Bæjarstjórnarfundur

21/02/2013

599. fundur
Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 
miðvikudaginn 20. febrúar 2013 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:
Bryndís Haraldsdóttir (BH), Karl Tómasson (KT), Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ), Haraldur Sverrisson (HSv), Hafsteinn Pálsson (HP), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

 

Dagskrá:

1.  201302003F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1108
 Fundargerð 1108. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 599. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 200910437 - Siðareglur sveitarstjórnarmanna
  Hluti af siðareglum sveitarstjórnarmanna hjá Mosfellsbæ, eru reglur um fjárhagslega hagsmuni bæjarfulltrúa.
Reglurnar skal yfirfara reglulega og eru hér á dagskrá í þeim tilgangi, en stjórnsýsla bæjarins gerir engar tillögum um breytingar.
  Niðurstaða 1108. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Siðareglurnar lagðar fram og gilda þær þar með óbreyttar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1108. fundar bæjarráðs lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.2. 201005049 - Erindi Jóns Magnússonar varðandi kröfu eigenda við Stórakrika
  Fasteignaeigendur við Stórakrika hafa uppi bótakröfu byggða á yfirmati, vegna breytinga sem gerðar voru á deiliskipulagi Krikahverfis.
Fyrir liggur að sáttatillögu Mosfellsbæjar hefur verið hafnað og að boðuð hefur verið stefna á hendur bænum.
  Niðurstaða 1108. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Fyrir fundinum liggur sú niðurstaða að sáttatillögu Mosfellsbæjar sem borin var fram af lögmönnum bæjarins hefur verið hafnað. Lögmönnum bæjarins falið að halda utan um framhald málsins.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1108. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.3. 201112127 - Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið
  Erindi SSH dags. 21.12.2012 þar sem óskað er eftir að Mosfellsbær taki afstöðu til meðfylgjandi tillögu að verklýsingu fyrir heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Lögð fram umsögn 335. fundar Skipulagsnefndar.
  Niðurstaða 1108. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að svara SSH á grundvelli umsagna skipulags- og umhverfisnefnda.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1108. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.4. 201301037 - Umsókn um leyfi til búsetu í Bræðratungu Reykjahverfi
  Eigendur Bræðratungu við Hafravatnsveg óska 2.1.2013 eftir leyfi til búsetu og þar með til skráningar lögheimilis í húsinu, sem er skráð sem sumarhús. Lögð fram umsögn 335. fundar Skipulagsnefndar.
  Niðurstaða 1108. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til byggingarfulltrúa til umsagnar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1108. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.5. 201301533 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd. Umsögn umhverfissviðs.
  Niðurstaða 1108. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Umsögn umhverfissviðs lögð fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1108. fundar bæjarráðs lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.6. 201301578 - Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ
  Rekstur hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ. Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað sitt þar sem lagt er til að rekstur hjúkrunarheimilisins verði falin Eir.
  Niðurstaða 1108. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Á fundinn undir þessum dagskrárlið voru mættir frá Eir, Jón Sigurðsson (JSi) stjórnarformaður, Hákon Björnsson (HB) stjórnarmaður og Sigurður Rúnar Sigurjónsson (SRS) framkvæmdastjóri.Einnig mætt á fundinn starfsmenn Mosfellsbæjar þau Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Ásgeir Sigurgestsson (SÁ) verkefnastjóri á fjölskyldusviði. Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að vinna áfram að málinu á grundvelli minnisblaðsins.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1108. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.7. 201301594 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um velferðarstefnu - heilbrigðisáætlun til ársins 2020
  Erindi Alþingis varðandi umsögn tillögu til þingsályktunar um velferðarstefnu - heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
  Niðurstaða 1108. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda inn umsögn sína.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1108. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.8. 201301595 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd fram til næstu sveitarstjórnarkosninga árið 2014. Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
  Niðurstaða 1108. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Umsögnin lögð fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1108. fundar bæjarráðs lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.9. 201301596 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um sjúkraskrár
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkraskrár (aðgangsheimildir). Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
  Niðurstaða 1108. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda inn umsögn sína.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1108. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.10. 201302014 - Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur
  Umsókn frá minningarsjóði Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur um mótframlag Mosfellsbæjar við styrkúthlutanir sjóðsins.
  Niðurstaða 1108. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs til umsagnar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1108. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.11. 201302027 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um barnalög
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytingu á lögum um barnalög, 323. mál.
  Niðurstaða 1108. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1108. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.12. 201302029 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum og varðar rafrænna kosninga og gerð rafrænnar kjörskrár.
  Niðurstaða 1108. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Frumvarpsdrögin lögð fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1108. fundar bæjarráðs lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.13. 201302030 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum og varðar m.a. fjölda fulltrúa í sveitarstjórn o.fl.
  Niðurstaða 1108. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Frumvarpsdrögin lögð fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1108. fundar bæjarráðs lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
   
