Bæjarstjórnarfundur

12/09/2013

610. fundur
Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 
miðvikudaginn 11. september 2013 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðskrá af fundi

Fundinn sátu:
Bryndís Haraldsdóttir (BH), Bryndís Brynjarsdóttir (BBr), Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ), Haraldur Sverrisson (HSv), Hafsteinn Pálsson (HP), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

 

Dagskrá:

1.  201308017F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1132
 Fundargerð 1132. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 610. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 200503199 - Samningur um akstur fatlaðs fólks í Mosfellsbæ
  Akstur fatlaðs fólks í Mosfellsbæ, beiðni rekstraraðila um endurskoðun á gjaldi fyrir þjónustu.
  Niðurstaða 1132. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjölskyldusviði að framlengja samning um akstur fatlaðs fólks í samræmi við tillögu sviðsins þar um.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1132. fundar bæjarráðs samþykkt á 610. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.2. 201206021 - Hlégarður - endurbætur
  Um er að ræða ósk um heimild til útboðs á ytra byrði Hlégarðs, en fyrirhugað er að skipta um glugga í húsinu og klæða húsið með Ímúr-klæðningu.
  Niðurstaða 1132. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út utanhússviðgerðir Hlégarðs í samæmi við tillögur sviðsins þar um.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1132. fundar bæjarráðs samþykkt á 610. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.3. 2013081710 - Erindi Ungmennafélags Aftureldingar varðandi samning við N1
  Erindi Aftureldingar þar sem farið er fram á leyfi til þes að mannvirki Mosfellsbæjar að Varmá verði merkt með lógói N1.
  Niðurstaða 1132. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1132. fundar bæjarráðs samþykkt á 610. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.4. 2013081956 - Rekstur deilda janúar til júní
  Rekstraryfirlit A og B hluta Mosfellsbæjar fyrir tímabilið janúar til júní
  Niðurstaða 1132. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Minnisblað fjármálastjóra um rekstraryfirlit A og B hluta Mosfellsbæjar vegna tímabilsins janúar til júní 2013 lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1132. fundar bæjarráðs lögð fram á 610. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.5. - Erindi BSRB vegna uppgjörs á sérstakri desemberuppbót
  BSRB hefur gert athugasemdir við starfslokauppgjör sem snúa að sérstakri desemberuppbót, sem er sólarlagsákvæði í kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Samband íslenskra sveitarfélaga.
  Niðurstaða 1132. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Lagt fram til upplýsingar minnisblað mannauðsstjóra varðandi sólarlagsákvæði í kjarasamningi BSRB og launanefndar sveitarfélaga.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1132. fundar bæjarráðs lögð fram á 610. fundi bæjarstjórnar.
 
   
2.  201309001F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1133
 Fundargerð 1133. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 610. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. - Stjórnun í Varmárskóla
  Lagt fram minnisblað um stjórnun í Varmárskóla skólaárið 2013-14. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs og mannauðsstjóri mæta á fundinn undir þessum dagskrárlið.
  Niðurstaða 1133. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu erindisins.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1133. fundar bæjarráðs lögð fram á 610. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.2. 201307194 - Erindi Lágafellsskóla varðandi hljóðvist í kennslurýmum
  Um er að ræða breiðni um að loka kennslurýmum í 3. áfanga skólans. Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ráðast í umræddar úrbætur.
  Niðurstaða 1133. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Tillaga kom fram frá bæjarráðsmanni Jóni Jósefi Bjarnasyni um að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2014 og var hún felld með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.

Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdir við hljóðvist í Lágafellsskóla. Heildarkostnaður er ráðgerður 10,5 millj. kr. en framkvæmdin dreifist á 2013 og 2014 og er kostnaður sem fellur til á árinu 2013 4,5 millj. kr.
Fjármálastjóra falið að semja tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins og leggja fyrir bæjarráð.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1133. fundar bæjarráðs samþykkt á 610. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.3. 201305102 - Kærunefnd útboðsmála, kæra Gámaþjónustunnar hf.
  Kærunefnd útboðsmála, kæra Gámaþjónustunnar hf. endanleg niðurstaða Kærunefndar útboðsmála til kynningar.
  Niðurstaða 1133. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Endanlegur úrskurður Kærunefndar útboðsmála lagður fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1133. fundar bæjarráðs lögð fram á 610. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.4. 2013082023 - Erindi Heilbriðgiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi starfsemi Mótomos í Mosfellsbæ
  Erindi Heilbriðgiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi starfsemi Mótomos í Mosfellsbæ en í erindinu er m.a. hvatt til þess að hljóðmælingar fari fram á braut Mótomos.
  Niðurstaða 1133. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1133. fundar bæjarráðs samþykkt á 610. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.5. 201309033 - Árshlutareikningur SORPU bs., janúar - júní 2013
  Kynntur er árshlutareikningur SORPU bs. fyrir tímabilið janúar - júní 2013.
  Niðurstaða 1133. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Árshlutareikningurinn lagður fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1133. fundar bæjarráðs lögð fram á 610. fundi bæjarstjórnar.
 
