Bæjarstjórnarfundur

20/12/2012

596. fundur
Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 
miðvikudaginn 19. desember 2012 og hófst hann kl. 16:30

 

Hljóðskrá frá fundinum


 Fundinn sátu:
Bryndís Haraldsdóttir (BH), Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Haraldur Sverrisson (HSv), Hafsteinn Pálsson (HP), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

Samþykkt að taka á dagskrá sem síðasta dagskrárlið kosningu í nefndir.


Dagskrá:

1.     201212001F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1101
    Fundargerð 1101. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 596. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    1.1.    201210078 - Ályktun fundar bekkjafulltrúa við Varmárskóla
        Fundur bekkjafulltrúa við Varmárskóla beinir því m.a. til bæjarstjórnar að gerðar verði umbætur á göngustígum og búnaði skólans og að starfshlutfall námsráðgjafa aukið.

Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fræðslusviðs að svara bréfriturum á grunni fyrirliggjandi minnisblaða.

Afgreiðsla 1101. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.2.    201210303 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um félagslega aðstoð
        Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um félagslega aðstoð.

Samþykkt með þremur atkvæðum að senda umsögn á grunni fyrirliggjandi minnisblaðs framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

Afgreiðsla 1101. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.3.    201211154 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sjúkratryggingar
        Erindi Alþingis þar sem gefinn er kostur á umsögn um frumvarp til breytinga á lögum 112/2008 um sjúkratryggingar.

Samþykkt með þremur atkvæðum að senda umsögn á grunni fyrirliggjandi minnisblaðs framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

Afgreiðsla 1101. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.4.    201211217 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um húsaleigubætur
        Erindi Alþingis þar sem Mosfellsbæ er gefinn kostur á umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um húsaleigubætur.

Samþykkt með þremur atkvæðum að senda umsögn á grunni fyrirliggjandi minnisblaðs framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

Afgreiðsla 1101. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.5.    201211037 - Rekstaráætlun Sorpu bs. 2013 og fimm ára rekstaráætlun 2013-2017
        Sorpa bs. sendir rekstraráætlun sína fyrir árin 2013 til 2017, sem samþykkt var í stjórn Sorpu bs., til borgarráðs og bæjarráða aðildarsveitarfélaganna.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Björn H. Halldórsson (BHH) framkvæmdastjóri Sorpu bs. og Oddný Sturludóttir (OS) formaður stjórnar Sorpu bs.
og þá aðallega til að kynna hugmyndir um gasgerðarstöð og fjármögnun hennar.

Erindið lagt fram.

Afgreiðsla 1101. fundar bæjarráðs lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    1.6.    201211109 - Erindi Sorpu bs. varðandi þjónustukönnun á endurvinnslustöðvum 2012
        Erindi Sorpu bs. varðandi þjónustukönnun á endurvinnslustöðvum 2012, þar sem m.a. var könnuð afstaða viðskiptavina almennt, heimsóknarfjöldi fyrirtækja o.fl.

Þjónustukönnunin lögð fram.

Afgreiðsla 1101. fundar bæjarráðs lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    1.7.    201207154 - Erindi Sorpu, staðarval fyrir nýjan urðunarstað
        Erindi Sorpu bs. varðandi urðunarstaði fyrir úrgang þar sem óskað er eftir því að sveitarfélögin sendi inn tilnefningu á mögulegum urðunarstöðum.

Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara erindinu í samræmi við minnisblað hans þar um.

Afgreiðsla 1101. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.8.    201211238 - Ljósleiðaravæðing í Mosfellsbæ
        Fyrir fundinum liggur tillaga Íbúahreyfingarinnar þess efnis að bæjarráð geri áætlun um ljósleiðaravæðingu í Mosfellsbæ.

Tillaga kom fram um að vísa tillögunni til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og var hún samþykkt með þremur atkvæðum.

Afgreiðsla 1101. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    1.9.    201212013 - Virkni 2013
        Fram er lagt minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs þar sem gerð er grein fyrir Vinnu og Virkni átaki til atvinnu 2013.

