Bæjarstjórnarfundur

25/10/2012

591. fundur
Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 
miðvikudaginn 24. október 2012 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðskrá frá fundinum ( .pdf 17.4 kb) 

Fundinn sátu:
Bryndís Haraldsdóttir (BH), Karl Tómasson (KT), Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ), Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG), Haraldur Sverrisson (HSv), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

Dagskrá:

1.  201210006F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1093
 Fundargerð 1093. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 591. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 201209065 - Bréf íbúa vegna motocrossbrautar
  Fyrir fundinum lágu greinargerðir framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsnefndar og var samþykkt að stjórnsýslusvið sendi bréfriturum svar til samræmis við þau minnisblöð.

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.2. 201209370 - Völuteigur 25-29, deiliskipulagsbreyting, stækkun lóðar
  Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að ganga frá stækkun lóðar gegn greiðslu 625 þús. kr. vegna stækkunarinnar.

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.3. 201209394 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna
  Fyrir fundinum lágu greinargerðir framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjölskyldusviða. Samþykkt með þremur atkvæðum að senda framlagða umsögn.

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.4. 201210016 - Erindi frá Kyndli
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs.

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.5. 201210028 - Beiðni um styrk vegna kóramóts 2012
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til sameiginlegrar umsagnar framkvæmdastjóra menningar- og fjölskyldusviða.

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.6. 201210041 - Hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu - Tillögur Landssamtaka hjólreiðamanna
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.7. 201210062 - Staðgreiðsluskil
  Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðsluskil vegna fyrstu níu mánaða ársins 2012.

Erindið lagt fram á 591. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.8. 201210071 - Erindi til bæjarráðs vegna stofnunar villidýrasafns
  Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs.

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.9. 201209291 - Tilboð Íslenska Gámafélagsins í efni úr blátunnu
  Umræður um meðhöndlun Sorpu bs. á efni úr blátunnunni og gjaldskrá Sorpu bs. í því sambandi. Erindið lagt fram.

Erindið lagt fram á 591. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.  201210014F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1094
 Fundargerð 1094. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 591. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 200612242 - Leirvogstunga ehf, uppbygging í Leirvogstungu
  Erindinu er vísað til bæjarráðs frá 584. fundi bæjarstjórnar og varðar samning Leirvogstungu ehf., Mosfellsbæjar og Íslandsbanka vegna uppbyggingar í Leirvogstungu.

Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að taka saman greinargerð um samninginn.

Til máls tóku: JJB, BH og HSv.

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.2. 201205141 - Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013 til 2016
  Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynntu minnisblað með forsendum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2013 til 2016 og tilhögun við framlagningu og afgreiðslu hennar.

Minnisblaðið lagt fram. Áætlað er að fjárhagsáætlunin verði til fyrri umræðu á aukabæjarstjórnarfundi þann 31. október.

Erindið lagt fram á 591. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.3. 201209134 - Drög að heilbrigðisáætlun til umsagnar
  Velferðarráðuneytið sendir Mosfellsbæ til umsagnar drög að heilbrigðisáætlun til ársins 2020.
Erindið var áður á dagskrá 1090. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Umsögnin er lögð fram á fundinum.

Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda inn umsögn Mosfellsbæjar á grundvelli umsagnarinnar.

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.4. 201210078 - Ályktun fundar bekkjafulltrúa við Varmárskóla
  Fundur bekkjafulltrúa við Varmárskóla beinir því m.a. til bæjarstjórnar að gerðar verði umbætur á göngustígum og búnaði skólans og að starfshlutfall námsráðgjafa aukið.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslu- og umhverfissviða til umsagnar og leggi þeir umsagnir sínar einnig fyrir fræðslunefnd og skipulagsnefnd.
Áheyrnarfulltrúi Jón Jósef Bjarnason óskar bókað að erindið ætti fyrst að fá afgreiðslu skólaráðs.

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.5. 201210090 - Skráning reiðleiða - kortasjá
  Landssamband hestamannafélaga óskar eftir styrk vegnar skráningu reiðleiða á kortasjá. Óskað er eftir 100 þús. kr. styrk næstu fjögur árin.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.6. 201210091 - Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð óskar eftir rekstrarstyrk
  Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfið óskar eftir rekstrarstyrk.

Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
3.  201210009F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 197
 Fundargerð 197. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 591. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 201011056 - Málefni lýðræðisnefndar - Lýðræðisstefna
  Bæjarráð vísar erindi um málefni lýðræðisnefndar og lýðræðisstefnu til nefndarinnar. Erindið kynnir endurskoðun á verklagsreglum varðandi ritun fundargerða.
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari kynnti endurskoðun á verklagsreglum varðandi ritun fundargerða á fundinum.

Erindið lagt fram á 591. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.2. 201209083 - Jafnréttisviðurkenning 2012
  Jafnréttisviðurkenning 2012. Formaður fjölskyldunefndar kynnti veitingu jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar árið 2012 sem að þessu sinni féll í skaut Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni, FaMOs.

Erindið lagt fram á 591. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.3. 201205050 - Barnavernd 2012- ársfjórðungsyfirlit
  Ársfjórðungsyfirlit barnavernd tímabilið janúar -september 2012. Elín Gunnarsdóttir verkefnastjóri barnaverndar kynnti stöðu mála.
Yfirlitið var lagt fram.

Til máls tóku: KGÞ, BH,

Erindið lagt fram á 591. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.4. 201205052 - Félagsþjónusta- ársfjórðungsyfirlit
  Ársfjórðungsyfirlit félagsþjónustu tímabilið janúar -september 2012. Unnur Erla Þóroddsdóttir verkefnastjóri félagsþjónustu kynnti stöðu mála eftirtalinna málaflokka: húsaleigbætur, félagslegt leiguhúsnæði, félagsleg ráðgjöf og fjárhagsaðstoð.
Yfirlitið var lagt fram.

Erindið lagt fram á 591. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.5. 201209201 - Erindi Q-félags hinsegin stúdenta, beiðni um styrk
  1090. fundur bæjarráðs vísaði erindi Q-félagsins til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Í erindinu óskar Q félagið, félag hinsegin stúdenta eftir styrk að upphæð 5.000 til 25.000 krónur til kynningarstarfs.

Fjölskyldunefnd samþykkir samhljóða að ekki sé unnt að verða við erindinu þar sem úthlutun styrkja fyrir árið 2012 hefur þegar farið fram.

Afgreiðsla 197. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.6. 201209264 - Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, umsókn um styrk 2013
  1091. fundur bæjarráðs vísar erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra óskar eftir rekstrarstyrk að upphæð 100.000 krónur.

Fjölskyldunefnd samþykkir samhljóða að ekki sé unnt að verða við erindinu þar sem úthlutun styrkja fyrir árið 2012 hefur þegar farið fram.

Afgreiðsla 197. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.7. 201209354 - Umsókn um fjárstyrk vegna Missir.is
  Bæjarráð 1092. fundur haldinn 4. október 2012 sendi erindi frá félagsinu Missir.is til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Í erindinu er óskað eftir 100.000 króna styrk til reksturs félagsins og kynningnarstarfs.

Fjölskyldunefnd samþykkir samhljóða að ekki sé unnt að verða við erindinu þar sem úthlutun styrkja fyrir árið 2012 hefur þegar farið fram.

Afgreiðsla 197. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.8. 201209162 - Landssamtökin Þroskahjálp-kynning á húsbyggingasjóði
  Í bréfi landssamtakanna Þroskahjálpar frá 6. september 2012 er húsbyggingasjóður félagsins kynntur.
Lagt fram.

Erindið lagt fram á 591. fundi bæjarstjórnar.
 
4.  201210011F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 329
 Fundargerð 329. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 591. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 201011056 - Málefni lýðræðisnefndar - Lýðræðisstefna
  Lagðar fram til kynningar endurskoðaðar verklagsreglur um ritun fundargerða hjá nefndum bæjarins, sem bæjarráð samþykkti á 1091. fundi að innleiða.
Skipulagsnefnd lýsir ánægju sinni með framkomnar verklagsreglur.