   
3.  201308029F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 283
 Fundargerð 283. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 610. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 2013082101 - Heimsókn í leikskóladeildina við Þrastarhöfða
  Nýtt leikskólahúsnæði við Þrastarhöfða /Blikastaðaveg skoðað.
  Niðurstaða 283. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Þuríður Stefándóttir kynnti nýtt húsnæði og starfsemi nýrra leikskóladeilda við Blikastaðaveg.

Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með framkvæmdina og hve vel hún hafi gengið fyrir sig. Þá er ánægjulegt hve samstarf skólans og verktaka hefur gengið snurðulaust.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 283. fundar fræðslunefndar lögð fram á 610. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.2. 2013082093 - Breyting á reglum um skólavist utan lögheimilis
  Tillaga að breyttum reglum vegna skólavistar utan lögheimilis lögð fram.
  Niðurstaða 283. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða breytingu á reglum um skólavist utan lögheimilis.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Framlögð breyting á reglum um skólavist utan lögheimilis samþykkt á 610. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.3. 2013082095 - Fjöldi leikskólabarna haust 2013
  Staða leikskólaplássa 1. september 2013
  Niðurstaða 283. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Minnisblað lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 283. fundar fræðslunefndar lögð fram á 610. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.4. 2013082096 - Ráðningar haust 2013 grunnskóli
  Lagt fram til upplýsinga
  Niðurstaða 283. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Minnisblað lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 283. fundar fræðslunefndar lögð fram á 610. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.5. 2013082049 - Skólaakstur 2013-14
  Áætlun um skólaakstur 2013-14 kynnt.
  Niðurstaða 283. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Áætlun um skólaakstur lögð fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 283. fundar fræðslunefndar lögð fram á 610. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.6. - Stjórnun í Varmárskóla
  Lagt fram minnisblað um stjórnun í Varmárskóla skólaárið 2013-14
  Niðurstaða 283. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Minnisblað lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 283. fundar fræðslunefndar lögð fram á 610. fundi bæjarstjórnar.
 
   
4.  201308026F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 348
 Fundargerð 348. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 610. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 200611011 - Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024
  Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 21.8.2013 þar sem fjallað er um akstursíþróttasvæði á Tungumelum og aðalskipulag 2011-2030. Fram kemur að stofnunin muni staðfesta aðalskipulagið að fengnu samþykki umhverfis og auðlindaráðuneytisins.
  Niðurstaða 348. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin felur skipulagsfulltrúa að semja verkefnislýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga fyrir gerð deiliskipulags akstursíþróttasvæðis á Tungumelum og undirbúa að öðru leyti vinnu að deiliskipulagi. Stefnt verði að því að tillaga að deiliskipulagi verði fullgerð fyrir árslok.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  BH, JJB, JS og HSv.
  Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Skipulagsstofnun gerir alvarlegar athugasemdir við akstursíþróttasvæði á Leirvogsmelum. Samkvæmt athugasemdunum hefur Mosfellsbær ekki farið að lögum, en formaður skipulagsnefndar, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr jafnframt í stjórn Motomos. Íbúahreyfingin leggur til að öll notkun brautarinnar verði bönnuð þegar í stað og ekki opnað aftur fyrr en leyfi liggja fyrir og farið hefur verið að lögum varðandi starfsemina. Jafnframt óskar Íbúahreyfingin eftir úttekt á styrkjum til Motomos og hvernig þeim hefur verið varið í ljósi tengsla félagsins við skipulagsnefnd Mosfellsbæjar.

Bókun bæjarfulltrúa D- og V lista.
Samkvæmt nýju aðalskipulagi Mosfellsbæjar sem samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn 26. júní síðastliðinn er gert ráð fyrir akstursíþróttasvæði á Leirvogstungumelum. Samkvæmt bókun skipulagsnefndar er nú hafin vinna við gerð deiliskipulags svæðisins.
Rangt er farið með í bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar að formaður skipulagsnefndar sé í stjórn Motomos, svo er ekki.
Mosfellsbær hefur veitt starfsemi Motomos styrki eins og öðrum íþróttafélögum hér í bæ. Um er að ræða tvo samninga samþykkta af bæjarstjórn annarsvegar um barna og unglingastarf og hinsvegar framlag vegna uppbygginar akstursíþróttabrautar. Fulltrúi íbúahreyfingarinnar hefur þegar fengið samantekt af öllum greiðslum til félagsins frá upphafi og er það yfirlit lagt hér fram á fundinum til upplýsinga fyrir alla bæjarfulltrúa, en þar kemur fram að greiðslur vegna akstursíþróttabrautar eru 10,5 mkr og barna- og unglingastarf 0,7 mkr frá upphafi.

