Bæjarstjórnarfundur

16/04/2014
618. fundur
Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell,
miðvikudaginn 15. janúar 2014 og hófst hann kl. 16:30


Ekki er til hljóðupptaka af þessum fundi vegna tæknilegra örðugleika


Fundinn sátu:
Karl Tómasson, Hafsteinn Pálsson (HP), Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Haraldur Sverrisson (HSv), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ).

Fundargerð ritaði: Björn Þráinn Þórðarson, framkvæmdastjóri fræðslusviðs

Dagskrá:


1. 201312016F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1148

Til máls tók(u):KT, HSv, JJB, JS, BH, HP, KGÞ
Fundargerð 1148. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 618. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

1.1. 201310270 - Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi verklok þjónustu vegna sjúkraflutninga
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem boðuð eru verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga þar sem samningar um endurgjald hafa ekki tekist.
Fram er lagt svarbréf Velferðarráðuneytisins.
Niðurstaða 1148. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
Svarbréf Velferðarráðuneytisins lagt fram.

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur miklar áhyggjur af stöðu mála varðandi sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu sem skv. lögum er verkefni ríkisins. Jafnframt lýsir bæjarráð yfir miklum vonbrigðum með afstöðu ríkisins hvað varðar samning við SHS um verkefnið. Með þessari afstöðu er ríkið að stefna öryggi íbúa svæðisins í hættu, ásamt því að stefna atvinnuöryggi fjölda starfsmanna í tvísýnu.

Afgreiðsla þessa fundar:
HSv, JJB, KT, JS, BH, HP, KGÞ
Afgreiðsla 1148. fundar bæjarráðs samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

1.2. 201311045 - Erindi Lögmanna Lækjargötu varðandi Tré-búkka ehf.
Erindi Lögmanna Lækjargötu varðandi Tré-búkka ehf. þar sem lýst er yfir ógildi á samkomulagi milli félagsins og Mosfellsbæjar. Hjálagt til upplýsinga úrskurður þinglýsingarstjóra.
Niðurstaða 1148. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
Erindið lagt fram.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 1148. fundar bæjarráðs lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.

1.3. 201311287 - Erindi EFS varðandi endurskoðun ársreikninga sveitarfélaga
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga kynnir sveitarstjórnum bréf sem nefndin sendi endurskoðendum sveitarfélaga um áhersluatriði vegna endurskoðunar ársreikninga sveitarfélaga.
Niðurstaða 1148. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
Erindið lagt fram.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 1148. fundar bæjarráðs lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.

1.4. 201311269 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um barnaverndarlög
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum með síðari breytingum. Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Niðurstaða 1148. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda framlagða umsögn til Alþingis.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 1148. fundar bæjarráðs samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

1.5. 201312076 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um húsaleigubætur
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um húsaleigubætur.
Niðurstaða 1148. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 1148. fundar bæjarráðs samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

1.6. 201312077 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna.
Niðurstaða 1148. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
Erindið lagt fram.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 1148. fundar bæjarráðs lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.

1.7. 201312078 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar varðandi plastpokanotkun
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar varðandi könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun.
Niðurstaða 1148. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
Erindið lagt fram. Jafnframt hvetur bæjarráð til þess að dregið verði úr notkun einnota plastpoka.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 1148. fundar bæjarráðs lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.

1.8. 201312079 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Niðurstaða 1148. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 1148. fundar bæjarráðs samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

1.9. 201312216 - Erindi lögreglustjóra, umsagnarbeiðni varðandi Áramótabrennu
Erindi lögreglustjóra, umsagnarbeiðni varðandi Áramótabrennu
Niðurstaða 1148. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri ekki athugasemdir við umsókn um áramótabrennu.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 1148. fundar bæjarráðs samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

1.10. 201312217 - Erindi Lögreglustjóra,umsagnarbeiðni varðandi Þrettándabrennu
Erindi Lögreglustjóra,umsagnarbeiðni varðandi Þrettándabrennu
Niðurstaða 1148. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
Samþykkt með tveimur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri ekki athugasemdir við umsókn um þrettándabrennu.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 1148. fundar bæjarráðs samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.


