Bæjarstjórnarfundur

07/02/2013

598. fundur
Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 
miðvikudaginn 6. febrúar 2013 og hófst hann kl. 16:30

 

Hljóðskrá frá fundinum


Fundinn sátu:
Bryndís Haraldsdóttir (BH), Karl Tómasson (KT), Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ), Haraldur Sverrisson (HSv), Hafsteinn Pálsson (HP), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

 

Dagskrá:

1.  201301019F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1106
 Fundargerð 1106. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 598. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 2010081418 - Framhaldsskóli - nýbygging
  Framvinduskýrslur vegna nýbyggingar Framhaldsskóla í Mosfellsbæ lagðar fyrir bæjarráð til kynningar.
  Niðurstaða 1106. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.

Jóhanna B. Hansen fór yfir framvinduskýrslur nýbyggingar Framhaldsskóla í Mosfellsbæ, útskýrði og svaraði spurningum varðandi hana ásamt bæjarstjóra en þau sitja í byggingarnefndinni af hálfu Mosfellsbæjar. Framvinduskýrslunar lagðar fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1106. fundar bæjarráðs lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.2. 201101392 - Hjúkrunarheimili nýbygging
  Framvinduskýrslur vegna nýbyggingar hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ lagðar fyrir bæjarráð til kynningar.
  Niðurstaða 1106. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.

Jóhanna B. Hansen fór yfir framvinduskýrslur nýbyggingar hjúkrunarheimilis, útskýrði og svaraði spurningum varðandi hana. Framvinduskýrslunar lagðar fram.

Bókun áheyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar. Ég mótmæli harðlega samlíkingu formanns bæjarráðs um að líkja mér við áróðusmálaráðherra nazista í seinni heimsstyrjöldinni, hún er honum til skammar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Til máls tók: HP.
  Afgreiðsla 1106. fundar bæjarráðs lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.


Bókun bæjarfulltrúa D lista, Hafsteins Pálssonar.

Það er ekki rétt sem fram kemur í bókun áheyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar í bæjarráði að ég hafi líkt honum við nefndan aðila. Hins vegar var um margítrekaðar fullyrðingar að ræða sem hann hefur ávallt fengið skýringar á að ekki eigi við rök að styðjast. Í ljósi þess að hann hafði þennan skilning á því sem ég hafði sagt bauð ég honum afsökunarbeiðni mína sem hann ekki þáði.


Bókun Íbúahreyfingarinnar.

Bókun Íbúahreyfingarinnar var ekki gerð að tilefnislausu og rök Hafsteins um upplýsingagjöf stangast á við útskýringar fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Afsökunarbeiðninni var hafnað í kjölfar yfilýsinga bæjarstjóra sem undirstrikaði að samlíkingin ætti sér einhverjar sögulegar skýringar.
 
 1.3. 201301469 - Útboð á sorphirðu 2013
  Um er að ræða útboð 2013, en útboðið er sameiginlegt með Garðabæ og auglýsa þarf útboðið á EES-svæðinu.
  Niðurstaða 1106. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.

Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að undirbúa útboð á sorphirðu í samstarfi við Garðabæ en fyrirhugað er að útboðið fari fram í mars/apríl 2013. Útboðsgögn leggist fyrir umhverfisnefnd áður en þau komi síðan til bæjarráðs.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1106. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.4. 201011056 - Málefni lýðræðisnefndar - Lýðræðisstefna
  590. fundur bæjarstjórnar vísaði birtingu gagna í vörslu stjórnsýslu Mosfellsbæjar til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.Hjálögð er umsögnin.
  Niðurstaða 1106. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að tillaga sem fram kemur í minnisblaði framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs verði lögð til grundvallar í málinu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Til máls tóku: JJB, HSv, JS, BH og KGÞ.
  Afgreiðsla 1106. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Íbúahreyfingin lýsir vonbrigðum yfir niðurstöðu bæjarráðs um að útbúnar verði verklagsreglur um merkingu trúnaðargagna sem lögð eru fyrir fundi ráða og nefnda og telur afgreiðsuna ekki í anda lýðæðisstefnu Mosfellsbæjar.


