Bæjarstjórnarfundur

24/10/2013

613. fundur
Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 
miðvikudaginn 23. október 2013 og hófst hann kl. 16:30

 

Hljóðskrá frá fundinum 

Fundinn sátu:
Karl Tómasson, Hafsteinn Pálsson (HP), Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Haraldur Sverrisson (HSv), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

Samþykkt að taka fyrri umræðu um fjárhagsáætlun sem fyrsta dagskrármál þessa fundar.

Dagskrá:

1.  201302269 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 - 2017
 Bæjarráð vísar drögum að fjárhagsáætlun 2014 - 2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
 Til máls tók(u):HSv, JJB, JS, KT, HP, BH og KGÞ.
 Fyrir fundinum lágu drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir 2014 til 2017 en drögin eru send til bæjarstjórnar frá bæjarráði sem fjallaði um drögin á 1139. fundi sínum þann 17. október sl.

Fundinn undir þessum dagskrárlið sátu einnig Ásgeir Sigurgeirsson verkefnastjóri á fjölskyldusviðis, Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála, Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslusviðs og Þorsteinn Sigvaldason (ÞS) forstöðumaður þjónustustöðvar.

Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór hann yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2013 til 2017 og gerði grein fyrir helstu atriðum eins og þau voru kynnt á fundi bæjarráðs í sl. viku. Bæjarstjóri þakkaði að lokum starfsmönnum fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar.

Forseti bæjarstjórnar tók undir orð bæjarstjóra og þakkaði starfsmönnum fyrir framlag þeirra til undirbúnings áætlunarinnar.

Allir bæjarfulltrúar tóku undir þakkir bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar til starfsmanna.

Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn á reglulegum fundi þann 20. nóvember nk.
   
2.  201310007F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1138
 Fundargerð 1138. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 613. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 2013081710 - Erindi Ungmennafélags Aftureldingar varðandi samning við N1
  Erindi Aftureldingar þar sem farið er fram á leyfi til þess að mannvirki Mosfellsbæjar að Varmá verði merkt með lógói N1. Með fylgir umbeðin umsögn íþrótta- og tómstundanefndar til bæjarráðs.
  Niðurstaða 1138. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila merkingar á íþróttahúsinu að Varmá og lögð er áhersla á að þær séu unnar í samráði við íþróttafulltrúa Mosfellsbæjar. Jafnframt samþykkir bæjarráð að umsögn íþrótta- og tómstundanefndar verði send stjórn Aftureldingar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1138. fundar bæjarráðs samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.2. 2013082023 - Erindi Heilbriðgiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi starfsemi Mótomos í Mosfellsbæ
  Erindi Heilbriðgiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi starfsemi Mótomos í Mosfellsbæ en í erindinu er m.a. hvatt til þess að hljóðmælingar fari fram á braut Mótomos. Með fylgir umsögn umhverfissviðs.
  Niðurstaða 1138. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að settur verði á laggirnar starfshópur skipaður fulltrúum Mótomos, Mosfellsbæjar og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis sem falið er að vinna að uppbyggingu og skipulagi akstursíþróttabrautar á Tungumelum.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1138. fundar bæjarráðs samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.3. - Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi Græna stíginn
  Erindi Skógræktarfélags Íslands þar sem hvatt er til áframhaldandi framkvæmda við Græna stíginn svokallaða.
  Niðurstaða 1138. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Erindið er lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1138. fundar bæjarráðs lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.4. 201310058 - Erindi Sorpu bs. varðandi samning við Endurvinnsluna hf.
  Erindi Sorpu bs. varðandi staðfestingu á samningi við Endurvinnsluna hf. um móttöku á skilagjaldsskyldum umbúðum.
  Niðurstaða 1138. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti en vísar endanlegri afgreiðslu hans til bæjarstjórnar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1138. fundar bæjarráðs samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.5. 201310071 - Erindi samtakanna Landsbyggðin lifi varðandi styrkbeiðni
  Erindi samtakanna Landsbyggðin lifi þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 100 þúsund krónum.
  Niðurstaða 1138. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að synja styrkbeiðninni.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1138. fundar bæjarráðs samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.6. 201310072 - Rekstraráætlun Sorpu 2014 - 2018
  Rekstraráætlun Sorpu 2014 - 2018 sem stjórnin samþykkti á fundi sínum þann 23. september sl.
  Niðurstaða 1138. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Rekstraráætlunin er lögð fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1138. fundar bæjarráðs lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
   