Erindið lagt fram á 591. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.2. 201207062 - Jónstótt 123665, umsókn um breytingu á innra skipulagi
  Umsókn eigenda Jónstóttar um að breyta hluta hússins í gistiheimili var grenndarkynnt með bréfi 30.8.2012 sem sent var einum aðila. Athugasemdafrestur var til 28.9.2012. Svarbréf barst frá framkvæmdastjóra Gljúfrasteins dags. 28.9.2012. Í því eru ekki gerðar athugasemdir við umsóknina, en óskað eftir því að ef eigendur Jónstóttar hyggi síðar á frekari framkvæmdir eða stækkun gistiheimilis, þá fái stjórn Gljúfrasteins tækifæri til að fjalla um það.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi fyrir innanhússbreytingum og breytingu á notkun samkvæmt umsókninni þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.3. 201210093 - Mótmæli íbúa vegna malarflutninga um Þormóðsdal
  Lagt fram bréf undirritað af 12 íbúum og eigendum frístundahúsa í nágrenni Hafravatnsvegar, þar sem mótmælt er malarflutningum um Þormóðsdal og Hafravatnsveg vegna ónæðis, mengunar og hættu sem af þeim stafi.

Nefndin samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að tilkynna rekstraraðila Seljadalsnámu með vísan í lög nr. 44/1999 að öll frekari námuvinnsla þar sé þegar í stað óheimil á meðan ekki hefur verið veitt fyrir henni framkvæmdaleyfi.

Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.4. 201210095 - Reykjahvoll 41, byggingarreitur fyrir bílageymslu
  Hallur Kristvinsson óskar 10. október 2012 f.h. Kristínar Ólafsdóttur eftir því að tillaga að breytingu á deiliskipulagi varðandi lóðina Reykjahvol 41 verði tekin til meðferðar sem óveruleg breyting. Breytingin felst í því að bæta inn á lóðina byggingarreit fyrir bílageymslu, sem verði felld inn í brekkuna sunnan hússins.

Nefndin samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna fyrir eigendum lóða/húsa nr. 35, 37 og 39 við Reykjahvol sem tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi.

Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.5. 201210004 - Landsskipulagsstefna 2013-2024, ósk um umsögn
  Skipulagsstofnun óskar 24. september 2012 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 og tilheyrandi umhverfisskýrslu. Vísað til nefndarinnar til umsagnar á 1092. fundi bæjarráðs.
Frestað.

Erindið lagt fram á 591. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.6. 201206253 - Framkvæmdir í Ævintýragarði
  Á fundinn mættu umhverfisstjóri og garðyrkjustjóri og gerðu grein fyrir framgangi framkvæmda í Ævintýragarði, sbr. bókun á 324. fundi. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra og mynd af fræðsluskilti í Ævintýragarði.

Skipulagsnefnd óskar eftir uppfærðri framkvæmdaáætlun fyrir Ævintýragarð.

Erindið lagt fram á 591. fundi bæjarstjórnar.
 
5.  201210013F - Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 19
 Fundargerð 19. fundar Ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 591. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 5.1. 201007027 - Kynning á stjórnsýslu bæjarins
  Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri og Edda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi kynntu stjórnsýslu Mosfellsbæjar og samþykkt fyrir ungmennaráð Mosfellsbæjar.

Erindið lagt fram á 591. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.2. 201210100 - Fundur með ungmennum um æskulýðsstarf - fundarboð mennta- og menningarmálaráðuneytis
  Fulltrúar Ungmennaráðs Mosfellsbæjar sem sátu fund með Mennta- og menningarmálaráðherra um æskulýðsstarf, Erlingur Örn Árnason og Ragnhildur Ioana Guðmundsdóttir, upplýstu aðra nefndarmenn um hvað fram fór á fundinum.

Erindið lagt fram á 591. fundi bæjarstjórnar.
 
6.  201210187 - Fundargerð 28. fundar svæðisskipulagsnefndar SSH
 Fundargerð 28. fundar svæðisskipulagsnefndar SSH.

Fundargerðin lögð fram.
   
7.  201210202 - Fundargerð 305. fundar Sorpu bs.
 Fundargerð 305. fundar Sorpu bs.

Til máls tóku: JS, HSv, JJB og BH.

Fundargerðin lögð fram.
   
8.  201210190 - Fundargerð 306. fundar Sorpu bs.
 Fundargerð 306. fundar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.
   
9.  201210066 - Fundargerð 380. fundar SSH
 Fundargerð 380. fundar SSH.

Fundargerðin lögð fram.
   
10.  201210067 - Fundargerð 381. fundar SSH
 Fundargerð 381. fundar SSH.

Til máls tóku: HSv, BH, JS, KGÞ og JJB.

Fundargerðin lögð fram.
   
11.  201210189 - Fundargerð 6. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis
 Fundargerð 6. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.

Til máls tóku: JJB, KGÞ og HSv.

Fundargerðin lögð fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15

Til baka