Fundir eftir árum

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 571 - 21.12.2011

22.12.2011

571. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, miðvikudaginn 21. desember 2011 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðupptak af fundi


Fundinn sátu:
Hafsteinn Pálsson (HP), Karl Tómasson (KT), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Eva Magnúsdóttir (EMa), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ), Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ), Jóhanna Björg Hansen (JBH), Unnur Valgerður Ingólfsdóttir (UVI), Pétur Jens Lockton (PJL).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá:

1.  201112005F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1055
 Fundargerð 1055. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 571. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 201104216 - Erindi Veislugarðs varðandi niðurfellingu á leigu í Hlégarði
  Erindinu frestað á 1055. fundi bæjarráðs. Frestað á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.2. 201012284 - Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna lyktarmengunar í Mosfellsbæ
  Afgreiðsla 1055. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að senda Sorpu bs. bréf, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.3. 201112021 - Tillögur af 47. sambandsþingi UMFÍ til sveitarfélaga
  Afgreiðsla 1055. fundar bæjarráðs, um að vísa erindinu til nefnda til upplýsingar, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.4. 201112017 - Erindi Kristínar B Reynisdóttur varðandi götuna Lágholt
  Afgreiðsla 1055. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.5. 201111240 - Erindi Neytendasamtakanna varðandi beiðni um styrkveitingu 2012
  Afgreiðsla 1055. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
2.  201112015F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1056
 Fundargerð 1056. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 571. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 201104216 - Erindi Veislugarðs varðandi niðurfellingu á leigu í Hlégarði
  Afgreiðsla 1056. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til bæjarstjórnar, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.2. 201108024 - Erindi Húsfélags Brekkutanga 17-31 vegna bílaplans við Bogatanga
  Afgreiðsla 1056. fundar bæjarráðs, að fela umhverfissviði eftirfylgni í málinu og að svara bréfritara, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.3. 201110028 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnhóps 11 um íþróttamannvirki o.fl.
  Afgreiðsla 1056. fundar bæjarráðs, að gera umsögn íþrótta- og tómstundanefndar að sinni og að hún verði send SSH, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.4. 201110109 - Samræming á lögsögumörkum milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur á Hólmsheiði
  Afgreiðsla 1056. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að ræða við Reykjavíkurborg, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.5. 201111233 - Erindi Gísla Friðrikssonar varðndi skautasvell í Mosfellsbæ
  Afgreiðsla 1056. fundar bæjarráðs, að fela íþrótta- og tómstundanefnd að skoða fyrirkomulag um skautasvell til lengri framtíðar, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.6. 201111164 - Erindi LSS varðandi styrk
  Afgreiðsla 1056. fundar bæjarráðs, að styrkja LSS, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.7. 201112127 - Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið
  Afgreiðsla 1056. fundar bæjarráðs, að samþykkja tillögur SSH um framhald málsins, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.8. 201112102 - Samningur vegna notkunar á höfundaréttarvörðu efni
  Afgreiðsla 1056. fundar bæjarráðs, að framlengja samninginn um hálft ár, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.9. 201112135 - Sveitarstjórnarlög nr. 138/2011, ákvæði 2. mgr. 50. gr. um stöðu áheyrnarfulltrúa í fjölskyldunefnd
  Erindið laft fram til kynningar á 1056. fundi bæjarráðs. Laft fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.10. 201112110 - Umsókn um leyfi til tveggja flugeldasýninga
  Afgreiðsla 1056. fundar bæjarráðs, að gera ekki athugasemd við fyrirhugaðar áramóta- og þrettándabrennur og flugeldasýningar, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
3.  201112009F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 185
 Fundargerð 185. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 571. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 201111200 - Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar
  Afgreiðsla 185. fundar fjölskyldunefndar, að fela framkvæmdastjóra að undirbúa umsögn, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.2. 201111240 - Erindi Neytendasamtakanna varðandi beiðni um styrkveitingu 2012
  Afgreiðsla 185. fundar fjölskyldunefndar, að vísa erindinu til afgreiðslu styrkbeiðna 2012, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.3. 201112021 - Tillögur af 47. sambandsþingi UMFÍ til sveitarfélaga
  Erindið lagt fram á 185. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.4. 201112116 - Fundir fjölskyldunefndar 2012
  Erindinu frestað á 185. fundi fjölskyldunefndar. Frestað á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
   
4.  201112016F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 186
 Fundargerð 186. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 571. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 201112116 - Fundir fjölskyldunefndar 2012
  Erindið lagt fram á 186. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.2. 201109236 - Fjárhagsáætlun 2012
  Erindið kynnt og rætt á 186. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
   
5.  201112007F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 262
 Fundargerð 262. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 571. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 5.1. 201109236 - Fjárhagsáætlun 2012
  Erindið lagt fram á 262. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.2. 201111185 - Niðurgreiðslur til foreldra á gjaldi til dagforeldra og leikskóla
  Farið yfir breytingar á niðurgreiðslum o.fl. á 262. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
   
6.  201112002F - Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 156
 Fundargerð 156. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 571. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 6.1. 201111242 - Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2011
  Erindið rætt á 156. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.2. 201111225 - Kynning á upplýsingariti um starfsemi Fíæt
  Erindið lagt fram á 156. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.3. 201109106 - Hvatning velferðarvaktarinnar
  Erindið lagt fram á 156. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.4. 201109364 - Beiðni um styrk v, íþróttaiðkunar
  Afgreiðsla 156. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, að vísa erindinu til skrifstofu menningarsviðs, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.5. 201111233 - Erindi Gísla Friðrikssonar varðndi skautasvell í Mosfellsbæ
  Afgreiðsla 156. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, að taka m.a. vel í erindið, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.6. 201111237 - Ársskýrsla Tómstundaskóla Mosfellsbæjar 2010
  Afgreiðsla 156. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, um mat á skólastarfinu og að vísa erindinu til menningarsviðs, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.7. 201112007 - Könnun á þátttöku í félagsmiðstöðinni Ból
  Erindið lagt fram á 156. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.8. 201110028 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnhóps 11 um íþróttamannvirki o.fl.
  Til máls tóku: JJB, HSv, JS, EMa, HP og BH.
Afgreiðsla 156. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, varðandi að senda bæjarráði umsögn sína,  samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Íbúahreyfingin hefur óskað eftir bæði fyrir fjárhagsáætlun í fyrra og nú að fá tölfræði yfir barna og unglingastarf þeirra félaga sem Mosfellsbær styrkir.
Lagt er til að nú þegar verði farið fram á tölfræði frá þessum félögum yfir undanfarin ár og að styrkt félög leggi fram skýrslu árlega hér eftir.
 
Dagskrártillaga um að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt með sex atkvæðum.
 
 6.9. 201012162 - Niðurstöður - Menningarlandið 2010
  Erindið lagt fram á 156. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.10. 200809341 - Starfsáætlanir Mosfellsbæjar 2009-2012
  Erindið lagt fram á 156. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.11. 201110151 - Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum
  Erindið lagt fram á 156. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.12. 201109236 - Fjárhagsáætlun 2012
  Erindið lagt fram á 156. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
   
7.  201111012F - Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 163
 Fundargerð 163. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 571. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 7.1. 201111250 - Vinabæjarmál - fundargerð vinnufundar 22. og 23. september, 2011
  Erindið lagt fram á 163. fundi menningarmálanefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.2. 201112092 - Menningarvor - skýrsla
  Erindið lagt fram á 163. fundi menningarmálanefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.3. 201110027 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 10 um samstarf safna
  Afgreiðsla 163. fundar menningarmálanefndar, varðandi að senda bæjarráði umsögn sína, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 7.4. 200809341 - Starfsáætlanir Mosfellsbæjar 2009-2012
  Erindið lagt fram á 163. fundi menningarmálanefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.5. 200603117 - Stefnumótun í menningarmálum
  Afgreiðsla 163. fundar menningarmálanefndar, um m.a. fund til kynningar á stefnu í menningarmálum o.fl., samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 7.6. 201109236 - Fjárhagsáætlun 2012
  Erindið lagt fram á 163. fundi menningarmálanefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.7. 201103024 - Reglur um úthlutun fjárframlaga til lista- og menningarstarfsemi í Mosfellsbæ
  Afgreiðsla 163. fundar menningarmálanefndar, að taka erindið fyrir á næsta fundi, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 7.8. 201110203 - Jólaball Menningarmálanefndar Mosfellsbæjar í Hlégarði 2011
  Afgreiðsla 163. fundar menningarmálanefndar, um jólaball í Hlégarði, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 7.9. 201112093 - Aðventutónleikar
  Afgreiðsla 163. fundar menningarmálanefndar leggur til við bæjartjórn að samþykkja 200 þús. vegna aðventutónleika. Tillagan samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 7.10. 201012162 - Niðurstöður - Menningarlandið 2010
  Erindið lagt fram á 163. fundi menningarmálanefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
   
8.  201112008F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 311
 Fundargerð 311. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 571. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 8.1. 201110271 - Frumvarpsdrög um breytingar á lögum nr. 106/2000 send til umsagnar
  Afgreiðsla 311. fundar skipulagsnefndar, á umsögn skipulagsfulltrúar o.fl., samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 8.2. 201111068 - Umsagnarbeiðni um drög að skipulagsreglugerð
  Erindinu frestað á 311. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.3. 201109236 - Fjárhagsáætlun 2012
  Erindið lagt á 311. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.4. 201112122 - Reykjahvoll 39 og 41, umsókn um breytingu á deiliskipulagi til fyrra horfs.
  Afgreiðsla 311. fundar skipulagsnefndar, um samþykkt á tillöguuppdrætti í samræmi við 2. mgr. 43. gr skipulagslaga o.fl., samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 8.5. 201005206 - Svæði fyrir lausa hunda í Mosfellsbæ
  Erindið lagt fram á 311. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
   
9.  201112012F - Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 129
 Fundargerð 129. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 571. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 9.1. 201109236 - Fjárhagsáætlun 2012
  Til máls tóku: HSv, JJB, JS, BH, KT og HP.
Erindið lagt fram á 129. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 9.2. 201110232 - Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd
  Afgreiðsla 129. fundar umhverfisnefndar, um tilnefningu Tómasar G. Gíslasonar sem fulltrúa í vatnasvæðanefnd, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 9.3. 201109465 - Útgáfa landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2012-2013
  Afgreiðsla 129. fundar umhverfisnefndar, um m.a. að óska eftir nánari kynningu á erindinu, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 9.4. 201112134 - Sniðmát fyrir ársskýrslur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga
  Erindið lagt fram á 129. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 9.5. 201112152 - Umsögn vegna Hvítbókar um löggjöf til verndar náttúru Íslands
  Afgreiðsla 129. fundar umhverfisnefndar, um umsögn til umhverfisráðuneytisins, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 9.6. 201112021 - Tillögur af 47. sambandsþingi UMFÍ til sveitarfélaga
  Erindið lagt fram á 129. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
 9.7. 201110271 - Frumvarpsdrög um breytingar á lögum nr. 106/2000 send til umsagnar
  Afgreiðsla 129. fundar umhverfisnefndar, á umsögn til bæjarráðs, samþykkt á 571. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
10.  201112004F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 202
 Fundargerð 202. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 571. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 10.1. 201111245 - Funabakki 2 - Leyfi fyrir skipulags og fyrikomulagsbreytingu, reyndarteikningar lagðar fram
  Afgreiðsla 202. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
   
11.  201112010F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 203
 Fundargerð 203. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 571. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 11.1. 201112091 - Klapparhlíð 2-8 byggingarleyfi, 4 íb. taka burt svalir, breyta svölum í glugga, reyndarteikningar lagðar fram
  Afgreiðsla 203. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 571. fundi bæjarstjórnar.
 
   
12.  201112147 - Fundargerð 1. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Félags stjórnenda leikskóla
 Fundargerð 1. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga og KÍ vegna Félags stjórnenda leikskóla lögð fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
   
13.  201112148 - Fundargerð 2. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Félags stjórnenda leikskóla
 Fundargerð 2. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga og KÍ vegna Félags stjórnenda leikskóla lögð fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
   
14.  201112150 - Fundargerð 293. fundar Sorpu bs.
 Til máls tóku: JJB, BH, HP.
Fundargerð 293. fundar Sorðu bs. lögð fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
   
15.  201112138 - Fundargerð 372. fundar SSH
 Fundargerð 372. fundar SSH lögð fram á 571. fundi bæjarstjórnar.
   
16.  201104216 - Erindi Veislugarðs varðandi niðurfellingu á leigu í Hlégarði
 Vegna sérstakra aðstæðna hvað varðar ástand hins leigða húsnæðis, breytingar í  rekstrarumhvefi og vegna minnkandi viðskipta leigusala við leigutaka, hafa samningsaðilar orðið ásáttir um leiðréttingu á leigu vegna ársins 2011 sem nemur ígildi fjögurra mánaða leigu.
Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.
 
Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Mosfellsbær ber ekki ábyrgð á rekstri einkafyrirtækja. Skv. ástandsskýrslu er kominn tími á nokkurt viðhald á Hlégarði, en skv. henni verður ekki séð að það hafi komið niður á rekstri Veislugarðs og þá varla svo að gefa þurfi eftir þriðjung af leigu húsnæðisins í ár, en húsaleiga nemur einungis um 10% af veltu Veislugarðs. Íbúahreyfingin telur að endurhugsa þurfi nýtingu Hlégarðs og ef þar sé veitingarekstur þurfi að bjóða þá starfsemi út til ákveðins tíma í senn.
   