2. 201401005F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1149
Til máls tók(u):KT
Fundargerð 1149. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 618. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

2.1. 201312076 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um húsaleigubætur
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um húsaleigubætur.
Niðurstaða 1149. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda Alþingi umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 1149. fundar bæjarráðs samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

2.2. 201301625 - Erindi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. varðandi Seljadalsnámu
Malbikunarstöðin Höfði hf. óskar eftir því að fá að framkvæma umhverfismat vegna vinnslu í Seljadalsnámu.
Niðurstaða 1149. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri ekki athugasemd við áform Höfða hf. um að framkvæma umhverfismat, enda slíkt mat forsenda þess að vinnsla megi fara fram. Bæjarráð áréttar í þsssu sambandi að samningurinn rennur út síðla árs 2015 og í afstöðunni felast engin fyrirheit um framlengingu hans.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 1149. fundar bæjarráðs samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

2.3. 200605022 - Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I
Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I, þar sem talið er að forsendur fyrir uppskiptingar landsins liggi nú fyrir. Hjálögð umsögn bæjarritara og byggingarfulltrúa.
Niðurstaða 1149. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
Umsögnin lögð fram.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 1149. fundar bæjarráðs lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.

2.4. 201401049 - Gasgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi - Beiðni um umsögn
Gasgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi - beiðni um umsögn
Niðurstaða 1149. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 1149. fundar bæjarráðs samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

2.5. 201401100 - Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna áfengisveitingaleyfis fyrir Þorrablót
Umsagnarbeiðni, áfengisveitingaleyfi fyrir Þorrablót
Niðurstaða 1149. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri ekki fyrir sitt leyti athugasemd við tímabundið áfengisveitingaleyfi vegna þorrablóts Þruma og eldinga.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 1149. fundar bæjarráðs samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

2.6. 201311038 - Erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi
Umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis við erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi í Helgadal.
Niðurstaða 1149. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
Umbeðin umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis lögð fram. Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga frá eftirlitinu varðandi umsögnina.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 1149. fundar bæjarráðs samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

2.7. 201306125 - Heimasíða Mosfellsbæjar
Til upplýsinga vegna uppfærslu á heimasíðu Mosfellsbæjar.
Niðurstaða 1149. fundar Bæjarráðs Mosfellsbæjar
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Aldís Stefánsdóttir (AS) forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála.
Aldís sýndi bæjarráði uppbyggingu og útlit nýrrar heimasíðu Mosfellsbæjar sem senn verður tekin í notkun.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 1149. fundar bæjarráðs lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.


3. 201401002F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 288
Til máls tók(u):KT, JS, JJB, HP, HSv, KGÞ, BH, BÞÞ
Fundargerð 288. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 618. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Undir þessum lið vék Karl Tómasson af fundi og Hafsteinn Pálsson varaforseti tók við stjórn fundarins.

3.1. 201310253 - Erindi um rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá
Bæjarráð samþykkti á 615. fundi sínum þann 20.11.2013 að senda umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá til allra nefnda Mosfellsbæjar og starfsmanna nefnda.
Niðurstaða 288. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
Umsögnin lögð fram.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 288. fundar fræðslunefndar lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.

3.2. 201301573 - Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ
Til umfjöllunar niðurstaða skólaþings og drög að tillögum um næstu skref og uppbyggingu skólamannvirkja á austur og vestursvæði.