2.  201302011F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1109
 Fundargerð 1109. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 599. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 201107175 - Endurnýjun lóðarleigusamninga
  Byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar óskar eftir leiðbeiningu bæjarráðs hvað varðar atriði er lúta að endurnýjun lóðarleigusamninga, í eldri hverfum bæjarins, sem eru að renna út.
Síðast á dagskrá 1105. fundar bæjarráðs.
  Niðurstaða 1109. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum framlögð drög að nýju formi lóðarleigusamninga fyrir íbúðarhúsnæði með þeirri breytingu sem rædd var á fundinum varðandi 10. grein og jafnframt samþykkt heimild til þess fyrir byggingarfulltrúa að endurnýja útrunna samninga á grundvelli nýja formsins.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1109. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.2. 201212158 - Beiðni um aðstöðu án endurgjalds vegna alþjóðlegs blakmóts Blakdeildar Aftureldingar
  Beiðni frá aðalstjórn UMFA um styrk til að halda alþjóðlegt blakmót.
  Niðurstaða 1109. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1109. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.3. 201212024 - Útboð á tímagjaldi í iðngreinum
  Um er að ræða útboð á tímavinnu verktaka í minní háttar og tilfallandi viðhaldsverkefnum á vegum Eignasjóðs Mosfellsbæjar.
  Niðurstaða 1109. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út tímavinnu verktaka í minniháttar og tilfallandi viðhaldsverkefnum í samræmi við framlagt minnisblað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1109. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.4. 201301625 - Erindi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. varðandi Seljadalsnámu
  Malbikunarstöðin Höfði hf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um framlengingu á samningi frá 1985 um nýtingu efnis úr Seljadalsnámu.
  Niðurstaða 1109. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1109. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.5. 201302014 - Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur
  Umsókn frá minningarsjóði Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur um mótframlag Mosfellsbæjar við styrkúthlutanir sjóðsins.
  Niðurstaða 1109. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að veita styrk til minningarsjóðs Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústu Jónsdóttur að upphæð kr. 433.859 vegna áranna 2011 og 2012 og verði upphæðin tekin af liðnum ófyrirséð.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1109. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.6. 201302035 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 174. mál
  Niðurstaða 1109. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Erindið lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1109. fundar bæjarráðs lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.7. 201302068 - Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012
  Þjónustukönnun Capacent 2012 er könnun á vegum fyrirtækisins þar sem könnuð er og borin saman þjónustu sextán stærstu sveitarfélaganna.
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála fylgir könnuninni úr hlaði.
  Niðurstaða 1109. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála. Aldís fóru yfir þjónustukönnunina og útskýrði helstu atriði hennar. Könnunin lögð fram og jafnframt verði könnunin kynnt í öllum nefndum bæjarins.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  JS, BH, HSv, KGÞ, HP og JJB.
  Afgreiðsla 1109. fundar bæjarráðs lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.


Bókun S-lista Samfylkingar vegna þjónustukönnunar.

Það er ánægjuefni fyrir Mosfellsbæ hversu hátt bæjarfélagið raðast í einkunn í samanburði við önnur sveitarfélög sem könnunin tekur til. Þá er það líka ánægjulegt hversu margir eru ánægðir með Mosfellsbæ sem stað til að búa á. Ef litið er frá samanburðinum við önnur sveitarfélög og niðurstaða hverrar spurningar skoðuð í ljósi þess sem við viljum sjá í viðhorfum bæjarbúa til einstakra málaflokka, er ljóst að hluta til, að niðurstaðan er ekki nægjanlega góð. Það er líka eftirtektarvert að í sumum spurningum sem snerta þjónustu við börn og unglinga skuli meiri hluti svaranda ekki eiga börn á leikskóla eða í grunnskóla.
Fyrir Mosfellsbæ gefur niðurstaða þessarar könnunar það til kynna að nauðsynlegt sé að skoða nánar óánægjuefni bæjarbúa í sumum þessara þjónustuflokka og í því sambandi að beina sjónum að þjónustuþegum hvers þeirra.

