Bæjarstjórnarfundur

07/11/2013

614. fundur
Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 
miðvikudaginn 6. nóvember 2013 og hófst hann kl. 16:30

 

Hljóðskrá frá fundinum

Fundinn sátu:
Karl Tómasson, Hafsteinn Pálsson (HP), Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Haraldur Sverrisson (HSv), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

Samþykkt var að taka á dagskrá sem síðasta dagskrárlið kosningu í nefndir.

Dagskrá:

1.  201310023F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1140
 Fundargerð 1141. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 614. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 201109449 - Flugubakki 10 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
  Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flugubakka 8 og 10 sem gerir það mögulegt að stækka leigulóðina og í framhaldinu að heimila stækkun hesthúss. Óskað er afstöðu bæjarráðs til stækkunar á lóð og gjaldtöku.
  Niðurstaða 1140. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila stækkun lóðarinnar til samræmis við breytingu á deiliskipulaginu. Um gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld vegna væntanlegrar stækkunar hesthúsa fer eftir gildandi gjaldskrám Mosfellsbæjar þar um svo og annan kostnaður vegna stækkun lóðarinnar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1140. fundar bæjarráðs samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.2. 201310252 - Minnisblað golfklúbbana Kjalar og Bakkakots varðandi sameigingu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni
  Minnisblað golfklúbbana Kjalar og Bakkakots varðandi sameigingu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni m.a. með 133 milljóna fjárframlagi næstu sex árin.
  Niðurstaða 1140. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar og bæjarstjóra til skoðunar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1140. fundar bæjarráðs samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.3. 201310253 - Erindi Jónasar Sigurðssonar bæjarráðsmanns varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá
  Bæjarráðsmaður Jónas Sigurðsson óskar eftir erindiu á dagskrá bæjarráðsfundar með ósk um að bæjarráð fjalli um málið með það að markmiði skýra þennan rétt.
  Niðurstaða 1140. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að skoða verklag í þessu sambandi.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1140. fundar bæjarráðs samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.4. 201310254 - Erindi Jónasar Sigurðssonar bæjarráðsmanns varðandi eflingu leigumarkaðar íbúðarhúsnæðis í Mosfellsbæ
  Bæjarráðsmaður Jónas Sigurðsson óskar eftir erindiu á dagskrá bæjarráðsfundar með ósk um að bæjarráð skoði með hvaða hætti bærinn gæti stuðlað að eflingu leigumarkaðs fyrir íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ.
  Niðurstaða 1140. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1140. fundar bæjarráðs lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.5. 201310270 - Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi verklok þjónustu vegna sjúkraflutninga
  Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem boðuð eru verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga þar sem samningar um endurgjald hafa ekki tekist.
  Niðurstaða 1140. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1140. fundar bæjarráðs lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.6. 201310271 - Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi tillögu að eigendasamkomulagi um Sorpu bs.
  Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi tillögu að eigendasamkomulagi um Sorpu bs. varðandi framtíðarlausnir vegna meðhöndlunar úrgangs.
  Niðurstaða 1140. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta fyrirliggjandi tillögu að eigendasamkomulagi um Sorpu bs. og heilmila bæjarstjóra undirritun þess.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1140. fundar bæjarráðs samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.7. 201310277 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2013
  Samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði leggur fjármálastjóri til að bæjarráð samþykki viðauka við fjárahagsáætlun ársins 2013 í samræmi við fyrri samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða 1140. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Undir þessum dagskrárlið er mættur á fundinn Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa viðaukanum til afgreiðslu bæjarstjórnar en um er að ræða viðauka við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2013, í samræmi við framlagt minnisblað fjármálastjóra, annars vegar færsla milli málaflokka og deilda kr. 12.693.750 og hækkun fjárfestingaráætlunar kr. 321.918.603 sem fjármagnað er með handbæru fé og aukningu skammtímaskulda.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1140. fundar bæjarráðs lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar. Afgreiðsla fer fram undir síðasta dagskrárlið þessa fundar.
 