Erindið lagt fram til kynningar.

Afgreiðsla 1101. fundar bæjarráðs lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    1.10.    201202106 - Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2012
        Fjármálastjóri leggur til að veitt verði heimild til töku langtímaláns hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 170 mkr.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir með sjö atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 170.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2012, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
 
    1.11.    201202115 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2012
        Samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði leggur fjármálastjóri til að bæjarráð samþykki viðauka við fjárahagsáætlun ársins 2012 í samræmi við fyrri samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Meðfylgjandi viðaukar sem byggja á samþykktum bæjarráðs og bæjarstjórnar og er ætlað að uppfylla þær formreglur sem gilda um samþykkt viðauka s.s. að sýna hvernig útgjöldum verði mætt, samþykktir á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
        
2.     201212011F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1102
    Fundargerð 1102. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 596. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    2.1.    201211211 - Erindi Lágafellssóknar varðandi gerð girðingar við kirkjugarðinn við Mosfellskirkju
        Erindi Lágafellssóknar varðandi gerð girðingar við kirkjugarðinn við Mosfellskirkju.
Áður á dagskrá 1100. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að leggja til efniskostnað girðingar kr. 1,3 millj. sem verði tekið af liðnum gatnagerðarframkvæmdir.

Afgreiðsla 1102. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.2.    201203169 - Framkvæmdir 2012
        Á 590. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að taka saman frekari upplýsingar og leggja fram í bæjarráði.
Hjálagt eru viðbótarupplýsingar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

Erindið lagt fram.

Afgreiðsla 1102. fundar bæjarráðs lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    2.3.    201209318 - Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um rannsóknir í Köldukvísl, Varmá og lækjum á vestursvæði árið 2011
        Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um rannsóknir í Köldukvísl, Varmá og lækjum á vestursvæði árið 2011.
590. fundur bæjarstjórnar óskaði eftir umsögn umhverfissviðs sem skyldi leggja fyrir bæjarráð. Hjálögð er umsögnin ásamt lýsingu á vinnuferli.

Bæjarráð samþykkir ályktun þess efnis að sú vinna sem er í gangi á vegum vinnuhópa umhverfissviðs og heilbrigðiseftirlitsins um samstarf um úrbætur á saurgerlamengun í ám og vötnum í Mosfellsbæ, verði hraðað svo sem unnt er og niðurstöður lagðar fyrir bæjarráð.

Afgreiðsla 1102. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.4.    201202172 - Nýbygging við íþróttamiðstöðina að Varmá
        Áður á dagskrá 1100. fundar bæjarráðs þar sem staða nýbyggingar var kynnt. Umhverfissvið leggur fram minnisblað sitt með tillögu um að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda sem er Spennt ehf.

Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda Spennt ehf. á grundvelli tilboðs hans um nýbyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá.

Afgreiðsla 1102. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.5.    201101392 - Hjúkrunarheimili nýbygging
        Umhverfissvið leggur fram niðurstöður úr útboði vegna lóðaframkvæmda við hjúkrunarheimili þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda SS Verk efh.

Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda SS Verk ehf.

Afgreiðsla 1102. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.6.    200612242 - Leirvogstunga ehf, uppbygging í Leirvogstungu
        Endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu.
Áður á dagskrá 1092. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að vinna að endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu. Hjálagt er viðauki við umrætt fskj. 5 eins og hann lýtur út eftir sameiginlega yfirferð stjórnsýslusviðs og lóðareiganda.

Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila stjórnsýslusviði að undirrita fyrirliggjandi viðauka við sölu- og byggingarskilmála.

Afgreiðsla 1102. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.7.    201212070 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um gatnagerðargjald
        Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til breytinga á lögum um gatnagerðargjald er varða framlengingu á ákvæðum um B gatnagerðargjald.

Samþykkt með þremur atkvæðum að gera ekki athugasemdir við frumvarpið.

Afgreiðsla 1102. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.8.    201212034 - Erindi Sækúnna, varðar styrkbeiðni vegna boðsunds yfir Ermasund
        Sækýrnar boðsundshópur óskar eftir styrk Mosfellsbæjar til að þreyta boðsund yfir Ermasund sumarið 2013.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs.

