Bæjarstjórnarfundur

16/05/2013

605. fundur
Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 
miðvikudaginn 15. maí 2013 og hófst hann kl. 16:30

 

Hljóðskrá frá fundinum


Fundinn sátu:
Bryndís Haraldsdóttir (BH), Karl Tómasson (KT), Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ), Haraldur Sverrisson (HSv), Hafsteinn Pálsson (HP), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

 

Dagskrá:

1.  201304028F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1119
 Fundargerð 1119. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 605. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 201304271 - Erindi Jóns Jósefs Bjarnasonar
  Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar.
  Niðurstaða 1119. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Umræður fóru fram um tillögu Jóns Jósefs Bjarnasonar, en tillagan gengur út á að fulltrúi Mosfellsbæjar mæti á öll uppboð sem fram fara í Mosfellsbæ til að gæta þar að því uppboðið fari rétt fram.

Samþykkt með þremur atkvæðum að óskað verði eftir upplýsingum um fjölda uppboða í Mosfellsbæ árin 2009 til og með 2012.

Fram kom svohljóðandi tillaga frá bæjarráðsmanni Jónasi Sigurðssyni.
Legg til að skoðað verði kostir þess að stofna til embættis/starfs/stöðu umboðsmanns bæjarbúa, fyrirkomulag þess og verkefni.
Jónas Sigurðsson.

Afgreiðslu tillögunnar frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  JJB, BH og HP.
  Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.2. 201211188 - Gasgerðarstöð Sorpu bs. í Álfsnesi - Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu framkvæmdar
  Um er að ræða skoðun á lyktardreifingu og kostnaðarmati vegna staðsetningar gasgerðarstöðvar.
  Niðurstaða 1119. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að láta fara fram kynningu á málinu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.3. 201303128 - Erindi Gunnvarar Björnsdóttur og Arnbjargar Ísleifsdóttur varðandi sölu Fellshlíðar o.fl.
  Erindi Gunnvarar Björnsdóttur og Arnbjargar Ísleifsdóttur varðandi sölu Fellshlíðar og ósk um skiptingu lóðarinnar í því sambandi.
Umbeðin umsögn hjálögð.
  Niðurstaða 1119. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Afgreiðslu frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs lögð fram á 605. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.4. 201303171 - Erindi Réttsýnar ehf. varðandi byggingarréttargjöld o.fl.
  Erindi Réttsýnar ehf. þar sem farið er fram á það að byggingarréttargjöld vegna Tré-Búkka ehf. verði lækkuð frá því sem nú er.
Hjálögð er umbeðin umsögn.
  Niðurstaða 1119. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Afgreiðslu frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs lögð fram á 605. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.5. 201304276 - Tenging á sumarhúsabyggðum við Nesjavallaæð
  Um er að ræða beiðni sumarhúsaeigenda um að tengjast við Nesjavallaæð til þess að fá heitt vatn í sumarbúsatað.
  Niðurstaða 1119. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.6. 201304298 - Erindi Andrésar Ólafssonar vegna óska um nytja á túnum í landi Reykjahlíðar
  Erindi Andrésar Ólafssonar þar sem hann óskar eftir að fá á leigu tún í eigu Mosfellsbæjar úr landi Reykjahlíðar.
  Niðurstaða 1119. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.7. 201304305 - Gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit
  Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis óskar staðfestingar á gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit.
  Niðurstaða 1119. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær staðfesti fyrir sitt leiti framlagða og sameininlega gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit á vegum Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.8. 201304308 - Erindi Elínar Rúnar Þorsteinsdóttur varðandi gönguljós
  Erindi Elínar Rún Þorsteinsdóttur varðandi ósk um uppsetningu á gönguljósum með hljóðmerki við Baugshlíð.
  Niðurstaða 1119. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.9. 201304341 - Erindi Jörgens Bendt Pedersen varðandi Norrænt þjóðdansamót 2014
  Erindi Jörgens Bendt Pedersen varðandi Norrænt þjóðdansamót 2014 sem fram fer á vegum Þjóðdansafélagsins en félagið leitar að samstarfssveitarfélagi vegna mótsins.
  Niðurstaða 1119. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.10. 201303110 - Sumarátaksstörf 2013
  Sumarátaksstörf hjá Mosfellsbæ sumarið 2013. Minnisblað tómstundafulltrúa og mannauðsstjóra.
  Niðurstaða 1119. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum sú tillaga sem fram kemur í framlögðu minnisblaðí tómstundafulltrúa og mannauðsstjóra.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.11. 201301578 - Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, samningur um rekstur við Eir hjúkrunarheimili
  Rekstur hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað og drög að samningi við Eir um rekstur hjúkrunarheimilisins.
  Niðurstaða 1119. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mættur Ásgeir Sigurgestsson (ÁS) verkefnastjóri á fjölskyldusviði.

Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá bráðabirgðasamningi við Eir um rekstur hins nýja hjúkrunarheimilis sem senn verður tilbúið til reksturs.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.12. 201301113 - Umsókn um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2013
  Í umsókninni til Framkvæmdastjóðs aldraðra sækir Mosfellsbær um framlag vegna breytinga á þjónustumiðstöð og dagdvöl aldraðra á Eirhömrum.
  Niðurstaða 1119. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær ábyrgist greiðslur vegna framkvæmda við endurbætur á húsnæði þjónustumiðstöðvar og dagdvalar fyrir aldrða á Eirhömrum.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.13. 201301586 - Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, nafngift
  Niðurstaða úr hugmyndaleit meðal íbúa Mosfellsbæjar að heiti hjúkrunarheimilis.
  Niðurstaða 1119. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að nafn nýja hjúkrunarheimilisins verði, Hamrar hjúkrunarheimili, í samræmi við niðurstöðu skoðanakönnunar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.14. 201303227 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vatnalögum o.fl.
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vatnalögum og lögum um nýtingu á auðlindum í jörðu.
1114. fundur óskaði umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og er umsögnin hjálögð.
  Niðurstaða 1119. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Erindið lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs lögð fram á 605. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.15. 201304337 - Erindi Ásgarðs varðandi Álafossveg 10
  Erindi Ásgarðs varðandi fasteignina Álafossveg 10 þar sem þess er farið á leit að bærinn afhendi Ásgarði fasteignina í tilefni af 20 ára afmæli Ásgarðs.
  Niðurstaða 1119. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til skoðunar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.16. 201304370 - Erindi Icefitness-Kraftasmiðurinn ehf. varðandi styrk vegna Skólahreysti 2013
  Erindi Icefitness-Kraftasmiðurinn ehf. þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 100 þúsund krónur vegna verkefnisins Skólahreysti 2013.
  Niðurstaða 1119. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.17. 201304385 - Breytingar á svæðisskipulagi 2013 vegna endurskoðunar aðalskipulags Rvíkur o.fl.
  Með bréfi dags. 23. apríl 2013 óskar Hrafnkell Á Proppé f.h. svæðisskipulagsnefndar eftir því að Mosfellsbær samþykki meðfylgjandi tillögur að breytingum á svæðisskipulagi í auglýsingu sbr. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga.
  Niðurstaða 1119. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.18. 201304388 - Fundarboð aðalfundar Málræktarsjóðs 2013
  Tilnefning fulltrúa Mosfellsbæjar á aðalfund Málræktarsjóðs.
  Niðurstaða 1119. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að tilnefna framkvæmdastjóra fræðslusviðs sem fulltrúa á aðalfund Málræktarsjóðs.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
2.  201305012F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1120
 Fundargerð 1120. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 605. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 201304271 - Erindi Jóns Jósefs Bjarnasonar varðandi áskorun til bæjaráðs um að sendur verði fulltrúi Mosfellsbæjar á öll nauðungaruppboð í bæjarfélaginu
  Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar.
  Niðurstaða 1120. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir því við Innanríkisráðuneytið hvort ráðuneytið hafi fengið ábendingar um að ekki hafi verið rétt staðið að nauðungaruppboðum á fasteignum og ef svo sé hvort brugðist hafi verið við slíkum ábendingum af hálfu ráðuneytisins. Samskonar fyrirspurn verði send sýslumanninum í Reykjavík og jafnframt verði þess óskað að hann taki saman yfirlit yfir fjölda uppboða á fasteignum árin 2009 til 2012.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1120. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.2. 201303128 - Erindi Gunnvarar Björnsdóttur og Arnbjargar Ísleifsdóttur varðandi sölu Fellshlíðar o.fl.
  Erindi Gunnvarar Björnsdóttur og Arnbjargar Ísleifsdóttur varðandi sölu Fellshlíðar og ósk um skiptingu lóðarinnar í því sambandi.
Umbeðin umsögn hjálögð.
  Niðurstaða 1120. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs verði falið að svara erindinu í samræmi við framlagt minnisblað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1120. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.3. 201303171 - Erindi Réttsýnar ehf. varðandi byggingarréttargjöld o.fl.
  Erindi Réttsýnar ehf. þar sem farið er fram á það að byggingarréttargjöld vegna Tré-Búkka ehf. verði lækkuð frá því sem nú er.
Hjálögð er umbeðin umsögn.
  Niðurstaða 1120. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Afgreiðslu frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1120. fundar bæjarráðs lögð fram á 605. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.4. 201304249 - Ósk um umsögn að tillögu að starfsleyfi fyrir Sorpu bs.
  Umsögn umhverfissviðs um drög að starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi lögð fyrir umhverfisnefnd og bæjarráð í samræmi við samþykkt á 1118. fundi bæjarráðs. Frestur til að skila umsögn var framlengdur til 16. maí 2013.
  Niðurstaða 1120. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að senda Umhverfisstofnun umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisfulltrúa, varðandi starfsleyfi til Sorpu bs., ásamt athugasemdum 141. fundar umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1120. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.5. 201206174 - Erindi Agnars Darra Gunnarssonar varðandi afnot af landi í Seljadal
  Erindi Agnars Darra Gunnarssonar varðandi afnot af landi í Seljadal en erindið er endurupptekið af hálfu bréfritara í framhaldi af synjun fyrra erindis um sama efni frá sl. ári.
  Niðurstaða 1120. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1120. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.6. 201305004 - Erindi Ásgarðs varðandi ósk um leyfi til að setja niður leiktæki, listaverk og bekki
  Erindi Ásgarðs varðandi ósk um leyfi til að setja niður leiktæki, listaverk og bekki á Stekkjarflötinni fyrir neðan listaverkið, Hús skáldsins.
  Niðurstaða 1120. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila Ásgarði uppsetningu leiktækja á Stekkjarflöt, enda verði fyrirkomulag og skipulag í samráði við umhverfissvið Mosfelsbæjar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1120. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.7. 201303312 - Umsókn um launað leyfi
  Sótt eru um launað leyfi vegna framhaldsnáms
  Niðurstaða 1120. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar mannauðsstjóra.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1120. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.8. 201305016 - Erindi Bjarndísar varðandi umsókn um launalaust leyfi
  Erindi Bjarndísar varðandi umsókn um launalaust leyfi skólaárið 2013 - 2014.
  Niðurstaða 1120. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar mannauðsstjóra.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1120. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.9. 201305022 - Erindi Ómars Smára vegna styrkbeiðni til útgáfu hjólabókar um suðvesturhornið
  Erindi Ómars Smára þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 70 þús. til útgáfu hjólabókar um suðvesturhorn Íslands.
  Niðurstaða 1120. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar forstöðumanns þjónustu- og upplýsingamála.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1120. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.10. 201305038 - Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna Olíuverzlunar Íslands
  Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir nýja veitingasölu Olíuverzlunar Íslands við Langatanga 1.
  Niðurstaða 1120. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu leyfis, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1120. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.11. 201305040 - Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna heimagistingar að Skuld
  Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis vegna heimagistingar að Skuld.
  Niðurstaða 1120. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu leyfis, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1120. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
3.  201305007F - Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 175
 Fundargerð 175. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 605. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 201304390 - Bæjarhátíðin Í túninu heima 2013
  Sameiginlegur undirbúningsfundur þróunar- og ferðamálanefndar og menningarmálanefndar með framkvæmdastjóra bæjarhátíðar.
  Niðurstaða 175. fundar Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
  Á fundinn mætti Daði Þór Einarsson umsjónarmaður bæjarhátíðarinnar og fór yfir drög að dagskrá 2013.

