Fundir eftir mánuðum

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 567 - 26.10.2011

27.10.2011

567. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell,   miðvikudaginn 26. október 2011 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðskrá frá fundinum


Fundinn sátu:
Hafsteinn Pálsson (HP), Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Hanna Bjartmars Arnardóttir (HBA), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá:

1.  201110014F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1048
 Fundargerð 1048. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 567. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 201109112 - Tillögur verkefnahóps SSH (verkefnahópur 21), ferðaþjónusta fatlaðs fólks
  Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að gera umsögn fjölskyldunefndar að svari bæjarráðs, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.2. 201109369 - Beiðni um skil á lóðinni Litlikriki 37
  Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stórnsýslusviðs að ræða við bréfritara, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.3. 201110008 - Erindi Skólar ehf. varðandi samstarf um mótun heilsustefnu grunnskóla
  Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að ganga til samninga við Skólar ehf. o.lf., samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.4. 201110021 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 2 um félagslegt húsnæði
  Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að gera umsögn fjölskyldunefndar að svari bæjarráðs, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.5. 201110022 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 1 um barnavernd
  Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að gera umsögn fjölskyldunefndar að svari bæjarráðs, stjórnar samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.6. 201110030 - Erindi SSH varðandi stjórnsýsluúttektir á byggðasamlögunum og framhald máls
  Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að bæjarráð sé jákvætt fyrir hugmyndum um endurskoðun á samþykktum SSH o.fl., samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.7. 201009054 - Hljóðritunarbúnaður og drög að reglum vegna hljóðritunar
  Til máls tóku: JJB og HSv.
Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.8. 201109233 - Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1048. fundi bæjarráðs. Frestað á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.9. 200809341 - Starfsáætlanir Mosfellsbæjar 2009-2012
  Starfsáætlanir lagðar fram á 1048. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.10. 201110057 - Erindi FaMos varðandi umsókn um starfsstyrk
  Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.11. 201110092 - Uppgræðsla í beitarhólfinu á Mosfellsheiði - beiðni um styrk
  Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umhverfisstjóra til umsagnar, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.12. 201110136 - Fundur með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2011
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1048. fundi bæjarráðs. Frestað á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.13. 201110150 - Styrkumsókn vegna Heilsuvinjar í Mosfellsbæ fyrir árið 2012
  Afgreiðsla 1048. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til þróunar- og ferðamálanefndar til umsagnar, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
2.  201110008F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 181
 Fundargerð 181. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 567. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 201110055 - Hvatning vegna kvennafrídagsins 25.október
  Afgreiðsla 181. fundar fjölskyldunefndar, varðandi kvennafrídaginn 25. október o.fl., lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.2. 201110022 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 1 um barnavernd
  Afgreiðsla 181. fundar fjölskyldunefndar, varðandi umsögn til bæjarráðs, lögð fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.3. 201110021 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 2 um félagslegt húsnæði
  Afgreiðsla 181. fundar fjölskyldunefndar, varðandi umsögn til bæjarráðs, lögð fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
   
3.  201110007F - Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 155
 Fundargerð 155. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 567. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 201104020 - Íþróttaþing Mosfellsbæjar
  Til máls tók: BH.
Afgreiðsla 155. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, varðandi íþrótta- og tómstundaþing, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.2. 201110099 - Endurskoðun á reglum um kjör á íþróttamanni og konu ársins
  Afgreiðsla 155. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, um óbreyttar reglur um kjör á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar, samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.3. 201010230 - Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi leigusamning reiðhallar
  Afgreiðsla 155. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012 o.fl., samþykkt á 567. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.4. 201109249 - Fyrirspurn um erindi
  Erindið lagt fram á 155. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.5. 201110100 - Frístundabíll
  Til máls tóku: HBA, HSv og BH.
Erindið kynnt á 155. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.6. 201110110 - Sumarnámskeið ÍTÓM
  Erindið lagt fram á 155. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.7. 201110107 - Ársskýrsla Vinnuskóla Mosfellsbæjar
  Erindið lagt fram á 155. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.8. 201110028 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnhóps 11 um íþróttamannvirki o.fl.
  Erindið lagt fram á 155. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
 
   
4.  201110216 - Fundargerð 290. fundar Sorpu bs.
 Til máls tóku: HS, HP, HBA og JJB.
Fundargerð 290. fundar Sorpu bs. lögð fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
   
5.  201110205 - Fundargerð 317. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
 Fundargerð 317. fundar stjórnar skóðasvæði höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 567. fundi bæjarstjórnar.
   
