afgreiðsla 219. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    14.3.    201207119 - Þormóðsdalsl. lnr: 125611 - Byggingarleyfisumsókn fyrir viðbyggingu, stækkun á verönd og útgangi.
        Birgir Hjaltalín Vallhólma 22 Kópavogi sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað sinn í landi þormóðsdals landnr. 125611.
Jafnframt er sótt um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi hússins og stækka verönd.

Beiðni um leyfi til að stækka sumarbústaðinn er synjað á grundvelli afgreiðslu skipulagsnefndar þann 9. ágúst 2012.

Byggingafulltrúi gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á innra fyrirkomulagi sumarbústaðarins og stækkun verandar.

Afgreiðsla 219. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 594. fundi bæjarstórnar.
 
        
15.     201211012F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 220
    Fundargerð 220. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 594. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    15.1.    201210201 - Langitangi 5, umsókn um stöðuleyfi fyrir gámum á lóðinni
        N1 Dalvegi 10-14 Kópavogi sækir um stöðuleyfi fyrir 5 gáma á lóðinni nr. 5 við Langatanga, samkvæmt framlögðum gögnum.

Byggingafulltrúi synjar umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma á lóðinni.

Afgreiðsla 220. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
    15.2.    2012081949 - Víðiteigur 6B, umsókn um byggingarleyfi.
        Haraldur Ársælsson Víðiteig 6B Mos. sækir um leyfi til að innrétta ris, setja þakglugga og breyta innanhúss fyrirkomulagi hússins nr. 6B við Víðiteig.
Fyrir liggur skriflegt samþykki annarra meðeigenda í raðhúsalengjunni.
Stærð rýmis í risi 52,3 m2. Rúmmál húss breytist ekki.

Samþykkt.

Afgreiðsla 220. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
        
16.     201211006F - Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 002
    Fundargerð 2. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 594. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    16.1.    201210095 - Reykjahvoll 41, byggingarreitur fyrir bílageymslu
        Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt með bréfi 25.10.2012 sem sent var 3 aðilum auk umsækjanda.
Skipulagsfulltrúi fullnaðarafgreiðir tillöguna skv. heimild í viðauka I við samþykkt nr. 596/2011 um breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Afgreiðsla skipulagsfulltrúa lögð fram á 594. fundi bæjarstjórnar.
 
        
17.     201103249 - Skýrsla vinnuhóps um sérkennslu og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar
    Skýrsla vinnuhóps um sérkennslu og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar.

Samþykkt samhljóða að vísa umræðu um skýrsluna til sérstaks kynningarfundar utan bæjarstjórnarfundar.
        
18.     201204069 - Kortlagning umferðarhávaða og gerð aðgerðaáætlana
    Um er að ræða hljóðkort af vegum í Mosfellsbæ með umferð fleiri en 3 milljón ökutækja ári. Hljóðkortin eru unnin af Mosfellsbæ og Vegagerðinni að beiðni Umhverfisstofnunar í samræmi við hávaðatilskipun ESB frá árinu 2002.

Til máls tók: BH.

Samþykkt með sjö atkvæðum að heimila umhverfissviði að skila framlögðum hljóðkortun inn til Umhverfisstofnunar í samræmi við reglur þar um.
        
19.     201205141 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013 til 2016
    Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór bæjarstjóri yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2013 til 2016.

Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 A og B hluta eru eftirfarandi:

Tekjur: 6.732 m.kr.
Gjöld: 6.097 m.kr.
Fjármagnsgjöld: 601 m.kr
Rekstrarniðurstaða: 34 m.kr.
Eignir í árslok: 13.050 m.kr.
Eigið fé í árslok: 3.761 m.kr.
Fjárfestingar: 869 m.kr.
-------------------------------------------------------------
Útsvarsprósenta 2013.