3.  201310019F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1139
 Fundargerð 1139. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 613. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 201007202 - Erindi Gagnaveitu Reykjavíkur varðandi ljósleiðaravæðingu
  Bréf GR varðandi ljósleiðaravæðingu.
  Niðurstaða 1139. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Í framlögðu bréfi Gagnaveitunnar kemur fram að veitan lítur svo á að viljalyfirlýsing frá 2006 sé úr gildi fallin. Erindið að öðru leyti lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  BH.
  Afgreiðsla 1139. fundar bæjarráðs lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.2. 201304311 - Hjólreiðastígur í miðbæ
  Lagður fram samningur milli Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar um langingu hjólreiðastígs frá Litlaskógi og að Brúarlandi í gegnum miðbæ Mosfellsbæjar
  Niðurstaða 1139. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita samning við Vegagerðina um lagningu hjólreiðastígs frá Litlaskógi að Brúarlandi.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1139. fundar bæjarráðs samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.3. 201309437 - Nafn á nýjar leikskóladeildir
  Gerð er tillaga um nafnaval á leikskóladeild við Blikastaðaveg vestan Þrastarhöfða
  Niðurstaða 1139. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að nýr leikskóli við Æðarhöfða beri nafnið Höfðaberg.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1139. fundar bæjarráðs samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.4. 201310098 - Erindi SSH varðandi samstarfssamning um rekstur Skíðasvæðanna
  Erindi SSH varðandi samstarfssamning til þriggja ára um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
  Niðurstaða 1139. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi samstarfssamning um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins en samningurinn er til þriggja ára.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1139. fundar bæjarráðs samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.5. 201302269 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 - 2017
  Drög að fjárhagsáætlun lögð fyrir bæjarráð.
  Niðurstaða 1139. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Undir þessum dagskrárlið er mættur á fundinn Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri bæjarins.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2014 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1139. fundar bæjarráðs samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
4.  201310014F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 210
 Fundargerð 210. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 613. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 201309255 - Áætlun um heildargreiðslu sveitarfélaga á almennum húsaleigubótum fjárhagsárið 2014 miðað við grunnfjárhæðir bóta
  Áætlun um heildargreiðslu húsaleigubóta 2014
  Niðurstaða 210. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 210. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.2. 201309256 - Áætlun um heildargreiðslu sveitarfélaga á sérstökum húsaleigubótum fjárhagsárið 2014
  Áætlun um heildargreiðslu sérstakra húsaleigubóta 2014
  Niðurstaða 210. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Lagt fram
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 210. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.3. 2013082037 - Erindi Styrktarfélags klúbbsins Geysis varðandi styrkbeiðni
  Beiðni um styrk vegna reksturs.
  Niðurstaða 210. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Þar sem úthlutun styrkja á fjölskyldusviði árið 2013 er lokið er ekki unnt að verða við beiðni um styrk vegna þessa árs. Umsóknin verður tekin til umfjöllunar við úthlutun styrkja árið 2014 sem fram fer fyrir lok marsmánaðar 2014.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 210. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.4. 2013082115 - Rekstraráætlun 2013 Skálatúnsheimilisins
  Rekstraráætlun 2013 lögð fram. Gögn verða lögð fram á fundinum.
  Niðurstaða 210. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Málið var lagt fram á 209. fundi fjölskyldunefndar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 210. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.5. 201310117 - Umferðarforvarnir, styrkbeiðni
  Beiðni um styrk vegna fræðslu til grunnskólabarna um umferðarforvarnir.
  Niðurstaða 210. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Fjölskyldunefnd hvetur fræðslunefnd til að taka þátt í verkefninu og leggur til að skipting kostnaðar verði með þeim hætti að skrifstofur sviðanna og grunnskólarnir Varmárskóli og Lágafellsskóli deili kostnaði hlutfallslega.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 210. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.6. 201310094 - Samstarfsbeiðni
  Beiðni RBF um samstarf við Mosfellsbæ.
  Niðurstaða 210. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Fjölskyldunefnd er hlynnt erindinu og felur framkvæmdastjóra að vera í samvinnu við RBF um framhaldið.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 210. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.7. 201309441 - Þjónustumiðstöð Eirhömrum, reglur um útleigu á sal
  Drög að reglum og gjaldskrá vegna leigu á sal í þjónustumiðstöð Eirhamra.
  Niðurstaða 210. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og drög að reglum um leigu á sal í þjónustumiðstöð eldri borgara í Eirhömrum.
Fjölskyldunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlögð drög að reglum um leigu á sal í þjónustumiðstöð Eirhamra.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  JS, HSv, HP, KGÞ, BH, KT og JJB.
  Afgreiðsla 210. fundar fjölskyldunefndar um reglur vegna leigu á sal borin undir atkvæði og samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum.
 