Eftirfarandi gögn lögð fram á fundinum:

1. Drög að tillögum um framhald málsins.

2. Skýrsla KPMG um Skólaþing, en fyrirtækið stýrði fundinum.

3. Innsendar athugasemdir bæjarbúa og annarra vegna skýrslu um uppbyggingu skólamannvirkja og skólahverfa, en þær lágu fyrir Skólaþingi þann 26. nóvember 2013.
Niðurstaða 288. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
Fram hafa verið lagðar tillögur um uppbyggingu skóla á skólasvæðum í Mosfellsbæ ásamt röksemdum um val þeirra. Tillögurnar eru unnar upp úr skýrslu sem unnin var á vegum Skólaskrifstofu ásamt ábendingum sem fram komu við skýrsluna frá aðilum skólasamfélagsins. Þau gögn voru lögð til grundvallar á opnu skólaþingi sem haldið var 26. nóvember síðastliðinn. Niðurstöður skólaþingsins voru einnig hafðar til hliðsjónar um ákvörðun um tillögur og næstu skref í uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ.

Fræðslunefnd leggur til að tillögurnar verði kynntir fyrir aðilum skólasamfélagsins og þeim aðilum eða fulltrúum þeirra boðið að koma á fund nefndarinnar 21. og 23. janúar næstkomandi ef þeir óska eftir að koma á framfæri frekari ábendingum eða athugasemdum um framkomnar tillögur. Þeir aðilar sem hér um ræðir eru fulltrúar foreldrafélaga og foreldraráða leikskóla, fulltrúar skólaráða og foreldrafélaga grunnskóla og fulltrúar stjórnenda leik- og grunnskóla.

Jafnframt er Skólaskrifstofu falið að leita til umhverfissviðs um að finna málinu farveg vegna skipulagsmála og vegna væntanlegs samstarfs við Eignasjóð.

Afgreiðsla þessa fundar:
KT, JS, JJB, HP, HSv, KGÞ, BH, BÞÞ
Afgreiðsla 288. fundar fræðslunefndar samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

Eftirfarandi tillaga kom fram frá fulltrúa S-lista:

Tillaga S-lista Samfylkingar vegna kynningar á drögum um uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ:

Geri það að tillögu minni að haldinn verði opinn fundur til almennrar kynningar á drögum að uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ sem nú liggja fyrir fræðslunefnd.

Á skólaþinginu/íbúafundinum þar sem fjallað var um valkosti við uppbyggingu skólamannvirkja var gefinn ádráttur um að íbúum verði kynntar niðurstöður áður en að þær verði afgreiddar. Það sama kemur fram í skýrslu og samantekt KPMG frá þinginu. Ljóst er að fleiri sátu skólaþingið en þeir aðilar eða fulltrúar sem tilgreindar eru í samþykkt fræðslunefndar um að skuli fá kynningu á þessum drögum og tækifæri til ábendinga. Mál þetta snertir alla íbúa í Mosfellsbæ og er það réttur hvers og eins þeirra að fá að hafa áhrif á niðurstöður þessa máls.

Tillagan felld með 5 atkvæðum.

Eftirfarandi bókun kom fram frá D og V lista:

Stefnumótun um þróun og uppbyggingu skólasamfélagsins hefur verið til umfjöllunar í u.þ.b. ár og á sama tíma í víðtæku samráði við skólasamfélagið og bæjarbúa alla. Haldin hafa verið tvö íbúaþing, hugmyndir hafa verið birtar á heimasíðu bæjarins og opið hefur verið fyrir athugasemdir íbúa sem hafa nýtt sér þessa nýbreytni. Fræðslunefnd hefur ákveðið að halda þessu samráði áfram eins og rætt var á íbúaþinginu í nóvember með því að efna til funda með skólasamfélaginu og bjóða fulltrúum þess upp á að koma á fund nefndarinnar með athugsemdir og ábendingar. Tillögurnar eru auk þess aðgengilegar á heimasíðu bæjarins. Meirihluta D-og V-lista þykir þetta skilvirk og góð leið til halda málinu áfram og því hvorki skynsamlegt né rétt að grípa inn í þetta ferli sem ákveðið hefur verið af fræðslunefnd.