Útvarsprósenta fyrir árið 2013 verður 14,48%
-------------------------------------------------------------
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2013 eru eftirfarandi:

Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)
Fasteignaskattur A 0,265% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,100% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga A 0,340% af fasteignamati lóðar

Fasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)
Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,100% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðar

Fasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)
Fasteignaskattur C 1,650% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,100% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar
-------------------------------------------------------------
Gjalddagar fasteignagjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mánaðar frá 15. janúar til og með 15. september.
Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 30.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar
með eindaga 14. febrúar.
-------------------------------------------------------------
Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1.1.2013.

Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.
-------------------------------------------------------------
Eftirtaldar gjaldskrár liggja fyrir og taka breytingum þann 1.1.2013 og eru almennt að hækka um 5,4% milli ára.

gjaldskrá, húsaleiga í þjónustuíbúðum fatlaðs fólks
gjaldskrá, í félagsstarfi aldraðra
gjaldskrá, húsnæðisfulltrúa Mosfellsbæjar
gjaldskrá, húsaleiga í íbúðum aldraðra
gjaldskrá, húsaleiga í félagslegum íbúðum
gjaldskrá, vegna heimsendingar fæðis
gjaldskrá, félagsleg heimaþjónusta í Mosfellsbæ
gjaldskrá, ferðaþjónusta fatlaðs fólks
gjaldskrá, ferðaþjónusta í félagsstarfi aldraðra
gjaldskrá, dagvist aldraðra

samþykkt, um mötuneyti grunnskóla Mosfellsbæjar
gjaldskrá, gæsluvalla í Mosfellsbæ
gjaldskrá, vegna rekstrarstyrkja til einkarekinna leikskóla
gjaldskrá, leikskóla
gjaldskrá,þjónustusamnings vegna daggæslu barna í heimahúsi
gjaldskrá, skólahljómsveitar Mosfellsbæjar
gjaldskrá, Listaskóla Mosfellsbæjar - tónlistardeildar
gjaldskrá, fyrir mötuneyti grunnskóla Mosfellsbæjar
gjaldskrá, í frístundarseljum

gjaldskrá, íþróttamiðstöðva og sundlauga
gjaldskrá, Bókasafns Mosfellsbæjar

gjaldskrá, Vatnsveitu Mosfellsbæjar
gjaldskrá, skipulags- og byggingarmála í Mosfellsbæ
gjaldskrá, fyrir rotþróargjald í Mosfellsbæ
gjaldskrá, um hundahald í Mosfellsbæ
gjaldskrá, Hitaveitu Mosfellsbæjar
gjaldskrá, fyrir fráveitugjald í Mosfellsbæ
gjaldskrá, fyrir sorphirðu í Mosfellsbæ
-------------------------------------------------------------

Til máls tóku: HSv, BH, JS, JJB, HS, HP og KT.

Tillaga S-lista Samfylkingar og M- lista Íbúahreyfingarinnar.
Gerum það að tillögu okkar að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar verði sú sama og fjárhæð atvinnuleysisbóta hverju sinni.

Greinargerð með tillögunni.
Sambærileg tillaga var flutt við afgreiðslu fjárhagsáætlunar yfirstandandi árs en hlaut þá ekki brautargengi af hálfu meirihlutans.
Ef eitthvað er þá er enn brýnna nú að bæta kjör þeirra sem þurfa að leita fjárhagsaðstoðar sveitarfélagsins enda eru það þeir sem við allra lökustu kjörin búa í samfélagi okkar. Jafnframt er enn bent á erindi velferðarráðherra frá árinu 2011 þar sem hann beinir því til sveitarstjórna "að þær tryggi að einstaklingar hafi að lágmarki sambærilega fjárhæð og atvinnuleysisbætur til framfærslu á mánuði".
Jónas Sigurðsson.
Jón Jósef Bjarnason.

Tillagan borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.

Bókun D- og V-lista vegna tillögu S- og M-lista um fjárhagsaðstoð.