 4.8. 201109112 - Tillögur verkefnahóps SSH (verkefnahópur 21), ferðaþjónusta fatlaðs fólks

  Erindi SSH varðandi ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Staða mála kynnt og væntanlegt er bréf frá framkvæmdastjóra SSH sem verður lagt fram á fundinum.
  Niðurstaða 210. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Tölvupóstur frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar dags. 14. október 2013 kynntur. Í póstinum kemur fram að Velferðarráð Reykjavíkurborgar óskar eftir því að þjónusta borgarinnar við blinda verði undaskilin sameiginlegu útboði SSH í ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.

Fjölskyldunefnd gerir ekki athugasemd við það að samningur Velferðarráðs Reykjavíkurborgar við Blindrafélagið verði undanskilinn sameiginlegu útboði SSH þó að nefndin hefði talið það æskilegra að allur akstur væri í útboðinu.

Í öðru lagi er spurt hvort það sé sameiginlegur skilningur á 8. gr. í drögum um gjald vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks að hvert sveitarfélag ákvarði sína gjaldskrá og hún þarf ekki að vera sú sama í öllum þeim sveitarfélögum sem eru aðilar að sameiginlegu útboð, þar segir Gjald fyrir ferðaþjónustu tekur mið af almenningssamgöngum og er ákvarðað í gjaldskrá hvers sveitarfélags fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar leggur þann skiling í umrædda grein að hvert sveitarfélag ákvarði sína gjaldskrá og að hún þurfi ekki að vera samræmd í öllum sveitarfélögunum.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  JS, KGÞ og HSv.
  Afgreiðsla 210. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
5.  201310015F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 285
 Fundargerð 285. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 613. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 5.1. 201310091 - Könnun meðal sveitarstjóra á fyrirkomulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum
  Niðurstöður frá menntamálaráðuneyti lagðar fram.
  Niðurstaða 285. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 285. fundar fræðslunefndar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.2. 201310097 - Eineltiskönnun Lágafellsskóla
  Lagt fram til upplýsinga
  Niðurstaða 285. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri Lágafellsskóla fór yfir könnuna sem var lögð fram til kynningar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  BH, JS, KGÞ, JJB og HP.
  Afgreiðsla 285. fundar fræðslunefndar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.3. 201310118 - Leikskólaárgangar haust 2013
  Lagt fram til upplýsinga
  Niðurstaða 285. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Upplýsingar um fjölda leikskólabarna eftir árgöngum lagðar fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 285. fundar fræðslunefndar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.4. 201310113 - Skólaskylda grunnskólabarna
  Lagt fram til upplýsinga
  Niðurstaða 285. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Upplýsingar um fjölda grunnskólabarna haustið 2013 og í hvaða skóla eða sveitarfélagi þau eru í skóla. Þetta er gert árlega til að uppfylla skyldur bæjarfélagsins um að sinna eftirliti með skólaskyldu barna.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  HP og JJB.
  Afgreiðsla 285. fundar fræðslunefndar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.5. 201310107 - Tvítyngd börn og starfsmenn í leikskólum
  Lagt fram til upplýsinga
  Niðurstaða 285. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Lagðar fram upplýsingar um fjölda tvítyngdra barna eftir þjóðerni, en tvítyngd börn eru 8,5% leikskólabarna haustið 2013. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir fjölda tvítyngdra starfsmanna á leikskólum bæjarins.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  KGÞ, BH, HP og JJB.
  Afgreiðsla 285. fundar fræðslunefndar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.6. 201310109 - Fjöldi barna í mötuneyti og frístund haust 2013
  Lagt fram til upplýsinga
  Niðurstaða 285. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Lagðar fram fjöldatölur um þátttöku grunnskólabarna í mötuneytum og fjölda barna í frítstundaseljum.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  JS, BH og HP.
  Afgreiðsla 285. fundar fræðslunefndar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.7. 201310120 - Upplýsingar um endurskoðun á samræmdri mötuneytisstefnu
  Endurskoðun á samræmdri mötuneytisstefnu leik- og grunnskóla. Upplýsingar til fræðslunefndar um stöðuna.
  Niðurstaða 285. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Farið yfir stöðu mála varðandi endurskoðun mötuneytisstefnu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  BH og JS.
  Afgreiðsla 285. fundar fræðslunefndar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.8. 201309437 - Nafn á nýjar leikskóladeildir
  Gerð er tillaga um nafnaval á leikskóladeild við Blikastaðaveg vestan Þrastarhöfða
  Niðurstaða 285. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Upplýsingar um nafn á nýju leikskóladeildunum við Blikastaðaveg kynntar. Lagt er til við bæjarráð að nafnið verði Höfðaberg sem er í samræmi við niðurstöður netkönnunar sem gerð var á heimasíðu Mosfellsbæjar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 285. fundar fræðslunefndar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
   