17.  201109236 - Fjárhagsáætlun 2012
 Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór bæjarstjóri yfir fyrirliggjandi rekstrar- og fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2011.
Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi rekstrar- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 eru eftirfarandi í millj. kr.:

Tekjur: 5.924
Gjöld: 5.320
Fjármagnsgjöld: 604
Rekstrarniðurstaða: 64
Eignir í árslok: 12.503
Eigið fé í árslok: 3.601
Fjárfestingar: 745
-------------------------------------------------------------
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2012 eru eftirfarandi:
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)
Fasteignaskattur A 0,265% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,110% af fasteignamati húss og lóðar
Holræsagjald 0,130% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga A 0,340% af fasteignamati lóðar
 
Fasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)
Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,110% af fasteignamati húss og lóðar
Holræsagjald 0,130% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðar
 
Fasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)
Fasteignaskattur C 1,650% af fasteignamati húss og lóðar
Fasteignaskattur, hesthús 0,450% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,110% af fasteignamati húss og lóðar
Holræsagjald 0,130% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar
-------------------------------------------------------------
Gjalddagar fasteignagjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mánaðar frá 15. janúar til og með 15. september.
Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 20.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar með eindaga 14. febrúar.
-------------------------------------------------------------
Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega eru í öllum atriðum óbreytt milli áranna 2011 og 2012.
-------------------------------------------------------------
Eftirtaldar gjaldskrár liggja fyrir og taka breytingum þann 1.1.2012.
gjaldskrá þjónustugjald í leiguíbúðum aldraðra
gjaldskrá dagvist aldraðra
gjaldskrá ferðaþjónusta í félagsstarfi aldraðra
gjaldskrá ferðaþjónusta fatlaðra
gjaldskrá félagsleg heimaþjónusta
gjaldskrá heimsending fæðis
gjaldskrá húsaleiga í félagslegum íbúðum
gjaldskrá húsaleiga í íbúðum aldraðra
gjaldskrá húsnæðisfulltrúa
gjaldskrá námskeiðigjalda í félagsstarfi aldraðra
gjaldskrá húsaleiga í þjónustuíbúðum fatlaðs fólks
gjaldskrá þjónustusamnings vegna daggæslu barna í heimahúsi
samþykkt vegna niðurgreiðslu á vistunarkostnaði barna á leikskólum bæjarins
gjaldskrá leikskólagjalda  
gjaldskrá í frístundaseljum
gjaldskrá skólahljómsveitar
gjaldskrá Listaskóla Mosfellsbæjar
gjaldskrá fyrir mötuneyti grunnskóla Mosfellsbæjar
gjaldskrá Bókasafns Mosfellsbæjar
gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga  
gjaldskrá sorphirðu 
gjaldskrá fráveitu 
gjaldskrá skipulags- og byggingarmála
gjaldskrá vatnsveitu Mosfellsbæjar     
gjaldskrá um hundahald í Mosfellsbæ  
gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar     
-------------------------------------------------------------
 
Til máls tóku: HSv, JS, HP, BH, JJB, KT og BÞÞ.

Tillögur S-lista Samfylkingar vegna fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar fyrir árið 2012.
Rekstraráætlun:
- Að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar verði sú sama og fjárhæð atvinnuleysisbóta hverju sinni.
Tillagan borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.
 
- Vegna fyrirliggjandi tillögu meirihlutans um hækkun mötuneytisgjalda til samræmis við Reykjavík verði í boði hafragrautur við upphaf skóladags í mötuneytum skólanna án gjaldtöku.
Tillaga um málsmeðferð að vísa tillögunni til fræðslunefndar og fræðslusviðs til umræðu samþykkt með sjö atkvæðum.
 
- Að frístundaávísun barna og unglinga hækki til samræmis við Reykjavík eða úr kr. 15.000 í 25.000 kr.
Tillagan borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.
 
- Að fjárveitingar til stuðnings- og stoðþjónustu skólanna verði á sér bókhaldslykli í reikningshaldi þeirra, sem óheimilt verði að ráðstafa til annarar stafsemi. Jafnframt fari fram ýtarlegt endurmat á fyrirkomulagi þjónustunnar og fjárveitingum til hennar.
Tillaga um málsmeðferð að vísa tillögunni til framkvæmdastjóra fræðslusviðs og fjármálastjóra til umsagnar samþykkt með fimm atkvæðum.
Bæjarráði verði falið að koma með tillögur til bæjarstjórnar hvernig þessum tillögum verði komið fyrir innan fjárhagsáætlunarinnar.

Bókun með tillögunum:
Við þær efnahagslegu aðstæður sem við búum við er enn meira áríðandi en oft áður, að gætt sé að þeim börnum og unglingum sem höllum fæti standa  námslega, félagslega eða efnalega sem og fjölskyldum sem í fjárhagslegum erfiðleikum eiga svo sem  vegna atvinnuleysis. Mikilvægt er af þessum sökum að slaka ekki á stuðningi við börn og unglinga í leik og starfi. Vegna mikilvægi þessara þátta í  samfélagslegri þjónustu bæjarfélagsins eru þeir áhersluatriði Samfylkingarinnar við þessa fjárhagsáætlanagerð.
Eignfærð fjárfesting:
Veittir verði fjármunum í endurbætur á gönguleiðum innan þéttbýlisins einkum með tilliti til öryggis þeirra sem þær nota.
Fram fari mat á þörf endurbóta einstakra gönguleiða ásamt kostnaðargreiningu. Bæjarráð komi síðan með tillögu til bæjarstjórnar um framkvæmdir ásamt breytingatillögu á fjárhagsáætluninni hvað það varðar.
Jónas Sigurðsson.

Tillögunni vísað til vinnu vegna áætlunar um endurbætur í eldri hverfum.
 

Upp er borið til samþykktar í einu lagi ofangreint, þ.e. rekstrar- og fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2012, álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2012 og ofangreindar gjaldskrár.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
 

Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Í fjárhagsáætlun meirihlutans er dregið úr áhrifum lýðræðis í bæjarfélaginu með því að skera niður störf nefnda, forgangsröð verkefna er illa rökstudd. Þá er ráðstöfunarfé bæjarráðs aukið sem við teljum vonda þróun.
 

Bókun bæjarfulltrúa S-lista Samfylkingar.
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar fyrir árið 2012.
Það sem einkum einkennir þessara fjárhagsáætlunar sjálfstæðismanna og VG er mikil hækkun á þjónustugjöldum bæjarbúa. Má þar m.a.nefna að leikskólagjöld hækka um 10,7%, frístundasel um 11,8%, mötuneyti grunnskóla um12,8%, hitaveita um 5,7%, félagsleg heimaþjónusta um 5%,  íþróttamiðstöðvar um 4-7%.
Í ljósi þessara miklu hækkana er það því miður að meirihlutinn skuli fella hluta tillagna Samfylkingar, tillögur sem miða að því að standa vörð um þá sem höllum fæti standa einkum með tilliti til aðstæðna barna og unglinga hvað það varðar.
Jónas Sigurðsson.
 

Bókun bæjarfulltrúa D- og V lista
Megináherslur í fjárhagsáætlun 2012 eru hér eftir sem hingað til að standa vörð um grunn- og velferðarþjónustu Mosfellsbæjar. Grunntónninn í áætlunni er aðhald og hagræðing en ekki niðurskurður.
Segja má að botninum sé náð. Árin eftir bankahrun hafa verið sveitarfélögum erfið rekstrarlega og hefur Mosfellbær ekki farið varhluta af því. Bærinn hefur hins vegar búið við það að hafa staðið traustum fótum í aðdraganda hrunsins og var því svigrúm fyrir því að reka bæjarsjóð tímabundið með halla. Fjárhagsáætlun ársins 2012 gerir ráð fyrir því að afgangur verði af rekstrinum á árinu. 
Við áætlun útsvars er gert ráð fyrir að útsvarstekjur munu hækka í takt við almennar launahækkanir og um 2% fjölgun íbúa milli ára. Á móti hafa laun starfsmanna sveitarfélaga hækkað sem leiðir til aukins kostnaðar fyrir sveitarfélagið.
Í aðdraganda fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár leitaði Mosfellsbær til íbúa eftir leiðum til hagræðingar. Haldinn var sérstakur íbúafundur þar sem bæjarbúar voru spurðir tveggja spurninga. Annars vegar hvar það teldi að mætti hagræða og hins vegar hvar ekki mætti hagræða. Fjárhagsáætlun ársins 2011 byggði meðal annars á áherslum íbúa sem fram kom hjá íbúum á fundinum. Til þeirra er einnig horft í fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 og má segja á nú sé um að ræða aðhald í stað niðurskurðar.
Áfram verður haldið að byggja upp sveitarfélagið og á árinu 2012 er gert ráð fyrir að tveimur stórum framkvæmdum á árinu, þ.e. bygging hjúkrunarheimilis sem þegar er hafin og framhaldskóla í samvinnu við ríkisvaldið.
Helstu áherslur í fjárhagsáætlun 2012 eru eftirfarandi:
-Að afgangur sé af rekstri bæjarins og veltufé frá rekstri verði jákvætt um meira en 10% af tekjum.
-Að útsvarprósenta verði óbreytt og álagningarhlutföll fasteignagjalda íbúarhúsnæðis einnig.
-Að skuldir sem hlutfall af tekjum lækki.
-Að álagningarhlutfall fasteignaskatts af atvinnuhúsnæði hækki til samræmis við það sem er í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
-Að leikskólagjöld séu endurskoðuð til að mæta hækkun verðlags og aukins kostnaðar, en hlutdeild foreldra í kostnaði við leikskólaplásssé áfram undir 25%.
-Að tekjutengja afslætti af leikskólagjöldum.
-Að haldið verið áfram  með sparnaði og hagræðingu í rekstri m.a.  með hagræðingu í yfirstjórn og stjórnun almennt, sem og í eignaliðum og rekstri fasteigna.
-Að framkvæmdir hefjist við byggingu nýs framhaldsskóla í miðbæ Mosfellsbæjar og að byggingu hjúkrunarheimilis að Hlaðhömrum verði að mestu lokið á árinu.
-Að tekin verði í notkun ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða á Hlaðhömrum.
   
18.  201112001 - Þriggja ára áætlun 2013-2015
 Forseti gaf bæjarstjóra orðið undir þessum lið og fór bæjarstjóri nokkrum orðum um áætlunina sem væri hér lögð fram óbreytt frá fyrri umræðu.
 
Bæjarstjóri þakkaði að lokum öllum embættismönnum sem komið hafa að gerð áætlunarinnar fyrir þeirra störf.
 
Forseti tók undir þakkir til starfsmanna fyrir aðkomu þeirra að gerð þessarar þriggja ára áætlunar.
 
Til máls tóku: HSv og HP.
 
 
Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2013-2015 var borin upp og samþykkt með fimm atkvæðum.
 
Forseti óskaði bæjarfulltrúum, starfsmönnum öllum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og sleit síðan fundi.
   
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:35

 

Meira ...

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 569 - 23.11.2011

24.11.2011

569. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 
miðvikudaginn 23. nóvember 2011 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðupptaka af fundinum


Fundinn sátu:
Hafsteinn Pálsson (HP), Bryndís Brynjarsdóttir (BBr), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Hanna Bjartmars Arnardóttir (HBA), Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG), Eva Magnúsdóttir (EMa), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

Samþykkt að taka á dagskrá sem síðasta dagskrármál kosningu í nefnd.

Dagskrá:

1.  201111006F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1051
Fundargerð 1051. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 569. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 201110263 - Samráðslýðræði, kynning á Íbúar ses.
 Kynning fór fram á 1051. fundi bæjarráðs á samráðslýðræði og vefnum Betri Reykjavík. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.2. 201109392 - Tillögur rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins
 Til máls tóku: HBA og BH.
Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, um að gera umsögn skipulagsnefndar að sinni og senda til SSH, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.3. 201102165 - Stígur meðfram Vesturlandsvegi
 Til máls tók: HBA.
Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að ganga til samninga við lægstbjóðanda o.fl., samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.4. 201108002 - Erindi Ungmennafélags Íslands varðandi 2. landsmót UMFÍ 50 2012
 Til máls tóku: HBA, HP og BH.
Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að tilnefna Rúnar Braga Guðlaugsson sem fulltrúa Mosfellsbæjar í landsmótsnefnd, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.5. 201106051 - Erindi varðandi bráðabirgðarheimreið að Helgafelli framhjá Fellsási 2
 Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að heimila bæjarstjóra að vinna áfram að því að leysa ágreining sem uppi er o.fl., samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.6. 201109103 - Tillögur verkefnahóps SSH, samstarf sveitarfélaganna um sorphirðu
 Till máls tóku: HBA, HP, JJB, BH, RBG og BBr.
Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að heimila umhverfissviði að taka þátt í útboði varðandi sameiginleg kaup á tunnum o.fl., samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.7. 201111005 - Erindi Soroptimistaklúbbs Mosfellssveitar varðandi landsþing 2012
 Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara um erindið, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.8. 201111015 - Erindi Samtaka um kvennaathvarf, varðandi rekstarstyrk fyrir árið 2012
 Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.9. 201111068 - Umsagnarbeiðni um drög að skipulagsreglugerð
 Til máls tók: HBA.
Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.10. 201111071 - Rekstraryfirlit janúar til september 2011
 Rekstraryfirlit janúar til september lagt fram á 1051. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
   
2.  201111011F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1052
Fundargerð 1051. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 569. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 201110264 - Jarðskjálftar af mannavöldum
 Afgreiðsla 1052. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að skrifa Orkuveitu Reykjavíkur og Viðlagatryggingu Íslands og óska útskýringa, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.2. 201109233 - Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ
 Afgreiðsla 1052. fundar bæjarráðs, um að SSH beiti sér fyrir samvinnu sveitarfélaga innan SSH varðandi setningu lögreglusamþykkta o.fl., samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.3. 201111071 - Rekstraryfirlit janúar til september 2011
 Rekstrarfyfirlitð lagt fram á 1052. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.4. 201111095 - Styrkbeiðni vegna Snorraverkefnis árið 2012
 Afgreiðsla 1052. fundar bæjarráðs, um að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar og afgreiðslu, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.5. 201004045 - Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010
 Afgreiðsla 1052. fundar bæjarráðs, um að samþykkja álagningu dagsekta á tvær lóðir, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
3.  201111004F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 183
Til máls tók: JJB.
Fundargerð 183. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til kynningar á 569. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
   
4.  201111009F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 260
Fundargerð 260. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 569. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 201109293 - Upplýsingar um sumarstarf leikskólanna
 Erindið lagt fram á 260. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.2. 201111075 - Öryggi barna
 Erindið lagt fram á 260. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.3. 201111106 - Erindi frá ráðuneyti um forfallakennslu í grunnskólum
 Erindið lagt fram á 260. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.4. 201111029 - Grunnskólabörn í Mosfellsbæ 2011-2012
 Erindið lagt fram á 260. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.5. 201111101 - Ársskýrsla Skólaskrifstofu 2010-2011
 Erindið lagt fram á 260. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.6. 201110293 - Erindi SSH - tillögur verkefnahóps 15 varðandi menntamál
 Afgreiðsla 260. fundar fræðslunefndar lagt fram. Afgreiðslan send bæjarráði sem óskað hafði umsagnar um erindið.
 