Bókun bæjarfulltrúa D- og V lista.
Eins og fram kemur í minnisblaði framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs þá hefur frá ofangreind tillaga kom fram litið dagsins ljós ný upplýsingalög sem taka til merkingar og birtingar gagna og því að ráðherra skuli setja nánari reglur um framkvæmdina, þess vegna var lagt til að Mosfellsbær fylgist með framvindu málsins og taki upp merkingar og birtingu gagna með rafrænum hætti í samræmi við væntanlegar reglur ráðherra þar um.
 
 1.5. 201210028 - Vorboðinn, kór eldri borgara í Mosfellsbæ óskar eftir styrkveitingu
  Vorboðinn, kór eldri borgara í Mosfellsbæ óskar eftir styrkveitingu að upphæð 350 þús. kr. vegna árlegs kóramóts sem að þessu sinni fellur í hlut Vorboða að halda.
  Niðurstaða 1106. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að veita umbeðinn styrk og verði hann tekinn af liðnum ófyrirséð.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1106. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.6. 201301460 - Erindi stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi gjaldskrá
  Erindi stjórnar Slökkviðliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi gjaldskrá fyrir slökkviliðið sem óskað er samþykkis á, en gjaldskráin heimilar slökkviliðinu m.a. að gjaldtaka fyrir ólögbundna þjónustu sem liðið veitir.
  Niðurstaða 1106. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta af hálfu Mosfellsbæjar framlagða gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1106. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.7. 201301461 - Erindi stjórnar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi heimild til lántöku vegna byggingu nýrrar slökkvistöðvar
  Erindi stjórnar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi heimild til lántöku allt að 254 milljóna króna vegna byggingu nýrrar slökkvistöðvar í Mosfellsbæ.
  Niðurstaða 1106. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila af hálfu Mosfellsbæjar lántöku til slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins að fjárhæð kr. 254 millj. króna.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1106. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
2.  201301026F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1107
 Fundargerð 1107. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 598. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 201209032 - Erindi frá Sigfúsi Tryggva Blumenstein vegna stríðsminjasafns
  Umsögn menningarsviðs um erindi er varðar stríðsminjasafn. Umsögninni fylgir skýrsla ásamt fylgiskjali.
  Niðurstaða 1107. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Bæjarráð er jákvætt fyrir þeirri afstöðu sem fram kemur í fyrirliggjandi umsögn og samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu menningarmálanefndar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1107. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.2. 201211238 - Ljósleiðaravæðing í Mosfellsbæ
  Fyrir 1101. fundi bæjarráðs lá tillaga Íbúahreyfingarinnar þess efnis að bæjarráð geri áætlun um ljósleiðaravæðingu í Mosfellsbæ og var tillögunni vísað til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og liggur umsögnin fyrir fundinum.
  Niðurstaða 1107. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga til samkomulags við Mílu um ljósnetsvæðingu í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað, en enginn kostnaður fylgir samningnum fyrir Mosfellsbær.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Til máls tóku: JJB, BH og HSv.
  Afgreiðsla 1107. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.


Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Mosfellsbær er að mörgu leiti í annarri aðstöðu vegna ljósleiðaravæðingar en önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Íbúahreyfingin telur ósanngjarnt að ríkið komi ekki að þessum málum líkt og á landsbygghðinni og leggur enn til að sveitarfélagið fari fram á sambærilega þjónustu og sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins fá.


Bókun bæjarfulltrúa D- og V lista.
Ljósleiðaratenging er þegar til staðar í nýjustu hverfum bæjarins og fögnum við því að íbúar í öðrum hverfum standi til boða háhraðatenging eigi síðar en fyrri hluta árs 2014.
 