3.3. 201305149 - Stefnumót við framtíð - Skólaþing
Lagðar fram niðurstöður skólaþings.
Niðurstaða 288. fundar Fræðslunefndar Mosfellsbæjar
Lagt fram.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 288. fundar fræðslunefndar lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.


4. 201312013F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 357
Til máls tók(u):HP, BH, JJB, HSv, JS, KGÞ
Fundargerð 357. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 618. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

4.1. 201310005 - Lágholt 6, umsókn um byggingarleyfi
Umsókn um leyfi til að stækka bílskúr sem sambyggður er við húsið var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 15. nóvember 2013 og athugasemdafresti til 16. desember 2013. Engin athugasemd hefur borist.
Niðurstaða 357. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
Svo fremi að ekki berist athugasemdir sem sendar hafa verið innan athugasemdafrests gerir nefndin ekki athugasemdir við að erindið verði samþykkt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 357. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

4.2. 201310135 - Hlíðartún 11, umsókn um byggingarleyfi
Umsókn um leyfi til að byggja bílgeymslu í NA-horni lóðarinnar var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 14. nóvember 2013 og athugasemdafresti til 13. desember 2013. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða 357. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að erindið verði samþykkt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 357. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

4.3. 201302260 - Leirutangi 22, breytt aðkoma
Tillaga að nýrri aðkomu frá Leirutanga og bílastæði fyrir íbúð á neðri hæð hússins var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 18. nóvember 2013 og athugasemdafresti til 17. desember 2013. Engin athugasemd hefur borist.
Niðurstaða 357. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
Svo fremi að ekki berist athugasemdir sem sendar hafa verið innan athugasemdafrests gerir nefndin ekki athugasemdir við að erindið verði samþykkt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 357. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

4.4. 201312149 - Frístundalóð Innri Miðdal (125198), ósk um breytingu á deiliskipulagi
Baldur Baldursson óskar 12. desember 2013 eftir breytingu á gildandi deiliskipulagi samkvæmt meðfylgjandi tillögu.
Niðurstaða 357. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
Nefndin samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt fyrir næstu nágrönnum.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 357. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

4.5. 201310334 - 3 lóðir í Auga, ósk um breytingar á deiliskipulagi
Á fundinn komu Ingimundur Sveinsson og Örn Kjærnested og kynntu endurskoðaða tillögu að breytingum á deiliskipulagi á lóðunum Gerplustræti 16-22, Gerplustræti 24-26 og Vefarastræti 15-19. Fyrri tillaga var til umræðu á 352. fundi. Einnig lögð fram umsögn skipulagshöfundar, Gylfa Guðjónssonar og álit Sigurðar Einarssonar, arkitekts. Frestað á 356. fundi
Niðurstaða 357. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
Umræður um málið.

Afgreiðsla þessa fundar:
JJB, BH, HSv, HP, JS, KGÞ
Afgreiðsla 357. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.

4.6. 201310158 - Gerplustræti 7-11, fyrirspurn um fjölgun íbúða o.fl.
Erindi Hannes Arnar Jónssonar hjá Verkís ehf f.h. Glímis ehf, um fjölgun íbúða í húsinu um 4-5, með samsvarandi fjölgun bílastæða á baklóð. Frestað á 356. fundi.
Niðurstaða 357. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
Nefndin telur að lítilsháttar fjölgun íbúða geti komið til álita, en óskar eftir því að nánari grein verði gerð fyrir áformuðum breytingum á húsgerð og fyrirkomulagi bílastæða áður en hún tekur endanlega afstöðu til erindisins.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 357. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

4.7. 201312043 - Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag
Greint var frá viðræðum við Vegagerðina um Þingvallaveg og skipulagsmál sem varða hann. Frestað á 356. fundi.
Niðurstaða 357. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
Nefndin felur umhverfissviði að taka upp viðræður við Vegagerðina um samstarf við gerð deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal, þar sem m.a. verði kveðið á um staðsetningar og útfærslur gatnamóta, göngu- og hjólastíga, undirgöng og önnur skipulagsleg atriði sem varða öryggi allra vegfarenda.