Afgreiðsla 1102. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.9.    201212040 - Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna flugeldasýningar, áramót
        Erindi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar Mosfellsbæjar vegna umsóknar björgunarsveitarinnar Kyndils til að halda flugeldasýningu um áramót.

Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við fyrirhugaða flugeldasýningu.

Afgreiðsla 1102. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.10.    201212041 - Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna flugeldasýningar, Þrettándinn
        Erindi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar Mosfellsbæjar vegna umsóknar björgunarsveitarinnar Kyndils til að halda flugeldasýningu á þrettándanum.

Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við fyrirhugaða flugeldasýningu.

Afgreiðsla 1102. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.11.    201212071 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga
        Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar fjármálastjóra.

Bæjarráð bókar að það sé með öllu óðlilegt að senda frumvarp til umsagnar með svo stuttum fyrirvara sem sé raunin með þetta frumvarp en þessi stutti frestur sem hér er gefinn leiðir til þess að bæjarráð hefur ekki svigrúm til þess að yfirfara frumvarpið og gefa að því loknu umsögn sína.

Afgreiðsla 1102. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.12.    201212090 - Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi rekstur skíðasvæða 2013
        Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi rekstur skíðasvæðanna á árinu 2013 þar sem helgaropnun í Skálafelli er á dagskrá.

Eftirfarandi fjögur atriði samþykkt með þremur atkvæðum:

Að á árinu 2013 verði miðað við að rekstur skíðasvæðisins í Bláfjöllum verði með svipuðu sniði árið 2012, og að Skálafell verði opið um helgar, sbr. fyrirliggjandi tillögu stjórnar skíðasvæðanna þar um.

Á árinu 2013 fari um stjórnun, fjármál og starfsmannamál samkvæmt því sem segir í gr. 1.,2. og 4. í núgildandi samningi dags. 21. júlí 2008.

Kostnaðarskipting milli sveitarfélaga vegna reksturs taki mið af íbúafjölda í sveitarfélögunum 1. des. 2012.

Á árinu 2013 vinni framtíðarhópur SSH að mótun tillagna um framtíðarform á reksturs og stjórnunar skíðasvæðanna, og jafnframt verði gerð ný samþykkt fyrir stjórn skíðasvæðanna.
Nýr samningur milli sveitarfélaganna um rekstur skíðasvæðanna taki síðan gildi frá og með 1. janúar 2014.

Afgreiðsla 1102. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    2.13.    200810184 - Viðbrögð Mosfellsbæjar við breyttri stöðu í íslensku efnahagslífi
        Á 901. fundi bæjarráð Mosfellsbæjar var samþykkt að mynda samstarfshóp um upplýsingagjöf og ráðgjöf til Mosfellinga, vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem skapaðist í efnahagslífi þjóðarinnar 2008. Ákveðið að þáverandi formaður bæjarráðs leiddi samstarfshópinn. Gerð er tillaga um að forstaða hópsins flytjist til fjölskyldusviðs.

Samþykkt með þremur atkvæðum að forstaða samstarfshóps um upplýsinga- og ráðgjöf verði flutt til fjölskyldusviðs.

Til máls tóku: JJB, BH, HSv og HS.

Afgreiðsla 1102. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
        
3.     201212002F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 199
    Fundargerð 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 596. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    3.1.    201210331 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þyngsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum
        Erindi Alþingis þar sem Mosfellsbæ gefst tækifæri á að gefa umsögn um tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum, er vísað af bæjarráði 1097. fundi til umsagnar fjölskyldunefndar. Kynnt er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið.

Umsögn fjölskyldunefnd liggur fyrir í málinu.

Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.2.    201210214 - Fulltrúaráðsfundur 12.-14. október 2012
        Landssamtökin Þroskahjálp héldu landsfund dagana 12.-14. október í erindinu eru ályktanir fundarins sem samtökin beina til sveitarfélaga landsins.

Ályktun fundarins er lögð fram.

Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.3.    201212013 - Virkni 2013
        Í erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er gerð grein fyrir tillögum um vinnumarkaðsaðgerðir til að mæta einstaklingum sem fullnýta atvinnuleysisbótarétt sinn á komandi mánuðum kynnt.

Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.4.    201212014 - Reglur um fjárhagsaðstoð, endurskoðun 2012
        Kynnt minnisblað félagsmálastjóra dags. 6. desember 2012 þar sem gerð er grein fyrir framlögðum drögum á breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð.

Fjölskyldunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlögð drög að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð.

Til máls tóku: JS, HSv, BH og JJB.

Framlögð drög að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    3.5.    201211019F - Trúnaðarmálafundur - 752
        Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.6.    201211023F - Trúnaðarmálafundur - 753
        Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.7.    201211030F - Trúnaðarmálafundur - 754
        Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.8.    201212005F - Trúnaðarmálafundur - 755
        Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.9.    201211186 - Fjárhagsaðstoð
        Máli vísað til afgreiðslu fjölskyldunefndar.

Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.

Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.10.    201211175 - Fjárhagsaðstoð
        Máli vísað til afgreiðslu fjölskyldunefndar.

Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.

Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.11.    201211169 - Fjárhagsaðstoð
        Máli vísað til afgreiðslu fjölskyldunefndar.

Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.

Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.12.    201210327 - Fjárhagsaðstoð
        Máli vísað til afgreiðslu fjölskyldunefndar.

Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.

Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.13.    201212047 - Félagslegar íbúðir
        Máli vísað til afgreiðslu fjölskyldunefndar.

Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.

Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.14.    201212026 - Frekari liðveisla
        Máli vísað til afgreiðslu fjölskyldunefndar.

Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.

Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.15.    201211181 - Búsetueiningar, umsókn um búsetu á Skálatúni
        Máli vísað til afgreiðslu fjölskyldunefndar.

Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.

Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.16.    201210113 - Notendasamningar NPA
        Máli vísað til afgreiðslu fjölskyldunefndar.

Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.

Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.17.    201211018F - Barnaverndarmálafundur - 220
        Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.18.    201211029F - Barnaverndarmálafundur - 221
        Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.19.    201212004F - Barnaverndarmálafundur - 222
        Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.20.    201210136 - Forsjár- og umgengnimál 10.5
        Málinu vísað til fjölskyldunefndar til afgreiðslu.

Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.

Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    3.21.    201211115 - Stuðningsfjölskylda
        Málinu vísað til fjölskyldunefndar til afgreiðslu.

Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.

Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
        
4.     201212009F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 275
    Fundargerð 275. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 596. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    4.1.    201212058 - Heimsókn í Lágafellsskóla
        Fræðslunefnd heimsótti Lágafellsskóla á skólatíma. Um var að ræða annatíma, í hádegi þegar mikið álag er á öllum rýmum skólans. Jóhanna Magnúsdóttir veitti leiðsögn um kennsluhúsnæði, matsal, Bólið, frístund og Lágafellsdeild fyrir 5 ára og kynnti skólastarf.

Jafnframt voru skoðuð ný rými sem bættust við skólann í haust, en samtals eru nú 10 færanlegar kennslustofur við Lágafellsskóla. Rætt var um framtíðarþróun nemendafjölda og húsnæðisþarfir skólans á næstu árum, en í skólanum eru í dag 700 grunnskólabörn og 44 leikskólabörn.

Til máls tók: HP.

Afgreiðsla 275. fundar fræðslunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    4.2.    201212059 - Samningsmarkmið sveitarfélaga í kjaraviðræðum við félag grunnskólakennara
        Lögð fram samningsmarkmið sveitarfélaga í umræðum við FG. Samningsumræðum hefur verið vísað til sáttasemjara.

Til máls tóku: BH og HP.

Afgreiðsla 275. fundar fræðslunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    4.3.    201102182 - Skýrsla mennta- og menningarmálaráðuneytisins með niðurstöðum úttektar Varmárskóla
        Eftirfylgni að mati á Varmárskóla lokið af hálfu ráðuneytis.

Lagt fram til upplýsinga.