Þróunar- og ferðamálanefnd og menningarmálanefnd fór yfir dagskrána og kom athugasemdum á framfæri við skipuleggjendur hátíðarinnar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 175. fundar menningarmálanefndar lögð fram á 605. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.2. 201305046 - Menningarhaust
  Til umfjöllunar menningarviðburðurinn Menningarhaust 2013 á sameiginlegum fundi þróunar- og ferðamálanefndar og menningarmálanefndar.
  Niðurstaða 175. fundar Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
  Hugmyndir um menningarhaust 2013 kynntar í báðum nefndum og lagt til að kanna samstarfsmöguleika við ferðaþjónustuaðila í bænum um þennan viðburð.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 175. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.3. 201304445 - 17. júní 2013
  Hátíðaðarhöld í Mosfellsbæ 17. júní 2013
  Niðurstaða 175. fundar Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
  Kynnt drög að dagskrá þjóðhátíðarhaldanna 2013. 17. júní hátíðarhöldin verða með hefðbundnu sniði.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 175. fundar menningarmálanefndar lögð fram á 605. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.4. 201305017 - Sumartorg 2013
  Sumartorg 2013
  Niðurstaða 175. fundar Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
  Kynnt drög að dagskrá sumartorga.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 175. fundar menningarmálanefndar lögð fram á 605. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.5. 201301560 - Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2013
  Verkefnalisti Staðardagskrár 21 fyrir árið 2013 sendur frá umhverfisnefnd til menningarmálanefndar til kynningar.
Verkalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 139. fundi umhverfisnefndar þann 21. mars 2013.
  Niðurstaða 175. fundar Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
  Lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 175. fundar menningarmálanefndar lögð fram á 605. fundi bæjarstjórnar.
 
