Bæjarstjórnarfundur

21/11/2013

615. fundur
Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 
miðvikudaginn 20. nóvember 2013 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðskrá frá fundinum tókust ekki vegna tæknilegra örðuleika

Fundinn sátu:
Karl Tómasson, Hafsteinn Pálsson (HP), Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Haraldur Sverrisson (HSv), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ), Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ), Jóhanna Björg Hansen (JBH), Unnur Valgerður Ingólfsdóttir (UVI), Pétur Jens Lockton (PJL), Aldís Stefánsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

Samþykkt að taka á dagskrá sem síðasta dagskrárlið kosningu í nefndir.

Dagskrá:

1.  201302269 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 - 2017
 613. fundur bæjarstjórnar vísar drögum að fjárhagsáætlun 2014 - 2017 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
 Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór bæjarstjóri yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2014 til 2017.

Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 A og B hluta eru eftirfarandi:

Tekjur: 7.379 m.kr.
Gjöld: 6.759 m.kr.
Fjármagnsgjöld: 576 m.kr
Rekstrarniðurstaða: 35 m.kr.
Eignir í árslok: 14.024 m.kr.
Eigið fé í árslok: 3.990 m.kr.
Fjárfestingar: 453 m.kr.
-------------------------------------------------------------
Útsvarsprósenta 2014.

Útvarsprósenta fyrir árið 2014 verður 14,48%
-------------------------------------------------------------
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2013 eru eftirfarandi:

Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)
Fasteignaskattur A 0,265% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,100% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga A 0,340% af fasteignamati lóðar

Fasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)
Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,100% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðar

Fasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)
Fasteignaskattur C 1,650% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,100% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar

-------------------------------------------------------------
Gjalddagar fasteignagjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mánaðar frá 15. janúar til og með 15. september.
Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 30.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar með eindaga 14. febrúar.
-------------------------------------------------------------
Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1.1.2014.

Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.
-------------------------------------------------------------
Eftirtaldar gjaldskrár liggja fyrir og taka breytingum þann 1.1.2014 og eru almennt að hækka um 3,5% milli ára.

gjaldskrá, húsaleiga í þjónustuíbúðum fatlaðs fólks
gjaldskrá, í félagsstarfi aldraðra
gjaldskrá, húsnæðisfulltrúa Mosfellsbæjar
gjaldskrá, húsaleiga í íbúðum aldraðra
gjaldskrá, þjónustugjald í leiguíbúðum aldraðra
gjaldskrá, húsaleiga í félagslegum íbúðum
gjaldskrá, vegna heimsendingar fæðis
gjaldskrá, félagsleg heimaþjónusta í Mosfellsbæ
gjaldskrá, ferðaþjónusta fatlaðs fólks
gjaldskrá, ferðaþjónusta í félagsstarfi aldraðra
gjaldskrá, dagvist aldraðra

samþykkt, um mötuneyti grunnskóla Mosfellsbæjar
gjaldskrá, gæsluvalla í Mosfellsbæ
gjaldskrá,þjónustusamnings vegna daggæslu barna í heimahúsi
gjaldskrá, íþrótta- og tómstundaskóla Mosfellsbæjar

gjaldskrá, íþróttamiðstöðva og sundlauga
gjaldskrá, Bókasafns Mosfellsbæjar

gjaldskrá, Vatnsveitu Mosfellsbæjar
gjaldskrá, skipulags- og byggingarmála í Mosfellsbæ
gjaldskrá, fyrir rotþróargjald í Mosfellsbæ
gjaldskrá, um hundahald í Mosfellsbæ
gjaldskrá, Hitaveitu Mosfellsbæjar
gjaldskrá, fyrir fráveitugjald í Mosfellsbæ
gjaldskrá, fyrir sorphirðu í Mosfellsbæ
-------------------------------------------------------------

Til máls tóku: KT, HSv, JJB, JS, KGÞ, BH og HP.

Fram kom svohljóðandi tillaga:
Bæjarstjórn samþykkir að falla frá áformun um 3,5% hækkun á gjaldskrám í skólum bæjarins (leikskjólagjöld, mötuneytisgjöld, gjöld fyrir frístundasel og gjöld í Listaskóla) þann 1. janúar 2014. Þetta gerir bæjarstjórn til að taka þátt í þeirri viðleitni að ná samstöðu um lækkun verðbólgu og greiða fyrir kjarasamningum í landinu. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að ákvörðun um hvort breytingar verði á ofangreindum gjaldskrám verði tekin þegar upplýsingar verða komnar fram um þróun verðlags á árinu 2014.
Áhrif þessarar ákvörðunar á fjárhagsáætlun 2014 er 7 m.kr. lækkun tekna sem aftur leiðir af sér að rekstrarniðurstaða verður 28 mkr. í stað 35 m.kr.

Tillaga borin upp og samþykkt með sjö atkvæðum.

Upp er þá borið til samþykktar í einu lagi ofangreint, það er:
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 til 2017,
Útsvarsprósenta fyrir árið 2014,
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2014,
Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega og
ofangreindar gjaldskrár á vegnum Mosfellsbæjar.

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 til 2017 ásamt ákvörðun um útsvarsprósentu, álagningarprósentur fasteignagjalda, reglna og gjaldskráa borin upp til atkvæða og samþykkt með sex atkvæðum.

Bókun S-lista Samfylkingar vegna fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar 2014.