   
5.  201111007F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 309
Fundargerð 309. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 569. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 5.1. 201110219 - Krafa um úrbætur á Þingvallavegi vegna aukins umferðarþunga
 Til máls tóku: JJB, BH, HP, HBA og BBr.
Afgreiðsla 309. fundar skipulagsnefndar, þar sem óskað er eftir að lýsing við biðskýli verði bætt o.fl. vísað til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Umsögninni verði skilað til bæjarráðs.
 
 5.2. 201110220 - Leiðakerfisbreytingar Strætó bs. 2012
 Erindið lagt fram á 309. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.3. 201110303 - Reykjabyggð 4, umsókn um byggingarleyfi
 Afgreiðsla 309. fundar skipulagsnefndar, um að nefndin sé jákvæð fyrir stækkun hússins en fallist ekki á aukaíbúð í bílskúr, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.4. 201111026 - Landsskipulagsstefna 2012-2024
 Afgreiðsla 309. fundar skipulagsnefndar, um að tilnefna Ólaf Gunnarsson og Jóhannes Eðvaldsson sem fulltrúa Mosfellsbæjar í samráðsvettvang um landsskipulagsstefnu, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. 
 
 5.5. 201111016 - Fornleifar við Selvatn í landi Selmerkur
Afgreiðsla 309. fundar skipulagsnefndar, um að leiðrétt verði staðsetning fornminja á deiliskipulagsuppdrætti, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
5.6. 201110109 - Samræming á lögsögumörkum milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur á Hólmsheiði
 Erindinu frestað á 309. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.7. 201109449 - Flugubakki 10 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Afgreiðsla 309. fundar skipulagsnefndar, um að hafna tillögu að breyttu deiliskipulagi varðandi fjölda og umfang kvista, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.8. 201106165 - Fjarskiptahús og mastur fyrir Ríkisútvarpið ohf. á Úlfarsfelli
 Erindið lagt fram á 309. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.9. 201109457 - Uglugata 7, fyrirspurn um aukaíbúð og hússtærð
 Erindinu frestað á 309. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.10. 201108671 - Hlíðartúnshverfi, deiliskipulagsbreyting við Aðaltún
Afgreiðsla 309. fundar skipulagsnefndar, um samþykki á deiliskipulagsbreytingunni o.fl., samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
6.  201111008F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 201
Fundargerð 201. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 569. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 6.1. 201111019 - Bollatangi 2 -Breyting á glugga á vesturhlið í svalahurð
 Afgreiðsla 201. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.2. 201111047 - Reykjabyggð 49, umsókn um byggingaleyfi vegna stækkunar bílskúrs
 Afgreiðsla 201. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
   
7.  201111115 - Fundargerð 16. fundar samstarfsnefndar aðildarfélaga Huggarðs og Sambands ísl.sveitarfélaga
Til máls tóku: JJB og SÓJ.
Fundargerð 16. fundar samstarfsnefndar aðildarfélaga Huggarðs og Sambands ísl. sveitarfélaga lögð fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
   
8.  201111156 - Fundargerð 318. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Til  máls tóku: HBA, JJB, HP og BH.
Fundargerð 318. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
   
9.  201111098 - Fundargerð 370. fundar SSH
Fundargerð 370. fundar stjórnar SSH lögð fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
   
10.  201111139 - Fundargerð 163. fundar Strætó bs
Til máls tóku: BH, JJB og HP.
Fundargerð 163. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
   
11.  201111104 - Fundargerð 291. fundar Sorpu bs.
 Fundargerð 291. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
   
12.  201111151 - Ákvörðun um útsvarsprósentu 2012
Til máls tóku: HP, JJB, EMa og BH.
 
Lögð er fram tillaga um að útsvarsprósentan verði óbreytt frá yfirstandandi ári, þ.e. að útsvarsprósentan vegna álagningar útsvars verði 14,48% á árinu 2012.
 
Tillagan samþykkt með sjö atkvæðum.
   
13.  201009295 - Kosning í nefndir af hálfu Samfylkingar
 Tillaga kom fram um að Anna Sigríður Guðnadóttir verði aðalmaður í fræðslunefnd stað Jónasar Sigurðssonar sem verði varamaður.
Fleiri tillögur komu ekki fram og var tillagan samþykkt samhljóða.
   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20

Meira ...

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 567 - 26.10.2011

27.10.2011

567. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell,   miðvikudaginn 26. október 2011 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðskrá frá fundinum


Fundinn sátu:
Hafsteinn Pálsson (HP), Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Hanna Bjartmars Arnardóttir (HBA), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá:

1.  201110014F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1048
 Fundargerð 1048. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 567. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 201109112 - Tillögur verkefnahóps SSH (verkefnahópur 21), ferðaþjónusta fatlaðs fólks
  Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að gera umsögn fjölskyldunefndar að svari bæjarráðs, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.2. 201109369 - Beiðni um skil á lóðinni Litlikriki 37
  Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stórnsýslusviðs að ræða við bréfritara, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.3. 201110008 - Erindi Skólar ehf. varðandi samstarf um mótun heilsustefnu grunnskóla
  Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að ganga til samninga við Skólar ehf. o.lf., samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.4. 201110021 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 2 um félagslegt húsnæði
  Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að gera umsögn fjölskyldunefndar að svari bæjarráðs, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.5. 201110022 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 1 um barnavernd
  Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að gera umsögn fjölskyldunefndar að svari bæjarráðs, stjórnar samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.6. 201110030 - Erindi SSH varðandi stjórnsýsluúttektir á byggðasamlögunum og framhald máls
  Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að bæjarráð sé jákvætt fyrir hugmyndum um endurskoðun á samþykktum SSH o.fl., samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.7. 201009054 - Hljóðritunarbúnaður og drög að reglum vegna hljóðritunar
  Til máls tóku: JJB og HSv.
Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.8. 201109233 - Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1048. fundi bæjarráðs. Frestað á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.9. 200809341 - Starfsáætlanir Mosfellsbæjar 2009-2012
  Starfsáætlanir lagðar fram á 1048. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.10. 201110057 - Erindi FaMos varðandi umsókn um starfsstyrk
  Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.11. 201110092 - Uppgræðsla í beitarhólfinu á Mosfellsheiði - beiðni um styrk
  Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umhverfisstjóra til umsagnar, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.12. 201110136 - Fundur með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2011
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1048. fundi bæjarráðs. Frestað á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.13. 201110150 - Styrkumsókn vegna Heilsuvinjar í Mosfellsbæ fyrir árið 2012
  Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til þróunar- og ferðamálanefndar til umsagnar, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
2.  201110008F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 181
 Fundargerð 181. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 567. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 201110055 - Hvatning vegna kvennafrídagsins 25.október
  Afgreiðsla 181. fundar fjölskyldunefndar, varðandi kvennafrídaginn 25. október o.fl., lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.2. 201110022 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 1 um barnavernd
  Afgreiðsla 181. fundar fjölskyldunefndar, varðandi umsögn til bæjarráðs, lögð fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.3. 201110021 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 2 um félagslegt húsnæði
  Afgreiðsla 181. fundar fjölskyldunefndar, varðandi umsögn til bæjarráðs, lögð fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
   
3.  201110007F - Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 155
 Fundargerð 155. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 567. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 201104020 - Íþróttaþing Mosfellsbæjar
  Til máls tók: BH.
Afgreiðsla 155. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, varðandi íþrótta- og tómstundaþing, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.2. 201110099 - Endurskoðun á reglum um kjör á íþróttamanni og konu ársins
  Afgreiðsla 155. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, um óbreyttar reglur um kjör á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.3. 201010230 - Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi leigusamning reiðhallar
  Afgreiðsla 155. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012 o.fl., samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.4. 201109249 - Fyrirspurn um erindi
  Erindið lagt fram á 155. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.5. 201110100 - Frístundabíll
  Til máls tóku: HBA, HSv og BH.
Erindið kynnt á 155. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.6. 201110110 - Sumarnámskeið ÍTÓM
  Erindið lagt fram á 155. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.7. 201110107 - Ársskýrsla Vinnuskóla Mosfellsbæjar
  Erindið lagt fram á 155. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.8. 201110028 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnhóps 11 um íþróttamannvirki o.fl.
  Erindið lagt fram á 155. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
   
4.  201110216 - Fundargerð 290. fundar Sorpu bs.
 Til máls tóku: HS, HP, HBA og JJB.
Fundargerð 290. fundar Sorpu bs. lögð fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
   
5.  201110205 - Fundargerð 317. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
 Fundargerð 317. fundar stjórnar skóðasvæði höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
   
6.  201109385 - Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar
 Til máls tóku: HP, JJB, HS, HSv, HBA, BH og KT.
 
Bókun bæjarfulltrúa S- og V lista.
 
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar óskaði á síðasta fundi sínum eftir lögfræðilegri skoðun bæjarlögmanna á því hvort bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar hefði brotið lög þegar hann birti upplýsingar um afskriftir til lögaðila í dreifibréfi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ sem sent var til íbúa í september sl.
Nú liggur álit lögmannanna fyrir. Þar kemur fram að upplýsingar um afskriftir lögaðila hjá sveitarfélögum heyra undir þagnarskyldu sveitarstjórnarmanna. Í álitinu kemur einnig fram að birting umræddra upplýsinga var ekki í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Óheimilt var því fyrir sveitarstjórnarmanninn að birta upplýsingarnar opinberlega samkvæmt álitinu. Að auki er lagt til í álitinu að rétt sé að tilkynna innanríkisráðherra umrætt mál.
 
Því er það tillaga að innanríkisráðuneytið verði upplýst um málið og jafnframt óskað leiðsagnar ráðuneytisins um framhald þess.
Tillagan samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
 
 
Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar vegna minnisblaðs LEX.
 
Hvergi kemur fram í lögum að afskriftir lögaðila hjá sveitarfélögum heyri undir þagnarskyldu sveitarstjórnarmanna. Birting upplýsinganna varða ekki persónuverndarlög 77/2000 enda um að ræða upplýsingar er varða almannahag Mosfellinga og eðlilega upplýsingagjöf til bæjarbúa sem Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Samfylkingin vilja koma í veg fyrir að birtist. 
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar ver ekki sérhagsmuni, hann er í vinnu fyrir Mosfellinga.
Sú staðhæfing Lögmannsstofunnar LEX að Mosfellsbæ sé ekki heimilt að birta upplýsingar um afskriftir lögaðila fæst ekki staðist.

Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Íbúahreyfingin leggur til að kosið verði um hvort bæjarfulltrúar séu sammála lögfræðiálitinu.
Forseti lýsti þeirri skoðun sinni að framkomin tillaga væri ekki tæk til afgreiðslu vegna þess að þegar hefði verið afgreidd tilllaga um meðferð málsins, en óskaði eftir afstöðu annarra bæjarfulltrúa til þess.
Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar að framkomin tillaga Íbúahreyfingarinnar væri ekki tæk til atkvæðagreiðslu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05

Meira ...

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 566 - 12.10.2011

13.10.2011

566. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell,  miðvikudaginn 12. október 2011 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðskrá frá fundinum

Fundinn sátu:
Hafsteinn Pálsson (HP), Karl Tómasson (KT), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG), Hanna Bjartmars Arnardóttir (HBA), Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ).

Fundargerð ritaði:  Björn Þráinn Þórðarson, framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá:

1.  201109025F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1046
 Fundargerð 1046. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 566. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 201109385 - Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar
  Afgreiðsla 1046. fundar bæjarráðs kemur á dagskrá 566. fundar bæjarstjórnar þar sem afgreiðsla erindisins í bæjarráði var ekki samhljóða.
 
Til máls tóku: JJB, KT, HP, HSv, BH, RBG, HB.
 