6.  201310012F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 351
 Til máls tók(u):HP og BH.
 Fundargerð 351. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 613. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér
  
 6.1. 201005206 - Svæði fyrir lausa hunda í Mosfellsbæ
  Lögð fram endurskoðuð tillaga umhverfisstjóra að mögulegum staðsetningum afgirts svæðis þar sem leyft verði að láta hunda ganga lausa. Frestað á 350. fundi.
  Niðurstaða 351. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Skipulagsnefnd felur umhverfissviði nánari úrvinnslu málsins.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 351. fundar skipulagsnefnar samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.2. 201309295 - Völuteigur 8, umsókn um byggingarleyfi
  Byggingarfulltrúi óskar aftir áliti skipulagsnefndar á því hvort umsókn um að reisa 2 m girðingu utan um lóðina samræmist deiliskipulagi. Frestað á 350. fundi.
  Niðurstaða 351. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við uppsetningu girðingarinnar en leggur áherslu á að á lóðinni verði þrifaleg starfsemi.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 351. fundar skipulagsnefnar samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.3. 2013082105 - Reykjadalur 2, ósk um breytingu á deiliskipulagi
  Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt með bréfi dags. 18.9.2013. Grenndarkynningu lauk 2.10.2013 með því að allir þátttakendur höfðu lýst yfir samþykki sínu með áritun á uppdrátt.
  Niðurstaða 351. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Skipulagsfulltrúa er falið að annast gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 351. fundar skipulagsnefnar, að fela skipulagsfulltrúa að annast gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar, samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.4. 201109449 - Flugubakki 10 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
  Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt 5. september 2013 með athugasemdafresti til 4. október 2013. Engin athugasemd barst.
  Niðurstaða 351. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Skipulagsfulltrúa er falið að annast gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  JS, SÓJ og HP.
  Samþykkt að fresta afgreiðsla 351. fundar skipulagsnefnar.
 
 6.5. 2013082018 - Samræming á deiliskipulagi "Frá Reykjalundarvegi að Húsadal"
  Framhaldsumfjöllun frá 350. fundi. Tillaga sem þar var til umfjöllunar var lögð fram í búningi formlegrar tillögu að breytingu á skipulagsskilmálum.
  Niðurstaða 351. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 351. fundar skipulagsnefnar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.6. 201305206 - Bjargslundur 2, ósk um breytingu úr einbýlishúsi í parhús
  Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt með bréfi dags. 18.9.2013. Grenndarkynningu lauk 9.10.2013 með því að þátttakendur höfðu lýst yfir samþykki sínu með áritun á uppdrátt.
  Niðurstaða 351. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin samþykkir skipulagsbreytinguna með þeirri breytingu, að hámarksmænishæð verði 7,0 m. Skipulagsfulltrúa er falið að annast gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar svo breyttrar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 351. fundar skipulagsnefnar, að hámarksmænishæð verði 7,0 m. og að skipulagsfulltrúa sé falið að annast gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar svo breyttrar, samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.7. 200611011 - Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024
  Lögð fram lausleg áætlun um kostnað við útgáfu uppdrátta og greinargerðar aðalskipulagsins á prentuðu formi.
  Niðurstaða 351. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 351. fundar skipulagsnefnar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.8. 201210297 - Krikahverfi, deiliskipulagsbreytingar 2012
  Greint verður frá fundi með íbúum Krikahverfis 10.10.2013 um umferð, gönguleiðir og frágang á torgi í miðju hverfisins.
  Niðurstaða 351. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 351. fundar skipulagsnefnar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
   