6.  201109385 - Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar
 Til máls tóku: HP, JJB, HS, HSv, HBA, BH og KT.
 
Bókun bæjarfulltrúa S- og V lista.
 
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar óskaði á síðasta fundi sínum eftir lögfræðilegri skoðun bæjarlögmanna á því hvort bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar hefði brotið lög þegar hann birti upplýsingar um afskriftir til lögaðila í dreifibréfi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ sem sent var til íbúa í september sl.
Nú liggur álit lögmannanna fyrir. Þar kemur fram að upplýsingar um afskriftir lögaðila hjá sveitarfélögum heyra undir þagnarskyldu sveitarstjórnarmanna. Í álitinu kemur einnig fram að birting umræddra upplýsinga var ekki í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Óheimilt var því fyrir sveitarstjórnarmanninn að birta upplýsingarnar opinberlega samkvæmt álitinu. Að auki er lagt til í álitinu að rétt sé að tilkynna innanríkisráðherra umrætt mál.
 
Því er það tillaga að innanríkisráðuneytið verði upplýst um málið og jafnframt óskað leiðsagnar ráðuneytisins um framhald þess.
Tillagan samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
 
 
Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar vegna minnisblaðs LEX.
 
Hvergi kemur fram í lögum að afskriftir lögaðila hjá sveitarfélögum heyri undir þagnarskyldu sveitarstjórnarmanna. Birting upplýsinganna varða ekki persónuverndarlög 77/2000 enda um að ræða upplýsingar er varða almannahag Mosfellinga og eðlilega upplýsingagjöf til bæjarbúa sem Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Samfylkingin vilja koma í veg fyrir að birtist. 
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar ver ekki sérhagsmuni, hann er í vinnu fyrir Mosfellinga.
Sú staðhæfing Lögmannsstofunnar LEX að Mosfellsbæ sé ekki heimilt að birta upplýsingar um afskriftir lögaðila fæst ekki staðist.

Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Íbúahreyfingin leggur til að kosið verði um hvort bæjarfulltrúar séu sammála lögfræðiálitinu.
Forseti lýsti þeirri skoðun sinni að framkomin tillaga væri ekki tæk til afgreiðslu vegna þess að þegar hefði verið afgreidd tilllaga um meðferð málsins, en óskaði eftir afstöðu annarra bæjarfulltrúa til þess.
Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar að framkomin tillaga Íbúahreyfingarinnar væri ekki tæk til atkvæðagreiðslu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05

Meira ...

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 566 - 12.10.2011

13.10.2011

566. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell,  miðvikudaginn 12. október 2011 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðskrá frá fundinum

Fundinn sátu:
Hafsteinn Pálsson (HP), Karl Tómasson (KT), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG), Hanna Bjartmars Arnardóttir (HBA), Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ).

Fundargerð ritaði:  Björn Þráinn Þórðarson, framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá:

1.  201109025F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1046
 Fundargerð 1046. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 566. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 201109385 - Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar
  Afgreiðsla 1046. fundar bæjarráðs kemur á dagskrá 566. fundar bæjarstjórnar þar sem afgreiðsla erindisins í bæjarráði var ekki samhljóða.
 
Til máls tóku: JJB, KT, HP, HSv, BH, RBG, HB.
 