Bókun Jóns Jósefs Bjarnasonar bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar:
 
"Hér er á ferðinni stórfurðulegt mál, meirihlutinn ásamt Samfylkingunni vill eyða hundruð þúsunda í lögfræðikostnað til þess að koma í veg fyrir gagnsæi þar sem þeir telja sig ekki hæfa til þess að sinna skyldum sínum sem fulltrúar bæjarbúa og taka afstöðu í málinu. Á sama fundi stendur til að samþykkja lýðræðisstefnu bæjarins sem unnin var í sjálfboðavinnu.
Forsaga málsins er að það kom fyrst til bæjarráð á fundi sem haldin var í beinu framhaldi af bæjarstjórnarfundi 16.03 2011. Listinn yfir þá sem áttu að fá kröfur sínar niðurfelldar fylgdi ekki málinu í fundargáttinni en var dreift með tölvupósti eftir vinnutíma deginum áður en fundurinn var haldinn. Listinn var stimplaður trúnaðarmál án skýringa. Bæjarráðsmenn gátu ekki kynnt sér málið að neinu marki en það kom ekki í veg fyrir að aðalmenn bæjarráðs sýndu fullkomið ábyrgðarleysi og samþykktu afskriftirnar. Áheyrnarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerði athugasemd við að skjalið væri stimplað trúnaðarmál, þó það hafi ekki verið bókað á fundinum.
Af hverju var skjalið stimplað trúnaðarmál, er það á valdi embættismanna eða hverra er það að meta hvort skjöl úr bókhaldi Mosfellsbæjar séu trúnaðarmál, getur hver sem er ákveðið það upp á eigin spýtur, þarf ekki að liggja einhver ástæða að baki, er hún sú að koma í veg fyrir gagnrýni skattgreiðenda á ákvarðanir kjörinna fulltrúa, var eitthvað óeðlilegt við afskriftirnar, trúnaði gagnvart hverjum er verið að gæta ?
Á bæjarstjórnarfundi 30.03 2011 var fundargerð bæjarráðs staðfest með eftirfarandi bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar og dagskrártillögu Hafsteins Pálssonar sem losaði bæjarstjórnarmenn frá því að gefa upp afstöðu sína í málinu en það virðist vera það sem allir flokksbundnir bæjarstjórnarmenn forðast eins og heitann eldinn.
Íbúahreyfingin leggur til að allar upplýsingar  um afskrifaðar skuldir lögaðila verði birtar opinberlega ásamt ástæðum fyrir því hvers vegna ekki sé talið mögulegt að innheimta kröfuna. Einnig, að allar upplýsingar um afskrifaðar skuldir einstaklinga þar sem félagslegar aðstæður eru ekki ástæða afskrifta séu birtar opinberlega.
Þá leggur Íbúahreyfingin til að fjöldi einstaklinga og heildarupphæð krafna þeirra sem  fá niðurfelldar kröfur vegna félagslegra aðstæðna verði birt opinberlega ásamt helstu félagslegum ástæðum sem valda því að afskrifa þarf kröfurnar. Að því gefnu að birtingin brjóti ekki í bága við lög.
Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.
 
Tillaga um málsmeðferð kom fram frá bæjarfulltrúa Hafsteini Pálssyni þess efnis að óskað verði eftir umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs um tillöguna og að umsögnin fari síðan til bæjarráðs.
 
Tillagan um málsmeðferð borin upp og samþykkt með sex atkvæðum.
6 mánuðir líða án þess að nokkuð er gert í málinu, send er fyrirspurn og henni svarað með því að málið hafi ekki verið ofarlega í forgangsröðinni og mikið verið að gera.
Við þurfum að þola pólitískan bæjarstjóra sem forgangsraðar verkefnum, sambærilegar fyrirspurnir og þessi berast ósjaldan frá fréttamönnum, þeim er svarað samdægurs eða innan fárra daga, öðru máli gegnir um að upplýsa íbúa Mosfellsbæjar og að framfylgja því sem samþykkt er í bæjarstjórn.
Íbúahreyfingin birtir hluta af þessum upplýsingum í fréttablaði sínu í september s.l. enda engin rök fyrir því að birta þær ekki og raunar pólitísk spilling að bæjarstjórn birtir þær ekki strax eftir afgreiðslu málsins. Upplýsingar sem hugsanlega stangast á við persónuverndarlög eru settar fram nafnlausar í töflu líkt og beðið var um í bæjarstjórn.
Listinn er hins vegar birtur sem málsgang í heild sinni undir þessum lið.
Nú tekur við önnur stórfurðuleg atburðarrás, á bæjarráðsfundi 22.09 2011 er þess farið á leit að bæta við sem fyrsta mál, dagskrárlið undir nafninu "Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar".
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskaði eftir að málinu yrði frestað og tekið upp eins og önnur mál á næsta bæjarráðsfundi. Því var hafnað og með því brotið á lýðræðislegum vinnubrögðum bæjarráðs og 47. gr. Samþykkta Mosfellsbæjar þar sem segir m.a.
.... Heimilt er að taka erindi til meðferðar í bæjarráði þótt ekki sé það tilgreint í dagskrá. Þó er skylt að fresta afgreiðslu slíks erindis ef einhver bæjarráðsmanna eða áheyrnarfulltrúi óskar þess....
Engin önnur sýnileg ástæða liggur að baki því að taka málið upp á þessum fundi fremur en næsta en að koma í veg fyrir lýðræðislegan rétt bæjarráðsmanna að geta undirbúið sig og kynnt sér mál sem liggja fyrir fundi.
Frestað var að staðfesta dagskrárliðinn á bæjarstjórnarfundi vegna  brota formanns bæjarráðs á samþykktum Mosfellsbæjar, en það kom ekki í veg fyrir að meirihlutinn bókaði um innihald dagskrárliðsins, en það var ekki á dagskrá heldur bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar um fundarsköp formanns bæjarstjórnar. Það mál endaði með því að tilkynnt var að þessi valdníðsla og samþykktarbrot yrðu kærð til innanríkisráðuneytis skv. 103 gr. sveitarstjórnarlaga.
Það er allrar athygli vert að forseti bæjarráðs hafi ekki kynnt sér þau fáu atriði í Samþykktum Mosfellsbæjar sem snúa að bæjarráði og ekki síður að fulltrúar sem hafa setið í áratugi í bæjarstjórn og embættismenn hafi ekki næga þekkingu á þessum Samþykktum.
Á bæjarráðsfundunum þar sem þetta mál var rætt, kom fram að hugsanlegur lögfræðikostnaður við að koma í veg fyrir að birta íbúum gögn sem þeir eiga rétt á að fá gæti numið allt að 800þ kr. Það skortir ekki fé þegar koma á í veg fyrir gagnsæi en lýðræðisnefndin mátti vinna í sjálfboðavinnu.
Það má líkja þessu máli við að einstaklingur sem ekki hefur til þess umboð, setji upp læst hlið ásamt umferðamerkjum á veg sem liggur í þjóðgarði og er almenningseign til þess að almennir borgarar sem án tímæla eiga fullan rétt á að nota veginn, raski ekki ró þess forréttindahóps sem á sumarbústað í þjóðgarði.
Það er klár spilling að hafa ekki birt þessar afskriftir í beinu framhaldi af afgreiðslu málsins og umhugsunarefni fyrir kjósendur í Mosfellsbæ hverjir treysta sér til þess að taka afstöðu í málum og hverjir þurfa að eyða út tómum sjóðum sveitarfélagsins til kaupa á lögfræðiþjónustu þegar heilbrigð skynsemi nægir. "
 
Bókun bæjarfulltrúa D lista og lista Vinstri grænna:
"Við vísum fullyrðingum og dylgjum í bókun Íbúahreyfingarinnar alfarið á bug, þær dæma sig sjálfar.  Þetta mál snýst um hvort bæjarfulltrúar fari eftir þeim lögum og reglum sem þeir hafa undirgengist varðandi stjórnsýslu Mosfellsbæjar."
 
Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar Hönnu Bjartmars:
"Aðalatriðið er að farið sé að lögum við birtingu upplýsinga og er því mikilvægt að engin vafi leiki á hvort gögn  sem kjörnir fulltrúar fá í hendur séu trúnaðarmál eða ekki. Því er nauðsynlegt að þau gögn sem sett eru á fundargátt séu merkt hvað það varðar. Telji fundarmenn vafa leika á slíkri merkingu skjals þá sé afstaða tekin til þess á þeim fundi þar sem um málið er fjallað. Sé ágreingur fyrir hendi er þá leitað úrskurðar í málinu."
 
Svohljóðandi tillaga borin upp til afgreiðslu:
Bæjarstjórn óskar eftir því við lögmenn bæjarins að fram fari lögfræðileg skoðun á því hvort brotið hafi verið gegn reglum Mosfellsbæjar um meðferð mála, ákvæðum sveitarstjórnarlaga og ákvæðum annarra laga sem kveða á um vernd persónuupplýsinga þegar Íbúahreyfingin birti upplýsingar um afskriftir til lögaðila í Mosfellsbæ í dreifibréfi til íbúa Mosfellsbæjar í september sl.
 
Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum gegn einu.
 
Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúahreyfingar bókar að ekki sé ástæða til að leita til lögfræðings þegar heilbrigð skynsemi nægir.
 
 1.2. 201109392 - Tillögur rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins
  Afgreiðsla 1046. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.3. 201107154 - Erindi íbúa í Tröllateig vegna göngustígs
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.4. 201108002 - Erindi Ungmennafélags íslands varðandi 2. landsmót UMFÍ 50 2012
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.5. 201109043 - Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi reiðleiðir í Mosfellsdal
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.6. 201109265 - Erindi Hugins Þórs Grétarssonar vegna Listaskóla Mosfellsbæjar
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.7. 201107033 - Lánasamningar sveitarfélagsins
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.8. 201109236 - Fjárhagsáætlun 2012
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.9. 201109369 - Beiðni um skil á lóðinni Litlikriki 37
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.10. 201109394 - Fjármál sveitarfélaga - upplýsingar úr rafrænum skilum
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.11. 201109427 - Mótmæli varðandi beit á landi Laxnes 2 að hálfu Hestaleigunnar í Laxnesi 1
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.12. 201109428 - Beiðni um aðstoð við að halda utan um starfsemi fyrir atvinnuleitendur
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.13. 201109439 - Utnahússviðgerðir á eldri deild Varmárskóla
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
   
2.  201110002F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1047
 Fundargerð 1047. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 566. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 201107154 - Erindi íbúa í Tröllateig vegna göngustígs
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, um að heimila umhverfissviði að ganga frá afnotasamningi, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.2. 201108002 - Erindi Ungmennafélags íslands varðandi 2. landsmót UMFÍ 50 2012
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, um að leggja til aðstöðu fyrir landsmótið, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
Til máls tók: KT.
 
 2.3. 201109043 - Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi reiðleiðir í Mosfellsdal
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að skrifa Vegagerðinni í þessu sambandi, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
Til máls tók: KT.
 
 2.4. 201109265 - Erindi Hugins Þórs Grétarssonar vegna Listaskóla Mosfellsbæjar
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra fræðslusviðs að svara bréfritara, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.5. 201107033 - Lánasamningar sveitarfélagsins
  Erindið lagt fram á 1047. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.6. 201109236 - Fjárhagsáætlun 2012
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, um vinnutilhögun vegna fjárhagsáætlunar 2012, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.7. 201109369 - Beiðni um skil á lóðinni Litlikriki 37
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til umsagnar, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.8. 201109394 - Fjármál sveitarfélaga - upplýsingar úr rafrænum skilum
  Erindið lagt fram á 1047. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.9. 201109427 - Beit í landi Laxnes 2 að hálfu Hestaleigunnar í Laxnesi I
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.10. 201109428 - Beiðni um aðstoð við að halda utan um starfsemi fyrir atvinnuleitendur
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.11. 201109439 - Utanhússviðgerðir á eldri deild Varmárskóla
  Erindið lagt fram á 1047. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.12. 201109264 - Erindi Þórarins Jónassonar varðandi landakaup
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að ekki sé hægt að samþykkja tilboð um kaup eins og það er lagt fram, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.13. 201004045 - Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, um álagningu dagsekta eins og í fundargerðinni greinir, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.14. 201110022 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 1 um barnavernd
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.15. 201110021 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 2 um félagslegt húsnæði
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.16. 201110028 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnhóps 11 um íþróttamannvirki o.fl.
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.17. 201110027 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 10 um samstarf safna
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til menningarmálanefndar til umsagnar, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.18. 201110030 - Erindi SSH varðandi stjórnsýsluúttektir á byggðasamlögunum og framhald máls
  Erindinu var á 1047. fundi bæjarráðs vísað til næsta fundar ráðsins. Lagt fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.19. 201110008 - Erindi Skólar ehf. varðandi samstarf um mótun heilsustefnu grunnskóla
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
3.  201109029F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 180
 Fundargerð 180. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 566. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 201109112 - Tillögur verkefnahóps SSH (verkefnahópur 21), ferðaþjónusta fatlaðs fólks.
  Afgreiðsla 180. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar, en afgreiðsla nefndarinnar fer sem umsögn til bæjarráðs í samræmi við ósk bæjarráðs þar um.
 
   
4.  201109031F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 258
 Fundargerð 258. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 566. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 200809341 - Starfsáætlanir Mosfellsbæjar 2009-2012
  Starfsáætlanir á fræðslusviði lagðar fram á 258. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.2. 201109487 - Reglur um skólaakstur í Mosfellsbæ og skólaakstur 2011-12
  Afgreiðsla 258. fundar fræðslunefndar, um uppfærðar reglur um skólaakstur o.fl., samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
5.  201110001F - Lýðræðisnefnd - 12
 Fundargerð 12. fundar lýðræðisnefnd lögð fram til afgreiðslu á 566. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 5.1. 201011056 - Málefni lýðræðisnefndar
  Afgreiðsla 12. fundar lýðræðisnefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi drög að lýðræðisstefnu.
 