 1.8. 201310258 - Félagslegar íbúðir, framleiga húsnæðis
  Félagslegt leiguhúsnæði, óskað er heimildar til að taka á leigu íbúð og framleigja sem félagslegt leiguhúsnæði.
  Niðurstaða 1140. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjölskyldusviði að taka húsnæði á leigu í samræmi við framlagt minnisblað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1140. fundar bæjarráðs samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.9. 201310162 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um leikskóla
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi.
  Niðurstaða 1140. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Erindið lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1140. fundar bæjarráðs lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.10. 201310199 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi, 5 mál.
  Niðurstaða 1140. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Erindið lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1140. fundar bæjarráðs lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.11. 201310200 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sjúkraskrár
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sjúkraskrár, aðgangsheimildir, 24. mál.
  Niðurstaða 1140. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Erindið lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1140. fundar bæjarráðs lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.12. 201310225 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um norðurlandasamning um almannatryggingar
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar, 22. mál.
  Niðurstaða 1140. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Erindið lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1140. fundar bæjarráðs lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.13. 201310264 - Reglur Mosfellsbæjar um veitingu launalausra leyfa
  Mannauðsstjóri leggur fram drög að reglum Mosfellsbæjar um veitingu launalausra leyfa til lengri og skemmri tíma.
  Niðurstaða 1140. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1140. fundar bæjarráðs lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.14. 201310250 - Erindi Landssamtaka hjólreiðamanna vegna skiptingu stíga í svæði gangandi og hjólandi
  Erindi Landssamtaka hjólreiðamanna vegna skiptingu stíga í svæði gangandi og hjólandi þar sem hvatt er til þess að stígum sé ekki skipt heldur notast við hefðbundna hægrireglu á stígum.
  Niðurstaða 1140. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1140. fundar bæjarráðs lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
   
2.  201310030F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1141
 Fundargerð 1141. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 614. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 201310250 - Erindi Landssamtaka hjólreiðamanna vegna skiptingu stíga í svæði gangandi og hjólandi
  Erindi Landssamtaka hjólreiðamanna vegna skiptingu stíga í svæði gangandi og hjólandi þar sem hvatt er til þess að stígum sé ekki skipt heldur notast við hefðbundna hægrireglu á stígum.
  Niðurstaða 1141. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1141. fundar bæjarráðs samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.2. 201310254 - Erindi Jónasar Sigurðssonar bæjarráðsmanns varðandi eflingu leigumarkaðar íbúðarhúsnæðis í Mosfellsbæ
  Bæjarráðsmaður Jónas Sigurðsson óskar eftir erindiu á dagskrá bæjarráðsfundar með ósk um að bæjarráð skoði með hvaða hætti bærinn gæti stuðlað að eflingu leigumarkaðs fyrir íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ.
  Niðurstaða 1141. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til almennrar skoðunar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1141. fundar bæjarráðs samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.3. 201310264 - Reglur Mosfellsbæjar um veitingu launalausra leyfa
  Mannauðsstjóri leggur fram drög að reglum Mosfellsbæjar um veitingu launalausra leyfa til lengri og skemmri tíma.
  Niðurstaða 1141. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykktar með þremur atkvæðum framlagðar reglur um veitingu launalausra leyfa. Mannauðsstjóra verði falið að skoða regluverk varðandi veitingu launaðra leyfa.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1141. fundar bæjarráðs samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.4. 201310270 - Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi verklok þjónustu vegna sjúkraflutninga
  Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem boðuð eru verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga þar sem samningar um endurgjald hafa ekki tekist.
  Niðurstaða 1141. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Bæjarráð Mosfellsbæjar harmar þá stöðu sem málefni sjúkraflutninga eru komið í á höfuðborgarsvæðinu. Samningur milli SHS og ríkisins hefur legið fyrir síðan í febrúar en ekki verið undirritaðir af hálfu ríkisins. Mikilvægt er að niðurstaða fáist í málið strax sem tryggir öryggi íbúa á svæðinu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1141. fundar bæjarráðs samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.5. 201310352 - Erindi frá EFS varðandi fjármál sveitarfélaga
  Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga kynnir fjárhagsleg viðmið og óskar eftir upplýsingum um fjármálastjórn og eftirliti.
  Niðurstaða 1141. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra að svara erindinu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1141. fundar bæjarráðs samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.6. 201310365 - Erindi Önnu Gretu varðandi hugmynd um sjálfstæðan leik- og grunnskóla
  Erindi Önnu Gretu varðandi hugmynd að rekstri sjálfstæðs leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ.
  Niðurstaða 1141. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísar erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1141. fundar bæjarráðs samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
3.  201310029F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 286
 Fundargerð 286. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 614. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 201301573 - Uppbygging skólamannvirkja og þróun nemendafjölda til 2012 og áætlun fram til 2018
  Lögð fram skýrsla um skólahverfi í Mosfellsbæ og uppbyggingu skólamannvirkja
  Niðurstaða 286. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Á fundinn mætti Helgi Grímsson skólaráðgjafi og einn höfundur framlagðrar skýrslu.