 2.3. 201212034 - Erindi Sækúnna, varðar styrkbeiðni vegna boðsunds yfir Ermasund
  Sækýrnar boðsundshópur óskar eftir styrk Mosfellsbæjar til að þreyta boðsund yfir Ermasund sumarið 2013.Fyrir liggur umsögn framkvæmdastjóra menningarsviðs.
  Niðurstaða 1107. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að styrkja verkefnið um 30 þúsund krónur og færist upphæðin af fjárveitingu menningarsviðs.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1107. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.4. 200506184 - Samstarf Mosfellsbæjar og Eirar um uppbyggingu öldrunarseturs í Mosfellsbæ
  Bæjarráðsmaður Jón Jósef Bjarnarson óskar eftir að leggja fram tillögu þessa efnis að bæjarstjórn fái fundargerðir stjórnar Eirar sendar til upplýsingar.
  Niðurstaða 1107. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Fram er lagt minnisblað framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs þar sem fram kemur að stjórn Eirar er að vinna að reglum varðandi málið.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1106. fundar bæjarráðs lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.5. 201212100 - Útboð á rekstri í Eirhömrum
  Rekstur fótaaðgerðarstofu og hárgreiðslustofu í þjónustumiðstöð Eirhamra.
  Niðurstaða 1107. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að gagna til samninga um leigu á aðstöðu fyrir fótaaðgerðarstofu og jafnframt samþykkt að heimila að framkvæmdastjóranum að auglýsa aftur eftir tilboðum í leigu á aðstöðu fyrir hárgreiðslustofu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1107. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.6. 201212187 - Tunguvegur
  Um er að ræða útboð á hönnun Tunguvegar en óskað er heimildar bæjarráðs til þess.
  Niðurstaða 1107. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út verkhönnun Tunguvegar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Til máls tóku: JS, JJB, KT, KGÞ, HSv, BH og HP.
  Afgreiðsla 1107. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.
 
 2.7. 201301125 - Ósk Hvíta riddarans um fjárhagsstyrk frá Mosfellsbæ fyrir árið 2013
  Knattspyrnufélagið Hvíti riddarinn óskar eftir rekstrarstyrk að upphæð kr. 500 þúsund krónur fyrir árið 2013.Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.
  Niðurstaða 1107. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til frekari vinnslu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1107. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.8. 201301533 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd
  Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis gefur Mosfellsbæ kost á að senda inn umsögn sína við frumvarp til laga um náttúruvernd, 429. mál.
  Niðurstaða 1107. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1107. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.9. 201301553 - Verkferlar stjórnsýslunnar hvað varðar lögfræðileg álitamál o.fl.
  Bæjarstjórn vísar tillögu frá 597. fundi bæjarstjórnar um verkferla o.fl. til bæjarráðs til meðferðar.
  Niðurstaða 1107. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að vinna upplegg að því með hvaða hætti byggja mætti upp slíka verkferla.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1107. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.10. 201301586 - Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, nafngift
  Hugmyndaleit meðal íbúa Mosfellsbæjar að heiti hjúkrunarheimilis.
  Niðurstaða 1107. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að leitað verði eftir hugmyndum um nafngift hjá bæjarbúum.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1107. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.11. 201301594 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um velferðarstefnu - heilbrigðisáætlun til ársins 2020
  Erindi Alþingis varðandi umsögn tillögu til þingsályktunar um velferðarstefnu - heilbrigðisáætlun til ársins 2020.
  Niðurstaða 1107. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1107. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.12. 201301595 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd fram til næstu sveitarstjórnarkosninga árið 2014.
  Niðurstaða 1107. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1107. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.13. 201301596 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sjúkraskrár
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkraskrár (aðgangsheimildir).
  Niðurstaða 1107. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1107. fundar bæjarráðs samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.14. 201301602 - Erindi Ungmennafélags Íslands, þakkir vegna Landsmóts UMFÍ 50 plús
  Erindi Ungmennafélags Íslands þar sem bæjartjórn Mosfellsbæjar og UMSK er þakkað fyrir góða framkvæmd, umgjörð og móttökur á 2. Landsmóti UMFÍ 50 plús í Mosfellsbæ á árinu 2012.
  Niðurstaða 1107. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Erindið lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1106. fundar bæjarráðs lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
   