Tillaga.
Í samþykktum fyrir fagnefndir bæjarins kemur eftirfarandi fram um hlutverk nefndanna:
"-að leggja mat á þá þjónustu sem veitt er á vegum sveitarfélagsins í" .." með tölulegum upplýsingum og könnunum á meðal bæjarbúa. Einnig að fjalla um þær kvartanir sem berast vegna þjónustunnar."
Ég gera það því að tillögu minni í samræmi við þetta ákvæði í samþykktum nefndanna að gerðar verði slíkar kannanir sem beinist að þjónustuþegum í viðkomandi málaflokkum. Einnig að því ákvæði verði komið í framkvæmd að nefndirnar fjalli um þær kvartanir sem berast vegna þjónustunnar.

Jónas Sigurðsson.

Fram kom málsmeðferðartillaga um að vísa tillögunni til einstakra nefnda til skoðunar og meðferðar. En könnuninni hefur þegar verið vísað til fagnefnda til umfjöllunar.
Málsmeðferðartillagan borin upp og samþykkt með sjö atkvæðum.
 
 2.8. 201302088 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um refaveiðar
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi, 84. mál.
  Niðurstaða 1109. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og jafnframt kynni framkvæmdastjórinn umsögn sína fyrir umhverfisnefnd.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1109. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.9. 201302089 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um búfjárhald
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um búfjárhald, 282. mál.
  Niðurstaða 1109. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og jafnframt kynni framkvæmdastjórinn umsögn sína fyrir umhverfisnefnd.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1109. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.10. 201302090 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um velferð dýra
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um velferð dýra
  Niðurstaða 1109. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og jafnframt kynni framkvæmdastjórinn umsögn sína fyrir umhverfisnefnd.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1109. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.11. 201302093 - Erindi lögreglustjóra varðandi umsögn um rekstrarleyfi
  Erindi lögreglustjóra varðandi umsögn um rekstrarleyfi vegna veitingasölunnar Holunar á Hlíðarvelli.
  Niðurstaða 1109. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis hvað varðar opnunartíma eða önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1109. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.12. 201302094 - Erindi Fræðslu og forvarna varðandi styrkbeiðni
  Erindi Fræðslu og forvarna varðandi 300 þúsund króna styrkbeiðni vegna endurútgáfu ritsins Fíkniefni og forvarnir.
  Niðurstaða 1109. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1109. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
3.  201302006F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 201
 Fundargerð 201. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 599. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 201301222 - Starfsáætlun fjölskyldunefndar árið 2013
  Starfsáætlun fjölskyldunefndar árið 2013, samþykkt í fjölskyldunefnd 15.janúar 2013 og staðfest af bæjarstjórn 23. janúar 2013.
  Niðurstaða 201. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Starfsáætlun fjölskyldunefndar lögð fram. Fjölskyldunefnd samþykkir að fundur nefndarinnar 19. nóvember verði opinn upplýsinga og samráðsfundur helgaður tilteknu málefni eða málefnum.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  JS, HSv, BH og JJB.
  Afgreiðsla 201. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.2. 201301120 - Afrit af úrskurðum og dómum tengdum barnavernd Mosfellsbæjar
  Barnaverndarstofa óskar eftir afrit af úrskurðum og dómum tengdum barnavernd Mosfellsbæjar.
  Niðurstaða 201. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Verkefnastjóra barnaverndar er falið að taka saman umbeðnar upplýsingar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 201. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.3. 201302004 - 112-dagurinn 2013
  Erindi Barnaverndarstofu um 112-daginn 2013.
  Niðurstaða 201. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Dagurinn verður kynntur á heimasíðu Mosfellsbæjar, auk þess sem vakin er athygli stofnana Mosfellsbæjar á deginum.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 201. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.4. 201301215 - Akstur vegna fatlaðra barna í Mosfellsbæ