Fjárhagsáætlun 2013 gerir ráð fyrir 5,4% hækkun fjárhagsaðstoðar í byrjun árs 2013. Upphæð fjárhagsaðstoðar í Mosfellsbæ er í samræmi við það sem gerist hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Réttur til fjárhagsaðstoðar er tímabundin neyðarráðstöfun, lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og reglur Mosfellsbæjar um fjárhagsaðstoð kveða á um að leitað skuli sem flestra leiða til að leysa vanda einstaklinga og fjölskylda þannig að þeir geti séð sjálfum sér og sínum farborða. Megin markmið er að einstaklingar og fjölskyldur verði fær um að stjórna málum sínum sjálfir en verði ekki háður aðstoðinni. Auk þessa er í farvatninu sérstök vinnumarkaðsúrræði þar sem gert er ráð fyrir að einstaklingar sem njóta fjárhagsaðstoðar fái aðstoð við atvinnuleit.


Tillaga S- lista Samfylkingar.
Geri það að tillögu minni að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 verði gert ráð fyrir a.m.k. 12 fundum á árinu hjá hverri nefnd.
Jafnframt því verði nefndunum gert að gera starfsáætlun fyrir árið þar sem fram komi tímasetning fastra funda nefndanna. Jafnframt því innihaldi áætlunin tímasetningu á umfjöllun nefndanna um verkefni þeirra skv. samþykktum um viðkomandi nefnd. Bæjarráði verði falið að standa fyrir endurskoðun á samþykktum nefndanna hvað þetta varðar og leggja fyrir bæjarstjórn.
Jónas Sigurðsson.

Greinargerð með tillögunni.
Full ástæða er til að koma vinnu margra nefnda bæjarins í fastara form með áætlun fyrir árið um störf þeirra sem og að nefndirnar nái betur utan um þau verkefni sem þeim eru falin samkvæmt samþykktum fyrir nefndirnar. Jafnframt auðveldar slík áætlanagerð nefndarmönnum undirbúning þeirra undir fundina sem og að gögn sem þeir þurfa á að halda berist þeim með nægjanlegum fyrirvara. Ljóst er alltaf verður einnig um tilfallandi mál að ræða á fundum nefndanna sem kappkosta þarf að koma upplýsingum um til nefndarmanna með eins löngum fyrirvara og kostur er.

Tillagan borin upp um a.m.k. 12 fundi á ári og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.

Málsmeðferðartillaga kom fram um að bæjarstjórn leggi til við nefndir bæjarins að í upphafi árs verði gerð áætlun um fundartíma og niðurröðun fastra verkefna ársins.

Tillagan borin upp og samþykkt með sjö atkvæðum.


Tillaga S-lista Samfylkingar.
Geri það að tillögu minni að frístundaávísanir barna og ungmenna verði hækkaðar í 25.000 kr.
Jónas Sigurðsson.

Tillagan borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.

Bókun D- og V-lista um tillögur S-lista um frístundaávísanir
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 gerir ráð fyrir 20% hækkun á upphæð frístundaávísunar. Það er von bæjarfulltrúa D- og V-lista að rekstrarumhverfi Mosfellsbæjar leyfi að þessi upphæð geti hækkað enn frekar á komandi árum.

Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Íbúahreyfingin hefur frá upphafi óskað eftir tölfræði um iðkendur vs. styrki til íþrótta- og tómstundafélaga þar sem dregnir eru fram aldurshópar. Þessar upplýsingar þurfa að liggja fyrir áður en fjárhagsáætlun er gerð en hafa ekki gert og gera ekki enn. Það er skoðun Íbúahreyfingarinnar að ekki sé hægt að áætla fjarmagn til þessara félaga án þessa að þessar upplýsingar liggi fyrir.
Jón Jósef Bjarnason.