Fjárhagsáætlunin er að mestu stefnumörkun og áherslur meirihluta sjálfstæðismanna og VG um rekstur og framkvæmdir næstu ára að því marki að minnihlutinn hefur ekki haft aðkomu að vinnu við áætlunargerðina á fyrri stigum. Áætlunin er því að stórum hluta full unnin og þá sérstaklega hvað rekstrarhliðina varðar, þegar hún kemur fyrir bæjarráð og bæjarstjórn.
Þó er ljóst að málflutningur og tillögur Samfylkingar á umliðnum árum hefur borið nokkurn árangur sem sjá má í fjárhagsáætluninni.
Stórauknar fjárveitingar til framkvæmda við grunnskóla og leikskóla þar sem Samfylkingin hefur ítrekað bent á að stefni í óefni hvað húsnæði varðar. Veruleg aukning fjáveitinga til framkvæmda við fráveitu til m.a.að stemma stigu við mengun strandlengjunnar sem vonandi er fyrsta skrefið til að vinna gegn mengun strandlengjunnar og mengun í ám og í vötnum eins og Samfylkingin hefur lagt til. Hækkun frístundaávísunar í 25.000 kr. eins og Samfylkingin hefur a.m.k. í tvígang gert tillögu um.
Hækkun á viðmiðunarupphæð fjárhagsaðstoðar umfram vísitöluhækkanir, þó ekki sé því marki náð að viðmiðunarupphæðin sé sú sama og viðmiðunarupphæð atvinnuleysisbóta eins og Samfylkingin hefur ítrekað gert tillögu um á liðnum árum. Með þessari hækkun nú verður upphæð fjárhagsaðstoðar nær því sú sama og hjá þeim sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem best gera í þessum efnum utan Reykjavíkur.
Ýmsar aðrar breytingar hafa verið gerðar á fjárhagsáætluninni milli umræðna sem Samfylkingin telur til verulegra bóta.
Fagna ber þeirri ákvörðun, samanber tillögu bæjarstjóra, að Mosfellsbær feti í fótspor Reykjavíkur og fresti ýmsum gjaldskrárhækkunum sem einkum varða útgjöld fjölskyldna vegna barna.

Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingar.

Bókun D- og V lista með fjárhagsáætlun

Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er traust og reksturinn ábyrgur. Skuldastaða sveitarfélagsins er vel viðunandi miðað við þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum samfara miklum vexti og fjölgun íbúa. Mosfellsbær hefur staðið fyrir miklum framkvæmdum í bænum síðustu ár. Þar má nefna byggingu hjúkrunarheimilis og framhaldsskóla, nýbyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá ásamt leikskólanum Höfðabergi auk fjölda annarra smærri verkefna.

Helstu áherslur í fjárhagsáætlun 2014 eru eftirfarandi:
-Að skuldir sem hlutfall af tekjum lækki.
-Að helstu gjaldskrár bæjarins hækki ekki .
-Að upphæð fjárhagsaðstoðar hækki um 8% og að reglur um fjárhagsaðstoð verði rýmkaðar með réttarbót í huga.
-Að hafin verð hönnun nýs skólahúsnæðis í samræmi við stefnumótun þar um.
-Að hafin verði vinna við gæðakerfi bæjarins og átak gert í þjónustu íbúagáttar.
-Að niðurgreiðslur til foreldra með börn hjá dagforeldrum hækki um 10%
-Að upphæð frístundaávísunar hækki í 25.000 kr. eða um 39%
-Að styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga hækki verulega í samræmi við nýja samninga.
-Að systkinaafsláttur með 3ja barni hækki í 75%.
-Að tekin verði í notkun nýr íþróttasalur að Varmá sem bæta mun aðstöðu Aftureldingar til muna.
-Að tekið verði í notkun nýr framhaldsskóli í miðbæ.
-Að þjónusta við eldri borgara eflist verulega með tilkomu nýs hjúkrunarheimils og þjónustumiðstöðvar á Hlaðhömrum.

Mikil og ötul vinna hefur verið lögð í að koma þessari áætlun saman og hefur það verið krefjandi verkefni. Bæjarfulltrúar D- og V lista vilja þakka öllu því góða starfsfólki bæði á bæjarskrifstofunum sem og í stofnunum fyrir afar óeigingjarnt starf við að koma þessari áætlun saman.
   