  Erindi frá Krikaskóla þar sem óskað er eftir framlagi frá fjölskyldusviði til að greiða hlutdeild í kostnaði vegna þjónustu sérfræðinga við fötluð börn í leiksskólum.
  Niðurstaða 201. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Minnisblað í málefnum fatlaðs fólks dags. 8. febrúar 2013 kynnt. Fjölskyldunefnd samþykkir að greitt verði fyrir þjónustuna enda rúmist hún innan fjárhagsáætlunar ársins.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 201. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.5. 201301059 - Erlendir ríkisborgarar utan EES og reglur um fjárhagsaðstoð
  Reglur velferðarráðuneytisins um endurgreiðslu fjárhagsaðstoðar til erlendir ríkisborgarar utan EES.
  Niðurstaða 201. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 201. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.6. 201208601 - Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks
  Framkvæmdaáætlun Mosfellsbæjar í málefnum fatlaðs fólks.
  Niðurstaða 201. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Fjölskyldunefnd frestar málinu og óskar eftir að verkefnastjóri þróunar-og gæðamála fjölskyldusviðs fari yfir skýrsluna á næsta fundi nefndarinnar. Kristbjörg Þórisdóttir vék af fundi eftir afgreiðslu málsins.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 201. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.7. 201301596 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um sjúkraskrár
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkraskrár (aðgangsheimildir).
  Niðurstaða 201. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 201. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.8. 201301595 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd fram til næstu sveitarstjórnarkosninga árið 2014.
  Niðurstaða 201. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 201. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.9. 201301594 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um velferðarstefnu - heilbrigðisáætlun til ársins 2020
  Erindi Alþingis varðandi umsögn tillögu til þingsályktunar um velferðarstefnu - heilbrigðisáætlun til ársins 2020.
  Niðurstaða 201. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 201. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.10. 201301408 - Fjárhagsaðstoð vegna fyrirframgreiðslu húsaleigu
  Fjárhagsaðstoð - afgreiðsla umsóknar
  Niðurstaða 201. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 201. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.11. 201301027F - Barnaverndarmálafundur - 225
  Barnaverndarmálafundur-afgreiðsla fundar
  Niðurstaða 201. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Fundargerð til kynningar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 201. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.12. 201302004F - Barnaverndarmálafundur - 226
  Barnaverndadrmálafundur-afgreiðsla fundar.
  Niðurstaða 201. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Fundargerð til kynningar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 201. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.13. 201301347 - Barnaverndarmál 10.5
  Barnaverndarmál, mál tekið fyrir.
  Niðurstaða 201. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 201. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.14. 200811111 - Barnaverndarmál 10.5
  Barnaverndarmál, mál tekið fyrir.
  Niðurstaða 201. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 201. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.15. 201301028F - Trúnaðarmálafundur - 761
  Trúnaðarmálafundur-afgreiðsla fundar.
  Niðurstaða 201. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Fundargerð til kynningar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 201. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.16. 201302005F - Trúnaðarmálafundur - 762
  Trúnaðarmálafundur- afgreiðsla fundar.
  Niðurstaða 201. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Fundargerð til kynningar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 201. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.17. 201301626 - Fjárhagsaðstoð
  Fjárhagsaðstoð - afgreiðsla umsóknar
  Niðurstaða 201. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 201. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.18. 201301498 - Fjárhagsaðstoð
  Afgreiðsla máls
  Niðurstaða 201. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Samkvæmt bókun í málinu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 201. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
   