7.  201310017F - Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 144
 Fundargerð 144. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 613. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 7.1. 201309465 - Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2013
  Lagt fram fundarboð Umhverfisstofnunar vegna ársfundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga sem haldinn verður í Garðabæ þann 24. október 2013
  Niðurstaða 144. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
  Fundarboð vegna ársfundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga lagt fram til kynningar. Nefndarmenn í umhverfisnefnd, sem jafnframt er náttúruverndarnefnd, eru hvattir til að mæta á fundinn.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 144. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.2. 201305160 - Beiðni um umsögn vegna framkvæmda við Úlfarsá
  Erindi Veiðifélags Úlfarsár þar sem óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar um framkvæmdir í Úlfarsá til að auðvelda uppgöngu laxa í ánni.
  Niðurstaða 144. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
  Haraldur Guðjónsson vakti máls á því að hann myndi tengjast málinu og gæti því talist vanhæfur og bauðst til að víkja af fundi.
Nefndarmenn samþykktu samhljóða að hann tæki þátt í umræðum og viki ekki af fundi, en tæki ekki þátt í atkvæðagreiðslu um málið.
Umhverfisstjóra falið að koma umsögn nefndarinnar til Veiðifélags Úlfarsár. Umsögn nefndarinnar fylgir erindinu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  JS, JJB, HSv, SÓJ og HP.
  Afgreiðsla 144. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 7.3. 201206170 - Aðgerðir vegna utanvegaaksturs og umgengni á Úlfarsfelli
  Lagðar fram til staðfestingar sameiginlegar tillögur umhverfissviðs Mosfellsbæjar og umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um aðgerðir vegna utanvegaaksturs og umgengni á Úlfarsfelli.
  Niðurstaða 144. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
  Umhverfisnefnd samþykkir framkomnar tillögur um aðgerðir vegna utanvegaaksturs og umgengni á Úlfarsfelli. Tillögurnar fela í sér bann við almennum akstri vélknúinna ökutækja á fjallinu.
Samþykkt samhljóða.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 144. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 7.4. 201310133 - Vargfuglaeyðing í Mosfellsbæ 2013
  Veiðiskýrsla meindýraeyðis vegna vargfuglaeyðinga í Mosfellsbæ 2013, ásamt greinargerð og samantekt umhverfisstjóra, lagt fram til kynningar.
  Niðurstaða 144. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
  Lagt fram til kynningar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  JJB, BH og HSv.
  Afgreiðsla 144. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.5. 201310161 - Erindi Sigrúnar Pálsdóttur varðandi samráð við umhverfisnefnd
  Umræða um erindi Sigrúnar Pálsdóttur varðandi samráð við umhverfisnefnd sem óskað var eftir að bætt yrði á dagskrá fundarins.
  Niðurstaða 144. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
  Sigrún Pálsdóttir gerði grein fyrir erindi sínu.
Umhverfisnefnd óskar eftir því að skipulagsfulltrúi og byggingafulltrúi komi á næsta fund umhverfisnefndar og geri grein fyrir vinnuferlum varðandi framkvæmdir á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá.

Bókun Sigrúnar Pálsdóttur, fulltrúa S-lista:
Fulltrúi S-lista telur brýnt að tryggja að umhverfisnefnd fái þau mál til umfjöllunar sem undir hana heyra og leggur til að verkferlar við vinnslu mála innan stjórnsýslunnar og í nefndum og ráðum bæjarins verði skoðaðir með það að markmiði að auka samráð og efla umhverfisvernd í Mosfellsbæ.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 144. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
8.  201310003F - Þróunar- og ferðamálanefnd - 36
 Fundargerð 36. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 613. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 8.1. 201305022 - Erindi Ómars Smára vegna styrkbeiðni til útgáfu hjólabókar um suðvesturhornið
  Erindi Ómars Smára þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 50 þús. til útgáfu hjólabókar um suðvesturhorn Íslands.
  Niðurstaða 36. fundar Þróunar- og ferðamálanefndar
  Nefndin samþykkir samhljóða að veita styrkinn.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 36. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.2. 201304391 - Þróunar og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2013
  Yfirferð og mat á umsóknum.
  Niðurstaða 36. fundar Þróunar- og ferðamálanefndar
  Umsóknir yfirfarnar og boðað til annars fundar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 36. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
   