Til máls tóku: HSv, JJB, KT, HB, BH.
 
Fulltrúar D, S og Vg lista fagna nýrri lýðræðsstefnu og þakkar fyrir þá vinnu, frá íbúum, sérfræðingum, starfsmönnum og kjörnum fulltrúm sem gerðu þessa stefnu að veruleika.  Þetta er ánægjulegt framlag Mosfellsbæjar til evrópskrar lýðræðisviku sem nú stendur yfir. 
 
Lýðræðisstefnan er í fjórum hlutum; Stjórnsýsla og gegnsæi, samráð og íbúakosningar, þekking og fræðsla og framkvæmd lýðræðisstefnunnar.  Farnar voru nýjar leiðir við mótun stefnunar og voru íbúar þátttakendur í því ferli frá upphafi.  Afraksturinn er framsækin stefna sem unnin var á lýðræðislegan hátt.  Stefnan  er ekki meitluð í stein heldur mun sjálfsagt taka breytingum í tímans rás og í samræmi við ábendingar og annað sem kemur upp í tengslum við innleiðingu hennar.  Stefnunni er ætlað að vera leiðarljós kjörinna fulltrúa og starfsmanna í að tryggja lýðræði í Mosfellsbæ.
 
Bókun Jóns Jósef Bjarnasonar, bæjarfulltrúa íbúahreyfingar:
"Í kjölfar hrunsins í október 2008 stóð almenningur upp og mótmælti, það vildi lýðræðisumbætur, gagnsæi og endalok spillingar.
Niðurstöður sveitastjórnakosninga í Mosfellsbæ sendu einnig skýr skilaboð um það sama.
Hvað lýðræðisumbætur í sveitarfélögum varðar er fullljóst með nýju sveitarstjórnarlögum og lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar að þessar kröfur hafa verið hafðar að engu af meirihluta kjörinna fulltrúa. Komið er í veg fyrir áhrifaríkasta þátt íbúalýðræðis, þ.e. aðhaldsáhrifin og tryggt að bæjarstjórn hafi ávallt síðasta orðið. Íbúarnir eru jafn valdalausir og áður.
Það hænuskref sem lýðræðisstefnan tekur í átt að gagnsæi er svo lítið að það kemur að litlum notum við upprætingu spillingar.
Af þessum sökum situr Íbúahreyfingin því hjá við atkvæðagreiðsluna."
 
Lýðræðisstefna samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.
 
   
6.  201109030F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 307
 Fundargerð 307. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 566. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 
Undir þessum lið gerði Bryndís Haraldsdóttir formaður skipulagsnefndar grein fyrir íbúafundi um lokun akreinar inn á Vesturlandsveg úr Helgafellshverfi.
  
 6.1. 200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024
  Umsögn Umhverfisstofnunar lögð fram á 307. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.2. 201109449 - Flugubakki 10 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
  Afgreiðslu erindisins frestað á 307. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.3. 201109457 - Ugglugata 7, fyrirspurn um aukaíbúð og hússtærð
  Afgreiðslu frestað á 307. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.4. 201102165 - Stígur meðfram Vesturlandsvegi
  Afgreiðsla 307. fundar skipulagsnefndar, um samþykkt á framkvæmdaleyfi vegna göngu- og hjólreiðarstígs sunnan Versturlandsvegar, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
Til máls tóku: KT, JJB, BH, HSv, HP.
 
 6.5. 201109468 - Erindi íbúa um hraðahindrun í Tröllateig
  Erindið lagt fram á 307. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
Til máls tóku: KT, BH.
 
 6.6. 201109391 - Stefnumótun um almenningssamgöngur og vistvæna ferðamáta
  Afgreiðslu erindisins frestað á 307. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.7. 201109392 - Tillögur rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins
  Afgreiðsl erindisins frestað á 307. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
   
7.  201109028F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 199
 Fundargerð 199. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 566. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.
  
 7.1. 201109403 - Smávægilegar innanhúsbreytingar og reyndarteikningar
  Afgreiðsla 199. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar
 
 7.2. 201104192 - Markholt 20 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr, breyting á fyrri umsókn
  Afgreiðsla 199. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar
 
 7.3. 201108047 - Vesturlandsvegur gegnt miðbæ, byggingar- og framkvæmdaleyfi fyrir göngubrú
  Afgreiðsla 199. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
   
8.  201109024F - Þróunar- og ferðamálanefnd - 19
 Fundargerð 19. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 566. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 8.1. 201105080 - Í túninu heima Bæjarhátíð Mosfellsbæjar 2011
  Afgreiðsla 19. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
Til máls tóku: KT, RBG, JJB, HP, BÞÞ.
 
 8.2. 201106170 - Vatnaskíðabraut í Mosfellsbæ
  Afgreiðsla 19. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
Til máls tóku: KT, JJB, HB, BH.
 
 8.3. 201109415 - Ferðamálahópur framtíðarhóps SSH - niðurstöður
  Erindið lagt fram á 19. fundi þróunar- og ferðamálanefndar. Lagt fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
Til máls tók: HSv, HB, RGB.
 
Lagt er til að málinu verði vísað aftur til þróunar- og ferðamálanefndar.
 
 8.4. 201109430 - Verkefni og starfsáætlun þróunar- og ferðamálanefndar árið 2012
  Afgreiðsla 19. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.5. 200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024
  Afgreiðsla 19. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.6. 201108261 - Erindi SSH vegna sóknaráætlunar
  Afgreiðsla 19. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar, en afgreiðsla nefndarinnar fer sem umsögn til bæjarráðs í samræmi við ósk bæjarráðs þar um.
 
   
9.  201110070 - Fundargerð 289. fundar Sorpu bs.
 Fundargerð 289. fundar Sorpu bs. lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
Til máls tóku: HP, HSv, BH, HB.
 
Bæjarstjórn Mosfellsbær styður samþykkt stjórnar Sorpu að kanna svæði fjær byggð undir starfsemi félagsins. Bæjarstjórn áréttar að könnunin nái til urðunnar og annarrar lyktarmengandi starfsemi.  
   
10.  201110069 - Fundargerð 102. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
 Fundargerð 102. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
Til máls tóku: HSv, JJB.
   
11.  201110075 - Fundargerð 160. fundar Strætó bs.
 Fundargerð 160. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
Til máls tóku: HP, HSv, BH, JJB.
   
12.  201110076 - Fundargerð 316. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
 Fundargerð 316. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
Til máls tóku: BH, HSv, JJB, HB.
 
 
   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05

Meira ...

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 565 - 28.09.2011

29.09.2011

565. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell,  miðvikudaginn 28. september 2011 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðskrá frá fundinum

Fundinn sátu:
Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari.

Samþykkt í upphafi fundar að fresta 1. dagskrárlið í fundargeð 1045. fundar bæjarráðs og vísa dagskrárliðnum aftur til bæjarráðs.

Dagskrá:

1.  201109013F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1044
Fundargerð 1044. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 565. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
1.1. 201107057 - Erindi JP Lögmanna varðandi kröfur Jáverks ehf. vegna Krikaskóla
Afgreiðsla 1044. fundar bæjarráðs, um að fela framkvæmdastjóri umhverfissviðs að svara erindinu, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
1.2. 201105055 - Erindi vegna eignarhlutar - Hraðastaðir 1
Afgreiðsla 1044. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að ganga til samninga um makaskipti í samræmi við tillögu þar um, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
1.3. 201102165 - Stígur meðfram Vesturlandsvegi
Afgreiðsla 1044. fundar bæjarráðs, um að staðfesta framlagðan samning við Vegagerðina um hjólreiðastíg meðfram Vesturlandsvegi, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
1.4. 201107089 - Erindi Lausna lögmannsstofu sf. varðandi afsal
Afgreiðsla 1044. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
1.5. 2011081805 - Erindi SSH varðandi samstarf vegna þjónustu við fatlaða
Afgreiðsla 1044. fundar bæjarráðs, að samþykkja tillögur að verklagsreglum mats- og inntökuteymis o.fl., samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
1.6. 201109205 - Umsókn um styrk til Handarinnar
Afgreiðsla 1044. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
1.7. 201109244 - Minnisblað um einstaklingssamninga um þjónustu við fatlað fólk í Mosfellsbæ
Erindið lagt fram á 1044. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
   
2.  201109017F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1045
Fundargerð 1045. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 565. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 
Bæjarstjórnarmaður Jón Jósef Bjarnason óskaði umræðna um fundarsköp þessa fundar bæjarráðs.
Til máls tóku: JJB og HS. 
 
 
Bókun vegna fundarskapa á fundi bæjarráðs nr. 1045.
 
Dagskrá bæjarráðsfundar 1045 var send út með venjubundnum hætti, en við upphaf fundarins var óskað eftir að taka 2 mál á dagskrá til viðbótar.
Bæjarráðsmaður Íbúahreyfingarinnar óskaði eftir að öðru þessara mála yrði frestað til næsta fundar og sett á dagskrá eins og önnur mál. Því var hafnað af formanni bæjarráðs, sem er tvímælalaust brot á 47. gr. samþykkta Mosfellsbæjar þar sem segir m.a.
?Heimilt er að taka erindi til meðferðar í bæjarráði þótt ekki sé það tilgreint í dagskrá. Þó er skylt að fresta afgreiðslu slíks erindis ef einhver bæjarráðsmanna eða áheyrnarfulltrúi óskar þess.?.
Í 46. gr. segir m.a.
?Bæjarstjóri undirbýr bæjarráðsfundi í samráði við formann bæjarráðs....?
Ábyrgð bæjarstjóra á meðhöndlun málsins er því augljós.
Bæjarráðsmaður Íbúahreyfingarinnar benti ritara bæjarráðs á þetta brot formannsins í tölvupósti eftir fundinn og í framhaldinu sendi formaður bæjarráðs tölvupóst til bæjarráðsmanna þar sem m.a. kemur fram:
?Deildar meiningar komu upp á sl. bæjarráðsfundi um hvort erindið ?Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar? hafi verið tilkynnt inná dagskrá fundarins eða ekki. Svo virðist sem þeir sem eingöngu sáu fundarboðið rafrænt hafi ekki fengið þær upplýsingar að ræða ætti þennan lið í upphafi fundar.?
Engar umræður voru um það hvort dagskrárliðurinn hafi verið á boðarði dagskrá eða ekki enda bað formaður um að þessum liðum yrði bætt við, varla hafi hann gert það ef hann teldi að dagskrárliðurinn hafi verið á boðaðri dagskrá. Auk þess kemur fram í fundarboði að:
?...fundarboðið er eingöngu sent rafrænt...?
Eru þá 2 kerfi í gangi varðandi fundarboð og dagskrá funda, annað opinbert en hitt ekki ?
Þá kemur fram að búið sé að lagfæra þetta í fundargáttinni þannig að þetta komi ekki fyrir aftur, hvað var lagfært ? Var einhver óopinber útgáfa af fundargáttinni fjarlægð ? Hvernig á að skilja þetta ?
Í bréfinu kom einnig fram að formaður hyggðist bregðast við broti á 47. gr. samþykkta Mosfellsbæjar þrátt fyrir vafann um hvort erindið hafi verið tilkynnt á dagskrá eða ekki og fresta erindinu eftir að það hafði verið tekið fyrir.
Það leikur enginn vafi á og um það geta ekki verið deildar meiningar að dagskrárliðurinn var ekki í fundarboðinu enda er það eingöngu sent rafrænt.
Það liggur heldur engin vafi á því að 47. gr. samþykkta Mosfellsbæjar var brotin, en ákvæðið á að tryggja að bæjarráðsmenn geti kynnt sér mál fyrir fund og lýðræðislega meðhöndlun mála.
Það liggur engin vafi á því að nægur tími var til þess að setja dagskrárliðinn í dagskránna.
Það er enginn vafi á að engar eðlilegar forsendur voru fyrir því að taka málið fyrir á fundinum í stað þess að fresta því.
Eftir stendur að meirihlutinn er sekur um skipulega tilraun til valdníðslu sem eru viðbrögð hans við eðlilegu gagnsæi gagnvart íbúum Mosfellsbæjar.
Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.
 
 
 
Bókun bæjarfulltrúa D og V lista vegna bókunar um fundarsköp.
 
Í rafrænu fundarboði sem sent var út þann 20. september sl.  kl. 12.38 til aðal og varfulltrúa í bæjarráði var þess getið að málið "Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar" yrði rætt í upphafi fundar. Er miður að fundarboðið hafi farið fram hjá fulltrúa Íbúahreyfingarinnar líkt og og fram kemur í bókun.
Í ljósi umræðna á fundinum var rætt og lagt til að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að gera lögfræðilega skoðun á því hvort brotið hafi verið gegn reglum Mosfellsbæjar um meðferð mála, ákveðum sveitarstjórnarlaga og ákvæðum annarra laga sem kveða á um vernd persónuupplýsinga þegar Íbúahreyfingin birti upplýsingar um afskriftir til lögaðila í Mosfellsbæ í dreifibréfi til íbúa í september sl.  Var tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum.
Rétt er að fram kom tillaga um að fresta málinu þar sem fulltrúi Íbúahreyfingarinnar hafi ekki vitað að málið var yrði rætt á fundinum, þrátt fyrir að það hafi komið fram á fundarboðinu. 
Af þessum sökum var ákveðið að fresta málinu í upphafi bæjarstjórnarfundar í dag og verður það aftur til umfjöllunar á næsta fundi bæjaráðs.
Ómálefnalegum fullyrðingum um valdníðslu er algjörlega vísað á bug.
 