4.  201302009F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 277
 Fundargerð 277. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 599. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 201301168 - Dagsetning samræmdra könnunarprófa 2013
  Tilkynning frá ráðuneyti um dagsetningu samræmdra könnunarprófa árið 2013 lögð fram.
  Niðurstaða 277. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 277. fundar fræðslunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.2. 201211190 - Samræmd próf 2012
  Heildarskýrsla um samræmd könnunarpróf 2012 lögð fram til upplýsingar.
  Niðurstaða 277. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Fram kom á fundinum að niðurstöður samræmdra prófa eru ávallt, með einum eða öðrum hætti, nýttar til umbóta. Lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 277. fundar fræðslunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.3. 201301579 - Ytra mat leik- og grunnskóla flyst til Námsmatsstofnunar
  Tilkynning um breytingu á aðilum sem framkvæma ytra mat á leik- og grunnskólum lögð fram til upplýsingar.
  Niðurstaða 277. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 277. fundar fræðslunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.4. 201301464 - Starfsáætlanir á fræðslusviði
  Lagðar fram starfsáætlanir grunnskóla fyrir árið 2013-2014 án skóladagatals. Skóladagatal lagt fram síðar.
  Niðurstaða 277. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Lagðar fram starfsáætlanir Krikaskóla, Lágafellsskóla og Varmárskóla. Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framlagðar starfsáætlanir.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 277. fundar fræðslunefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.5. 201301573 - Þróun nemendafjölda til 2012 og áætlun fram til 2018
  Lagt fram minnisblað um uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ í kjölfar áætlunar um þróun barna- og nemendafjölda í Mosfellsbæ frá 2013 - 2018
  Niðurstaða 277. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að hafinn verði undirbúningur að uppbyggingu skóla á vestursvæði og í Helgafellslandi. Í samræmi við framlagt minnisblað er fræðslusviði falið í samvinnu við skóla bæjarins að leita lausna varðandi skólastofur bæði varðandi haustið 2013 og næstu skólaár. Horft verði m.a. til Brúarlands í þessu efni. Jafnframt er fræðslusviði falið að hefja undirbúning að áætlun um uppbyggingu nýrra skólamannvirkja. Fræðslunefnd leggur áherslu á það við fræðslusvið og skólastofnanir að í öllu þessu ferli sé tekið mið af Skólastefnu Mosfellsbæjar, hlustað sé á raddir barna og haft samráð við foreldrasamfélagið í Mosfellsbæ. Framvinda verði reglulega á dagsskrá fræðslunefndar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  JS, BH og HP.
  Afgreiðsla 277. fundar fræðslunefndar samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.


Bókun S-lista Samfylkingar vegna uppbyggingar skólamannvirkja.

Minnisblað um uppbyggingu skólamannvirkja fram til 2018 sem hér er til afgreiðslu lýsir algjöru ráðaleysi meirihluta sjálfstæðismanna og VG í húsnæðismálum skóla bæjarins sem og skorti á sýn til framtíðar í þessum efnum. Þrátt fyrir sífelldar viðvaranir og ábendingar S-lista að undanförnu hefur að engri alvöru verið mörkuð stefna til að mæta þeirri fjölgun leik- og grunnskólabarna sem bæjarfélagið stendur frami fyrir nú og á næstu árum. Minnisblað þetta sýnir að enn skal haldið áfram á sömu braut skammtímalausna í húsnæðisaðstöðu skólanna og tilfærslna tilfærslna nemenda. Fjárhagsáætlun bæjarins til ársins 2016 staðfestir einnig þetta stefnuleysi.

Jónas Sigurðsson.


Bókun D og V lista

Í Mosfellsbæ skipta skólamál höfuðmáli enda er sveitarfélagið eitt vinsælasta sveitarfélag landsins á meðal barnafjölskyldna. Hér hefur átt sér stað metnaðarfull uppbygging skólamannvirkja á síðustu árum. Má sem dæmi nefna að á síðustu þremur árum hafa tveir nýjir skólar verið teknir í notkun Krikaskóli og Leirvogstunguskóli.
Þróun skólamála og stefnumörkun í þeim málum eru verkefni sem sífellt er unnið að í stöðugt stækkandi bæ.

Sú vinna sem hér liggur til grundvallar tillögu fræðslunefndar er meðal annars ítarleg áætlun um þróun íbúafjölda en þar kemur fram að meginfjölgunin í bæjarfélaginu verður í austurhluta bæjarins.

Í þessari vinnu eru jafnframt kynntar fjölmargar leiðir til áframhaldandi metnaðarfulls skólastarfs. En í tillögunum er lagt til að hafin verði undirbúningur að stofnun tveggja nýrra skóla. Nákvæmari útlistun á því verður að sjálfsögðu unnin í nánu samstarfi við foreldrasamfélagið og fagfólk í skólunum.
 