3.  201301025F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 276
 .
 Fundargerð 276. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 598. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 201301464 - Starfsáætlanir á fræðslusviði
  Lagðar fram starfsáætlanir leikskóla.
  Niðurstaða 275. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Starfsáætlanir leikskólanna Hlíðar, Hlaðhamra, Reykjakots og Huldubergs lagðar fram. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með framlaðgar áætlanir.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 276. fundar fræðslunefndar lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.2. 201102180 - Erindi mennta- og menningarmálaráðuneytis varðandi úttekt á leikskólanum Hlíð
  Lögð fram gögn um mat á leikskólanum Hlið, yfirlit yfir umbótaáætlanir sem settar voru fram í kjölfar þess. Hér fylgir einnig bréf ráðuneytis um að matsverkefninu sé lokið af hálfu ráðuneytis.
  Niðurstaða 275. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 276. fundar fræðslunefndar lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.3. 201301541 - Breytingar á samþykkt um niðurgreiðslu á vistunarkostnaði
  Lagðar fram tillögur að breytingum á systkinaafslætti, breytingum á Samþykkt um vistunarkostnað barna og breytingum á þjónustusamningi við dagforeldra.
  Niðurstaða 275. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar breytingar á Samþykkt um systkinaafslátt hjá Mosfellsbæ, Samþykkt vegna niðurgreiðslu á vistunarkostnaði barna og reglur um upphaf greiðslna til dagforeldra eins og þær koma fram í þjónustusamningi við dagforeldra.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Bæjarstjórn samþykktir með sjö atkæðum framlagðar breytingar á eftirgreindu:
Samþykkt um systkinaafslátt, samþykkt um niðurgreiðslu á vistunarkostnaði barna og á þjónustusamningi við dagforeldra.
 
 3.4. 201301573 - Þróun nemendafjölda til 2012 og áætlun fram til 2018.
  Lögð fram gögn um þróun nemendafjölda í leik- og grunnskólum fram til ársins 2012 og áætun um þróunina fram til 2018, byggð á íbúaspá fjárhagsáætlunar 2013.
  Niðurstaða 275. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Gögnin lögð fram. Umræðu um fjölgun barna í Mosfellsbæ verður fram haldið á næsta fundi.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Til máls tóku: HSv, HP, JS, KGÞ, BH, JJB og KT.
  Afgreiðsla 276. fundar fræðslunefndar lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.5. 201301465 - Verkefna- og tímaáætlun fræðslunefndar 2013
  Lögð fram drög að starfsáætlun fræðslunefndar 2013 sem byggir á samantekt um ábyrgð og skyldur nefndarinnar.
  Niðurstaða 275. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Áætlun lögð fram og gerð tillaga að breytingu. Nefndin lýsir yfir ánægju með áætlunina.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 276. fundar fræðslunefndar lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
   
4.  201212015F - Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 166
 Fundargerð 166. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 598. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 201211009 - Erindi Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum
  Erindi Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum þar sem vakin er athygli sveitarstjórna á áfengisauglýsingum á íþróttasvæðum o.fl.Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþrótta- og tómstundanefndar.
  Niðurstaða 166. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar
  Erindi Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum þar sem vakin er athygli að þær séu óæskilegar á íþróttasvæðum. Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir ábendingar bréfritara og felur íþróttafulltrúa að koma þessum skilaboðum áleiðis til þeirra sem auglýsa á og í kringum íþróttasvæði.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 166. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.2. 200906129 - Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði
  Stefna í íþrótta- og tómstundamálum Mosfellsbæjar lögð fram. Gerð þessarar stefnu á sér nokkurn aðdraganda. Vorið 2009 var haldinn fundur um stefnumótun hins nýstofnaða menningarsviðs Mosfellsbæjar sem íþrótta- og tómstundamál heyra undir. Fundurinn var opinn öllum bæjarbúum og hafa hugmyndir frá þeim fundi mótað endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnunnar. Fenginn var utanaðkomandi ráðgjafi til að vinna þessi byrjunarverkefni stefnumótunarinnar í samvinnu við íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins. Nefndin lét síðan vinna úr þessum hugmyndum og vorið 2012 var haldið íþrótta- og tómstundaþing í Mosfellsbæ. Auk þess að kynna drög að stefnunni voru hagsmunaaðilar spurðir lykilspurninga varðandi málaflokkinn. Í kjölfar álits þeirra tók stefnan breytingum og er nú hluti hennar.
  Niðurstaða 166. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar
  Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju með framkomna stefnu fyrir málaflokkinn íþróttir- og tómstundir í Mosfellsbæ. Stefnan tekur bæði til þeirra verkefna sem sveitarfélagið sjálft hefur með höndum, en er einnig stefna bæjarins um hvernig sveitarfélagið hyggst eiga samstarf og styðja við íþróttir og tómstundir sem eru stundaðar í bæjarfélaginu á ábyrgð einstaklinga og félaga.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða stefnu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Til máls tóku: BH og JS.
  Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum framlagða stefnu í íþrótta- og tómstundamálum Mosfellsbæjar.
 