   
4.  201305008F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 342
 Fundargerð 342. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 605. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 201303340 - Reykjahlíð garðyrkja, ósk um breytingu nafns í Suðurá
  Þröstur Sigurðsson og Júlíana R Einarsdóttir gróðrarstöðinni Reykjahlíð landnr. 123758 sækja um leyfi til að breyta nafni býlis síns úr "Reykjahlíð garðyrkja" í "Suðurá". Fyrir liggur jákvæð umsögn örnefnanefndar. Afgreiðslu var frestað á 341. fundi.
  Niðurstaða 342. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 342. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.2. 201304385 - Breytingar á svæðisskipulagi 2013 vegna endurskoðunar aðalskipulags Rvíkur o.fl.
  Með bréfi dags. 23. apríl 2013 óskar Hrafnkell Á Proppé f.h. svæðisskipulagsnefndar eftir því að Mosfellsbær samþykki meðfylgjandi tillögur að breytingum á svæðisskipulagi í auglýsingu sbr. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar.
  Niðurstaða 342. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman drög að umsögn fyrir næsta fund.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 342. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.3. 200803137 - Deiliskipulag Varmárskólasvæðis
  Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis, unnin af Landslagi ehf., dagsett. 3.5.2013. Í tillögunni eru markaðir byggingarreitir fyrir stjórnunarbyggingu og tengibyggingar milli eldri og yngri deilda og fjallað um leiksvæði á lóð, gönguleiðir, aðkomugötur og bílastæði.
  Niðurstaða 342. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin óskar eftir því að samin verði verkefnislýsing fyrir deiliskipulagið í samræmi við skipulagslög og nýja skipulagsreglugerð.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 342. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.4. 201302234 - Hulduhólasvæði, breytingar á deiliskipulagi 2013
  Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis, unnin af Landslagi ehf., dagsett. 3.5.2013. Helstu breytingar eru þær að settur er inn göngu- og hjólreiðastígur milli Vesturlandsvegar og Skálahíðar, legu ýmissa stíga á svæðinu breytt, gert ráð fyrir útikennslustofum í trjálund úr lóð Hjallabrekku nyrst, og gerður byggingareitur fyrir viðbyggingu við Hjallabrekku.
  Niðurstaða 342. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar gengið hefur verið frá samkomulagi við eigendur Hjallabrekku um fyrirhugaðar breytingar sem varða lóðina. Jafnframt verði stígurinn færður inn á deiliskipulag við Langatanga og sú breyting auglýst samhliða.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 342. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.5. 201211054 - Stórikriki 29-37, fyrirspurn um að breyta einbýlishúsum í parhús á deiliskipulagi
  Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 15.3.2013 með athugasemdafresti til 26.4.2013. Meðfylgjandi athugasemd barst, dagsett 15.4.2013 og undirrituð af 24 íbúum/húseigendum við Stórakrika.
  Niðurstaða 342. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman drög að svörum fyrir næsta fund.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 342. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.6. 200611011 - Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024
  Teknar fyrir að nýju athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi, framhald umfjöllunar á 339., 340. og 341. fundi. Lögð fram ný útgáfa af samantekt athugasemda og drögum að svörum.
  Niðurstaða 342. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ljúka við frágang á svörum við athugasemdum og leggja fyrir næsta fund.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 342. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
5.  201305009F - Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 141
 Fundargerð 141. fundar umhverfisnendar lögð fram til afgreiðslu á 605. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 5.1. 201304249 - Ósk um umsögn að tillögu að starfsleyfi fyrir Sorpu bs.
  Umsögn umhverfissviðs Mosfellsbæjar um drög að nýju starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi lögð fyrir umhverfisnefnd í samræmi við ákvörðun 1118. fundar bæjarráðs. Frestur til að skila umsögn var framlengdur til 16. maí 2013.
  Niðurstaða 141. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
  Umhverfisnefnd tekur undir fyrirliggjandi umsögn en leggur ennfremur áherslu á eftirfarandi atriði:

1) Gerðar verði mengunarmælingar á a.m.k. 6 mánaða fresti á þeim efnum sem berast út í næsta umhverfi urðunarstaðarins, í lofti, láði og legi. Mosfellsbær fái reglulega upplýsingar um niðurstöðuna.

2) Almennt ætti orðalag starfsleyfis að vera skýrara og ekki slakað á kröfum frá því sem nú er í gildi.

3) Upplýsa þarf í 2. mgr. gr. 2.1 í tillögu að nýju starfsleyfi á hvaða forsendu slakað hefur verið á kröfu um að meðhöndlun á úrgangi frá eldra starfsleyfi, og hvaða afleiðingar það getur haft fyrir Mosfellsbæ.

4) Taka verður sérstakt tillit til umsagna Mosfellsbæjar vegna nábýlis sveitarfélagsins við urðunarstaðinn og í ljósi þeirra kvartana sem borist hafa frá íbúum í Mosfellsbæ.

5) Huga þarf sérstaklega að eyðingu á vargfugli í og við urðunarstaðinn.

6) Taka þarf lyktarmengun fastari tökum en nú er gert.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  HP.
  Afgreiðsla 141. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
6.  201304023F - Þróunar- og ferðamálanefnd - 33
 Fundargerð 33. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 605. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 6.1. 201304390 - Bæjarhátíðin Í túninu heima 2013
  Sameiginlegur undirbúningsfundur með Menningarmálanefnd og framkvæmdastjóra bæjarhátíðar
  Niðurstaða 33. fundar Þróunar- og ferðamálanefndar
  Á fundinn mætti Daði Þór Einarsson umsjónarmaður bæjarhátíðarinnar og fór yfir drög að dagskrá 2013.