Tillaga S- lista Samfylkingar.
Geri það að tillögu minni að reglur Mosfellsbæjar um sérstakar húsaleigubætur verði endurskoðaðar með tilliti til eftirfarandi:
Sé ekki fyrir hendi laust félagslegt leiguhúsnæði og fyrir liggur umsókn sem uppfyllir skilyrði í þeim efnum skal þá leitað eftir húsnæði á almennum markaði. Húnsæðið er síðan leigt viðkomandi umsækjanda sem greiðir leigu samkvæmt gjaldskrá húsaleigu í félagslegu leiguhúsnæði. Bæjarfélagið greiðir síðan mismuninn. Tillögunni verði vísað til bæjarráðs til undirbúnings að breytingu á áðurnefndum reglum og kostnaðargreiningu samfara þeim. Í framhaldinu gerir bæjarráð tillögu að viðauka um breytingu á fjárhagsáætluninni sem lögð verði fyrir bæjarstjórn.
Jónas Sigurðsson.

Tillagan borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.

Bókun D- og V-lista vegna tillögu S-lista um húsaleigubætur
Fyrir dyrum standa breytingar á fyrirkomulagi greiðslu húsaleigubóta og vaxtabóta. Samráðshópur á vegum velferðarráðherra hefur skilað tillögum sínum til hans hvernig taka megi húsnæðisbætur upp á leigumarkaði í tveimur áföngum, annars vegar 1. janúar 2013 og hins vegar 1. janúar 2014. Þar sem ekki liggur fyrir í hverju fyrrgreindar tillögur eru fólgnar og hvaða áhrif þær munu hafa á stöðu leigjenda er ekki tímabært að breyta núverandi fyrirkomulagi. Að öðru leyti vísast til þess að Mosfellsbær mun hér eftir sem hingað til sinna þeim fjölskyldum sem eru í brýnni þörf fyrir húsnæði með sérstækum úrræðum eins og sérstökum húsleigubótum, félagslegum íbúðum og leigu húsnæðis á frjálsum markaði.


Tillaga S-lista Samfylkingar.
Geri það að tillögu minni að fjárveitingar til stuðnings- og stoðþjónustu skólanna verði á sér bókhaldslyklum í reikningshaldi þeirra, sem óheimilt verði að ráðstafa til annarrar stafsemi.
Jónas Sigurðsson.

Greinargerð með tillögunni:
Í "Reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla" eru ákvæði sem ekki er hægt að túlka með með öðrum hætti en að gert sé ráð fyrir því fyrirkomulagi sem lagt er til í tillögu minni.
Eftirfarandi atriði úr reglugerðinni fjalla um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga sem og um markmið reglugerðarinnar og rétt nemenda:

Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga;
Við gerð árlegrar fjárhagsáætlunar gerir sveitarstjórn ráð fyrir fjárveitingum til kennslu nemenda með sérþarfir í grunnskólum. Fjármagni sem ákveðið er með þessum hætti skal varið til kennslu í grunnskólum, kennslu í sérúrræðum innan grunnskóla og ráðgjafar við skóla. Þá skal gert ráð fyrir fjárveitingum til annarra starfa vegna stuðnings við nemendur með sérþarfir eftir nánari ákvörðun sveitarstjórnar, þ.m.t. til sjúkrakennslu.

Markmið reglugerðar þessarar er að nemendur;
a.
fái jöfn tækifæri á eigin forsendum til náms og virkrar þátttöku í grunnskólum án aðgreiningar þannig að komið sé til móts við náms-, líkams-, félags- og tilfinningalegar þarfir þeirra,
b.
fái fjölbreytt nám við hæfi í hvetjandi námsumhverfi og í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu,
c.
geti þroskað persónuleika sinn, hæfileika og sköpunargáfu, ásamt andlegri og líkamlegri getu og verið félagslega virkir þátttakendur í skólasamfélaginu þar sem byggt er á styrkleikum þeirra,
d.
hafi jöfn tækifæri í grunnskólum í samræmi við alþjóðlega samninga um réttindi barna og fatlaðra.

Nemendur eiga rétt á:
a.
að komið sé til móts við náms- og félagslegar þarfir þeirra í skóla án aðgreiningar án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis,
b.
að sjónarmiðum þeirra sé gefinn gaumur miðað við aldur þeirra og þroska og þeim veitt aðstoð, þar sem tekið er tillit til sérþarfa þeirra og aldurs,
c.
að þeir geti nýtt sér viðeigandi samskiptamáta, s.s. táknmál, blindraletur og viðeigandi tækjabúnað, aðlöguð námsgögn, aðstöðu og kennslu til að stuðla að sem bestri menntun, sjálfsstyrkingu og félagsþroska.