   
5.  201301024F - Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 172
 Fundargerð 172. fundar menningamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 598. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 5.1. 201301566 - Starfsáætlun Menningarmálanefndar 2013
  Tillaga að starfsáætlun nefndarinnar lögð fram til umræðu.
  Niðurstaða 172. fundar Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
  Áætlun staðfest.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 172. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.2. 201301564 - Ársskýrsla Bókasafns Mosfellsbæjar 2012
  Ársskýrsla Bókasafns Mosfellsbæjar lögð fram.
  Niðurstaða 172. fundar Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
  Marta Hildur Richter kom á fundinn og fór yfir ársskýrslu Bókasafns Mosfellsbæjar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 172. fundar menningarmálanefndar lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.3. 201211079 - Jólaball 2012
  Farið yfir hvernig jólaball 2012 til tókst. Lögð fram greinargerð frá Úum - Lionsklúbbi.
  Niðurstaða 172. fundar Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
  Jólaball 2012 var fjölmennar en sl. ár. Menningarmálanefnd leggur til að jólaball 2013 verði haldið að ári að þeim skilyrðum uppfylltum að félagasamtök komi að og sjái um viðburðinn.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 172. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.4. 201212089 - Þrettándinn 2013
  Til umfjöllunar hvernig viðburðurinn Þrettándagleði Mosfellsbæjar til tókst 2013.
  Niðurstaða 172. fundar Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
  Menningarmálanefnd lýsir yfir ánægju sinni með framkvæmd þrettándans 2013. Mikill mannfjöldi var á samkomunni og tókst sérstaklega vel til. Nefndin vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem komu að þessum frábæra viðburði.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 172. fundar menningarmálanefndar lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.5. 201103024 - Reglur um úthlutun fjárframlaga til lista- og menningarstarfsemi í Mosfellsbæ
  Lagðar fram núgildandi reglur um úthlutun fjárframlaga og drög að nýjum í samræmi við fyrri samþykktir frá 165. fundi nefndarinnar.
  Niðurstaða 172. fundar Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
  Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar reglur um úthlutun fjárframlaga eins þær liggja fyrir í málinu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Til máls tók: BH.
  Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum framlagðar úthlutunarreglur menningarmálanefndar Mosfellsbæjar vegna fjárframlaga til lista- og menningarmála.
 
 5.6. 201301571 - Starfsáætlun Lista- og menningarsjóðs 2013
  Starfsáætlun Lista- og menningarsjóðs lögð fram.
  Niðurstaða 172. fundar Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
  Frestað afgreiðslu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 172. fundar menningarmálanefndar lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
   