Bókun Jóns Jósefs Bjarnasonar bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar:
 
"Hér er á ferðinni stórfurðulegt mál, meirihlutinn ásamt Samfylkingunni vill eyða hundruð þúsunda í lögfræðikostnað til þess að koma í veg fyrir gagnsæi þar sem þeir telja sig ekki hæfa til þess að sinna skyldum sínum sem fulltrúar bæjarbúa og taka afstöðu í málinu. Á sama fundi stendur til að samþykkja lýðræðisstefnu bæjarins sem unnin var í sjálfboðavinnu.
Forsaga málsins er að það kom fyrst til bæjarráð á fundi sem haldin var í beinu framhaldi af bæjarstjórnarfundi 16.03 2011. Listinn yfir þá sem áttu að fá kröfur sínar niðurfelldar fylgdi ekki málinu í fundargáttinni en var dreift með tölvupósti eftir vinnutíma deginum áður en fundurinn var haldinn. Listinn var stimplaður trúnaðarmál án skýringa. Bæjarráðsmenn gátu ekki kynnt sér málið að neinu marki en það kom ekki í veg fyrir að aðalmenn bæjarráðs sýndu fullkomið ábyrgðarleysi og samþykktu afskriftirnar. Áheyrnarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerði athugasemd við að skjalið væri stimplað trúnaðarmál, þó það hafi ekki verið bókað á fundinum.
Af hverju var skjalið stimplað trúnaðarmál, er það á valdi embættismanna eða hverra er það að meta hvort skjöl úr bókhaldi Mosfellsbæjar séu trúnaðarmál, getur hver sem er ákveðið það upp á eigin spýtur, þarf ekki að liggja einhver ástæða að baki, er hún sú að koma í veg fyrir gagnrýni skattgreiðenda á ákvarðanir kjörinna fulltrúa, var eitthvað óeðlilegt við afskriftirnar, trúnaði gagnvart hverjum er verið að gæta ?
Á bæjarstjórnarfundi 30.03 2011 var fundargerð bæjarráðs staðfest með eftirfarandi bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar og dagskrártillögu Hafsteins Pálssonar sem losaði bæjarstjórnarmenn frá því að gefa upp afstöðu sína í málinu en það virðist vera það sem allir flokksbundnir bæjarstjórnarmenn forðast eins og heitann eldinn.
Íbúahreyfingin leggur til að allar upplýsingar  um afskrifaðar skuldir lögaðila verði birtar opinberlega ásamt ástæðum fyrir því hvers vegna ekki sé talið mögulegt að innheimta kröfuna. Einnig, að allar upplýsingar um afskrifaðar skuldir einstaklinga þar sem félagslegar aðstæður eru ekki ástæða afskrifta séu birtar opinberlega.
Þá leggur Íbúahreyfingin til að fjöldi einstaklinga og heildarupphæð krafna þeirra sem  fá niðurfelldar kröfur vegna félagslegra aðstæðna verði birt opinberlega ásamt helstu félagslegum ástæðum sem valda því að afskrifa þarf kröfurnar. Að því gefnu að birtingin brjóti ekki í bága við lög.
Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.
 
Tillaga um málsmeðferð kom fram frá bæjarfulltrúa Hafsteini Pálssyni þess efnis að óskað verði eftir umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs um tillöguna og að umsögnin fari síðan til bæjarráðs.
 