Afgreiðsla 275. fundar fræðslunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
        
5.     201212003F - Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 165
    Fundargerð 165. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 596. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    5.1.    201110099 - Endurskoðun á reglum um kjör á íþróttakarli og íþróttakonu ársins
        Lögð fram drög að nýjum reglum um kjör á íþróttakarli og íþróttakonu ársins.

Lagt til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar reglur.

Framlögð drög að nýjum reglum um kjör á íþróttakarli og íþróttakomu ársins samþykktar á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    5.2.    200906129 - Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði
        Lögð fram drög að stefnu íþrótta- og tómstundanefndar.

Breytingatillögur komu fram á fundinum. Lagt til að endanleg drög verði lögð fyrir næsta fundi nefndarinnar.

Afgreiðsla 165. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    5.3.    201211239 - Ósk um styrk til Karenar Axelsdóttur vegna þátttöku í sundmóti fatlaðra
        Lögð fram beiðni um styrk til Karenar Axelsdóttur vegna þátttöku í sundmóti.

Nefndin ítrekar óskir um að settar verði viðmiðunarreglur fyrir þá sem eru í félögum sem Mosfellsbær styrkir ekki með framlögum í afrekssjóð.

Nefndarmenn voru einróma um að veita Karen styrk og að afgreiðsla hans fari skv. venju og hefð.

Afgreiðsla 165. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
        
6.     201212010F - Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 171
    Fundargerð 171. fundar menningamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 596. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    6.1.    201211059 - Erindi Hestamannafélagsins Harðar vegna útgáfu á sögu félagsins
        Bæjarráð vísar erindi Hestamannafélagsins Harðar, þar sem óskað er eftir styrk bæjarins vegna útgáfu á bókar í tilefni af 60 ára sögu félagsins, til umsagnar menningarmálanefndar.

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar er fylgjandi ritun á sögu hestamannafélagsins Harðar. En bolmagn Menningarmálanefndar og Lista- og menningarsjóðs leyfir ekki að stutt verði við þetta verkefni.

Afgreiðsla 171. fundar menningamálanefnfdar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    6.2.    201211094 - Snorraverkefnið styrkbeiðni vegna ársins 2013
        Bæjarráð vísar erindinu um Snorraverkefnið sem rekið er af þjóðræknisfélagi Íslendinga og Norræna félaginu á Íslandi til menningarmálanefndar til umsagnar.

Umsögnin send bæjarráði.

Afgreiðsla 171. fundar menningamálanefnfdar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    6.3.    201212061 - Erindi vegna heimasíðu um Guðmund frá Miðdal
        Ósk um styrk við heimasíðugerð um Guðmund Einarsson frá Miðdal.

Vinnuhópnum um undirbúning heimasíðugerðarinnar vísað á árlega styrkúthlutun menningarmálanefndar.

Afgreiðsla 171. fundar menningamálanefnfdar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    6.4.    201212089 - Þrettándinn 2013
        Nefndin ræddi tímasetningu dagskrár á þrettándagleði Mosfellinga 2013.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tímasetning verði óbreytt frá fyrra ári og hefjist kl. 18:00. Nefndin vísar til skoðanakönnunar sl. ár, sem var mjög afgerandi. Enn fremur telur nefndin að rétt sé að skoða málið enn á ný á nýju ári og jafnvel fara þá leið að festa þrettándagleði á vikudegi, þá helst um helgi. Þetta þekkist í öðrum sveitarfélögum.

Til máls tók: BH.

Afgreiðsla 171. fundar menningamálanefnfdar samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
        
7.     201212006F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 333
    Fundargerð 333. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 596. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    7.1.    201211187 - Stofnstígar á höfuðborgarsvæðinu, erindi Vegagerðarinnar og drög að samkomulagi
        Erindi Vegagerðarinnar dags. 15.11.2012, þar sem kynnt eru drög að samkomulagi við Mosfellsbæ um samstarfsverkefni við gerð göngu- og hjólreiðastíga á næstu árum og óskað eftir fundi með fulltrúum sveitarfélagsins sem fyrst.