Tillagan borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.

Bókun D- og V-lista vegna tillögu S-lista um bókhaldslykla.
Tillaga þessi var borin fram af fulltrúa S-lista við afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlunar. Henni var vísað til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs og fjármálastjóra til umsagnar. Umsögn barst bæjarráði í febrúar sl. þar sem ekki var mælt með þessar aðferðafræði, auk þess var málinu vísað til vinnuhóps um málefni barna með sérþarfir og sérfræðiþjónustu. Í meðförum hópsins var málið rætt og ekki talin ástæða til að taka undir sjónarmið tillöguhafa. Að öðru leyti vísast til greinargerðar framkvæmdastjóra fræðslusvið vegna málsins dags. 20.11.2012.


Tillaga S- lista Samfylkingar.
Geri það að tillögu minni að bæjarráði verði falið að standa fyrir endurskoðun á rekstri og framkvæmdum sveitarfélagsins með tilliti til áhersla á einstaka liði og málefnaflokka í rekstri og þjónustu bæjarins og þá einkum með það í huga að efla fjárveitingar til skólastofnana. Þessu verkefni verði lokið vorið 2013 og leggi bæjarráð þá fyrir bæjarstjórn tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2013.
Jónas Sigurðsson.

Greinargerð með tillögunni.
Á undanförnum árum hefur niðurskurður eða hagræðing í rekstri, hvað svo sem á að kalla það, einkum bitnað á rekstri skólastofnana bæjarins enda eru fræðslumál stærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins. Fram hafa komið viðvaranir um að of langt hafi verið gengið í þessum efnum og verði ekki um stefnubreytingu að ræða komi það til með að hafa alvarleg áhrif á þjónustu grunnskólanna, sérfræðiþjónustuna o.fl. Þessar viðvaranir má m.a. lesa út úr skýrslu vinnuhóps um Sérfræðiþjónustu og þjónustu við börn með sérþarfir í leik- og grunnskólum, ályktun bekkjafulltrúa Varmárskóla, viðhorf formanns foreldrafélags Varmárskóla o.fl. Einnig er ljóst að álag hefur verið mikið á starfsfólk skólastofnana og stoðþjónustunnar sem hafa unnið frábært starf við erfiðar aðstæður. Því er hér lagt til að bæjaryfirvöld endurmeti forgangsröðun sína í rekstri bæjarins undir verkstjórn bæjarráðs.

Tillagan borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.

Bókun D- og V-lista vegna tillögu S-lista um endurskoðun á rekstri
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 hefur verið lögð mikil vinna nú sem endranær af fjölmörgum starfsmönnum bæjarins og hér um að ræða vandaða áætlun. Andi sveitarstjórnarlaga um fjárhag sveitarfélaga og áætlanagerð er ekki á þann veg að skera eigi fjárhagsáætlun sveitarfélaga upp á miðju rekstrarári með breytingar í huga. Bæjarfulltrúar D- og V- lista leggja til við bæjarfulltrúa S-lista að ef framboðinu finnst að rangar áherslur séu í rekstri sveitarfélagsins að fulltrúar þess komi með mótaðar tillögur um hvar beri að minnka útgjöld og hvar bæta eigi í í upphafi næsta árs svo hægt sé að fara yfir það við vinnu við fjárhagsáætlunargerðina en ekki koma með óljósar hugmyndir tveimur dögum fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar.


Bæjarfulltrúar M- og S lista flytja aftur tvær tillögur sem fram komu frá fulltrúum þessara flokka í umhverfisnefnd og vísað var fyrr á þessum fundi til umræðu undir þessum dagskrárlið sem hér er til umæðu.