Tillagan um málsmeðferð borin upp og samþykkt með sex atkvæðum.
6 mánuðir líða án þess að nokkuð er gert í málinu, send er fyrirspurn og henni svarað með því að málið hafi ekki verið ofarlega í forgangsröðinni og mikið verið að gera.
Við þurfum að þola pólitískan bæjarstjóra sem forgangsraðar verkefnum, sambærilegar fyrirspurnir og þessi berast ósjaldan frá fréttamönnum, þeim er svarað samdægurs eða innan fárra daga, öðru máli gegnir um að upplýsa íbúa Mosfellsbæjar og að framfylgja því sem samþykkt er í bæjarstjórn.
Íbúahreyfingin birtir hluta af þessum upplýsingum í fréttablaði sínu í september s.l. enda engin rök fyrir því að birta þær ekki og raunar pólitísk spilling að bæjarstjórn birtir þær ekki strax eftir afgreiðslu málsins. Upplýsingar sem hugsanlega stangast á við persónuverndarlög eru settar fram nafnlausar í töflu líkt og beðið var um í bæjarstjórn.
Listinn er hins vegar birtur sem málsgang í heild sinni undir þessum lið.
Nú tekur við önnur stórfurðuleg atburðarrás, á bæjarráðsfundi 22.09 2011 er þess farið á leit að bæta við sem fyrsta mál, dagskrárlið undir nafninu "Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar".
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskaði eftir að málinu yrði frestað og tekið upp eins og önnur mál á næsta bæjarráðsfundi. Því var hafnað og með því brotið á lýðræðislegum vinnubrögðum bæjarráðs og 47. gr. Samþykkta Mosfellsbæjar þar sem segir m.a.
.... Heimilt er að taka erindi til meðferðar í bæjarráði þótt ekki sé það tilgreint í dagskrá. Þó er skylt að fresta afgreiðslu slíks erindis ef einhver bæjarráðsmanna eða áheyrnarfulltrúi óskar þess....
Engin önnur sýnileg ástæða liggur að baki því að taka málið upp á þessum fundi fremur en næsta en að koma í veg fyrir lýðræðislegan rétt bæjarráðsmanna að geta undirbúið sig og kynnt sér mál sem liggja fyrir fundi.
Frestað var að staðfesta dagskrárliðinn á bæjarstjórnarfundi vegna  brota formanns bæjarráðs á samþykktum Mosfellsbæjar, en það kom ekki í veg fyrir að meirihlutinn bókaði um innihald dagskrárliðsins, en það var ekki á dagskrá heldur bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar um fundarsköp formanns bæjarstjórnar. Það mál endaði með því að tilkynnt var að þessi valdníðsla og samþykktarbrot yrðu kærð til innanríkisráðuneytis skv. 103 gr. sveitarstjórnarlaga.
Það er allrar athygli vert að forseti bæjarráðs hafi ekki kynnt sér þau fáu atriði í Samþykktum Mosfellsbæjar sem snúa að bæjarráði og ekki síður að fulltrúar sem hafa setið í áratugi í bæjarstjórn og embættismenn hafi ekki næga þekkingu á þessum Samþykktum.
Á bæjarráðsfundunum þar sem þetta mál var rætt, kom fram að hugsanlegur lögfræðikostnaður við að koma í veg fyrir að birta íbúum gögn sem þeir eiga rétt á að fá gæti numið allt að 800þ kr. Það skortir ekki fé þegar koma á í veg fyrir gagnsæi en lýðræðisnefndin mátti vinna í sjálfboðavinnu.
Það má líkja þessu máli við að einstaklingur sem ekki hefur til þess umboð, setji upp læst hlið ásamt umferðamerkjum á veg sem liggur í þjóðgarði og er almenningseign til þess að almennir borgarar sem án tímæla eiga fullan rétt á að nota veginn, raski ekki ró þess forréttindahóps sem á sumarbústað í þjóðgarði.
Það er klár spilling að hafa ekki birt þessar afskriftir í beinu framhaldi af afgreiðslu málsins og umhugsunarefni fyrir kjósendur í Mosfellsbæ hverjir treysta sér til þess að taka afstöðu í málum og hverjir þurfa að eyða út tómum sjóðum sveitarfélagsins til kaupa á lögfræðiþjónustu þegar heilbrigð skynsemi nægir. "
 
Bókun bæjarfulltrúa D lista og lista Vinstri grænna:
"Við vísum fullyrðingum og dylgjum í bókun Íbúahreyfingarinnar alfarið á bug, þær dæma sig sjálfar.  Þetta mál snýst um hvort bæjarfulltrúar fari eftir þeim lögum og reglum sem þeir hafa undirgengist varðandi stjórnsýslu Mosfellsbæjar."
 
Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar Hönnu Bjartmars:
"Aðalatriðið er að farið sé að lögum við birtingu upplýsinga og er því mikilvægt að engin vafi leiki á hvort gögn  sem kjörnir fulltrúar fá í hendur séu trúnaðarmál eða ekki. Því er nauðsynlegt að þau gögn sem sett eru á fundargátt séu merkt hvað það varðar. Telji fundarmenn vafa leika á slíkri merkingu skjals þá sé afstaða tekin til þess á þeim fundi þar sem um málið er fjallað. Sé ágreingur fyrir hendi er þá leitað úrskurðar í málinu."
 