Afgreiðsla þessa fundar:
BH, JJB
Afgreiðsla 357. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

4.8. 201309225 - Laxatunga 62-68, fyrirspurn um breytingu á húsgerð
Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta að breytingu á deiliskipulagi, unnin fyrir Eyfaxa ehf. Samkvæmt tillögunni verða raðhús á lóðunum einnar hæðar og lóðirnar stækka til suðurs og austurs. Frestað á 356. fundi.
Niðurstaða 357. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
Nefndin samþykkir að skipulagstillagan verði grenndarkynnt fyrir næstu nágrönnum í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með þeirri breytingu að ekki verði gert ráð fyrir tjörn á aðliggjandi skólalóð.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 357. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

4.9. 201312096 - Umsókn Veiðifélags Úlfarsár um framkvæmdaleyfi fyrir fleygun úr klöpp.
Veiðifélag Úlfarsár sækir 6. desember 2013 um framkvæmdaleyfi til þess að fleyga úr klöpp neðst í árfarvegi Úlfarsár til að auðvelda uppgöngu laxfiska. Meðfylgjandi eru umsagnir 9 aðila, þ.á.m. Veiðimálastofnunar, Umhverfisstofnunar og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
Niðurstaða 357. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
Skipulagsnefnd samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi og felur skipulagsfulltrúa útgáfu þess.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 357. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

4.10. 201312044 - 1. - 3. áfangi Helgafellshverfis, tillögur Hamla 1 ehf. um breytingar á deiliskipulagi
Umræða um málið í framhaldi af kynningu á 356. fundi.
Niðurstaða 357. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
Frestað.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 357. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.


5. 201312008F - Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 146
.
Til máls tók(u):HP
Fundargerð 146. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 618. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Afgreiðslu fundargerðarinnar var frestað á 617. fundi.

5.1. 201310253 - Erindi Jónasar Sigurðssonar bæjarráðsmanns varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá
Bæjarráð samþykkti á 615. fundi sínum þann 20.11.2013 að senda umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá til allra nefnda Mosfellsbæjar og starfsmanna nefnda.
Niðurstaða 146. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
Stefán Ómar Jónsson framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs kom á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti umsögn sína varðandi rétt nefndarmanna til að fá mál tekin á dagskrá funda. Hann sat síðan fyrir svörum um umsögnina.

Fulltrúi S-lista, Sigrún Pálsdóttir, fagnar umsögn bæjarritara um réttindi sveitarstjórnarmanna til að fá mál sett á dagskrá funda og væntir þess að framvegis virði meirihluti Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks þessi réttindi fulltrúa allra stjórnmálaflokka í nefndinni. Það er mín von að umsögnin boði bætt vinnulag í umhverfisnefnd.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 146. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.

5.2. 201303173 - Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á útlínum verndarlands við Varmárósa
Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á afmörkun friðlands við Varmárósa.
Lögð fram greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands um útbreiðslu fitjasefs í Leiruvogi og álit stofnunarinnar á því hvort hrossabeit á afmörkuðum hólfum innan friðaða svæðisins myndi skaða vöxt og viðkomu plöntunnar, sem umhverfisnefnd óskaði eftir á 142. fundi sínum þann 20. júní 2013.
Niðurstaða 146. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
Greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands um friðlandið við Varmárósa lögð fram ásamt áliti stofnunarinnar um það hvort hrossabeit á afmörkuðum hólfum innan friðaða svæðisins kæmi til greina.