6.  201301022F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 335
 Fundargerð 335. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 598. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 6.1. 201105059 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024
  Birgir H Sigurðsson sendir 3. janúar 2013 f.h. Kópavogsbæjar tillögu að aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 til umsagnar í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga. Tillagan samanstendur af uppdrætti, ódagsettum, og greinargerð dags. 12.12.2012. Lögð fram drög að umsögn, sbr. bókun á 334. fundi.
  Niðurstaða 335. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin samþykkir framlögð drög að umsögn. Í umsögninni felst m.a. að Mosfellsbær gerir alvarlegar athugasemdir við framsetningu á uppdrætti varðandi lögsögumörk á svæði norðan Vífilsfells, við Sandskeið.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 335. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.2. 201112127 - Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið
  Erindi SSH dags. 21.12.2012 þar sem óskað er eftir að Mosfellsbær taki afstöðu til meðfylgjandi tillögu að verklýsingu fyrir heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð óskaði umsagnar skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 334. fundi.
  Niðurstaða 335. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin felur skipulagsfulltrúa að koma áliti nefndarinnar á framfæri við bæjarráð.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 335. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.3. 200607122 - Gatnagerð Reykjahvoli og Bjargslundi
  Greint var frá fundi sem haldinn var 9.1.2013 með eigendum landa og lóða við Reykjahvol, þar sem rædd voru málefni varðandi skipulag og framkvæmdir. Frestað á 334. fundi.
  Niðurstaða 335. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 335. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.4. 201205160 - Litlikriki 3 og 5, umsókn um að breyta parhúsum í fjórbýli
  Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt 5. desember 2012 með athugasemdafresti til og með 4. janúar 2013. Fimm athugasemdir bárust, sbr. bókun á 334. fundi. Frestað á 334. fundi.
  Niðurstaða 335. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin felur skipulagsfulltrúa að leggja fram drög að svörum við athugasemdum á næsta fundi.

Erlendur Fjeldsted vék af fundi að lokinni afgreiðslu málsins.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 335. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.5. 201301037 - Umsókn um leyfi til búsetu í Bræðratungu Reykjahverfi
  Eigendur Bræðratungu við Hafravatnsveg óska 2.1.2013 eftir leyfi til búsetu og þar með til skráningar lögheimilis í húsinu, sem er skráð sem sumarhús. Vísað til umsagnar skipulagsnefndar af bæjarráði 10.1.2013. Frestað á 334. fundi.
  Niðurstaða 335. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin felur skipulagsfulltrúa að koma áliti nefndarinnar á framfæri við bæjarráð.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 335. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.6. 201301405 - Fornminjar í Krikahverfi, minnisblað KM
  Minnisblað Kristins Magnússonar dags. 11.1.2013 varðandi fornminjar á lóðum við Sunnukrika.
  Niðurstaða 335. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 335. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.7. 201301589 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2012-2030
  Gerð grein fyrir viðræðum við Reykjavíkurborg um hugsanlega staðsetningu flugvallar á Hólmsheiði.
  Niðurstaða 335. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 335. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.8. 200611011 - Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024
  Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs vegna tillögu um úttekt á jarðmyndunum og vistkerfum í Mosfellsbæ, sbr. bókun bæjarstjórnar á 589. fundi. Í umsögninni kemur fram lausleg skilgreining verksins og kostnaðarmat.
  Niðurstaða 335. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 335. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.9. 201206187 - Laxnes 1, deiliskipulag reiðleiðar og akvegar
  Lýsing deiliskipulagsverkefnis var auglýst á heimasíðu bæjarins og kynnt með bréfi til hagsmunaaðila dags. 31. júlí 2012 í samræmi við bókun 323. fundar skipulagsnefndar. Meðfylgjandi formleg svör bárust frá Vegagerðinni og Skipulagsstofnun og ennfremur fyrirspurn frá íbúa í Dalnum um undirgöng undir Þingvallaveg.
  Niðurstaða 335. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 335. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.10. 201003312 - Braut, Mosfellsdal, ósk um deiliskipulag
  Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Laugabólslands var endurauglýst 14. desember skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með athugasemdafresti til 25. janúar 2012. Engin athugasemd barst.
  Niðurstaða 335. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum breytingu á deiliskipulagi Laugabólslands eins og hún er afgreidd frá skipulagsnefnd og að skipulagsfulltrúa verði falið gildistökuferlið.
 
 6.11. 201004042 - Frístundalóð l.nr., 125184, umsókn um samþykkt deiliskipulags
  Tillaga að deiliskipulagi frístundalóðar við Silungatjörn var endurauglýst 14. desember skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga með athugasemdafresti til 25. janúar 2012. Engin athugasemd barst.
  Niðurstaða 335. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum breytingu á deiliskipulagi frístundalóðar við Silungatjörn eins og hún er afgreidd frá skipulagsnefnd og að skipulagsfulltrúa verði falið gildistökuferlið.
 