   
5.  201302007F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 336
 Fundargerð 336. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 599. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 5.1. 201205160 - Litlikriki 3 og 5, umsókn um að breyta parhúsum í fjórbýli
  Lögð fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust í grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 335. fundi.
  Niðurstaða 336. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Skipulagsnefnd hafnar tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna framkominna athugasemda um bílastæðamál og felur skipulagsfulltrúa að svara þeim sem gerðu athugasemdir í samræmi við framlögð drög og umræður á fundinum.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 336. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.2. 201301405 - Fornminjar í Krikahverfi, minnisblað KM
  Minnisblað Kristins Magnússonar dags. 11.1.2013 varðandi fornminjar á lóðum við Sunnukrika. Frestað á 335. fundi.
  Niðurstaða 336. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin mælir með því að gerð verði könnunarrannsókn í samræmi við tillögur í minnisblaðinu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 336. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.3. 201301589 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2012-2030
  Gerð var grein fyrir viðræðum við Reykjavíkurborg um hugsanlega staðsetningu flugvallar á Hólmsheiði. Frestað á 335. fundi.
  Niðurstaða 336. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Skipulagsnefnd óskar eftir kynningarfundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar um fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur og svæðisskipulagi.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 336. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.4. 200611011 - Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024
  Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs vegna tillögu um úttekt á jarðmyndunum og vistkerfum í Mosfellsbæ, sbr. bókun bæjarstjórnar á 589. fundi. Í umsögninni kemur fram lausleg skilgreining verksins og kostnaðarmat. Frestað á 335. fundi.
  Niðurstaða 336. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Skipulagsnefnd samþykkir framlagða umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 336. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.5. 201206187 - Laxnes 1, deiliskipulag reiðleiðar og akvegar
  Lýsing deiliskipulagsverkefnis var auglýst á heimasíðu bæjarins og kynnt með bréfi til hagsmunaaðila dags. 31. júlí 2012 í samræmi við bókun 323. fundar skipulagsnefndar. Meðfylgjandi formleg svör bárust frá Vegagerðinni og Skipulagsstofnun og ennfremur fyrirspurn frá íbúa í Dalnum um undirgöng undir Þingvallaveg. Frestað á 335. fundi.
  Niðurstaða 336. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Lagt fram til kynningar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 336. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.6. 201302071 - Ný skipulagsreglugerð, gildistaka
  Þann 31. janúar öðlaðist gildi með auglýsingu í Stjórnartíðindum ný skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sem umhverfisráðherra undirritaði 16. janúar 2013 í samræmi við lög nr. 123/2010.
  Niðurstaða 336. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Lagt fram til kynningar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 336. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.7. 201301426 - Spóahöfði 17, fyrirspurn um byggingarleyfi
  Jónas Bjarni Árnason og Kristín Ýr Pálmarsdóttir spyrja hvort innrétting og starfræksla hárgreiðslustofu einyrkja að Spóahöfða 17 samkvæmt framlögðum gögnum geti samræmst skipulagi svæðisins.
  Niðurstaða 336. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir að það verði grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  BH.
  Afgreiðsla 336. fundar skipulagsnefndar frestað á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.8. 201211054 - Stórikriki 29-37, fyrirspurn um að breyta einbýlishúsum í parhús á deiliskipulagi
  Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dagsett 31. janúar 2013, sbr. bókun á 333. fundi.
  Niðurstaða 336. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 336. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar..
 
 5.9. 201302069 - Starfsáætlun Skipulagsnefndar 2013
  Lögð fram tillaga að starfsáætlun skipulagsnefndar árið 2013, sbr. bókun 594. bæjarstjórnarfundar þann 21.11.2012.
  Niðurstaða 336. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 336. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.10. 201301425 - Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi vegna Desjamýri 1
  Karl Emilsson f.h. Oddsmýrar ehf. óskar með bréfi 17. janúar 2013 eftir afstöðu nefndarinnar til hugmyndar um breytingar á deiliskipulagi skv. meðf. skýringarmyndum. Í hugmyndinni felst að á lóðina komi geymsluhúsnæði í samtals 108 einingum, 26 m2 hver.
  Niðurstaða 336. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 336. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.11. 201302070 - Völuteigur 23, fyrirspurn um leyfi fyrir fjarskiptamastri
  Ari Hermann Oddsson f.h. Björgunarsveitarinnar Kyndils óskar 28. janúar 2013 eftir því að leyfi verði veitt fyrir fjarskiptamastri, sem þegar hefur verið komið fyrir á lóðinni.
  Niðurstaða 336. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 336. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.12. 201302039 - Strætó bs., leiðakerfi 2014
  Vegna vinnu að leiðakerfi 2014 óskar Strætó bs. 4. febrúar 2013 eftir tillögum um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi í Mosfellsbæ ef einhverjar eru.
  Niðurstaða 336. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 336. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
   