Lagt fram til kynningar.

Afgreiðsla 333. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    7.2.    200611011 - Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024
        Gerð grein fyrir stöðu málsins, sem er til umfjöllunar hjá Svæðisskipulagsnefnd og í biðstöðu á meðan.

Staða málsins kynnt.

Afgreiðsla 333. fundar skipulagsnefndar lögð fram á
596. fundi bæjarstjórnar.
 
    7.3.    201212085 - Ályktun um deiliskipulag í Helgafellshverfi
        Formaður lagði fram minnisblað um málið.
Málið rætt.

Frestað.

Afgreiðsla 333. fundar skipulagsnefndar lögð fram á
596. fundi bæjarstjórnar.
 
    7.4.    201210298 - Lóðir við Gerplu- og Vefarastræti, ósk um breytingar á deiliskipulagi
        Tekið fyrir að nýju í framhaldi af bókun á 331. fundi erindi Fasteignafélagsins Hrundar frá 25.10.2012, þar sem óskað er eftir því að deiliskipulagi verði breytt á þremur lóðum við Gerplu- og Vefarastræti, þannig að byggja megi fleiri og minni íbúðir.

Skipulagsnefnd fellst ekki á jafn mikla fjölgun íbúða og óskað er eftir og felur formanni og skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.

Afgreiðsla 333. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    7.5.    201211054 - Stórikriki 29-37, fyrirspurn um að breyta einbýlishúsum í parhús á deiliskipulagi
        Tekið fyrir að nýju erindi Gunnlaugs Jónassonar arkitekts, sem spyrst 8.11.2012 f.h. Óðins fasteignafélags fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að lóðunum verði skipt upp og þeim breytt í parhúsalóðir. Gerð grein fyrir viðræðum formanns og skipulagsfulltrúa við umsækjendur.

Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að heimila umsækjendum að útfæra og leggja fram tillögu að þeim breytingum á deiliskipulagi sem erindið gerir ráð fyrir, til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og sérstakrar kynningar fyrir næstu nágrönnum.
Hanna Bjartmars situr hjá við afgreiðslu málsins.

Afgreiðsla 333. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
    7.6.    201210270 - Hjóla- og göngustígar í Reykja- og Teigahverfi
        Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Umhverfissviðs dags. 3.12.2012, þar sem m.a. er lagt til að unnið verði deiliskipulag fyrir stíg meðfram Varmá sem verði grundvöllur aðgerða til endurbóta.

Frestað.

Afgreiðsla 333. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    7.7.    201211123 - Íbúafundur í Leirvogstungu, 8. nóv. 2012
        Greint frá því sem fram fór á fundi með íbúum Leirvogstunguhverfis 8. nóvember s.l. um málefni hverfisins.

Frestað.

Afgreiðsla 333. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    7.8.    201204069 - Kortlagning umferðarhávaða og gerð aðgerðaáætlana
        Lögð fram hljóðkort fyrir Mosfellsbæ ásamt greinargerð, sem unnin hafa verið í samræmi við hávaðatilskipun ESB frá árinu 2002 og reglugerð nr. 1000/2005. Gögnin voru samþykkt í bæjarstjórn 21.11.2012 og hafa verið send Umhverfisstofnun.

Frestað.

Afgreiðsla 333. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    7.9.    201210078 - Ályktun fundar bekkjafulltrúa við Varmárskóla
        Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs dags. 30.11.2012 um ályktun bekkjafulltrúa við Varmárskóla, sem m.a. fjallaði um lýsingu á gönguleiðum við skólann o.fl.

Frestað.

Afgreiðsla 333. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
        
8.     201212008F - Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 20
    Fundargerð 20. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 596. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    8.1.    201101428 - Undirbúningur við nýjan framhaldsskóla í Mosfellsbæ 2011
        Kynning á undirbúningi og stöðu við hönnun og byggingu nýs framhaldsskóla í Mosfellsbæ.
Byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar kom á fundinn og kynnti stöðu mála við byggingu framhaldsskólans.

Lagt fram til kynningar.