2.  201311003F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1142
 Fundargerð 1142. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 615. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 201304311 - Hjólreiðastígur í miðbæ
  Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út hjólreiðastíg í gegnum miðbæ Mosfellsbæjar. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 17. október 2013 en þá voru tekin fyrir drög að samningi við Vegagerðina.
  Niðurstaða 1142. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út framkvæmd hjólreiðastígs í miðbæ Mosfellsbæjar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1142. fundar bæjarráðs samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.2. 201307085 - Erindi Þórðar Ásmundssonar varðandi byggingarskilmála í Leirvogstungu
  Erindi Þórðar Ásmundssonar varðandi að byggingarskilmálum í Leirvogstungu verði framfylgt hvað varðar byggingarhraða o.fl.
  Niðurstaða 1142. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að fela stjórnsýslusviði að svara erindinu í samræmi við umæður á fundinum. Jafnframt er lögð til sú málsmeðferð að umhverfissviði og stjórnsýslusviði verði falið að fara yfir meðfylgjandi yfirlit um byggingarsvæði í Mosfellsbæ og leggja valkosti fyrir bæjarráð þar sem eftir atvikum verði horft til þeirra úrræða sem bréfritari vísar til í erindi sínu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1142. fundar bæjarráðs samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.3. 201310253 - Erindi Jónasar Sigurðssonar bæjarráðsmanns varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá
  Bæjarráðsmaður Jónas Sigurðsson óskar eftir erindiu á dagskrá bæjarráðsfundar með ósk um að bæjarráð fjalli um málið með það að markmiði skýra þennan rétt. Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
  Niðurstaða 1142. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að senda það sem fram kemur í umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til allra nefnda Mosfellsbæjar og starfsmanna nefnda.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1142. fundar bæjarráðs samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.4. 201311036 - Erindi Mannvirkjastofnunar vegna gæðastjórnunarkerfis byggingarfulltrúa
  Erindi Mannvirkjastofnunar þar sem vakin er athygli á skyldum byggingarfulltrúa, vilji þeir annast yfirferð hönnunargagna og úttektir.
  Niðurstaða 1142. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Erindið lagt fram og jafnframt verði það sent til umhverfissviðs.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1142. fundar bæjarráðs lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.5. 201311038 - Erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi
  Erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi í Helgadal sem þær segja að valdi lyktarmengun í nágrenni Melkots og Gljúfrasteins.
  Niðurstaða 1142. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1142. fundar bæjarráðs samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.6. 201311042 - Skólalóð Leirvogstunguskóla
  Umhverfissvið óskar heimildar til útboðs.
  Niðurstaða 1142. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði opið útboð um frágang opins svæðis við leikskólann í Leirvogstungu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1142. fundar bæjarráðs samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
3.  201311014F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1143
 Fundargerð 1143. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 615. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 201301625 - Erindi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. varðandi Seljadalsnámu
  Malbikunarstöðin Höfði hf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um framlengingu á samningi frá 1985 um nýtingu efnis úr Seljadalsnámu.
  Niðurstaða 1143. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við Malbikunarstöðina Höfða hf. og kynna innihald minnisblaðsins.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1143. fundar bæjarráðs samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.2. 201310173 - Vátryggingar Mosfellsbæjar - útboð
  Óskað er heimildar bæjarráðs til að efna til útboðs á vátryggingum bæjarins.
  Niðurstaða 1143. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila stjórnsýslusviði að undirbúa og bjóða út vátryggingar Mosfellsbæjar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1143. fundar bæjarráðs samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.3. 201311045 - Erindi Lögmanna Lækjargötu varðandi Tré-búkka ehf.
  Erindi Lögmanna Lækjargötu varðandi Tré-búkka ehf. þar sem lýst er yfir ógildi á samkomulagi milli félagsins og Mosfellsbæjar.
  Niðurstaða 1143. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara eins og lagt var upp með á fundinum, þar sem ógildi samningsins er alfarið mótmælt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1143. fundar bæjarráðs samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.4. 201311053 - Erindi KPMG varðandi óhæði endurskoðenda
  Erindi KPMG varðandi óhæði endurskoðenda, en þar kemur fram yfirlýsing endurskoðenda um að þeir séu með öllu óháðir bæjarstjórn í endurskoðunarstörfum sínum.
  Niðurstaða 1143. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Yfirlýsing endurskoðenda KPMG um óhæði þeirra í endurskoðunarstörfum lögð fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1143. fundar bæjarráðs lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.5. 201311079 - Erindi Snorraverkefnisins varðandi stuðning sumarið 2014
  Erindi Snorraverkefnisins þar sem óskað er eftir stuðningi að upphæð kr. 100 þúsund sumarið 2014.
  Niðurstaða 1143. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1143. fundar bæjarráðs samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.6. 201311085 - Erindi Alþingis,umsagnarbeiðni varðandi þingsályktunartillögu um forvarnarstarf vegna krabbameins
  Erindi Alþingis varðandi umsagnarbeiðni um þingsályktunartillögu um forvarnarstarf vegna krabbameins í blöðruhálskirtlim, 28 mál.
  Niðurstaða 1143. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Erindið lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1143. fundar bæjarráðs samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.7. 201311094 - Erindi Alþingis varðandi umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um húsaleigubætur
  Erindi Alþingis varðandi umsagnarbeiðn um frumvarp til laga um húsaleigubætur er varðar námsmenn, 72. mál.
  Niðurstaða 1143. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1143. fundar bæjarráðs lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.8. 201311097 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um þingsályktun um jafnt búsetuform barna
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum.
  Niðurstaða 1143. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Erindið lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1143. fundar bæjarráðs lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.9. 201311099 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um þingsályktun um geðheilbrigðisstefnu
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlunar.
  Niðurstaða 1143. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Erindið lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1143. fundar bæjarráðs lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.10. 201311098 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um þingsályktun um umgengnisforeldra
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um skráningu upplýsinga um umgengnisforeldra.
  Niðurstaða 1143. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1143. fundar bæjarráðs samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.11. 201311108 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um þingsályktun um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi o.fl.
  Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkulindum.
  Niðurstaða 1143. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Erindið lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1143. fundar bæjarráðs lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.12. 201311107 - Erindi Ólafs Þórarinssonar varðandi álagningu gatnagerðargjalds við Reykjahvol
  Erindi Ólafs Þórarinssonar varðandi álagningu gatnagerðargjalds við Reykjahvol þar sem m.a. er spurt um ástæðu álagningar o.fl.
  Niðurstaða 1143. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að gera drög að svari við erindinu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 1143. fundar bæjarráðs samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
4.  201311010F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 211
 Fundargerð 211. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 615. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 201310163 - Erindi Félags heyrnarlausra varðandi styrkbeiðni
  Erindi Félags heyrnarlausra þar sem félagið óskar eftir styrk til starfsseminnar.
  Niðurstaða 211. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Þar sem úthlutun styrkja á fjölskyldusviði árið 2013 er lokið er ekki unnt að verða við beiðni um styrk vegna þessa árs. Umsóknin verður tekin til umfjöllunar við úthlutun styrkja árið 2014 sem fram fer fyrir lok marsmánaðar 2014.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.2. 201311023 - Þjónusta VMST við styrkþega félagsþjónustu sveitarfélaga
  Framkvæmd og skipulag þjónustu VMST og fjölskyldusviðs
  Niðurstaða 211. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnir fyrirhugaða þjónustu Vinnumálastofnunar við einstaklinga sem njóta fjárhagsaðstoðar og eru í atvinnuleit.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.3. 201311022 - Reglur um fjárhagsaðstoð, endurskoðun 2013
  Drög að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð.
  Niðurstaða 211. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Framkvæmdastjóri kynnir tillögur að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð sbr. framlögð drög og minnisblað dags. 2.október 2013.
Fjölskyldunefnd lýsir yfir ánægju sinni með þær réttarbætur sem breytingarnar fela í sér og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlögð drög að reglum.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Reglur Mosfellsbæjar um fjárhagsaðstoð frá 16. desember 2009 með síðari breytingum samþykktar á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.4. 201302269 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 - 2017
  Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
  Niðurstaða 211. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnir framlögð drög að fjárhagsáætlun 2014 félagsþjónustu (02)og félagslegra íbúða (61).
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.5. 201311087 - Samantekt um liðveislu í Mosfellsbæ
  Samantekt um liðveislu 11.janúar - 10.nóvember 2013.
  Niðurstaða 211. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Kynnt framlögð samantekt um liðveislu það sem af er árinu 2013 borið saman við árin 2010, 2011 og 2012.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.6. 201311086 - Stuðningsfjölskyldur samantekt
  Yfirlit yfir stuðningsfjölskyldur janúar til október 2013.
  Niðurstaða 211. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Kynnt framlögð samantekt um stuðningsfjölskyldur það sem af er árinu 2013 borið saman við árin 2010, 2011 og 2012.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.7. 201311068 - Ársfjórðungsyfirlit félagsþjónustu
  Samantektir - kynning
  Niðurstaða 211. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Kynnt samantekt yfir fjárhagsaðstoð, félagslega ráðgjöf, ferðaþjónustu, félagslega heimaþjónustu, almennar húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur tímabilið janúar til og með september 2013.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.8. 201304068 - Barnavernd ársfjórðungsyfirlit 2013
  Yfirlit yfir barnaverndarmál janúar 2013 til sepember 2013
  Niðurstaða 211. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Kynnt samantekt barnaverndarmála tímabilið janúar til og með september 2013.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.9. 201310093 - Þróun vímuefnaneyslu ungmenna á Íslandi
  Kynning á skýrslum Rannsóknar og greiningar um þróun vímuefnaneyslu ungmenna.
  Niðurstaða 211. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar
  Skýrslur fyrirtækisins Rannsóknir og greining ehf. um þróun vímuefnaneyslu árin 1997-2013 og þróun vímuefnaneyslu framhaldsskólanema árin 2000-2013 lagðar fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 211. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
   