Skýrslan kynnt.

Fræðslunefnd leggur til að skýrsla þessi verði nú kynnt í skólasamfélaginu í samræmi við áætlanir um samráð við skóla og foreldra. Skýrslan verði send hverri skólastofnun og foreldraráðum og óskað eftir ábendingum við framlagðar tillögur sem fram koma í skýrslunni. Ábendingar þurfa að liggja fyrir áður en til skólaþings kemur.

Jafnframt verði Skólaskrifstofu falið að fara nánar yfir framlagðar hugmyndir og skila frekari samantekt á kostnaði við hverja tillögu, kostum og göllum. Samantektin verði lögð fram með skýrslunni.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 286. fundar fræðslunefndar samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.2. 201305149 - Stefnumót við framtíð - Skólaþing
  Framhald varðandi stefnumótun til framtíðar.
  Niðurstaða 286. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Í samræmi við áætlun um framkvæmd samráðs við skólasamfélagið um framtíðaruppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ var fjallað um fyrirkomulag væntanlegs skólaþings.

Fræðslunefnd leggur til að skólaþing verði haldið 26. nóvember. Skólaskrifstofu falið að undirbúa málið og kynna.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  HP, JS, JJB, BH, HSv, KGÞ og KT.
  Tillaga kom fram um að vísa því til fræðslunefndar að ákvörðun um dagsetningu verði endurskoðuð með það að markmiði að sem flestir íbúar geti mætt.

Tillagan borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.

Afgreiðsla 286. fundar fræðslunefndar samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
4.  201310024F - Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 175
 Fundargerð 175. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 614. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 2013081383 - Forgangsröðun uppbyggingar mannvirkja til íþrótta- og tómstundastarfs
  Undirbúningur fyrir samráðsfund sem hefst kl. 9 þennan sama morgunn.
  Niðurstaða 175. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar
  Á fundinn mættu Gylfi Dalmann og Halldór Halldórsson stjórnendur samráðsfundar með íþrótta- og tómstundafélögum um uppbyggingu mannvirkja til íþrótta- og tómstundastarfs. Skipulag og form fundarins rætt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  BH, JS, HP, HSv og KGÞ.
  Afgreiðsla 175. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
   