 6.12. 201202399 - Helgafellshverfi 2. áf. - deiliskipulagsbreyting við Brúnás/Ásaveg
  Tillaga að breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Helgafellshverfis var endurauglýst 14. desember skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með athugasemdafresti til 25. janúar 2012. Engin athugasemd barst.
  Niðurstaða 335. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Helgafellshverfis eins og hún er afgreidd frá skipulagsnefnd og að skipulagsfulltrúa verði falið gildistökuferlið.
 
   
7.  201301023F - Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 138
 Fundargerð 138. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 598. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 7.1. 201301558 - Starfsáætlun umhverfisnefndar árið 2013
  Starfsáætlun umhverfisnefndar árið 2013, sbr. bókun 594. bæjarstjórnarfundar þann 21.11.2012 þar sem samþykkt var að í upphafi árs verði gerð áætlun um fundartíma og niðurröðun fastra verkefna ársins.
  Niðurstaða 138. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
  Drög að starfsáætlun umhverfisnefndar árið 2013 lögð fram. Umhverfisnefnd samþykkir framlögð drög með breytingum. Samþykkt samhljóða.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 138. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 7.2. 201301560 - Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2013
  Samantekt um framgang verkefna á Verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir árið 2012, til undirbúnings fyrir gerð verkefnalista ársins 2013.
  Niðurstaða 138. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
  Samantekt um framgang verkefna á Verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir árið 2012 lögð fram. Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir árið 2013 og leggja hann fyrir næsta fund nefndarinnar. Nefndarmönnum gefst kostur á að koma ábendingum og tillögum um verkefnalistann til umhverfisstjóra fram til 1. mars 2013. Samþykkt samhljóða.

Sigrún Guðmundsdóttir mætti til fundar í lok þessa dagskrárliðar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 138. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 7.3. 201211158 - Skýrsla náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2012
  Drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2012. Umhverfisnefnd fer með hlutverk náttúruverndarnefndar í Mosfellsbæ og skv. náttúruverndarlögum skulu náttúruverndarnefndir veita Umhverfisstofnun árlega yfirlit yfir störf sín með skýrslu.
  Niðurstaða 138. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
  Drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar fyrir árið 2012 lögð fram. Umhverfisnefnd, sem fer með hlutverk náttúruverndarnefndar, samþykkir framlögð drög með breytingum.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 138. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 7.4. 201301562 - Friðlýsing Leiruvogs í Mosfellsbæ
  Minnisblað umhverfisstjóra varðandi mögulega friðlýsingu Leiruvog, sbr. bókun umhverfisnefndar á 133. fundi þann 21.06.2012 um möguleika á að láta friðlýsa Leiruvog, Álafoss, Helgufoss og Tungufoss, en bæjarstjórn ákvað á 585. fundi sínum þann 09.08.2012 að hefja vinnu við friðlýsingu umræddra fossa.
  Niðurstaða 138. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
  Minnisblað umhverfisstjóra varðandi mögulega friðlýsingu Leiruvogs lagt fram. Umhverfissviði Mosfellsbæjar er falið að vinna frekar að málinu, meðal annars í samráði við sérfræðinga um náttúru svæðisins og alla hagsmunaaðila sem eiga hér hlut að máli. Samþykkt samhljóða.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 138. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 7.5. 201208014 - Friðlýsingar fossa í Mosfellsbæ
  Kynning á stöðu mála við friðlýsingu fossa í Mosfellsbæ, en í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar í tilefni af 25 ára afmæli Mosfellsbæjar er nú í gangi vinna við friðlýsingu þriggja fossa í Mosfellsbæ.
  Niðurstaða 138. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
  Umhverfisstjóri kynnti stöðu mála við friðlýsingu fossa í Mosfellsbæ. Umhverfisnefnd leggur til að unnið verði að því að landsvæðið norðan Köldukvíslar í grennd við Helgufoss verð gert að fólkvangi.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 138. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 7.6. 201112127 - Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið
  Erindi SSH þar sem óskað er eftir að Mosfellsbær taki afstöðu til tillögu að verklýsingu fyrir heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar.
  Niðurstaða 138. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
  Erindi SSH vegna endurskoðunar vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, sem bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar um, lagt fram. Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að koma áliti nefndarinnar á framfæri við bæjarráð.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 138. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 598. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
8.  201301021F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 224
 .
 Fundargerð 224. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 598. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 8.1. 201211028 - Arkarholt 19, umsókn um stækkun húss
  Sigríður H Símonardóttir Arkarholti 19 Mosfellsbæ sækir um leyfi til breyta útliti, innra fyrirkomulagi og stækka húsið nr. 19 við Arkarholt í samræmi við framlögð gögn.Umsóknin hefur verið grenndarkynnt en engar athugasemdir bárust.Stækkun íbúðarhúss: 71,1 m2, 214,0 m3.Stækkun bílskúrs: 28.0 m3.Stærð eftir breytingu: Íbúðarhús 241,4 m2, 849,0 m3.Bílskúr 51,8 m2, 210,8 m3.
  Niðurstaða 224. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 224. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.2. 201301145 - Háholt 14, umsókn um byggingarleyfi, innrétting pizzastaðar
  Pizza Pizza ehf Lóuhólum 2-6 Reykjavík sækir um leyfi til að innrétta pizzastað á 1. hæð Háholts 2 í rými 0105 samkvæmt framlögðum gögnum.Upprunaleg stærð rýmisins breytist ekki.
  Niðurstaða 224. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 224. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.3. 201301261 - Hlaðhamrar 2, umsókn um byggingarleyfi fyrir farsímaloftnet
  Síminn hf Ármúla 25 Reykjavík sækir um leyfi til að setja upp farsímaloftnet á þaki hússins að Hlaðhömrum 2 samkvæmt framlögðum gögnum. Fyrir liggur skriflegt samþykki þinglýstra eigenda Hlaðhamra 2 ásamt sameiginlegri yfirlýsingu norrænu geislavarnastofnananna.
  Niðurstaða 224. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Til máls tóku: JJB, HSv, BH, SÓJ, HP, KT og JS.
  Þrátt fyrir að fullnaðarafgreiðsla byggingarfulltrúa hafi farið fram, samþykkir bæjarstjórn að vísa frekari umræðu um málið til bæjarráðs.
 