5.  201311011F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 287
 Fundargerð 287. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 615. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 5.1. 201302269 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 - 2017
  Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
  Niðurstaða 287. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
  Fjárhagsáætlanir á fræðslusviði lagðar fram. Forstöðumenn stofnana mættu á fundinn og gerðu grein fyrir áætlun sinna stofnana. Þá var farið yfir aðrar deildir á fræðslusviði.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 287. fundar fræðslunefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
   
6.  201311013F - Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 176
 Fundargerð 176. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 615. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 6.1. 201309296 - Skýrsla Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2013
  Skýrsla Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2013 kynnt
  Niðurstaða 176. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar
  Lögð fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 176. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.2. 201310252 - Minnisblað golfklúbbana Kjalar og Bakkakots varðandi sameiningu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni
  Minnisblað golfklúbbana Kjalar og Bakkakots varðandi sameiningu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni m.a. með 133 milljóna fjárframlagi næstu sex árin. Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.
  Niðurstaða 176. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar
  Íþrótta-og tómstundanefnd fagnar því að áform séu uppi um sameiningu Golfklúbbs Bakkakots og Golfklúbbsins Kjalar. Að mati nefndarinnar hefur það rekstrarlega hagkæmni í för með sér fyrir klúbbana sem felst m.a. í því að nýta betur dýr tæki og vélar sem nauðsynlegar eru rekstri klúbbana auk þess sem mannafli getur nýst betur. Mestur er þó að líkindum ávinningurinn þegar litið er til þess sem samfélagið í Mosfellsbæ nýtur með betri þjónustu og bættri nýtingu fjármuna sveitarfélagsins.

Mosfellsbær er íþrótta- og útivistarbær og hér sækist fólk eftir búsetu m.a. vegna þeirra fjölmörgu möguleika sem bæjarfélagið býður upp á, þar má nefna hestamennsku, fjallgöngur, almennar gönguferðir, venjubundnar íþróttir sem og golf svo eitthvað sé nefnt.