Svohljóðandi tillaga borin upp til afgreiðslu:
Bæjarstjórn óskar eftir því við lögmenn bæjarins að fram fari lögfræðileg skoðun á því hvort brotið hafi verið gegn reglum Mosfellsbæjar um meðferð mála, ákvæðum sveitarstjórnarlaga og ákvæðum annarra laga sem kveða á um vernd persónuupplýsinga þegar Íbúahreyfingin birti upplýsingar um afskriftir til lögaðila í Mosfellsbæ í dreifibréfi til íbúa Mosfellsbæjar í september sl.
 
Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum gegn einu.
 
Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúahreyfingar bókar að ekki sé ástæða til að leita til lögfræðings þegar heilbrigð skynsemi nægir.
 
 1.2. 201109392 - Tillögur rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins
  Afgreiðsla 1046. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.3. 201107154 - Erindi íbúa í Tröllateig vegna göngustígs
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.4. 201108002 - Erindi Ungmennafélags íslands varðandi 2. landsmót UMFÍ 50 2012
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.5. 201109043 - Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi reiðleiðir í Mosfellsdal
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.6. 201109265 - Erindi Hugins Þórs Grétarssonar vegna Listaskóla Mosfellsbæjar
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.7. 201107033 - Lánasamningar sveitarfélagsins
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.8. 201109236 - Fjárhagsáætlun 2012
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.9. 201109369 - Beiðni um skil á lóðinni Litlikriki 37
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.10. 201109394 - Fjármál sveitarfélaga - upplýsingar úr rafrænum skilum
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.11. 201109427 - Mótmæli varðandi beit á landi Laxnes 2 að hálfu Hestaleigunnar í Laxnesi 1
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.12. 201109428 - Beiðni um aðstoð við að halda utan um starfsemi fyrir atvinnuleitendur
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.13. 201109439 - Utnahússviðgerðir á eldri deild Varmárskóla
  Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
   
2.  201110002F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1047
 Fundargerð 1047. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 566. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 201107154 - Erindi íbúa í Tröllateig vegna göngustígs
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, um að heimila umhverfissviði að ganga frá afnotasamningi, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.2. 201108002 - Erindi Ungmennafélags íslands varðandi 2. landsmót UMFÍ 50 2012
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, um að leggja til aðstöðu fyrir landsmótið, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
Til máls tók: KT.
 
 2.3. 201109043 - Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi reiðleiðir í Mosfellsdal
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að skrifa Vegagerðinni í þessu sambandi, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
Til máls tók: KT.
 
 2.4. 201109265 - Erindi Hugins Þórs Grétarssonar vegna Listaskóla Mosfellsbæjar
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra fræðslusviðs að svara bréfritara, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.5. 201107033 - Lánasamningar sveitarfélagsins
  Erindið lagt fram á 1047. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.6. 201109236 - Fjárhagsáætlun 2012
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, um vinnutilhögun vegna fjárhagsáætlunar 2012, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.7. 201109369 - Beiðni um skil á lóðinni Litlikriki 37
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til umsagnar, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.8. 201109394 - Fjármál sveitarfélaga - upplýsingar úr rafrænum skilum
  Erindið lagt fram á 1047. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.9. 201109427 - Beit í landi Laxnes 2 að hálfu Hestaleigunnar í Laxnesi I
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.10. 201109428 - Beiðni um aðstoð við að halda utan um starfsemi fyrir atvinnuleitendur
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.11. 201109439 - Utanhússviðgerðir á eldri deild Varmárskóla
  Erindið lagt fram á 1047. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.12. 201109264 - Erindi Þórarins Jónassonar varðandi landakaup
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að ekki sé hægt að samþykkja tilboð um kaup eins og það er lagt fram, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.13. 201004045 - Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, um álagningu dagsekta eins og í fundargerðinni greinir, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.14. 201110022 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 1 um barnavernd
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.15. 201110021 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 2 um félagslegt húsnæði
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.16. 201110028 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnhóps 11 um íþróttamannvirki o.fl.
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.17. 201110027 - Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 10 um samstarf safna
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til menningarmálanefndar til umsagnar, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.18. 201110030 - Erindi SSH varðandi stjórnsýsluúttektir á byggðasamlögunum og framhald máls
  Erindinu var á 1047. fundi bæjarráðs vísað til næsta fundar ráðsins. Lagt fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.19. 201110008 - Erindi Skólar ehf. varðandi samstarf um mótun heilsustefnu grunnskóla
  Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
3.  201109029F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 180
 Fundargerð 180. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 566. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 201109112 - Tillögur verkefnahóps SSH (verkefnahópur 21), ferðaþjónusta fatlaðs fólks.
  Afgreiðsla 180. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar, en afgreiðsla nefndarinnar fer sem umsögn til bæjarráðs í samræmi við ósk bæjarráðs þar um.
 