5.  201310026F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 352
 Fundargerð 352. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 614. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 5.1. 2013082018 - Samræming á deiliskipulagi "Frá Reykjalundarvegi að Húsadal"
  Framhaldsumfjöllun frá 351. fundi. Lagðar fram nánari upplýsingar um lóðarstærðir og nýtingarhlutföll. Frestað á 351. fundi.
  Niðurstaða 352. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Umræður um málið, frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 352. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.2. 200611011 - Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024
  Lögð fram lausleg áætlun um kostnað við útgáfu uppdrátta og greinargerðar aðalskipulagsins á prentuðu formi.
  Niðurstaða 352. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Skipulagsnefnd leggur til að prentuð verði 500 eintök af uppdráttum og 100 eintök af bókinni.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 352. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.3. 201210297 - Krikahverfi, deiliskipulagsbreytingar 2012
  Greint verður frá fundi með íbúum Krikahverfis 10.10.2013 um umferð, gönguleiðir og frágang á torgi í miðju hverfisins. Frestað á 351. fundi.
  Niðurstaða 352. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Skipulagsnefnd felur umhverfisdeild að vinna áfram að málinu í samráði við fulltrúa íbúa sem tilnefndir voru á íbúafundinum.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 352. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.4. 201310131 - Land nr. 175253, fyrirspurn um viðbyggingu við frístundahús
  Anna Aradóttir og Árni Konráðsson óska eftir því 8. sept. 2013 að fá að byggja glerskála við frístundahús sitt og bátaskýli á lóð sinni úr Úlfarsfellslandi norð- vestan Hafravatns, sbr. meðfylgjandi skissur. Frestað á 351. fundi.
  Niðurstaða 352. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Umsækjendum er bent á að byggingar á lóðinni eru að gólffleti þegar komnar í það hámark sem gildandi deiliskipulag leyfir. Viðmiðun aðalskipulags um stærð húsa á svæðinu er hinsvegar rýmri, þannig að mögulegt væri að fallast á breytingar á deiliskipulaginu, sem fælu í sér rýmkun á hámarksstærð. Byggingar nær lóðarmörkum en 10 m verða þó ekki leyfðar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 352. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.5. 201310005 - Lágholt 6, umsókn um byggingarleyfi
  Jóhanna Jónsdóttir Lágholti 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri bílskur að Lágholti 6 í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi vísar málinu til meðferðar hjá skipulagsnefnd, þar sem umsóknin fellur undir 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Frestað á 351. fundi.
  Niðurstaða 352. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna erindið.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 352. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.6. 201310135 - Hlíðartún 11, umsókn um byggingarleyfi
  Ásgeir Jamil Allansson og Bára Einarsdóttir sækja um leyfi til að byggja 88 m2 bílgeymslu í NA-horni lóðarinnar. Byggingarfulltrúi vísar málinu til meðferðar hjá skipulagsnefnd, þar sem umsóknin fellur undir 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Frestað á 351. fundi.
  Niðurstaða 352. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna erindið.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 352. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.7. 201310158 - Gerplustræti 7-11, fyrirspurn um fjölgun íbúða o.fl.
  Hannes Örn Jónsson hjá Verkís ehf f.h. lóðarhafans, Glímis ehf, óskar 29.9.2013 eftir afstöðu nefndarinnar til þess að íbúðum í húsinu verði fjölgað úr 23 í allt að 30, með samsvarandi fjölgun bílastæða á baklóð.
  Niðurstaða 352. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Umræður um málið, frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 352. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.8. 201310334 - 3 lóðir í Auga, ósk um breytingar á deiliskipulagi
  Ingimundur Sveinsson leggur 14.10.2013 fram f.h. Arnar Kjærnested tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum Gerplustræti 16-22, Gerplustræti 24-26 og Vefarastræti 15-19. Í tillögunni felst m.a. lækkun húsa, fækkun íbúða og að ekki verði bílgeymslur í kjöllurum.
  Niðurstaða 352. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Umræður um málið, frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 352. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.9. 201304385 - Breytingar á svæðisskipulagi 2013 vegna endurskoðunar aðalskipulags Rvíkur o.fl.
  Tillögur að breytingum á svæðisskipulagi voru auglýstar skv. 24. gr. skipulagslaga 9. ágúst 2013 með athugasemdafresti til 20. september 2013. Athugasemdir bárust frá 14 aðilum. Á fundi sínum 18. október 2013 samþykkti svæðisskipulagsnefnd að leggja tillögurnar fyrir sveitarfélögin til samþykktar skv. 23. gr. skipulagslaga og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana, með þeim breytingum sem fagráð svæðisskipulagsnefndar lagði til.
  Niðurstaða 352. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 352. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.10. 201305195 - Leirvogstunga, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi
  Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi á lóðum við Voga-, Laxa- og Leirvogstungu, unnin af Teiknistofu arkitekta fyrir LT lóðir ehf.
  Niðurstaða 352. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 352. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.11. 201309155 - Landnúmer 125620 Þormóðsdal, ósk um byggingu frístundahúss
  Kristín Karólína Harðardóttir óskar eftir að samþykkt verði leyfi til að byggja frístundahús á landinu skv. meðfylgjandi teikningum, portbyggt með nýtanlegri rishæð, í stað eldra húss sem brann. Húsið er að ytra útliti og formi alveg eins og hús sem nefndin hafnaði á 350. fundi.
  Niðurstaða 352. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 352. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.12. 201310333 - Háeyri, ósk um að húsið verði skráð sem íbúðarhús
  Sigurður IB Guðmundsson og Ólöf G Skúladóttir óska 22.10.2013 eftir að hús þeirra að Háeyri, sem skráð er sem frístundahús, verði skráð sem íbúðarhús. Meðfylgjandi eru teikningar af húsinu og afstöðumynd.
  Niðurstaða 352. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 352. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.13. 201310136 - Lækjartangi í landi Miðdals, umsókn um byggingarleyfi
  Tómas Gunnarsson Bleikjukvísl 1 Reykjavík sækir um leyfi til að rífa núverandi sumarbústað landnr. 125186 í Miðdalslandi og byggja á sama stað nýjan bústað úr timbri samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á því hvort umsóknin samræmist gildandi skipulagi.
  Niðurstaða 352. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 352. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
   