Gera má ráð fyrir að í sameinuðum golfklúbbi verði á annað þúsunud félagsmenn og þar af fjölmörg börn og ungmenni. Stór hluti þessara félagsmanna eru búsettir í Mosfellsbæ og er það án efa hluti að ástæðum þess að fólk sest að hér í bæ. Með sameinuðum klúbb verður hægt að bjóða upp á fjölbreyttari þjónustu og fleiri valmöguleika fyrir félagsmenn. Vellir klúbbanna eru ólíkir en vega hvorn annan upp í fjölbreytileika og erfiðleikastigi. Aðstaða í Bakkakoti er að einhverju leiti sú sem vantað hefur hjá Kili og öfugt. Fram kemur í bréfi klúbbanna að gert verði þríhliða samkomulag klúbbanna og Mosfellsbæjar.

Því er það mat nefndarinnar að um augljós samlegðaráhrif er að ræða með þessari sameiningu, bæði þjónustuleg og rekstrarleg. Íþrótta- og tómstundanefnd styður því framkomna hugmynd.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 176. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar, en afgreiðsla nefndarinnar er umbeðin umsögn til bæjarráðs.
 
 6.3. 201302269 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 - 2017
  Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
  Niðurstaða 176. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar
  Lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 176. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
   
7.  201311012F - Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 178
 Fundargerð 178. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 615. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 7.1. 201305130 - Bæjarlistamaður 2013
  Samkvæmt reglum um bæjarlistamann er bæjarlistamaður 2013, Ólafur Gunnarsson, kallaður til fundar við menningarmálanefnd, til að ráða ráðum um kynningu á honum og verkum hans.
  Niðurstaða 178. fundar Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
  Rætt um fyrirkomulag kynningar á bæjarlistamanni. Menningarsviði falið að vera áfram í sambandi við Ólaf Gunnarsson um framhaldið.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 178. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 7.2. 201311091 - Vinabæjarmál haustið 2013
  Farið yfir skýrslu um vinnufund með fulltrúum vinabæjum Mosfellsbæjar haustið 2013 og fjallað um Vinabæjarmót í Uddevalla 2014.
  Niðurstaða 178. fundar Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
  Lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 178. fundar menningarmálanefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.3. 201310022 - Erindi Steinunnar Marteinsdóttur varðandi opnunartíma Listasals Mosfellsbæjar
  Í erindinu kemur fram tillaga um lengdan opnunartíma Listasals um helgar, enda er á þeim tímum meiri áhugi og tækifæri fyrir listunnendur að sækja listsýningar.
  Niðurstaða 178. fundar Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
  Erindið lagt fram.

Starfsmönnum menningarsviðs falið að kanna mögleika á auka opnun um helgar tímabundið í tilraunaskyni svo hægt sé að meta þessa tillögu.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 178. fundar menningarmálanefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.4. 201310195 - Jólaball 2013
  Jólaball 2013
  Niðurstaða 178. fundar Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
  Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að jólaball á vegum nefndarinnar falli niður í ár.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  BH.
  Afgreiðsla 178. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 7.5. 201311090 - Viðburðir á aðventu og um áramót
  Fjallað um viðburði á aðventu og um áramót.
  Niðurstaða 178. fundar Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
  Viðburðir á aðventu og um áramót árið 2013 til 2014 er að venju að tendrað verði á ljósum jólatrés þann 30. nóvember, árlegir Aðventutónleikar Diddú og drengjanna verða haldnir í Mosfellskirkju 17. desember kl. 20 og þrettándahátíð haldin venju samkvæmt.

Þrettánda ber nú upp á mánudag. Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að hátíðarhöldin fari fram að þessu sinni laugardaginn 4. janúar kl. 18:00.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  BH, JJB, JS, KT, HP, KGÞ og HSv.
  Afgreiðsla 178. fundar menningarmálanefndar borin sérstaklega upp og samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með fjórum atkvæðum, tveir sátu hjá og einn greiddi atkvæði á móti.
 
 7.6. 201302269 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 - 2017
  Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
  Niðurstaða 178. fundar Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
  Fjárhagsáætlun 2014 lögð fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 178. fundar menningarmálanefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
   