   
4.  201109031F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 258
 Fundargerð 258. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 566. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 200809341 - Starfsáætlanir Mosfellsbæjar 2009-2012
  Starfsáætlanir á fræðslusviði lagðar fram á 258. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.2. 201109487 - Reglur um skólaakstur í Mosfellsbæ og skólaakstur 2011-12
  Afgreiðsla 258. fundar fræðslunefndar, um uppfærðar reglur um skólaakstur o.fl., samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
5.  201110001F - Lýðræðisnefnd - 12
 Fundargerð 12. fundar lýðræðisnefnd lögð fram til afgreiðslu á 566. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 5.1. 201011056 - Málefni lýðræðisnefndar
  Afgreiðsla 12. fundar lýðræðisnefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi drög að lýðræðisstefnu.
 
Til máls tóku: HSv, JJB, KT, HB, BH.
 
Fulltrúar D, S og Vg lista fagna nýrri lýðræðsstefnu og þakkar fyrir þá vinnu, frá íbúum, sérfræðingum, starfsmönnum og kjörnum fulltrúm sem gerðu þessa stefnu að veruleika.  Þetta er ánægjulegt framlag Mosfellsbæjar til evrópskrar lýðræðisviku sem nú stendur yfir. 
 
Lýðræðisstefnan er í fjórum hlutum; Stjórnsýsla og gegnsæi, samráð og íbúakosningar, þekking og fræðsla og framkvæmd lýðræðisstefnunnar.  Farnar voru nýjar leiðir við mótun stefnunar og voru íbúar þátttakendur í því ferli frá upphafi.  Afraksturinn er framsækin stefna sem unnin var á lýðræðislegan hátt.  Stefnan  er ekki meitluð í stein heldur mun sjálfsagt taka breytingum í tímans rás og í samræmi við ábendingar og annað sem kemur upp í tengslum við innleiðingu hennar.  Stefnunni er ætlað að vera leiðarljós kjörinna fulltrúa og starfsmanna í að tryggja lýðræði í Mosfellsbæ.
 
Bókun Jóns Jósef Bjarnasonar, bæjarfulltrúa íbúahreyfingar:
"Í kjölfar hrunsins í október 2008 stóð almenningur upp og mótmælti, það vildi lýðræðisumbætur, gagnsæi og endalok spillingar.
Niðurstöður sveitastjórnakosninga í Mosfellsbæ sendu einnig skýr skilaboð um það sama.
Hvað lýðræðisumbætur í sveitarfélögum varðar er fullljóst með nýju sveitarstjórnarlögum og lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar að þessar kröfur hafa verið hafðar að engu af meirihluta kjörinna fulltrúa. Komið er í veg fyrir áhrifaríkasta þátt íbúalýðræðis, þ.e. aðhaldsáhrifin og tryggt að bæjarstjórn hafi ávallt síðasta orðið. Íbúarnir eru jafn valdalausir og áður.
Það hænuskref sem lýðræðisstefnan tekur í átt að gagnsæi er svo lítið að það kemur að litlum notum við upprætingu spillingar.
Af þessum sökum situr Íbúahreyfingin því hjá við atkvæðagreiðsluna."
 
Lýðræðisstefna samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.
 
   
6.  201109030F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 307
 Fundargerð 307. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 566. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 
Undir þessum lið gerði Bryndís Haraldsdóttir formaður skipulagsnefndar grein fyrir íbúafundi um lokun akreinar inn á Vesturlandsveg úr Helgafellshverfi.
  