6.  201302002F - Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 21
 Fundargerð 21. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 599. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 6.1. 201302011 - Ráðstefna UMFÍ - Ungt fólk og lýðræði 2012
  Erindi Ungmennafélags Íslands vegna ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður á Egilsstöðum 20.-22. mars 2013.
  Niðurstaða 21. fundar Ungmennaráðs Mosfellsbæjar
  Lagt fram erindi Ungmennafélags Íslands vegna ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður dagana 20-22. mars 2013. Nefndarmenn voru hvattir til að sækja ráðstefnuna.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 21. fundar ungmennaráðs lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.2. 200803137 - Deiliskipulag Varmárskólasvæðis
  Kynntar verða tillögur að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis sem m.a. fjalla um gönguleiðir, biðstöðvar strætó, götur og bílastæði. Skipulagsnefnd óskaði eftir því á 334. fundi að tillögurnar yrðu kynntar fyrir ungmennaráði.
  Niðurstaða 21. fundar Ungmennaráðs Mosfellsbæjar
  Kynning á tillögum að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis sem skipulagsnefnd vísaði til ungmennaráðs til kynningar. Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi og Elías Pétursson formaður skipulagsnefndar komu á fundinn og fóru yfir málið. Nefndarmenn í ungmennaráði komu með góðar ábendingar um skipulagið sem skipulagfulltrúi mun skoða nánar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 21. fundar ungmennaráðs lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.3. 200906129 - Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði
  Kynning á nýlegri stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum í Mosfellsbæ sem samþykkt var í íþrótta- og tómstundanefnd 20. desember 2012 og bæjarstjórn 23. janúar 2013.
  Niðurstaða 21. fundar Ungmennaráðs Mosfellsbæjar
  Kynning á stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum í Mosfellsbæ. Edda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi kynnti stefnumótunina.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 21. fundar ungmennaráðs lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
   
7.  201302010F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 225
 Fundargerð 225. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
 Fundargerð 225. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 599. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 7.1. 201302060 - Stórikriki 23, umsókn um byggingarleyfi, breyting
  Planki ehf Bugðutanga 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum innri fyrirkomulagsbreytingum og breytingu á einangrunarþykktum í áðursamþykktu einbýlishúsi úr steinsteypu að Stórakrika 23 samkvæmt framlögðum gögnum.
  Niðurstaða 225. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 225. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.2. 201301532 - Reykjahvoll 41, umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga
  Kristín Ólafsdóttir Reykjahvoli 41 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og stærð utanhúss geymslu,eimbaðsaðstöðu og verönd hússins nr. 41 við Reykjahvol samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærðir húss breytast ekki.
Stærð útigeymslu eftir breytingu 20,7 m2, 41,55 m3.
Stærð eimbaðs eftir breytingu 7,1 m2, 12,19 m3.
  Niðurstaða 225. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 225. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.3. 201301637 - Þrastarhöfði 38, umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga
  Júlía M. Jónsdóttir Þrastarhöfða 38 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum innanhúss fyrirkomulagsbreytingum í íbúðarhúsinu að Þrastarhöfða 38 samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.
  Niðurstaða 225. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 225. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 599. fundi bæjarstjórnar.
 
   
8.  201302053 - Fundargerð 312. fundar Sorpu bs.
 Fundargerð 312. fundar Sorpu bs. frá 4. febrúar 2013.
 Fundargerð 312. fundar Sorpu bs. frá 4. febrúar 2013 lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.
   
9.  201302128 - Fundargerð 313. fundar Sorpu bs.
 Fundargerð 313. fundar Sorpu bs. frá 11. febrúar 2013 til kynningar.
 Til máls tók(u):HP og JS.
 Fundargerð 313. fundar Sorpu bs. frá 11. febrúar 2013 lögð fram á 599. fundi bæjarstjórnar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

Til baka