Fulltrúar M- og S-lista vilja beina þeim tilmælum til bæjarráðs að fjárframlög til viðhalds útivistaraðstöðu og endurheimtar náttúrugæða á Varmársvæðinu verði aukin.

Tillagan borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.

Hafsteinn Pálsson vildi gera grein fyrir mótatkvæði sínu og telur að eins og tillagan er orðuð muni hún ávallt orka tvímælis.

Fulltrúar M- og S-lista gera að tillögu sinni að Mosfellsbær falli frá fjárfrekum framkvæmdum við Tunguveg þar sem vegurinn mun rýra náttúrugæði sem eru mikilvæg fyrir sveitarfélagið í nútíð og framtíð.

Tillagan borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.


Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Laun er stór hluti útgjalda Mosfellsbæjar, Íbúahreyfingin óskaði eftir einföldum upplýsingum um þróun launa æðstu embættismanna Mosfellsbæjar s.l. vor en hefur ekki fengið. Íbúahreyfingin kærði málið til Innanríkisráðuneytis.
Íbúahreyfingin lítur þetta mjög alvarlegum augum, enda er með þessu komið í veg fyrir að bæjarfulltrúinn geti sinnt starfi sínu fyrir íbúa sveitarfélagsins.
Jón Jósef Bjarnason.

Bókun bæjarfulltrúa D- og V lista.
Bæjarfulltrúi M-lista getur að sjálfsögðu fengið allar þær upplýsingar sem hann óskar eftir eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Þær upplýsingar sem hér er vísað til hafði hann ekki þolimæði til að bíða eftir þrátt fyrir að hann hefði upplýsingar um að verið væri að taka þær saman af stjórnsýslu bæjarins. Því ákvað hann að setja málið í þann farveg að kæra málið til innanríkisráðuneytisins sem vísaði kærunni til kærunefndar upplýsingamála. Bæjarfulltrúinn fékk síðan upplýsingar á grundvelli úrskurðar nefndarinnar.

Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Íbúahreyfingin leggur til að bæjarráð geri úttekt á aksturskostnaði sveitarfélagsins og myndi heildstæða stefnu um þennan kostnaðarlið og leiðrétti laun þar sem við á .

Komið hefur í ljós að laun séu falin í akstursstyrkjum og bílahlunnindum. Íbúahreyfingin rekur stefnu gagnsæis en laun falin í akstursstyrkjum eru ógagnsæ. Ef Mosfellsbær vill greiða hærri laun en kjarasamningar kveða á um, ber að gera það með gagnsæjum hætti.
Laun opinberra starfsmanna eru opinberar upplýsingar og eiga að vera gagnsæ.
Jón Jósef Bjarnason.

Tillagan borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.

Bókun bæjarfulltrúa D- og V lista.
Líkt og fram kemur í fjárhagsáætlun liggur ljóst fyrir hver aksturskostnaður er því er ekki um neinar faldar greiðslur að ræða líkt og Íbúahreyfingin heldur fram.


Upp er borið til samþykktar í einu lagi ofangreint, það er:
fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 til 2016,
Útsvarsprósenta fyrir árið 2013,
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2013,
Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega og
ofangreindar gjaldskrár á vegnum Mosfellsbæjar.

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013 til 2016 ásamt ákvörðun um útsvarsprósentu, álagningarprósentur fasteignagjalda, reglna og gjaldskráa borin upp til atkvæða og samþykkt með fimm atkvæðum.

Bókun S-lista Samfylkingar vegna fjárhagsáætlunar 2013.
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 ásamt þriggja ára áætlun lýsir sýn meirihluta sjálfstæðismanna og VG á áherslur í rekstri og framkvæmdum sveitarfélagsins. Einkenni áætlunarinnar er skortur á vilja til að takast á við þann vanda sem blasir við skólastofnunum bæjarins, vilja til að bæta hag þeirra sem verst standa fjárhagslega sem og að stuðla að því að þáttaka barna og ungmenna í frístundastarfi sé ekki háð efnahag heimilanna. Jafnframt staðfestir áætlunin stefnuleysi meirihlutans í uppbyggingu á aðstöðu fyrir skólastofnanir bæjarins, aðstöðu til íþróttastarfs og framkvæmdir í umhverfismálum. Áfram skal haldið með skyndi ákvarðanir hvað slíkar framvæmdir áhrærir í stað markvissrar stefnumörkunar til lengri tíma.
Jónas Sigurðsson.