8.  201311007F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 353
 Fundargerð 353. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 615. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 8.1. 201304385 - Breytingar á svæðisskipulagi 2013 vegna endurskoðunar aðalskipulags Rvíkur o.fl.
  Tillögur að breytingum á svæðisskipulagi voru auglýstar skv. 24. gr. skipulagslaga 9. ágúst 2013 með athugasemdafresti til 20. september 2013. Athugasemdir bárust frá 14 aðilum. Á fundi sínum 18. október 2013 samþykkti svæðisskipulagsnefnd að leggja tillögurnar fyrir sveitarfélögin til samþykktar skv. 25. gr. skipulagslaga og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana, með þeim breytingum sem fagráð svæðisskipulagsnefndar lagði til. Frestað á 352. fundi.
  Niðurstaða 353. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillögurnar verði samþykktar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Tillögur að breytingum á svæðisskipulagi sem auglýstar voru skv. 24. gr. skipulagslaga 9. ágúst 2013 samþykktar á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 8.2. 201305195 - Leirvogstunga, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi
  Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi á lóðum við Voga-, Laxa- og Leirvogstungu, unnin af Teiknistofu arkitekta fyrir LT lóðir ehf. Frestað á 352. fundi.
  Niðurstaða 353. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar nánari skoðun málsins með skipulagshönnuði í samræmi við umræður á fundinum.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.3. 201309155 - Landnúmer 125620 Þormóðsdal, ósk um byggingu frístundahúss
  Kristín Karólína Harðardóttir óskar eftir að samþykkt verði leyfi til að byggja frístundahús á landinu skv. meðfylgjandi teikningum, portbyggt með nýtanlegri rishæð, í stað eldra húss sem brann. Húsið er að ytra útliti og formi alveg eins og hús sem nefndin hafnaði á 350. fundi. Frestað á 352. fundi.
  Niðurstaða 353. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Skipulagsnefnd fellst á að grenndarkynna teikningar af 90 m2 sumarbústað sem er hæð og ris, þegar fyrir liggja fullnægjandi hönnunargögn.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 8.4. 201310333 - Háeyri, ósk um að húsið verði skráð sem íbúðarhús
  Sigurður IB Guðmundsson og Ólöf G Skúladóttir óska 22.10.2013 eftir að hús þeirra að Háeyri, sem skráð er sem frístundahús, verði skráð sem íbúðarhús. Meðfylgjandi eru teikningar af húsinu og afstöðumynd. Frestað á 352. fundi.
  Niðurstaða 353. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Umsækjendum er bent á að breyting á skilgreiningu hússins og skráning þess sem íbúðarhúss heyrir ekki undir skipulagsnefnd, heldur er hún háð samþykki byggingarfulltrúa. Þar sem lóð hússins er í nýju aðalskipulagi skilgreind sem íbúðarsvæði stendur aðalskipulag ekki lengur í vegi fyrir því að húsið verði samþykkt sem íbúðarhús, að öðrum skilyrðum uppfylltum.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 8.5. 201310136 - Lækjartangi í landi Miðdals, umsókn um byggingarleyfi
  Tómas Gunnarsson Bleikjukvísl 1 Reykjavík sækir um leyfi til að rífa núverandi sumarbústað landnr. 125186 í Miðdalslandi og byggja á sama stað nýjan bústað úr timbri samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á því hvort umsóknin samræmist gildandi skipulagi. Frestað á 352. fundi.
  Niðurstaða 353. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin samþykkir að erindið verði grenndarkynnt, þar sem fyrirhugaður bústaður er að stærð og formi áþekkur þeim sem nú stendur.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 8.6. 200803137 - Deiliskipulag Varmárskólasvæðis
  Tillaga að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 30. september 2013 með athugasemdafresti til 11. nóvember 2013.
  Niðurstaða 353. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.7. 2013082104 - Tunguvegur, breyting á deiliskipulagi við Skólabraut
  Tillaga að breytingum á deiliskipulagi Skeiðholts-Tunguvegar var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 30. september 2013 með athugasemdafresti til 11. nóvember 2013.
  Niðurstaða 353. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.8. 201311081 - Frístundalóð við Silungatjörn, athugasemd við aðalskipulag
  Guðmundur Bjarnason spyrst með tölvupósti 30.10.2013 fyrir um afdrif athugasemdar við tillögu að aðalskipulagi, sem hann sendi með tölvupósti 18.3.2013. Skipulagsfulltrúi upplýsir að athugasemdin misfórst og var ekki bókuð inn í málakerfi bæjarins, þannig að hún kom ekki til meðferðar við afgreiðslu aðalskipulagsins.
  Niðurstaða 353. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.9. 201310250 - Erindi Landssamtaka hjólreiðamanna vegna skiptingar stíga í svæði gangandi og hjólandi
  Erindi Landssamtaka hjólreiðamanna þar sem hvatt er til þess að stígum sé ekki skipt í svæði gangandi og hjólandi, heldur sé notast við hefðbundna hægrireglu á stígum.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
  Niðurstaða 353. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.10. 201310339 - Engjavegur 21, ósk um breytingu á deiliskipulagi
  Erindi Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram dags. 28.10.2013, þar sem þau óska eftir heimild til að láta vinna og leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð sína, þar sem henni yrði skipt upp í 6 einbýlislóðir, sbr. meðf. tillöguuppdrátt.
  Niðurstaða 353. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.11. 201311078 - Kvíslartunga 108-112 og 120-124, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi
  Ístak hf. leitar með bréfi dags. 4.11.2013 eftir afstöðu nefndarinnar til hugmynda um öðruvísi húsgerð á lóðunum en deiliskipulag gerir ráð fyrir, sbr. meðf. teikningar Konsepts ehf.
  Niðurstaða 353. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar
 
 8.12. 2013082018 - Samræming á deiliskipulagi "Frá Reykjalundarvegi að Húsadal"
  Framhaldsumfjöllun frá 352. fundi, þar sem lagðar voru fram nánari upplýsingar um lóðarstærðir og nýtingarhlutföll.
  Niðurstaða 353. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.13. 201311089 - Leirvogstunga, breyting á deiliskipulagi - stækkun til austurs
  Tillaga Teiknistofu arkitekta að stækkun hverfisins í átt að Vesturlandsvegi.
  Niðurstaða 353. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.14. 201311028 - Varmárbakkar, stækkun félagsheimilis - umsókn um byggingarleyfi
  Hestamannafélagið Hörður hefur sótt um leyfi til að byggja við félagsheimili sitt á Varmárbökkum samkvæmt meðf. gögnum. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsnefndar, þar sem ekki er gert ráð fyrir viðbyggingunni í gildandi deiliskipulagi.
  Niðurstaða 353. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Nefndin heimilar hestamannafélaginu að láta vinna og leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi, þar sem gert verði ráð fyrir byggingarreit fyrir stækkun félagsheimilisins.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 8.15. 201305201 - Reykjamelur 7, fyrirspurn um breytingu á húsgerð
  Lögð fram ný tillaga Eggerts Guðmundssonar f.h. lóðareiganda að parhúsum í stað einbýlishúss á lóðinni. Fyrri tillögu um einnar hæðar parhús var hafnað á 344. fundi en ný tillaga gerir ráð fyrir húsum á einni og hálfri hæð.
  Niðurstaða 353. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Frestað.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.16. 201302269 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 - 2017
  Bæjarverkfræðingur kynnti tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 2014 vegna skipulags og byggingarmála.
  Niðurstaða 353. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
  Umræður um málið, lagt fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
   