 
 
Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
 
Íbúahreyfingin ítrekar að viðkomandi mál var ekki á dagskrá í rafrænu fundarboði og í ljósi bókunar meirihlutans mun Íbúahreyfingin kæra málsmeðferðina til innanríkisráðuneytis skv. 103 gr. Sveitarstjórnarlaga.
  
2.1. 201109385 - Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar
Í upphafi þessa 565. fundar bæjarstjórnar var samþykkt samhljóða að frestað erindinu og vísa því aftur til bæjarráðs.
 
 
 
2.2. 201109384 - Ný sveitarstjórnarlög
Afgreiðsla 1045. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að undirbúa kynningu á nýjum sveitarstjórnarlögum, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
2.3. 2011081223 - Krafa um bætur vegna breytinga á deiliskipulagi vegna Krikaskóla
Afgreiðsla 1045. fundar bæjarráðs, að heimila stjórnsýslusviði að ganga frá greiðslu bóta í samræmi við mat matsmana, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
2.4. 201109264 - Erindi Þórarins Jónassonar varðandi landakaup
Afgreiðsla 1045. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að koma sjónarmiðum bæjarins á framfæri, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
2.5. 201109265 - Erindi Hugins Þórs Grétarssonar vegna Listaskóla Mosfellsbæjar
Afgreiðsla 1045. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
2.6. 201109324 - Erindi Dalsbúsins ehf. varðandi dreifingu á lífrænum áburði
Afgreiðsla 1045. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu o.fl., samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
3.  201109011F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 179
Fundargerð 179. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 565. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
3.1. 2011081918 - Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2011
Afgreiðsla 179. fundar fjölskyldunefndar, að veita UMFA jafnréttisviðurkenningu var samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar og er erindið því lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
3.2. 201109160 - Námskeið í fjölbreytileikafærni
Erindið lagt fram á 257. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
   
4.  201109016F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 257
Fundargerð 257. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 565. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
4.1. 201109207 - Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda
Erindið lagt fram á 257. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
4.2. 201102180 - Erindi mennta- og menningarmálaráðuneytis varðandi úttekt á leikskólanum Hlíð
Til máls tók: BH.
Erindið lagt fram á 257. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
4.3. 201109274 - Leiðbeiningar og viðmið fyrir sveitarfélög í tengslum við innra mat leikskóla
Erindið lagt fram á 257. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
4.4. 201109291 - Upphaf grunnskólaskólaársins 2011-12
Erindið lagt fram á 257. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
4.5. 201109275 - Leiðbeiningar og viðmið fyrir sveitarfélög í tengslum við innra mat grunnskóla
Erindið lagt fram á 257. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
4.6. 2011081928 - Reglur um skólavist utan lögheimilis - breyting á orðalagi
Til máls tók: BH.
257. fundur fræðslunefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á reglum um skólavist utan lögheimilis. Viðmiðunarreglur vegna greiðslna fyrir námsvist utan lögheimilis samþykktar á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
4.7. 201103249 - Endurskoðun stefnu um sérkennslu og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar
Til máls tóku: BH og JS.
Afgreiðsla 257. fundar fræðslunefndar, um að vinnuhópi um stefnumótun verði falið að vinna áfram í samræmi við framlagða greinargerð, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
4.8. 201109309 - Krikaskóli - erindi til mennta- og menningarmálaráðuneytis um að gerast þróunarskóli á grundvelli 44. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008.
Afgreiðsla 257. fundar fræðslunefndar, um að sækja um að Krikaskóli verði þróunarskóli, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
4.9. 201109273 - Yfirlit yfir skyldur og ábyrgð skólanefnda
Erindið lagt fram á 257. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
   
5.  201109012F - Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 154
Fundargerð 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 565. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
5.1. 201108930 - Erindi UMFÍ - forvarnir gegn tóbaksnotkun
Erindið lagt fram á 154. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
5.2. 201105180 - Lokaskýrsla verkefnisins Allt hefur áhrif, einkum við sjálf
Afgreiðsla 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, um að fela vinnuhópi um lýðheilsu að starfa áfram, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
5.3. 201106170 - Vatnaskíðabraut í Mosfellsbæ
Afgreiðsla 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, varðandi vatnsskíðabraut í Mosfellsbæ, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
5.4. 201108002 - Erindi Ungmennafélags íslands varðandi 2. landsmót UMFÍ 50 2012
Til máls tók: HSv.
Erindið lagt fram á 154. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
5.5. 201109211 - Frístundafjör 2011-12 - samningur við UMFA
Erindið lagt fram á 154. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
5.6. 201010230 - Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi leigusamning reiðhallar
Afgreiðsla 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, um að leggja til að erindinu verði vísað til fjárhagsáætlunar 2012 o.fl., samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
5.7. 201109124 - Samningar við íþrótta- og tómstundafélög 2011
Til máls tóku: BH, JJB, JS, HSv og BH.
Afgreiðsla 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar leggur til við bæjarstjórn að framlagðir samningar við íþrótta- og tómstundafélög 2011 verði staðfestir. Framlagðir samningar samþykktir á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
5.8. 201109212 - Tímatöflur íþróttamiðstöðva 2011-12
Erindið lagt fram á 154. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
5.9. 200906129 - Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði
Afgreiðsla 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, um að leggja til kynningu á stefnu um íþrótta- og tómstundamál Mosfellsbæjar, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
5.10. 201104020 - Íþróttaþing Mosfellsbæjar
Afgreiðsla 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, varðandi á koma á íþróttaþingi, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
5.11. 201104021 - Reglur um íþróttamann Mosfellsbæjar 2011
Erindið rætt á 154. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
5.12. 201109249 - Fyrirspurn um erindi
Lögð fram fyrirspurn á 154. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
5.13. 201108052 - Erindi UMFA varðandi aðstöðumál Aftureldingar
Afgreiðsla 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, um að leggja til að erindinu verði vísað til fjárhagsáætlunar 2012 o.fl., samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
6.  201109015F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 306
Fundargerð 306. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 565. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
6.1. 2011081226 - Tvær frístundalóðir við Selvatn, fyrirspurn um fjölgun húsa
Afgreiðsla 306. fundar skipulagsnefndar, um að ekki sé hægt að fallast á fleiri en eitt hús á hvorri lóð, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
6.2. 201109013 - Malarplan sunnan Þrastarhöfða, kvörtun
Afgreiðsla 306. fundar skipulagsnefndar, um að fela embættismönnum að ræða við landeigendur um lokun svæðisins, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
6.3. 201107051 - Stórikriki 57, deiliskipulagsbreyting 2011
Afgreiðsla 306. fundar skipulagsnefndar, að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr., samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
6.4. 2011081227 - Lokun Áslands við Vesturlandsveg, athugasemdir íbúa
Til máls tóku: BH, JJB, RBG og HSv.
Afgreiðsla 306. fundar skipulagsnefndar, um að leggjast gegn opnun gatnamótanna o.fl., samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
6.5. 2011081610 - Frístundalóð 125499 við Hafravatn, endurnýjuð ósk um skiptingu
Erindið lagt fram á 306. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
6.6. 201106165 - Fjarskiptahús og mastur fyrir Ríkisútvarpið ohf. á Úlfarsfelli
Erindið lagt fram á 306. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
6.7. 201108671 - Hlíðartúnshverfi, deiliskipulagsbreyting við Aðaltún
Afgreiðsla 306. fundar skipulagsnefndar, um að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi við Aðaltún, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
6.8. 200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024
Afgreiðsla 306. fundar skipulagsnefndar, um framlagningu umsagna o.fl., samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
7.  201109006F - Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 127
Fundargerð 127. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 565. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
7.1. 201107153 - Erindi Vinnuskóla Reykjavíkur varðandi umhverfismál
Erindið lagt fram á 127. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
7.2. 2011081988 - Evrópsk Samgönguvika 2011
Erindið lagt fram á 127. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
7.3. 201109114 - Málþing um sjálfbær sveitarfélög á Selfossi 2011
Erindið lagt fram á 127. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
7.4. 201109113 - Niðurstöður rannsókna á saurkólígerlum við Leiruvog 2004-2010
Til máls tóku: JS, HS, HSv, JJB, KT og BH.
Erindið lagt fram á 127. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
Tillaga S-lista Samfylkingar.
Niðurstaða af rannsóknum Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis á saurkóligerlum við strandlengjuna í Leiruvogi 2004-2010 sýnir að mengun er yfir skilgreindum umhverfismörkum. Því legg ég til að greind verði nánar ástæða mengunarinnar og að í framhaldi af greiningunni verði gerð áætlun um úrbætur.
Jónas Sigurðsson.
 
Samþykkt með sex atkvæðum að vísa tillögunni til umhverfisnefndar. Jón Jósef Bjarnason sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
 
 7.5. 2011081596 - Refa- og minnkaveiðar 2010-2011, skil á skýrslum
 Erindið lagt fram á 127. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
   
8.  201109371 - Fundargerð 315. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Til máls tóku: HS, HSv, BH, JJB,
Fundargerð 315. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
   
9.  201109398 - Fundargerð 789. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
 Fundargerð 789. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
   
10.  201109397 - Fundargerð 6. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósasvæðis
Til máls tók: HS.
Fundargerð 6. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10

Meira ...

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 564 - 14.09.2011

15.09.2011

564. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell,  miðvikudaginn 14. september 2011 og hófst hann kl. 16:30

 Hljóðskrá frá fundinum

Fundinn sátu:

Hafsteinn Pálsson (HP), Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

Samþykkt að taka á dagskrá erindi nr. 2011081918

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2011 og verður erindið 13. liður á dagskrá fundarins.

 

Dagskrá:

 

1.

201108022F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1042

 

Fundargerð 1042. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

1.1.

201108656 - Erindi Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála varðandi framkvæmdir við Þverholt 6

   

Úrskurður ÚSB lagður fram á 1042. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

1.2.

201107154 - Erindi íbúa í Tröllateig vegna göngustígs

   

Afgreiðsla 1042. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að ræða við íbúa á grundvelli umsagna, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.3.

2011081805 - Erindi SSH varðandi samstarf vegna þjónustu við fatlaða

   

Afgreiðsla 1042. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til fjölskyldunefndar, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.4.

200910113 - Erindi Lege lögmannsstofu varðandi Stórakrika 59

   

Afgreiðsla 1042. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að vinna að málinu, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.5.

2011081261 - Rekstraryfirlit janúar til júní 2011

   

Til máls tóku: JJB, HSv og JS.
 
Lögð fram svohljóðandi bókun og tillaga af hálfu bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.

 

Bókun. 
Af rekstaryfirliti bæjarins fyrir fyrstu 6 mánuði ársins kemur fram að fjármagnskostnaður hafi hækkað um 111 milljónir króna og eru samals 287 milljónir fyrir fyrstu 6 mánuði ársins.
Þetta er um 12% af skatttekjum Mosfellsbæjar. Hækkunin stafar af vísitölubreytingum en aukin skuldasöfnunin stafar að stórum hluta af taprekstri sveitarfélagsins síðan 2008 sem er afleiðing fyrirhyggjulausrar stefnu stjórnarflokkanna um uppbyggingu í Mosfellsbæ.
Skuldir Mosfellsbæjar eru nú á milli 8 og 9 milljarða króna.
 
Tillaga.
Til að vinna bug á þeirri erfiðu stöðu sem við blasir er lagt til að ráðist verði að rótum vandans, jafnvel í samvinnu við ríkið og önnur sveitarfélög. Ofurskuldsetning er ekki staðbundinn við Mosfellsbæ, hún er landlæg. Nauðsynlegt er að ná utan um heildarstöðu hins opinbera (ríki og sveitarfélög) og stofnanna á þess vegum. Í framhaldi þarf að endursemja um höfuðstól og vexti  skulda svo þær komist í niðurgreiðanlegt horf og afborganir ógni ekki velferð Mosfellinga. Framkvæmdin verði í höndum vinnuhóps á vegum ríkis- og sveitarfélaga. Hér gæti Mosfellsbær tekið frumkvæði og freistað þess að stofna til samstarfs við þar til bæra aðila um verkefnið. Verði ekki af samvinnunni ráðist Mosfellsbær í verkið á eigin forsendum.

 


Tillaga Íbúahreyfingarinnar borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.