Þróunar- og ferðamálanefnd og menningarmálanefnd fór yfir dagskrána og kom athugasemdum á framfæri við skipuleggjendur hátíðarinnar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 33. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.2. 201305046 - Menningarhaust
  Til umfjöllunar menningarviðburðurinn Menningarhaust 2013 á sameiginlegum fundi þróunar- og ferðamálanefndar og menningarmálanefndar.
  Niðurstaða 33. fundar Þróunar- og ferðamálanefndar
  Hugmyndir um menningarhaust 2013 kynntar og lagt til að kanna samstarfsmöguleika við ferðþjónustuaðila í bænum um þennan viðburð.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 33. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.3. 201301560 - Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2013
  Verkefnalisti Staðardagskrár 21 fyrir árið 2013 sendur frá umhverfisnefnd til þróunar- og ferðamálanefndar til kynningar.
Verkalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 139. fundi umhverfisnefndar þann 21. mars 2013.
  Niðurstaða 33. fundar Þróunar- og ferðamálanefndar
  Verkefnalisti staðardagskrár 21 fyrir árið 2013 lagður fram. Liðir númer 6 og 16.ræddir sérstaklega. Áhugi hjá nefndinni að eiga samstarf við umhverfisnefnd um skilti og merkingar í bænum.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 33. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 605. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.4. 201302068 - Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012
  Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar. Lögð fram bókun S-lista frá 599. fundi bæjarstjórnar um að nefndir bæjarins geri kannanir sem beinist að þjónustuþegum í viðkomandi málaflokkum.
  Niðurstaða 33. fundar Þróunar- og ferðamálanefndar
  Þjónustukönnun lögð fram til kynningar. Bókun S-lista lesin upp og rædd.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 33. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 605. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.5. 201304389 - Samtök ferðaþjónustuaðila í Mosfellsbæ
  Minnisblað forstöðumanns þjónustu- og upplýsingamál um stofnun samtaka ferðaþjónustuaðila í Mosfellsbæ lagt fram.
  Niðurstaða 33. fundar Þróunar- og ferðamálanefndar
  Minnisblað lagt fram og nefndin fagnar stofnun samtaka af þessu tagi.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 33. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 605. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.6. 201304391 - Þróunar og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2013
  Lögð fram tillaga að tímasetningu á auglýsingum og afhendingu viðurkenningarinnar 2013
  Niðurstaða 33. fundar Þróunar- og ferðamálanefndar
  Tillaga að tímasetningu lögð fram og samþykkt. Tillaga að því að umsækjendur komi og kynni verkefni sín stuttlega í eigin persónu fyrir nefndinni lögð fram og samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 33. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
7.  201305044 - Fundargerð 319. fundar Sorpu bs.
 .
 Fundargerð 319. fundar Sorpu bs. frá 29. apríl 2013 lögð fram á 605. fundi bæjarstjórnar.
   
8.  201304430 - Fundargerð 34. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
 .
 Til máls tók(u):BH.
 Fundargerð 34. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 19. apríl 2013 lögð fram á 605. fundi bæjarstjórnar.
   
9.  201304431 - Fundargerð 805. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
 .
 Fundargerð 805. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. apríl 2013 lögð fram á 605. fundi bæjarstjórnar.
   
10.  201305073 - Fundargerð 389. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
 Undirgögn á heimasíðu SSH.
 Fundargerð 389. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 6. maí 2013 lögð fram á 605. fundi bæjarstjórnar.

Tillaga kom fram um að fresta næsta reglulega fundi bæjarstjórnar sem vera á eftir tvær vikur, en boðað verði til aukafundar gefi tilefni til.

Tillagan samþykkt með sjö atkvæðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50

Til baka