Tillaga bæjarfulltrúar Íbúahreyfingarinnar um að notkun brautarinnar verði bönnuð borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði.

Bæjarfulltrúar D- og V lista vilja bókað að málið sé í ferli hjá skipulagsnefnd.

Afgreiðsla 348. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 610. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.2. 2013082103 - Tunguvegur, Skeiðholt-Kvíslartunga, umsókn um framkvæmdaleyfi
  Þorsteinn Sigvaldason sækir f.h. Mosfellsbæjar þann 29. ágúst 2013 um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar "Tunguvegur, Skeiðholt - Kvíslartunga" skv. meðfylgjandi hönnunargögnum frá verkfræðistofunni Hnit, dagsettum 1. júlí 2013. Einnig lögð fram niðurstaða Skipulagsstofnunar frá 2006 um matsskyldu framkvæmdarinnar svo og deiliskipulag Tunguvegar frá 2008.
  Niðurstaða 348. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin leggur til að framkvæmdaleyfið verði veitt og skipulagsfulltrúa falið að gefa það út. Í framkvæmdaleyfið verði m.a. sett skilyrði um að ofanvatn af vegi skuli leitt í drenrásir, svo og um frágang rofvarna við bakka Köldukvíslar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  JS.
  Afgreiðsla 348. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 610. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum.

Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingar vill láta koma fram að hann situr hjá við afgreiðslu málsins með vísan til fyrri afgreiðslu.
 
 4.3. 201305206 - Bjargslundur 2, ósk um breytingu úr einbýlishúsi í parhús
  Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 347. fundi, með þeirri breytingu að sett er inn tímabundin kvöð um að núverandi gata megi liggja yfir SA-horn lóðarinnar eins og hún gerir nú, þar til gatnakerfi svæðisins verði komið í endanlegt horf.
  Niðurstaða 348. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt fyrir næstu nágrönnum.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 348. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 610. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.4. 200803137 - Deiliskipulag Varmárskólasvæðis
  Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar um verkefnislýsingu deiliskipulags Varmárskólasvæðis sem kynnt hefur verið skv. 40. gr. skipulagslaga. Einnig lögð fram tillaga að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis, unnin af Landslagi ehf., dagsett. 29.8.2013. Í tillögunni eru markaðir byggingarreitir fyrir við- og tengibyggingar milli eldri og yngri deilda og fjallað um leiksvæði á lóð, gönguleiðir, aðkomugötur og bílastæði. Tillagan hefur verið kynnt ungmennaráði, skólaráði og foreldrafélagi Varmárskóla.
  Niðurstaða 348. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar bar upp tillögu um að fresta málinu. Tillagan felld með þremur atkvæðum gegn einu.
Samþykkt með fjórum atkvæðum að deiliskipulagstillagan með áorðnum breytingum verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga samhliða tillögu að breytingum á deiliskipulagi Tunguvegar.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar eftir að bókað verði að hann hefur miklar efasemdir um nauðsyn fyrirhugaðs byggingarreits milli skólabygginga á Varmársvæðinu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  JS, JJB, HSv, BH, HP og KGÞ.
  Íbúahreyfingin telur að skoða þurfi deiliskipulagstillöguna nánar í skipulagsnefnd og leggur til að málinu verði vísað aftur til nefndarinnar sem færi rök fyrir fyrirhuguðum byggingareit.

Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.

Jónas Sigurðsson bókar að hann óski eftir umferðaröryggisúttekt vegna tengingar við Tunguveg.

Afgreiðsla 348. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 610. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
 