 


Bókun bæjarfulltrúa D- og V- lista.
Samkvæmt sex mánaða uppgjöri er rekstur Mosfellsbæjar í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga hefur verið erfitt síðustu árin, tekjur hafa lækkað og kostnaður hækkað.  Því þurfti í fjárhagsáætlun ársins 2011  að taka ýmsar ákvarðanir sem sneru að lækkun kostnaðar. Öllum var því ljóst að reksturinn yrði krefjandi. Það er því ánægjuefni að forstöðumönnum stofnana og starfsmönnun hefur tekist að framfylgja þeim áætlunum sem lagt var upp með og eiga þeir þakkir skildar fyrir að hafa náð að hagræða í rekstri en samt sem áður að bjóða upp á góða þjónustu fyrir íbúana.
Fjárhagsáætlun 2011 er þriðja áætlunin í röð þar sem farið er í verulega hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins. Strax í kjölfar hruns árið 2008 var ljóst að rekstrarumhverfi sveitarfélaga væri gjörbreytt vegna minnkandi tekna þeirra. Í stað þess að skera harkalega niður og hækka gjöld allverulega var samstaða um meðal allra framboða í bæjarstjórn Mosfellsbæjar að fara í mildari hagræðingaraðgerðir til þriggja ára og ná fram jafnvægi í rekstri að því tímabili loknu. Árið 2011 er árið sem ætlunin er að jafnvægi náist í rekstrinum. Það er að takast.  Þetta var mögulegt þar sem reksturinn hafði gengið vel árin á undan, bæjarsjóður var þá rekinn með verulegum afgangi og skuldir greiddar niður.  Það hafði verið safnað til mögru áranna.  Því fær það með engu móti staðist að um fyrirhyggjulausa stefnu hafi verið um að ræða.
Mosfellsbæ hefur tekist að stilla lántökum í hóf. Ekki hafa verið tekið lán fyrir rekstri heldur einungis fyrir nýbyggingum og eðlilegri endurfjármögnun lána. Þau lán sem okkur hafa boðist vegna uppbyggingar og til endurfjármögnunar eru á hagstæðari kjörum en eldri lán og leiða þannig til sparnaðar.  Mosfellsbær nýtur trausts á lánsfjármörkuðum.
Hið eina í rekstrinum sem reynist í ósamræmi við það sem lagt var upp með í fjárhagsáætlun er þróun verðlags. Verðbólgan hefur verið meiri en sveitarfélögin áætluðu og kom fram í þjóðhagsspá. Því er þróun verðlags áhyggjuefni ekki bara fyrir Mosfellsbæ og sveitarfélög almennt, heldur fyrir landsmenn alla þar sem hækkun vísitölu kemur beint við fjárhag allra heimila í landinu.
Í  þessu sambandi viljum við nota  tækifærið og koma á framfæri þakklæti til íbúa og starfsfólks Mosfellsbæjar fyrir að taka þátt í þessu verkefni með jákvæðni og skilningi.

 


Bókun S- lista Samfylkingar.
Lækkun skulda og/eða rekstrarkostnaðar felur í sér niðurskurð á þjónustu eða hækkun álaga á bæjarbúa. Því er mikilvægt að það liggi fyrir hvaða áherslur munu ráða í þeim aðgerðum. Líklegast er að þær munu bitna fyrst og fremst á þjónustu við börn og barnafjölskyldur.  Efnahagslegar aðstæður á undanförnum árum hafa verið rekstri sveitarfélaga afar óhagstæðar og þar með Mosfellsbæ. Ég tel rétt að til lengri tíma sé litið í rekstri sveitarfélagsins þegar skoðað er með hvaða hætti skuli takast á við skuldir og/eða rekstrarkostnað.  Endurfjármögnun óhagstæðra lána hefur verið á hendi fjármálastjóra bæjarins sem mér sýnist að hann hafi sinnt ágætlega.

Jónas Sigurðsson.

 


Rekstraryfirlit janúar til júní 2011 lagt fram á 1042. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

2.

201109005F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1043

 

Fundargerð 1043. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

2.1.

201004045 - Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010

   

Til máls tóku: BH, JJB, HS og JS.

Verkferlar vegna stöðu á ástands á nýbyggingarsvæðum yfirfarið og kynnt á 1043. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.2.

201108051 - Erindi lögmanna Jón G. Zoega varðandi Laxness I

   

Afgreiðsla 1043. fundar bæjarráðs, að fela lögmanni bæjarins að svara bréfritara, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.3.

201010230 - Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi leigusamning reiðhallar

   

Afgreiðsla 1043. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.4.

201109043 - Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi reiðleiðir í Mosfellsdal

   

Afgreiðsla 1043. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.5.

201109109 - Árshlutareikningur SORPU bs. janúar-júní 2011

   

Árshlutareikningur Sorpu bs. lagður fram á 1042. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.6.

201109103 - Tillögur verkefnahóps SSH, samstarf sveitarfélaganna um sorphirðu

   

Til máls tóku: JS, HS, HP, JJB, BH og HSv.

Afgreiðsla 1043. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.7.

201109112 - Tillögur verkefnahóps SSH (verkefnahópur 21), ferðaþjónusta fatlaðs fólks.

   

Afgreiðsla 1043. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.8.

201109142 - Tillögur verkefnahóps SSH (verkefnahópur 3), stoðþjónusta og rekstrarsamvinna

   

Til máls tóku: JJB, BH, HSv, JS, HS og HP.

Tillögur verkefnahóps SSH lagðar fram á 1043. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.9.

200910113 - Erindi Lege lögmannsstofu varðandi Stórakrika 59

   

Til máls tóku: JJB, SÓJ og HP.

Afgreiðsla 1043. fundar bæjarráðs, að heimila bæjarstjóra að gagna frá samkomulagi varðandi lóðina Stórakrika 59, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

   

3.

201109002F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 178

 

Fundargerð 178. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

3.1.

201102209 - Mótun jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar 2011

   

Til máls tóku: JS og HSv.

178. fundur fjölskyldunefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi drög að jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar. Fyrirliggjandi Drög að jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.2.

2011081918 - Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2011

   

Afgreiðsla 178. fundar fjölskyldunefndar um dagskrá jafnréttisdags o.fl., samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.3.

2011081805 - Erindi SSH varðandi samstarf vegna þjónustu við fatlaða

   

Afgreiðsla 178. fundar fjölskyldunefndar, varðandi umsögn til bæjarráðs, lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

3.4.

201109030 - Heimahjúkrun í Mosfellsbæ

   

Bókun bæjarstjórnar varðandi afgreiðsla 178. fundar fjölskyldunefndar.

 

Heimahjúkrun er á forræði ríkisins og hefur þjónustunni í Mosfellsbæ frá byrjun ársins 2009 verið sinnt með þjónustusamningi til þriggja ára milli heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar sbr. bréf heilbrigðisráðherra frá 20. janúar 2009 til bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ. Við útfærslu samningsins voru aðilar sammála um að kvöld- og helgarþjónustu yrði stýrt frá miðstöð í Mosfellsbæ sem myndi stuðla að betri, skilvirkari og hagkvæmari þjónustu fyrir íbúa bæjarfélagsins. Þetta hefur ekki gengið eftir og er heimahjúkrun utan opnunartíma heilsugæslu Mosfellsumdæmis sinnt frá Reykjavíkurborg og hefur verið óánægja með þá þjónustu.

Í ljósi þess að samningur ráðuneytisins og Reykjavíkurborgar rennur út um áramótin 2011/2012 er farið fram á við velferðarráðuneytið að kvöld- og helgarþjónusta heimahjúkrunar í Mosfellsbæ verði með ásættanlegum hætti með því að færa framkvæmd þjónustunnar til aðila í bæjarfélaginu. Með því móti má stuðla að betri, skilvirkari og ef til vill hagkvæmari þjónustu en verið hefur, auk þess að hún verði í meira samræmi við ákvæði laga og stefnu ráðuneytisins.

Bæjarstjórn tekur undir að kvöld og helgarþjónusta heimahjúkrunar í Mosfellsbæ verði sinnt af aðilum í bæjarfélaginu og með því verði þjónusta við íbúa bætt.

 

 

3.5.

201005153 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til barnaverndarlaga

   

Frumvarð til barnaverndarlaga kynnt á 178. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

3.6.

201104156 - Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni varðandi frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk

   

Frumvarp til laga um réttargæslu fyrir fatlað fólk lagt fram á 178. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

4.

201108019F - Lýðræðisnefnd - 9

 

Fundargerð 9. fundar lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

4.1.

201011056 - Málefni lýðræðisnefndar

   

Til máls tóku: BH, HS og JS.

Afgreiðsla 9. fundar lýðræðisnefndar samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

   

5.

201109004F - Lýðræðisnefnd - 10

 

Fundargerð 10. fundar lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

5.1.

201011056 - Málefni lýðræðisnefndar

   

Til máls tóku: HP, JJB, HS og BH. 

Afgreiðsla 10. fundar lýðræðisnefndar, um afgreiðslu á drögum að lýðræðisstefnu til kynningar á almennum íbúafundi um lýðræðisstefnu, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

   

6.

201109007F - Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 162

 

Fundargerð 162. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

6.1.

201105212 - Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2011

   

Afgreiðsla 162. fundar menningarmálanefndar, kynningu á bæjarlistamanni 2011 o.fl. lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tekur undir óskir menningarmálanefndar til handa nýjum bæjarlistamanni Bergsteini Björgúlfssyni og óskar honum til hamingju með tiltilinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2011.

 

 

6.2.

201109148 - Vinnufundur norrænna vinabæja 21. september 2011

   

Afgreiðsla 162. fundar menningarmálanefndar, varðandi dagskrá fundar norrænu vinabæjanna o.fl. lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.3.

201109147 - Samningur um vinabæjarsamstarf 2011

   

162. fundur menningarmálanefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði nýr samningur um norrænt vinabæjarsamstarf. Drög að nýjum samningi um norrænt vinabæjarsamstarf samþykktur á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

6.4.

201109149 - Skýrsla um norrænt unglingaverkefni 2011

   

Afgreiðsla 162. fundar menningarmálanefndar varðandi umræðu um skýrslu um nærræna unglingaverkefnið í vinabæjunum 2011 lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.5.

201103024 - Reglur um úthlutun fjárframlaga til lista- og menningarstarfsemi í Mosfellsbæ

   

Erindinu frestað á 162. fundar menningarmálanefndar. Frestað á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.6.

200603117 - Stefnumótun í menningarmálum

   

Til máls tóku: HSv, JJB, HP, JS, BH, HS og KT. 

162. fundur menningarmálanefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýja stefnu í menningarmálum.

 
Bæjarstjórn beinir því til menningarmálanefndar að haldinn verði fundur til kynningar á drögum að nýrri stefnu í menningarmálum áður en stefnan verði afgreidd í bæjarstjórn.

 

 

   

7.

201108014F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 304

 

Fundargerð 304. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

7.1.

201107155 - Hrafnshöfði 25, umsókn um byggingarleyfi

   

Afgreiðsla 304. fundar skipulagsnefndar, um að byggingarleyfisumsókn rúmist innan gildandi deiliskipulags með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

7.2.

201010253 - Reykjabyggð 49, umsókn um stækkun bílskúrs

   

Afgreiðsla 304. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

7.3.

201107051 - Stórikriki 57, deiliskipulagsbreyting 2011

   

Afgreiðslu erindisins frestað á 304. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

7.4.

201108892 - Leirvogstunga 22, ósk um breytingu á deiliskipulagi

   

Afgreiðsla 304. fundar skipulagsnefndar, um að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

7.5.

2011081227 - Lokun Áslands við Vesturlandsveg, athugasemdir íbúa

   

Afgreiðsla frestað á 304. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

7.6.

2011081229 - Hættumat 2011 m.t.t. ofanflóða

   

Hættumatið lagt fram á 304. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

7.7.

201108024 - Erindi Húsfélags Brekkutanga 17-31 vegna bílaplans við Bogatanga

   

Afgreiðsla 304. fundar skipulagsnefndar varðandi að taka undir umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs til bæjarráðs lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

8.

201108005F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 197

 

Fundargerð 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

8.1.

201107053 - Bugðutangi 23 - Byggingaleyfisumsókn fyrir breyttu innra skipulagi á jarðhæð

   

Afgreiðsla 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

8.2.

201105275 - Helgadalur 123636 - byggingarleyfi fyrir sólastofu

   

Afgreiðsla 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

8.3.

201107176 - Laxatunga 70, flutningur á kennslustofum og tengibyggingu frá Gerplustræti 14

   

Afgreiðsla 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

8.4.

201106016 - Roðamói 19. Byggingarleyfisumsókn fyrir viðbyggingu við hesthús.

   

Afgreiðsla 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

8.5.

201106241 - Umsókn um byggingarleyfi á sumarbústað

   

Afgreiðsla 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

8.6.

201107018 - Þormóðsdalur 125612 - umsókn um salernisleyfi á tjaldstæði

   

Afgreiðsla 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

9.

201109003F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 305

 

Fundargerð 305. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

9.1.

2011081227 - Lokun Áslands við Vesturlandsveg, athugasemdir íbúa

   

Til máls tóku: BH, HP, KT, JS, HS,

Erindið lagt fram á 305. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

9.2.

201101105 - Nýtt hesthúsahverfi í aðalskipulagi

   

Til máls tóku: BH, HSv, JS, HP og KT.

Afgreiðsla 305. fundar skipulagsnefndar, um að unnið verði áfram að úrlausn málsins, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

9.3.

201109029 - Erindi LEGE f.h. KJ um afmörkun í aðalskipulagi

   

Afgreiðsla 305. fundar skipulagsnefndar, um að óska nánari skilgreiningar fá umsækjanda, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

9.4.

201109010 - Brennimelslína, erindi Landsnets um breytingu á legu

   

Afgreiðsla 305. fundar skipulagsnefndar, um að breyting á legu Brennisteinslínu verði tekin inn í endurskoðun aðalskipulags, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

9.5.

2011081610 - Frístundalóð 125499 við Hafravatn, endurnýjuð ósk um skiptingu

   

Afgreiðsla 305. fundar skipulagsnefndar, um að fallast ekki á skiptingu lóðarinnar o.fl., samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

9.6.

2011081226 - Tvær frístundalóðir við Selvatn, fyrirspurn um fjölgun húsa

   

Erindinu frestað á 305. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

9.7.

201109013 - Malarplan sunnan Þrastarhöfða, kvörtun

   

Erindinu frestað á 305. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

10.

201108016F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 198

 

Fundargerð 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

10.1.

201106047 - Arnartangi 27, umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar

   

Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

10.2.