Afgreiðsla 20. fundar ungmennaráðs lögð framk á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    8.2.    201212081 - Kynning á hlutverki Umboðsmanns barna
        Kynning á hlutverki og starfsemi embættis Umboðsmanns barna á Íslandi.
Fulltrúar frá embætti Umboðsmanns barna komu á fundinn og kynntu starfsemi embættisins.

Afgreiðsla 20. fundar ungmennaráðs lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
        
9.     201211031F - Þróunar- og ferðamálanefnd - 30
    Fundargerð 30. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 596. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    9.1.    201203083 - Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar
        Til máls tók: BH.

Afgreiðsla 30. fundar þróunar- og ferðamálanefndar, varðandi úthlutun á þróunar- og nýsköpunarviðurkenningum, samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
        
10.     201212007F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 222
    Fundargerð 222. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 596. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
       
    10.1.    201211231 - Akurholt 11, umsókn um byggingaleyfi-stækkun á eldhúsi og breytt herbergjaskipan
        Jens Sandholt Akurholti 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta innanhúss fyrirkomulagi , glugga í eldhúsi og stækka bílskúr samkvæmt framlögðum gögnum.

Samþykkt.

Afgreiðsla 222. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
    10.2.    201211083 - Engjavegur 17a, umsókn um byggingarleyfi
        Jón R Sigmundsson Reyrengi 41 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með sambyggðri bílgeymslu og frístandandi kalda geymslu fyrir garðáhöld samkvæmt framlögðum gögnum.

Samþykkt.

Afgreiðsla 222. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 596. fundi bæjarstjórnar.
 
        
11.     201212099 - Fundargerð 384. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
    Fundargerð 384. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
        
12.     201212068 - Fundargerð 29. fundar Svæðisskipulagsnefndar samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins
    Fundargerð 29. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
        
13.     201212069 - Fundargerð 30. fundar Svæðisskipulagsnefndar samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins
    Til máls tóku: JS og BH.

Fundargerð 30. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
        
14.     201212066 - Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskar eftir tilnefningu í skólanefnd Borgarholtsskóla
    Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskar eftir tilnefningu aðal- og varamanns í skólanefnd Borgarholtsskóla.

Eftirfrandi tilnefning koma fram um aðal- og varafulltrúa Mosfellsbæjar í skólanefnd Borgarholtsskóla.

Ólafur Gunnarsson og til vara Kolbrún G.Þorsteinsdóttir.
        
15.     201105188 - Kosning í nefndir
    Þar sem Herdís Sigurjónsdóttir lætur af störfum sem bæjarfulltrúi um næst komandi áramót,
eru eftirfarandi tilnefningar gerðar varðandi nefndarstörf sem hún nú gegnir en lætur af um áramót.

2. varaforseti bæjarstjórnar,
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir.

Aðalmaður í bæjarráð sem varaformaður,
Bryndís Haraldsdóttir.

Aðalmaður í skólanefnd Framhaldsskólans í Mosfellsbæ,
Sigríður Johnsen.

Aðalmaður í Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins,
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir.

Aðalmaður í Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis,
Rúnar B. Guðlaugsson.

Aðalmaður í stjórn Sorpu bs.
Hafsteinn Pálsson.

Varamaður í stjórn Sorpu bs.
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir.

Varamaður í stjórn SSH,
Bryndís Haraldsdóttir.

Varamaður í stjórn SHS,
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir.

Aðalmaður í Samráðsnefnd Mosfellsbæjar og STAMOS,
Hafsteinn Pálsson.

Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast ofangreint því samþykkt samhljóða.     

Forseti Bryndís Haraldsdóttir þakkaði í lokin Herdísi Sigurjónsdóttur fráfarandi bæjarfulltrúa fyrir farsæl störf í þágu Mosfellsbæjar í þau tæplega fimmtán ár sem hún hefur starfað á vettvangi sveitarstjórnarmála í Mosfellsbæ.
Allir bæjarfulltrúar tóku undir þakkir til Herdísar fyrir samstarfið í bæjarstjórn.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15

Til baka