Bókun D-lista og V-lista vegna afgreiðslu á tillögum S-lista.
Tillögur S-lista eru allar góðrar gjalda verðar og í fullkomnum heimi yrðu þær flestar sjálfsagt samþykktar samhljóða. Hinsvegar er raunveruleikinn sá að bæjarstjórn er að útdeila takmörkuðu fjármunum sem reynt er að útdeila á sem sanngjarnastan hátt þannig að það komi sem flestum til góða. Tillögur S-lista kosta verulega fjármuni og mun meiri en áætlaður rekstrarafgangur fjárhagsáætlunar gerir ráð fyrir. Ljóst er því að skera þyrfti verulega niður á öðrum stöðum til að fjármagna tilögur S-lista. Auk þess gera tillögurnar ráð fyrir að farið verði í einhverskonar "endurmat á forgangsröðun" eins og það er orðað til að auka við fjármagn til skólamála. Afleiðing slíks yrði niðurskurður í öðrum málaflokkum. S-listi leggur ekki fram neinar hugmundir um hvar skuli bera niður til að fjármagna þessar tillögur sínar. Sumar þessara tillagna eru gamlir kunningjar og hafa verið lagðar fram áður. Það verður að teljast ábyrgðarlaust að leggja fram tillögur (og sumar endurtekið) um verulega útgjaldaaukningu án þess að vera með lausnir um hvar skuli bera niður til að fjármagna þær. Þessar tillögur virðast vera settar fram til að slá ryki í augun á íbúum.


Bókun V- og D-lista með fjárhagsáætlun 2013-16.
Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er traust og reksturinn ábyrgur. Hófleg íbúafjölgun hefur verið undanfarin ár og er Mosfellsbær eitt fárra sveitarfélaga þar sem fólkfjölgun á sér stað um þessar mundir og sýnir það styrk og vinsældir sveitarfélagsins. Megináherslur í fjárhagsáætlun 2013 eru hér eftir sem hingað til að standa vörð um grunn- og velferðarþjónustu bæjarins

Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 verður rúmlega 33 mkr. afgangur af rekstri Mosfellsbæjar eftir fjármagnsliði. Veltufé frá rekstri verður jákvætt um 697mkr. eða um 10,4% af heildartekjum. Gert er ráð fyrir að skuldir sem hlutfall af tekjum muni lækka. Þrátt fyrir afgang rekstri og lækkun skuldahlutfalls þarf við rekstur Mosfellsbæjar á næstu árum að haga rekstri Mosfellsbæjar áfram af ábyrgð og ráðdeild þar sem ljóst er að rekstrarumhverfi sveitarfélaga verður áfram áskorun. Áfram verður haldið að byggja upp sveitarfélagið. Á árinu 2013 er gert ráð fyrir að fjórar stórar byggingarframkvæmdir verði í gangi, bygging hjúkrunarheimilis sem gert er ráð fyrir að tekin verði í notkun á árinu, ný og endurbætt aðstaða fyrir félags- og þjónustumiðstöð eldra fólks, bygging framhaldskóla í samvinnu við ríkisvaldið og svo bygging á nýjum íþróttasal við Varmá sem hýsa mun aðstöðu fyrir fimleika og bardagaíþróttir. Óhætt er að fullyrða að það eru fá sveitarfélög sem standa í viðlíka framkvæmdum um þessar mundir. Aðstaða fyrir framhaldskólanema, eldra fólk og bætt aðstaða til íþróttaiðkunar mun nýtast flestum íbúum í Mosfellsbæ á einn eða annan hátt.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:45

Til baka