 4.5. 2013082104 - Tunguvegur, breyting á deiliskipulagi við Skólabraut
  Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi gerð af teiknistofu Arkitekta, dags. 30. ágúst 2013. Breytingar eru til samræmis við deiliskipulag Varmárskólasvæðis og hönnun Tunguvegar og varða legu stíga, tengingu götu að efri deild Varmárskóla og breytingar á mörkum skipulagssvæðis.
  Niðurstaða 348. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga samhliða tillögu að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis, sjá næsta mál á undan.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  JS, HSv, BH, HP og KGÞ,
  Afgreiðsla 348. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 610. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.6. 2013082105 - Reykjadalur 2, ósk um breytingu á deiliskipulagi
  Bára Sigurðardóttir óskar f.h. eigenda Reykjadals 2 eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi varðandi lóðina, þannig að á henni verði markaður byggingarreitur skv. meðfylgjandi tillögu teiknistofunnar Klappar.
  Niðurstaða 348. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt fyrir næstu nágrönnum.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 348. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 610. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.7. 2013082018 - Samræming á deiliskipulagi "Frá Reykjalundarvegi að Húsadal"
  Finnur Ingi Hermannsson og Guðmundur S. Borgarsson óska með bréfi dags. 23.8.2013 eftir því að deiliskipulagið verði endurskoðað í heild með tilliti til deiliskipulagsbreytinga sem þegar hafa verið samþykktar og hafa falist í stækkun einstakra húsa. Fara þeir fram á að nýtingarhlutfall lóða í deiliskipulaginu verði almennt hækkað.
  Niðurstaða 348. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúum að leggja fram tillögu að breytingum á ákvæðum um hússtærðir í skipulagsskilmálunum og um önnur atriði sem ástæða kann að vera til að endurskoða í ljósi fenginnar reynslu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 348. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 610. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.8. 201308159 - Ósk ráðuneytis um athugasemdir v/ frumvarps
  Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar þann 6. ágúst 2013 eftir umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á skipulagslögum, einkum á bótaákvæðum laganna. Lögð fram drög að athugasemdum.
  Niðurstaða 348. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 348. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 610. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.9. 201305136 - Erindi eigenda sex lóða við Reykjahvol um skipulagsbreytingu
  Erindi Finns Inga Hermannssonar, Garðars Jónssonar og Sigríðar Johnsen um færslu lóða nr. 20-30 við Reykjahvol um 10 m til austurs tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 344. fundi. Gerð verður grein fyrir athugun á reiðvegamálum á svæðinu.
  Niðurstaða 348. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 348. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 610. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.10. 2013082113 - Heiti á götu að lóð leikskóla sunnan Þrastarhöfða.
  Ætlunin var að nefna lóðina nr. 2 við Blikastaðaveg, en í ljós er komið að það heiti er upptekið af Korputorgi í Reykjavík, þannig að finna þarf lóðinni nýtt nafn.
  Niðurstaða 348. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 348. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 610. fundi bæjarstjórnar.
 
   
5.  201308012F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 232
 
 Til máls tók(u):HP.
 Fundargerð 232. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 610. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér
  
 5.1. 201308024 - Vogatunga 13, umsókn um byggingarleyfi
  Ottó Þorvaldsson Þrastarhöfða 33 Mosfellsbæ sækir um byggingarleyfi fyrir einbýslishús og sambyggðan bílskúr úr steinsteypu á lóðinni nr. 13 við Vogatungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð íbúðarrýmis 161,4 m2, bílskúr 53,9 m2, samtals 788,7 m3.
  Niðurstaða 232. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 232. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 610. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.2. 201308162 - Laxatunga 16, umsókn um byggingarleyfi
  Bergmundur Elvarsson Jöklafold 2 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi áðursamþykkts raðhúss að Laxatungu 16 samkvæmt framlögðum gögnum.
Útlit og heildarstærðir hússins breytast ekki.
  Niðurstaða 232. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 232. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 610. fundi bæjarstjórnar.
 
   
6.  201308028F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 233
 
 Fundargerð 233. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 610. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 6.1. 201307167 - Litlikriki 37, umsókn um byggingarleyfi
  Óskar J Sigurðsson Litlakrika 45 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús úr steinsteypu með aukaíbúð og sambyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 37 við Litlakrika samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð neðri hæðar 215,8 m2, íbúðarrými efri hæðar 173,0 m2, bílgeymsla 38,4 m2, samtals 1368,6 m3.
  Niðurstaða 233. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 233. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 610. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.2. 201303086 - Völuteigur 23, byggingarleyfisumsókn vegna uppsetningar stálmasturs og fjarskiptabúnaðar
  Nova ehf Lágmúla 9 Reykjavík sækir um leyfi til að setja upp fjarskiptamastur og fjarskiptabúnað á lóðinni og í húsinu að Völuteigi 23 samkvæmt framlögðum gögnum.
Fyrir liggur skriflegt samþykki lóðarhafa og húseigenda.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um málið og gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu þess.
Grenndarkynning hefur farið fram en engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða 233. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 233. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 610. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.3. 2013081656 - Þormóðsdalur 125627, byggingarleyfisumsókn vegna tengingar á rafmagni í frístundahús
  Margrét H Kristinsdóttir Safamýri 34 Reykjavík sækir um leyfi til að tengja rafmagn fyrir ljós og hita í frístundahús á lóð úr Þormóðsdalslandi landnúmer 125627, samkvæmt framlögðum gögnum.
  Niðurstaða 233. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt að því tilskyldu að lagnir verði lagðar í jörð og að ekki verði heilsársbúseta í húsinu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 233. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 610. fundi bæjarstjórnar.
 
   
7.  2013082019 - Fundargerð 5. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis
 
 Fundargerð 5. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis frá 26. ágúst 2013 lögð fram á 610. fundi bæjarstjórnar.
   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:08

Til baka