Fundir eftir mánuðum

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 569 - 23.11.2011

24.11.2011

569. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 
miðvikudaginn 23. nóvember 2011 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðupptaka af fundinum


Fundinn sátu:
Hafsteinn Pálsson (HP), Bryndís Brynjarsdóttir (BBr), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Hanna Bjartmars Arnardóttir (HBA), Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG), Eva Magnúsdóttir (EMa), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

Samþykkt að taka á dagskrá sem síðasta dagskrármál kosningu í nefnd.

Dagskrá:

1.  201111006F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1051
Fundargerð 1051. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 569. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 201110263 - Samráðslýðræði, kynning á Íbúar ses.
 Kynning fór fram á 1051. fundi bæjarráðs á samráðslýðræði og vefnum Betri Reykjavík. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.2. 201109392 - Tillögur rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins
 Til máls tóku: HBA og BH.
Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, um að gera umsögn skipulagsnefndar að sinni og senda til SSH, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.3. 201102165 - Stígur meðfram Vesturlandsvegi
 Til máls tók: HBA.
Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að ganga til samninga við lægstbjóðanda o.fl., samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.4. 201108002 - Erindi Ungmennafélags Íslands varðandi 2. landsmót UMFÍ 50 2012
 Til máls tóku: HBA, HP og BH.
Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að tilnefna Rúnar Braga Guðlaugsson sem fulltrúa Mosfellsbæjar í landsmótsnefnd, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.5. 201106051 - Erindi varðandi bráðabirgðarheimreið að Helgafelli framhjá Fellsási 2
 Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að heimila bæjarstjóra að vinna áfram að því að leysa ágreining sem uppi er o.fl., samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.6. 201109103 - Tillögur verkefnahóps SSH, samstarf sveitarfélaganna um sorphirðu
 Till máls tóku: HBA, HP, JJB, BH, RBG og BBr.
Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að heimila umhverfissviði að taka þátt í útboði varðandi sameiginleg kaup á tunnum o.fl., samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.7. 201111005 - Erindi Soroptimistaklúbbs Mosfellssveitar varðandi landsþing 2012
 Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara um erindið, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.8. 201111015 - Erindi Samtaka um kvennaathvarf, varðandi rekstarstyrk fyrir árið 2012
 Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.9. 201111068 - Umsagnarbeiðni um drög að skipulagsreglugerð
 Til máls tók: HBA.
Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.10. 201111071 - Rekstraryfirlit janúar til september 2011
 Rekstraryfirlit janúar til september lagt fram á 1051. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
   
2.  201111011F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1052
Fundargerð 1051. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 569. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 201110264 - Jarðskjálftar af mannavöldum
 Afgreiðsla 1052. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að skrifa Orkuveitu Reykjavíkur og Viðlagatryggingu Íslands og óska útskýringa, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.2. 201109233 - Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ
 Afgreiðsla 1052. fundar bæjarráðs, um að SSH beiti sér fyrir samvinnu sveitarfélaga innan SSH varðandi setningu lögreglusamþykkta o.fl., samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.3. 201111071 - Rekstraryfirlit janúar til september 2011
 Rekstrarfyfirlitð lagt fram á 1052. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.4. 201111095 - Styrkbeiðni vegna Snorraverkefnis árið 2012
 Afgreiðsla 1052. fundar bæjarráðs, um að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar og afgreiðslu, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.5. 201004045 - Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010
 Afgreiðsla 1052. fundar bæjarráðs, um að samþykkja álagningu dagsekta á tvær lóðir, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
3.  201111004F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 183
Til máls tók: JJB.
Fundargerð 183. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til kynningar á 569. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
   
4.  201111009F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 260
Fundargerð 260. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 569. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 201109293 - Upplýsingar um sumarstarf leikskólanna
 Erindið lagt fram á 260. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.2. 201111075 - Öryggi barna
 Erindið lagt fram á 260. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.3. 201111106 - Erindi frá ráðuneyti um forfallakennslu í grunnskólum
 Erindið lagt fram á 260. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.4. 201111029 - Grunnskólabörn í Mosfellsbæ 2011-2012
 Erindið lagt fram á 260. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.5. 201111101 - Ársskýrsla Skólaskrifstofu 2010-2011
 Erindið lagt fram á 260. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.6. 201110293 - Erindi SSH - tillögur verkefnahóps 15 varðandi menntamál
 Afgreiðsla 260. fundar fræðslunefndar lagt fram. Afgreiðslan send bæjarráði sem óskað hafði umsagnar um erindið.
 