9.  201311009F - Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 145
 Fundargerð 145. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 615. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 9.1. 201310161 - Erindi Sigrúnar Pálsdóttur varðandi samráð við umhverfisnefnd
  Umræða um vinnuferla við framkvæmdir á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá. Skipulagsfulltrúi og byggingafulltrúi koma á fundinn að beiðni nefndarinnar.
  Niðurstaða 145. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
  Á fundinn undir þessum lið mættu Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi og Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi og gerðu grein fyrir ákvæðum sem gildir um hverfisvernd og svæði á náttúruminjaskrá. Farið var yfir verklag í tengslum við deiliskipulag og framkvæmdir á hverfisverndarsvæðum. Eftir að þeir höfðu flutt mál sitt tóku við spurningar og umræður um erindið. Umhverfissviði falið að skilgreina ofangreinda verkferla betur í samráði við stjórnsýslusvið bæjarins.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 145. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 9.2. 201302269 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 - 2017
  Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 fyrir umhverfisdeild (Almenningsgarðar og útivist - flokkur 11) lögð fram til kynningar.
  Niðurstaða 145. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
  Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, fór yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir umhverfismál árið 2014.
Fyrirspurnir og umræður um drög að fjárhagsáætlun.

Borin upp tillaga Sigrúnar Pálsdóttur um umhverfisverkefni inn á fjárhagsáætlun ársins 2014. Tillagan felld með fjórum atkvæðum gegn einu.

 

Fulltrúi S-lista gerir að tillögu sinni að:

1. Gerð verði 5 ára áætlun um að gera við bakka Varmár og lagfæra göngustíga. Framkvæmdir hefjist á fjárhagsárinu 2014.

2. Útlit brúa yfir Varmá verði samræmt. Framkvæmdir hefjist á fjárhagsárinu 2014.

3. Útbreiðsla lúpínu og skógarkerfils í Mosfellsbæ verði kortlögð og vinna hafin við eyðingu meðfram árbökkum á fjárhagsárinu 2014.

4. Gerð verði áætlun til 10 ára um hvernig hægt sé að sjá til þess að regnvatn á vatnasvæðum skili sér aftur í vötn og ár. Skoðaður verði sá möguleiki að hreinsa vatnið með vistvænum lausnum svo sem með því að byggja sandgryfjur á svæðunum.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  JS, KT, BH, HP, HSv og JJB.
  Í framhaldi af tillögum fulltrúa Samfylkingar og Íbúahreyfingarinnar í umhverfisnefnd endurflytjum við bæjarfulltrúar sömu aðila þessar tillögur sem verkefni til vinnslu.

1. Gerð verði 5 ára áætlun um að gera við bakka Varmár og lagfæra göngustíga varanlega.
2. Útlit brúa yfir Varmá verði samræmt.
3. Útbreiðsla lúpínu og skógarkerfils í Mosfellsbæ verði kortlögð og vinna hafin næsta sumar við eyðingu meðfram árbökkum.
4. Gerð verði áætlun til 10 ára um hvernig hægt sé að sjá til þess að regnvatn á vatnasvæðum í þéttbýli skili sér aftur í vötn og ár. Skoðaður verði sá möguleiki að hreinsa vatnið með vistvænum lausnum svo sem með því að byggja sandgryfjur á svæðunum.

Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingar og Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúaheyfingarinnar.

Fram kom málsmeðferðartillaga um að vísa tillögunni til umsagnar umhverfissviðs og umsögn sviðsins berist síðan til umhverfisnefndar.
Málsmeðferðartillagan borin upp og samþykkt með sjö atkvæðum.