Umhverfisnefnd leggur til við Umhverfisstofnun að mörk friðlandsins við Varmárósa verði endurskilgreind þannig að tvær afmarkaðar spildur næst skeiðvelli Hestamannafélagasins Harðar falli utan þess. Jafnframt verði það kannað hvort ekki sé ástæða til að stækka friðlandið til norðurs í ljósi þess að fitjasef hefur numið land utan marka þess, norðan Köldukvíslar.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 146. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

5.3. 201311092 - Skýrsla náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2013
Drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2013 þar sem fram koma upplýsingar um störf nefndarinnar.
Niðurstaða 146. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
Umhverfisstjóri kynnti drög að skýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar og voru þau samþykkt.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 146. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

5.4. 201310161 - Erindi Sigrúnar Pálsdóttur varðandi samráð við umhverfisnefnd
Umræða um hlutverk og valdmörk umhverfisnefndar þegar kemur að framkvæmdum á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá.
Niðurstaða 146. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
Sigrún Pálsdóttir sýndi glærur um hlutverk umhverfisnefndar varðandi framkvæmdir á svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá. Umhverfisnefnd leggur til að frekari umfjöllun um málið verði frestað þar til skilgreining á verkferlum sem nefndin óskaði eftir á fundi sínum þann 14. nóvember sl. liggur fyrir.

Bókun fulltrúa S- og M-lista:

Fulltrúum S- og M-lista þykir miður að umhverfisnefnd skuli ekki hafa lagt í þá vegferð að ræða hlutverk nefndarinnar og veita þannig starfsmönnum umhverfissviðs mikilvægt veganesti í vinnu við verkferla. Fulltrúar S- og M-lista leggja ennfremur til að bæjarráð/bæjarstjórn efli lýðræðislegt umboð umhverfisnefndar með því að veita nefndinni rétt til ákvarðanatöku og frumkvæðis í náttúruverndarmálum. Það að nefndin hafi verið svipt því forræði veikir stöðu hennar og skaðar um leið hagsmuni náttúruverndar, auk þess að vera skref afturábak í lýðræðisþróun sveitarfélagsins.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 146. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

5.5. 201209336 - Vatnsþurrð í Varmá
Lagt fram minnisblað umhverfissviðs um mögulegar orsakir og áhrif vatnsþurrðar í Varmá á lífríki og vatnsbúskap, og mögulegar úrbætur.
Niðurstaða 146. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
Umhverfisstjóri kynnti minnisblað um mögulegar orsakir og áhrif vatnsþurrðar í Varmá á lífríki og vatnsbúskap og mögulegar úrbætur og var það tekið til umræðu.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 146. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.

5.6. 201109113 - Niðurstöður rannsókna á saurkólígerlum við Leiruvog 2004-2010
Umræða um framvindu rannsókna á saurgerlamengun í Leiruvogi.
Niðurstaða 146. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
Frestað

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 146. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.

5.7. 201311270 - Tillögur fulltrúa Samfylkingar og Íbúahreyfingarinnar í umhverfisnefnd um verkefni til vinnslu
Lögð fram umsögn umhverfissviðs um tillögu um verkefni til vinnslu á umhverfissviði sem fulltrúar Samfylkingar og Íbúarhreyfingarinnar í bæjarstjórn endurfluttu í umræðum um fjárhagsáætlun 2014-2017 á 615. fundi bæjarstjórnar. Bæjarstjórn óskaði eftir umsögn umhverfissviðs og að hún yrði kynnt fyrir umhverfisnefnd.
Niðurstaða 146. fundar Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
Frestað.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 146. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.


6. 201401004F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 239
Lögð fram fundargerð 239. afgreiðslufundar.
Til máls tók(u):HP
Fundargerð 239. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 618. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

6.1. 201312020 - Flugubakki 6, umsókn um byggingarleyfi
Superhouse ehf. Gautavík 29 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innanhúss fyrirkomulagi, færa hlöðuhurð, byggja svalir og setja svalahurð á vesturgafl hússins nr. 6 við Flugubakka samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir húss breytast ekki.
Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda í húsinu.
Niðurstaða 239. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Samþykkt.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 239. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 618. fundi bæjarstjórnar.