9.  201310010F - Þróunar- og ferðamálanefnd - 37
 Fundargerð 37. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 613. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 9.1. 201304391 - Þróunar og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2013
  Yfirferð og mat á umsóknum.
  Niðurstaða 37. fundar Þróunar- og ferðamálanefndar
  Nefndin felur forstöðumanni þjónustu-og upplýsingamála að rita minnisblað þar sem lagt er til við bæjarstjórn hverjir eru útnefndir til að hljóta þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellbæjar 2013. Niðurstaða nefndarinnar samþykkt samhljóða.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  JJB.
  Afgreiðsla 37. fundar þróunar-og ferðamálanefndar, um útnefningu til þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellbæjar 2013, samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum. Jón Jósef Bjarnason sat hjá.
 
   
10.  201310016F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 235
 Fundargerð lögð fram.
 Afgreiðsla 351. fundar skipulagsnefnar samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  
 10.1. 201310054 - Stórikriki 29, umsókn um byggingarleyfi
  Óðinn fasteignafélag Sigtúni 3 Selfossi sækir um leyfi til að breyta staðsetningu einbýlishúss á lóðinni nr. 29 við Stórakrika samkvæmt framlögðum gögnum.
Áðursamþykktar stærðir húss breytast ekki.
  Niðurstaða 235. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 235. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 10.2. 201310131 - Land nr. 175253, fyrirspurn um viðbyggingu við frístundahús
  Anna Aradóttir og Árni Konráðsson óska eftir því 8. sept. 2013 að fá að byggja glerskála við frístundahús sitt og bátaskýli á lóð sinni úr Úlfarsfellslandi norð- vestan Hafravatns, sbr. meðfylgjandi skissur.
  Niðurstaða 235. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Byggingafulltrúi frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir áliti skipulagsnefndar hvort umsóknin er innan ramma deiliskipulags svæðisins.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 235. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 10.3. 201309489 - Suðurá 123758, umsókn um byggingarleyfi
  Júlíanna R Einarsdóttir Suðurá Mosfellsbæ sækir um leyfi til að endurbyggja gróðurhús að Suðurá úr áli, timbri og gleri í samræmi við framlögð gögn.
Áður skráðir matshlutar 03 og 04 sameinast og verða skráðir matshluti 04.
Áðursamþykktir endurbyggingaruppdrættir falli úr gildi.
Stærð endurbyggðs matshluta 04 verður 369,2 m2, 1421,4 m3.
  Niðurstaða 235. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 235. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
 10.4. 201310135 - Hlíðartún 11, umsókn um byggingarleyfi
  Ásgeir Jamil Allansson og Bára Einarsdóttir sækja um leyfi til að byggja 88 m2 bílgeymslu við NA-horn lóðarinnar.
  Niðurstaða 235. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Byggingafulltrúi vísar málinu til meðferðar hjá skipulagsnefnd, þar sem umsóknin fellur undir 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 235. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 613. fundi bæjarstjórnar.
 
   
11.  201310086 - Fundargerð 37. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
 .
 Til máls tók(u):BH, HP og JS.
 Fundargerð 37. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 27. september 201 lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
   
12.  201310166 - Fundargerð 325. fundar Sorpu bs.
 .
 Fundargerð 325. fundar Sorpu bs. frá 14. október 2013 lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
   
13.  201310058 - Erindi Sorpu bs. varðandi samning við Endurvinnsluna hf.
 Erindi Sorpu bs. varðandi staðfestingu á samningi við Endurvinnsluna hf. um móttöku á skilagjaldsskyldum umbúðum. Bæjarráð vísar samningnum til bæjarstjórnar.
 Til máls tók(u):JS, HP, SÓJ og JJB.
 
 Niðurstaða
 Bæjarstjórn Mosfellsæjar samþykkri hér með að veita Sorpu bs. sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda og hlutfallslega ábyrgð miðað við eignarhluti 31. desember 2012 í Sorpu bs. vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 160.000.000 kr. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 1. mr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórni lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlíts af vanskilum. Er lánið tekið til að framkvæma framkvæmdir við endurvinnslustöðvar Sorpu bs. sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Bæjarstjórn skuldbindur hér með sveitarfélagið sem einn af eigendum Sorpu bs. til að selja ekki félagið að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Mosfellsbær selji eigarhlut í Sorpu bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Mosfellsbæar sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Haraldi Sverrissyni kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta fyrir hönd Mosfellsbæjar veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:25

Til baka