2011081158 - Arnartangi 44, Byggingarleyfisumsókn fyrir breytingu á þaki og andyri

   

Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

10.3.

2011081160 - Arnartangi 46, Byggingarleyfisumsókn fyrir breytingu á þaki og andyri

   

Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

10.4.

2011081161 - Arnartangi 48, Byggingarleyfisumsókn fyrir breytingu á þaki og andyri.

   

Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

10.5.

2011081162 - Arnartangi 50,Byggingarleyfisumsókn fyrir breytingu á þaki og andyri.

   

Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

10.6.

2011081761 - Hamratún 13, Breyting innanhúss, geymslu skipt í bað

   

Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

10.7.

201107155 - Hrafnshöfði 25. Umsókn um byggingarleyfi

   

Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

10.8.

201108352 - Roðamói 11, umsókn um byggingarleyfi til að breyta burðarvirki og fyrirkomulagi utanhúss- og innan.

   

Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

   

11.

201109143 - Fundargerð 159. fundar Strætó bs

 

Fundargerð 159. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

   

12.

2011081946 - Fundargerð 288. fundar Sorpu bs.

 

Til máls tóku: HS, HP, JJB, BH og JS.

Fundargerð 288. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

   

13.

2011081918 - Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2011

 

Til máls tók: HSv.

Samþykkt fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar þess efnis að veita Ungmennafélaginu Aftureldingu jafnréttisviðurkenningu árið 2011, samþykkt a 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar óskar Ungmennafélaginu Aftureldingu til hamingju með jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar fyrir árið 2011.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:50

Meira ...

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 563 - 31.08.2011

01.09.2011

563. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell,  miðvikudaginn 31. ágúst 2011 og hófst hann kl. 16:30

Hljoðskrá frá fundinum

 

Fundinn sátu:
Hafsteinn Pálsson (HP), Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ).

Fundargerð ritaði:  Björn Þráinn Þórðarson, framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá:

1.  201108012F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1040
 Fundargerð 1040. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 563. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 2010081680 - Vegur að Helgafellstorfu, deiliskipulag
  Afgreiðsla 1040. fundar bæjarráðs, um deiliskipulag fyrir aðkomugötu að Helgafellstorfu o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.2. 201101392 - Hjúkrunarheimili nýbygging
  Afgreiðsla 1040. fundar bæjarráðs, að heimila umhvefissviði að að ganga til samninga við lægstbjóðanda í uppsteypu hjúkrunarheimilisins o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.3. 201107057 - Erindi JP Lögmanna varðandi kröfur Jáverks ehf. vegna Krikaskóla
  Afgreiðsla 1040. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að undirbúa svar til bréfritara, samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.4. 201106019 - Umsagnarbeiðni um vinnudrög byggingarreglugerðar
  Afgreiðsla 1040. fundar bæjarráðs, að senda drög að umsögn til umhverfisráðuneytisins, samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.5. 201106186 - Erindi SSH vegna almenningssamgangna á Álftanesi
  Afgreiðsla 1040. fundar bæjarráðs, að samþykkja framkomna ósk Álftaness vegna tímabundinnar breyttrar þjónustu o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.6. 201107030 - Hækkun á þjónustusamningi dagforeldra
  Afgreiðsla 1040. fundar bæjarráðs, um hækkun á þjónustusamningi við dagforeldra o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.7. 201108657 - Árshlutareikningur Strætó bs
  Árshlutareikningurinn lagður fram á 1040. fundi bæjarráðs og jafnframt sendur fjármálastjóra til upplýsingar. Lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.8. 201108261 - Erindi SSH vegna sóknaráætlunar
  Afgreiðsla 1040. fundar bæjarráðs, að Framtíðarhópur SSH stýri og verði meginkjarni samstarfsvettvangs vegna sóknaráætlunar o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.9. 201108656 - Erindi Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála varðandi framkvæmdir við Þverholt 6
  Afgreiðsla 1040. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar byggingarfulltrúa og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs, samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.10. 201107098 - Áhrif verkfalls leikskólakennara
  Umræður fóru frm á 1040. fundi bæjarráðs um stöðu kjarasamningsviðræðna o.fl. Laft fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
   
2.  201108017F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1041
 Fundargerð 1041. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 563. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 201107046 - Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi nýja landsskipulagsreglugerð
  Afgreiðsla 1041. fundar bæjarráðs, um framlagningu umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.2. 201108051 - Erindi lögmanna Jón G. Zoega varðandi Laxness I
  Afgreiðsla 1041. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að svara erindinu, samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.3. 2011081223 - Krafa um bætur vegna breytinga á deiliskipulagi vegna Krikaskóla
  Afgreiðsla 1041. fundar bæjarráðs, að fela lögmanni bæjarins að skoða erindið, samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.4. 2011081089 - Erindi Innanríkisráðuneytisins varðandi eflingu sveitastjórnarstigsins
  Erindið lagt fram á 1041. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.5. 2011081235 - Litlikriki 29, athugasemd við fasteingarmat 2012
  Afgreiðsla 1041. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu byggingarfulltrúa o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.6. 2011081525 - Erindi vegna þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða
  Afgreiðsla 1041. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.7. 2011081260 - Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 vegna málefna fatlaðra
  Afgreiðsla 1041. fundar bæjarráðs, um samþykkt á endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 varðandi málefni fatlaðra o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.8. 2011081261 - Rekstraryfirlit janúar til júní 2011
  Erindið lagt fram á 1041. fundi bæjarráðs og vísað til næsta fundar til afgreiðslu. Lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
   
3.  201107009F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 177
 Fundargerð 177. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 563. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 201105180 - Lokaskýrsla verkefnisins Allt hefur áhrif, einkum við sjálf
  177. fundur fjölskyldunefndar fagnar niðurstöðum sem fram koma í skýrslunni sem benda til þess að hreysti barna í Mosfellsbæ fari vaxandi. Erindið lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.2. 201101118 - Skýrsla árið 2010 til Barnaverndarstofu
  Skýrsla árið 2010 til Barnaverndarstofu lögð fram á 177. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.3. 201102290 - Tilraunaverkefni vegna útkalla vegna heimilisófriðar/ofbeldis
  Til máls tóku: BH, JJB, HSv, HS, JS.
Afgreiðsla 177. fundar fjölskyldunefndar, um ráðningu sérfræðings o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.4. 2011081225 - Endurskoðaðir staðlar fyrir vistun eða fóstur barna á vegum barnaverndaryfirvalda
  Endurskoðaðið staðlar fyrir vistun eða fóstur barna á vegum barnaverndaryfirvalda lagðir fram á 177. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.5. 201106239 - Greinargerð um eftirlit með meðferðarheimilum á vegum Barnavernarstofu 2010
  Greinargerð um eftirlit með meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu 2010 lögð fram á 177. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.6. 201102117 - Könnun á stöðu leiguíbúða sveitarfélaga þann 31.12.2010
  Könnun á stöðu leiguíbúða sveitarfélaga lögð fram á 177. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
   
4.  201108015F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 256
 Fundargerð 256. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 563. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 2011081184 - Leirvogstunguskóli - leikskóladeild
  Til máls tóku: HP, HSv, HS, JS.
Fræðslunefnd kynnti sér starfssemi nýrrar leikskóladeildar í Leirvogstunguskóla. Erindið lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.2. 201103368 - Erindi Umboðsmanns Barna varðandi niðurskurð í skólum
  Erindið lagt fram á 256. fundar fræðslunefndar. Lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.3. 201106220 - Forfallakennsla í grunnskólum
  Erindið lagt fram á 256. fundar fræðslunefndar. Lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.4. 201105180 - Lokaskýrsla verkefnisins Allt hefur áhrif, einkum við sjálf
  Afgreiðsla 256. fundar fræðslunefndar, um að leggja til að vinnuhópur skili niðurstöðum til nefndarinnar, samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.5. 2011081185 - Reglur um úthlutun leikskólaplássa - drög að breytingum á orðalagi
  Til máls tóku:  JS, HP, JJB, BH.
256. fundur fræðslunefndar leggur til við bæjarstjórn að nýjar reglur um úthlutun leikskólaplássa verði samþykktar. Reglurnar samþykktar á 563. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum gegn einu, einn situr hjá.
 
 4.6. 2011081183 - Fjöldi leikskólabarna haustið 2011
  Afgreiðsla 256. fundar fræðslunefndar, um að fela skólaskrifstofu að yfirfara fjárhagsáætlun m.t.t. fjölda leikskólabarna og vísa málinu til bæjarráðs ef þurfa þykir, samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.7. 2011081182 - Staða mála á leikskólum Mosfellsbæjar vegna verkfalls
  256. fundur fræðslunefndar fagnar því að ekki kom til verkfalls. Erindið lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
   
5.  201108008F - Lýðræðisnefnd - 8
 Fundargerð 8. fundar lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 563. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 5.1. 201011056 - Málefni lýðræðisnefndar
  Afgreiðsla 8. fundar lýðræðisnefndar, varðandi framgöngu lýðræðisstefnunnar, verklok o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
6.  2011081793 - Fundargerð 5. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis
 Til máls tóku: HS, JS, HSv.
Fundargerð 5. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis lögð fram á 563. fundu bæjarstjórnar.
   
7.  2011081785 - Fundargerð 365. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðisins
 Til máls tók: HSv.
Fundargerð 365. fundar SSH lögð fram á 563. fundu bæjarstjórnar.
   
8.  2011081786 - Fundargerð 158. fundar Strætó bs
 Fundargerð 158. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram á 563. fundu bæjarstjórnar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

Meira ...

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 562 - 17.08.2011

19.08.2011

562. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell,  miðvikudaginn 17. ágúst 2011 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðskrá frá fundinum


Fundinn sátu:
Hafsteinn Pálsson (HP), Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá:

1.  201108004F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 303
 Fundargerð 303. fundar Skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 562. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi beri með sér.
  
 1.1. 201101105 - Nýtt hesthúsahverfi í aðalskipulagi
  Til máls tóku: JJB og BH.
Afgreiðsla 303. fundar Skipulagsnefndar, varðandi staðsetningu nýs hesthúsahverfis, samþykkt á 562. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.2. 201106189 - Ósk um samþykki fyrir heimagistingu að Dvergholti 4
  Afgreiðsla 303. fundar Skipulagsnefndar, um synjun á heimagistingu, samþykkt á 562. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.3. 201107041 - Endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur, verkefnislýsing send til umsagnar
  Afgreiðsla 303. fundar Skipulagsnefndar, um að gera ekki athugasemdir, samþykkt á 562. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.4. 201106165 - Fjarskiptahús og mastur fyrir Ríkisútvarpið ohf á Úlfarsfelli
  Afgreiðsla 303. fundar Skipulagsnefndar, um að leita samstarfs við Reykjavíkurborg um skipulag fjarskiptamannvirkja á Úlfarsfelli, samþykkt á 562. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.5. 201107017 - Úlfarsfell, framkvæmdarleyfi til umsagnar
  Afgreiðsla 303. fundar Skipulagsnefndar, um að leita samstarfs við Reykjavíkurborg um skipulag fjarskiptamannvirkja á Úlfarsfelli, samþykkt á 562. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.6. 201107014 - Svæðisskipulag, tillögur að breytingum vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur
  Afgreiðsla 303. fundar Skipulagsnefndar, um að samþykkja verkefnislýsingu, samþykkt á 562. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.7. 201102143 - Úr landi Lynghóls, lnr. 125325, ósk um breytingu á deiliskipulagi og leyfi fyrir geymsluskúr
  Afgreiðsla 303. fundar Skipulagsnefndar, um samþykkt deiliskipulagstillögunnar o.fl., samþykkt á 562. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.8. 201102225 - Erindi íbúa í Aðaltúni 6 og 8 varðandi breytingu á lóðamörkum
  Afgreiðsla 303. fundar Skipulagsnefndar, um að unnin verði tillaga að breyttu deiliskipulagi við Aðaltún, samþykkt á 562. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.9. 201108047 - Vesturlandsvegur gegnt miðbæ, byggingar- og framkvæmdaleyfi fyrir göngubrú
  Afgreiðsla 303. fundar Skipulagsnefndar, um að gera ekki athugasemdir við fyrirhugaða göngubrú, samþykkt á 562. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.10. 201105222 - Þrastarhöfði 57, byggingaleyfi fyrir útigeymslu/gróðurskála
  Afgreiðsla 303. fundar Skipulagsnefndar, um að gera ekki athugasemdir við byggingarleyfi, samþykkt á 562. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.11. 201107051 - Stórikriki 57, Deiliskipulagsbreyting 2011
  Afgreiðsla erindisins frestað á 303. fundar Skipulagsnefndar. Frestað.
 
 1.12. 201106047 - Arnartangi 27, umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar
  Afgreiðsla 303. fundar Skipulagsnefndar, um að gera ekki athugasemdir við byggingarleyfi, samþykkt á 562. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.13. 201106016 - Roðamói 19. Byggingarleyfisumsókn fyrir viðbyggingu við hesthús.
  Afgreiðsla 303. fundar Skipulagsnefndar, um að gera ekki athugasemd við viðbyggingu, samþykkt á 562. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.14. 201107155 - Hrafnshöfði 25. Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðsla erindisins var frestað á 303. fundar Skipulagsnefndar. Frestað.
 
   
2.  201108007F - Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 126
 Fundargerð 126. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 562. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi beri með sér.
  
 2.1. 201105045 - Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2011
  Afgreiðsla 126. fundar umhverfisnefndar, um umhverfistilnefningar, samþykkt á 562. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:37

Meira ...

Síða 1 af 3