 8.4. 201301390 - Langitangi 1, umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á innra skipulagi
  Olíuverslun Íslands hf. Katrínartúni 2 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta matsölustað fyrir 29 gesti að Langatanga 1 samkvæmt framlögðum gögnum.Heildarstærðir hússins breytast ekki.
  Niðurstaða 224. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 224. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.5. 201301379 - Súluhöfði 7, umsókn um byggingarleyfi,breyting á innra fyrirkomulagi
  Aðalbergur Sveinsson Rauðamýri 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 7 við Súluhöfða í samræmi við framlögð gögn.Heildarstærðir hússins breytast ekki.
  Niðurstaða 224. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 224. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.6. 201212031 - Sölkugata 10, umsókn um byggingarleyfi vegna fyrirkomulagsbreytinga
  Garðar Gunnarsson Stórakrika 19 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum á 1. hæð hússins nr. 10 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir hússins breytast ekki.
  Niðurstaða 224. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 224. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.7. 201301449 - Völuteigur 4, umsókn um byggingarleyfi vegna fyrirkomulagsbreytinga
  Landsvirkjun Háaleitisbraut 68 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi húsins nr. 4 við Völuteig í samræmi við framlögð gögn.Með tilkomu stærri milllipalla eykst gólfflötur hússins um 99,7 m2 en grunnflötur og rúmmál húss verður óbreytt.
  Niðurstaða 224. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 224. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 598. fundi bæjarstjórnar.
 
   
9.  201301606 - Fundargerð 1. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis
 Fundargerð 1. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis til kynningar.
 Fundargerð 1. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis frá 21. janúar 2013 lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.
   
10.  201301605 - Fundargerð 118. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
 Fundargerð 118. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til kynningar.
 Til máls tóku: HP og HSv.
 Fundargerð 118. fundar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 18. janúar 2013 lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.
   
11.  201302012 - Fundargerð 803. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
 Fundargerð til kynningar
 Fundargerð 803. fundar Sambands íslenskara sveitarfélags frá 25. janúar 2013 lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20

Til baka