 6.1. 200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024
  Umsögn Umhverfisstofnunar lögð fram á 307. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.2. 201109449 - Flugubakki 10 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
  Afgreiðslu erindisins frestað á 307. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.3. 201109457 - Ugglugata 7, fyrirspurn um aukaíbúð og hússtærð
  Afgreiðslu frestað á 307. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.4. 201102165 - Stígur meðfram Vesturlandsvegi
  Afgreiðsla 307. fundar skipulagsnefndar, um samþykkt á framkvæmdaleyfi vegna göngu- og hjólreiðarstígs sunnan Versturlandsvegar, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
Til máls tóku: KT, JJB, BH, HSv, HP.
 
 6.5. 201109468 - Erindi íbúa um hraðahindrun í Tröllateig
  Erindið lagt fram á 307. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
Til máls tóku: KT, BH.
 
 6.6. 201109391 - Stefnumótun um almenningssamgöngur og vistvæna ferðamáta
  Afgreiðslu erindisins frestað á 307. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.7. 201109392 - Tillögur rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins
  Afgreiðsl erindisins frestað á 307. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
   
7.  201109028F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 199
 Fundargerð 199. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 566. fundi bæjarstjórnar  eins og einstök erindi bera með sér.
  
 7.1. 201109403 - Smávægilegar innanhúsbreytingar og reyndarteikningar
  Afgreiðsla 199. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar
 
 7.2. 201104192 - Markholt 20 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr, breyting á fyrri umsókn
  Afgreiðsla 199. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar
 
 7.3. 201108047 - Vesturlandsvegur gegnt miðbæ, byggingar- og framkvæmdaleyfi fyrir göngubrú
  Afgreiðsla 199. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
   
8.  201109024F - Þróunar- og ferðamálanefnd - 19
 Fundargerð 19. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 566. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 8.1. 201105080 - Í túninu heima Bæjarhátíð Mosfellsbæjar 2011
  Afgreiðsla 19. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
Til máls tóku: KT, RBG, JJB, HP, BÞÞ.
 
 8.2. 201106170 - Vatnaskíðabraut í Mosfellsbæ
  Afgreiðsla 19. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
Til máls tóku: KT, JJB, HB, BH.
 
 8.3. 201109415 - Ferðamálahópur framtíðarhóps SSH - niðurstöður
  Erindið lagt fram á 19. fundi þróunar- og ferðamálanefndar. Lagt fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
Til máls tók: HSv, HB, RGB.
 
Lagt er til að málinu verði vísað aftur til þróunar- og ferðamálanefndar.
 
 8.4. 201109430 - Verkefni og starfsáætlun þróunar- og ferðamálanefndar árið 2012
  Afgreiðsla 19. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.5. 200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024
  Afgreiðsla 19. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
 8.6. 201108261 - Erindi SSH vegna sóknaráætlunar
  Afgreiðsla 19. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar, en afgreiðsla nefndarinnar fer sem umsögn til bæjarráðs í samræmi við ósk bæjarráðs þar um.
 
   
9.  201110070 - Fundargerð 289. fundar Sorpu bs.
 Fundargerð 289. fundar Sorpu bs. lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
Til máls tóku: HP, HSv, BH, HB.
 
Bæjarstjórn Mosfellsbær styður samþykkt stjórnar Sorpu að kanna svæði fjær byggð undir starfsemi félagsins. Bæjarstjórn áréttar að könnunin nái til urðunnar og annarrar lyktarmengandi starfsemi.  
   
10.  201110069 - Fundargerð 102. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
 Fundargerð 102. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
Til máls tóku: HSv, JJB.
   
11.  201110075 - Fundargerð 160. fundar Strætó bs.
 Fundargerð 160. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
Til máls tóku: HP, HSv, BH, JJB.
   
12.  201110076 - Fundargerð 316. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
 Fundargerð 316. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 566. fundi bæjarstjórnar.
 
Til máls tóku: BH, HSv, JJB, HB.
 
 
   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05

Meira ...