Afgreiðsla 145. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 9.3. 201306072 - Fólkvangur í Bringum við Helgufoss
  Lögð fram til kynningar fyrstu drög að friðlýsingaskilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum.
  Niðurstaða 145. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
  Bjarki Bjarnason formaður umhverfisnefndar kynnti tillögu að friðlýsingarskilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum. Samþykkt að halda vinnu áfram samkvæmt þeirri verkáætlun sem kynnt var á fundinum.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 145. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 9.4. 201311092 - Skýrsla náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2013
  Umhverfisstofnun óskar eftir ársskýrslu náttúruverndarnefnda sveitarfélaga í lok árs þar sem fram koma upplýsingar um störf nefndarinnar.
  Niðurstaða 145. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
  Umhverfisstjóra falið að vinna ársskýrsluna og leggja hana fyrir næsta fund umhverfisnefndar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 145. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 9.5. 201203456 - Brennisteinsvetnismengun í Mosfellsbæ
  Endanlegar niðurstöður mælinga Umhverfisstofnunar á brennisteinsvetni í Mosfellsbæ frá október 2012 til maí 2013 lagðar fram.
  Niðurstaða 145. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
  Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri fór yfir niðurstöður mælinga á brennisteinsvetnismengun í Mosfellsbæ fyrir tímabilið október 2012 til maí 2013 og kynnti almenna samantekt um málið. Engar slíkar mælingar eru þessa mánuðina í sveitarfélaginu en umhverfisstjóra falið að kanna hvort þær geti hafist á ný. Sigrún Pálsdóttir fór yfir sína samantekt um brennisteinsvetnismengun.
Umhverfisnefnd lýsir yfir áhyggjum sínum af brennisteinsvetnismengun í Mosfellsbæ frá Hellisheiðarvirkjun og felur umhverfisstjóra að upplýsa Orkuveitu Reykjavíkur um afstöðu nefndarinnar.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 145. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
10.  201311002F - Þróunar- og ferðamálanefnd - 38
 Fundargerð 38. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 615. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 10.1. 201203081 - Tjaldstæði Mosfellsbæjar
  Kynning á uppgjöri sumarsins 2013
  Niðurstaða 38. fundar Þróunar- og ferðamálanefndar
  Máli frestað
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 38. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 10.2. 201001422 - Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Mosfellsbæ
  Úttekt á samningi við rekstraraðila lögð fram og mælt með lítilsháttar breytingum.
  Niðurstaða 38. fundar Þróunar- og ferðamálanefndar
  Lögð fram drög að nýjum samningi við rekstraraðila upplýsingamiðstöðvar ferðamanna. Samþykkt með fjórum atkvæðum að ganga til samninga við Hótel Laxnes um að reka áfram upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Mosfellsbæ.

Bókun S-lista Samfylkingar og M-lista Íbúahreyfingar.
Fulltrúi Samfylkingarinnar vill ítreka fyrri bókun vegna upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn í Mosfellsbæ frá 26. júní 2012 og telur að ekki hafi verið sýnt frammá með fullnægjandi hætti að þetta tilraunarverkefni hafi skilað hagkvæmni og skilvirkni fyrir Mosfellsbæ. Það eigi því að bjóða reksturinn út eða að bærinn sjái um hann sjálfur. Með því væri gætt jafnræðis s.s. meðal aðila í ferðaþjónustu í bænum.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  JS, BH, KT, JJB, HSv,
  Afgreiðsla 38. fundar þróunar- og ferðamálanefndar borin upp sérstaklega og samþykkt á 615. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði og einn sat hjá.
 
 10.3. 201208024 - Heilsueflandi samfélag
  Stöðuskýrsla skv. samningi lögð fram
  Niðurstaða 38. fundar Þróunar- og ferðamálanefndar
  Skýrslan lögð fram.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 38. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 10.4. 201302269 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 - 2017
  Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
  Niðurstaða 38. fundar Þróunar- og ferðamálanefndar
  Fjárhagsáætlun lögð fram
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 38. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
   
11.  201311008F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 237
 Lögð fram fundargerð 236. afgreiðslufundar.
 Fundargerð 237. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 615. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 11.1. 201310364 - Innri Miðdalur, umsókn um byggingarleyfi
  Baldur Baldursson Suðurhlíð 38 B Reykjavík sækir um leyfi til að breyta byggingarefni áðursamþykkts sumarbústaðs í landi Miðdals, landnr. 125198 úr staðsteyptu í forsteyptar einingar samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærðir bústaðs breytast ekki.
  Niðurstaða 237. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 237. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 11.2. 201311028 - Varmárbakkar, stækkun félagsheimilis - umsókn um byggingarleyfi
  Hestamannafélagið Hörður Varmárbökkum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri félagsheimili sitt á Varmárbökkum samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun: 115,5 m2, 398,0 m3.
  Niðurstaða 237. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Byggingafulltrúi vísar málinu til meðferðar hjá skipulagsnefnd, þar sem gildandi deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir stækkun hússins.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 237. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
 11.3. 201310345 - Í þormóðsdalslandi 125623, umsókn um byggingarleyfi
  Reynir G Hjálmtýsson Dvergholti 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta útliti, hurð, gluggum og innra fyrirkomulagi sumarbústaðs úr timbri í landi Þormóðsdals, landnr. 125623 samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir bústaðs breytast ekki.
  Niðurstaða 237. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
 
  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 237. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 615. fundi bæjarstjórnar.
 
   
12.  201311118 - Fundargerð 327. fundar Sorpu bs.
 
 Til máls tók(u):BH, HP og JJB.
 Fundargerð 327. fundar Sorpu bs. frá 11. október 2013 lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
   
13.  201311155 - Fundargerð 7. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis
 Fundargerð 7. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis
 Fundargerð 7. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis frá 7. nóvember 2013 lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
   
14.  201306280 - Kosning í nefndir 2013
 Sjálfstæðisflokkur óskar eftir dagskrárliðnum.
 
 Niðurstaða
 Tilnefning kom fram frá D lista um Bryndísi Haraldsdóttur sem formann og nefndarmann í skipulagsnefnd í stað Elíasar Péturssonar sem sagt hefur sig úr nefndinni, Hilmar Stefánsson núvernandi varamaður verði aðalmaður og nýr varamaður í stað Hilmars í nefndinni verði Helga Krístín Auðunsdóttir Tröllateigi 18.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast ofangreind því rétt kjörin í skipulagsnefnd.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

Til baka