6.  201310028F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 236
 Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
 Fundargerð 236. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 614. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 6.1. 201310136 - Lækjartangi í landi Miðdals, umsókn um byggingarleyfi
  Tómas Gunnarsson Bleikjukvísl 1 Reykjavík sækir um leyfi til að rífa núverandi sumarbústað landnr. 125186 í Miðdalslandi og byggja á sama stað nýjan bústað úr timbri samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð gamla bústaðarins: 32,7 m2, 135,0 m3.
Stærð nýja bústaðarins: 49,1 m2, 203,3 m3.
  Niðurstaða 236. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Byggingafulltrúi frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir áliti skipulagsnefndar hvort umsóknin er innan ramma skipulags á svæðinu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 236. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.2. 201310140 - Spóahöfði 17, umsókn um byggingarleyfi
  Jónas Árnason Spóahöfða 17 sækir um leyfi til að innrétta 11,1 m2 eins manns vinnuaðstöðu fyrir hárgreiðslu í húsinu að Spóahöfða 17 samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir húss breytast ekki.
Skipulagsnefnd hefur grenndarkynnt erindið en engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða 236. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 236. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.3. 201310063 - Uglugata 56-58, umsókn um byggingarleyfi
  Kristján Örn Jónsson Barðavogi 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða,fjögurra íbúða hús úr steinsteypu með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 56 - 58 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húss : 1. hæð 353,9 m2, 2. hæð 301,6 m2, samtals 2118,8 m3.
  Niðurstaða 236. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 236. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.4. 201309295 - Völuteigur 8, umsókn um byggingarleyfi
  Bílapartasalan ehf og Gunnlaugur Bjarnason Lækjartúni 13 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að reisa 2 metra háa netgirðingu á hluta lóðarmarka lóðarinnar nr. 8 við Völuteig í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemdir við afgreiðslu málsins.
  Niðurstaða 236. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 236. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 614. fundi bæjarstjórnar.
 
   
7.  201310340 - Fundargerð 125. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
 .
 Til máls tók(u):HSv, JS, JJB og HP.
 Fundargerð 125. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 18. október 2013 lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
   
8.  201310255 - Fundargerð 326. fundar Sorpu bs.
 .
 Til máls tók(u):HP.
 Fundargerð 326. fundar Sorpu bs. frá 21. október 2013 lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
   
9.  201310294 - Fundargerð 38. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
 .
 Fundargerð 38. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 18. október 2013 lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
   
10.  201310305 - Fundargerð 393. fundar Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins
 .
 Fundargerð 393. fundar Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins frá 7. október 2013 lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
   
11.  201310306 - Fundargerð 394. fundar Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins
 .
 Til máls tók(u):BH og JS.
 Fundargerð 394. fundar Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins frá 7. október 2013 lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
   
12.  201311011 - Fundargerð 6. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis
 .
 Fundargerð 6. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis frá 30. október 2013 lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
   
13.  201311013 - Fundargerð 809. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
 .
 Fundargerð 809. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. október 2013 lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar.
   
14.  201109449 - Flugubakki 10 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flugubakka 8 og 10 sem gerir það mögulegt að stækka leigulóðina og í framhaldinu að heimila stækkun hesthúss. Erindinu var frestað á 613. fundi bæjarstjórnar.
 Til máls tók(u):JS, JJB og HSv.
 
 Niðurstaða
 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flugubakka 8 og 10 sem gerir það mögulegt að stækka leigulóðina og í framhaldinu að heimila stækkun hesthúss.

Samþykkt með sjö atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að annast gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar. 
   
15.  201310277 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2013
 Samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði leggur fjármálastjóri til að bæjarráð samþykki viðauka við fjárahagsáætlun ársins 2013 í samræmi við fyrri samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
 
 Niðurstaða
 Viðauki við fjárhagsáætlun 2013, sbr. fyrirliggjandi minnisblað fjármálastjóra, samþykktur með sjö atkvæðum. Kaup aðalsjóðs A-hluta á eignarhluta í félögum aukast um kr. 918.603 sem fjármagnað er af handbæru fé. Fjárfestingar eignasjóðs A-hluta aukast um kr. 300.000.000 sem fjármagnað er með kr. 167.000.000 af handbæru fé og aukningu skammtímaskulda kr. 133.000.000. Fjárfestingar hjúkrunarheimilis B-hluta aukast um kr. 21.000.000 sem fjármagnað er af handbæru fé.
   
16.  201306280 - Kosning í nefndir 2013
 Bæjarfulltrúi Samfylkingar óskaði eftir dagskrárliðnum.
 
 Niðurstaða
 Tillaga kom fram um Jónas Sigurðsson sem varamann í fræðslunefnd í stað Sólbjargar Öldu Pétursdóttur.
Ekki komu aðrar tillögur fram og skoðast tillagan því samþykkt.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45

Til baka