   
5.  201111007F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 309
Fundargerð 309. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 569. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 5.1. 201110219 - Krafa um úrbætur á Þingvallavegi vegna aukins umferðarþunga
 Til máls tóku: JJB, BH, HP, HBA og BBr.
Afgreiðsla 309. fundar skipulagsnefndar, þar sem óskað er eftir að lýsing við biðskýli verði bætt o.fl. vísað til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Umsögninni verði skilað til bæjarráðs.
 
 5.2. 201110220 - Leiðakerfisbreytingar Strætó bs. 2012
 Erindið lagt fram á 309. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.3. 201110303 - Reykjabyggð 4, umsókn um byggingarleyfi
 Afgreiðsla 309. fundar skipulagsnefndar, um að nefndin sé jákvæð fyrir stækkun hússins en fallist ekki á aukaíbúð í bílskúr, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.4. 201111026 - Landsskipulagsstefna 2012-2024
 Afgreiðsla 309. fundar skipulagsnefndar, um að tilnefna Ólaf Gunnarsson og Jóhannes Eðvaldsson sem fulltrúa Mosfellsbæjar í samráðsvettvang um landsskipulagsstefnu, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. 
 
 5.5. 201111016 - Fornleifar við Selvatn í landi Selmerkur
Afgreiðsla 309. fundar skipulagsnefndar, um að leiðrétt verði staðsetning fornminja á deiliskipulagsuppdrætti, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
5.6. 201110109 - Samræming á lögsögumörkum milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur á Hólmsheiði
 Erindinu frestað á 309. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.7. 201109449 - Flugubakki 10 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Afgreiðsla 309. fundar skipulagsnefndar, um að hafna tillögu að breyttu deiliskipulagi varðandi fjölda og umfang kvista, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.8. 201106165 - Fjarskiptahús og mastur fyrir Ríkisútvarpið ohf. á Úlfarsfelli
 Erindið lagt fram á 309. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.9. 201109457 - Uglugata 7, fyrirspurn um aukaíbúð og hússtærð
 Erindinu frestað á 309. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.10. 201108671 - Hlíðartúnshverfi, deiliskipulagsbreyting við Aðaltún
Afgreiðsla 309. fundar skipulagsnefndar, um samþykki á deiliskipulagsbreytingunni o.fl., samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
6.  201111008F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 201
Fundargerð 201. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 569. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 6.1. 201111019 - Bollatangi 2 -Breyting á glugga á vesturhlið í svalahurð
 Afgreiðsla 201. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.2. 201111047 - Reykjabyggð 49, umsókn um byggingaleyfi vegna stækkunar bílskúrs
 Afgreiðsla 201. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 569. fundi bæjarstjórnar.
 
   
7.  201111115 - Fundargerð 16. fundar samstarfsnefndar aðildarfélaga Huggarðs og Sambands ísl.sveitarfélaga
Til máls tóku: JJB og SÓJ.
Fundargerð 16. fundar samstarfsnefndar aðildarfélaga Huggarðs og Sambands ísl. sveitarfélaga lögð fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
   
8.  201111156 - Fundargerð 318. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Til  máls tóku: HBA, JJB, HP og BH.
Fundargerð 318. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
   
9.  201111098 - Fundargerð 370. fundar SSH
Fundargerð 370. fundar stjórnar SSH lögð fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
   
10.  201111139 - Fundargerð 163. fundar Strætó bs
Til máls tóku: BH, JJB og HP.
Fundargerð 163. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
   
11.  201111104 - Fundargerð 291. fundar Sorpu bs.
 Fundargerð 291. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
   
12.  201111151 - Ákvörðun um útsvarsprósentu 2012
Til máls tóku: HP, JJB, EMa og BH.
 
Lögð er fram tillaga um að útsvarsprósentan verði óbreytt frá yfirstandandi ári, þ.e. að útsvarsprósentan vegna álagningar útsvars verði 14,48% á árinu 2012.
 
Tillagan samþykkt með sjö atkvæðum.
   
13.  201009295 - Kosning í nefndir af hálfu Samfylkingar
 Tillaga kom fram um að Anna Sigríður Guðnadóttir verði aðalmaður í fræðslunefnd stað Jónasar Sigurðssonar sem verði varamaður.
Fleiri tillögur komu ekki fram og var tillagan samþykkt samhljóða.
   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20

Meira ...