6.2. 201310343 - Hamrabrekkur 23, umsókn um stöðuleyfi / byggingarleyfi
Bjarni Grétarson Neðstaleiti 6 Reykjavík sækir um stöðuleyfi fyrir 2 x 6 metra gám á lóðinni nr. 23 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn. Jafnframt er sótt um leyfi til að tengja rafmagn í gáminn.
Niðurstaða 239. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Byggingafulltrúi synjar erindinu þar sem í deiliskipulagi svæðisins er ekki gert ráð fyrir stöðu gáma til lengri né skemmri tíma.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 239. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 618. fundi bæjarstjórnar.

6.3. 201310135 - Hlíðartún 11, umsókn um byggingarleyfi
Ásgeir Jamil Allansson Hlíðartúni 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja bílskúr, mhl. 03 úr timbri og steinsteypu í suðausturhluta lóðarinnar nr. 11 við Hlíðartún.
Jafnframt er sótt um leyfi fyrir áðurbyggðum bílskúr úr timbri, mhl. 02.
Sótt er um leyfi til að breyta útliti og innanhúss fyrirkomulagi íbúðarhússins í samræmi við framlögð gögn.
Grenndarkynning á umsókninni hefur farið fram en engar athugasemdir bárust.
Stærð íbúðarhússins eftir breytingar er 207,4 m2, 794,9 m3.
Stærð bílskúrs mhl.02 er 38,1 m2, 149,3 m3.
Stærð bílskúsr mhl.03 er 99,8 m2, 361,0 m3.
Niðurstaða 239. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Samþykkt.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 239. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 618. fundi bæjarstjórnar.

6.4. 201310005 - Lágholt 6, umsókn um byggingarleyfi
Jóhanna Jónsdóttir Lágholti 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri, bílskúr húsins nr. 6 við Lágholt samkvæmt framlögðum gögnum.
Grenndarkynning hefur farið fram á fyrirhuguðum breytingum en engar athugasemdir bárust.
Stækkun bílskúrs 12,5 m2, 38,0 m3.
Stærðir eftir breytingu: íbúðarhús 131,8 m2, bílskúr 57,8 m2, samtls 549,8 m3.
Niðurstaða 239. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Samþykkt.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 239. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 618. fundi bæjarstjórnar.

6.5. 201312082 - Litlikriki 4, umsókn um byggingarleyfi
Frjálsi hf. Lágmúla 6 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta útliti / klæðningu hússins nr.2 og 4 við Litlakrika í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.
Niðurstaða 239. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Samþykkt.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 239. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 618. fundi bæjarstjórnar.

6.6. 201312042 - Stórikriki 21, umsókn um byggingarleyfi
Pétur Magnússon Stórakrika 21 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum útlits og fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 21 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.
Niðurstaða 239. fundar Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Samþykkt.

Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 239. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 618. fundi bæjarstjórnar.


7. 201312243 - Fundargerð 40. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
.
Til máls tók(u):HP, BH, JJB, JS
Fundargerð 40. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 13. desember 2013 lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.

8. 201401118 - Fundargerð 329. fundar Sorpu bs.
.
Til máls tók(u):HP, BH, JJB
Fundargerð 329. fundar Sorpu bs. frá 17. desember 2013 lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.

9. 201401091 - Fundargerð 330. fundar Sorpu bs.
.
Til máls tók(u):HP, BH, JJB
Fundargerð 330. fundar Sorpu bs. frá 6. janúar 2014 lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.

10. 201401119 - Fundargerð 811. fundar Samband íslenskra sveitarfélaga
.
Til máls tók(u):HP
Fundargerð 811. fundar Samband íslenskra sveitarfélaga frá 13. desember 2013 lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.

11. 201401170 - Fundargerð 398. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
.
Til máls tók(u):HP, HSv, KGÞ
Fundargerð 398. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 6. janúar 2014 lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00
Til baka