Fundir eftir mánuðum

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 552 - 16.02.2011

18.02.2011

Hér má hlusta á upptöku af fundinum

552. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, miðvikudaginn 16. febrúar 2011 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu:

Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Hafsteinn Pálsson (HP), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

Dagskrá:

1.

201102001F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1015

 

Fundargerð 1015. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

1.1.

201101442 - Tillaga Íbúahreyfingarinnar frá fundi bæjarstjórnar varðandi hæfi nefndarmanns í fjölskyldunefnd

   

Til máls tóku: JJB, HSv, BH, JS, KT, HS og HP.

 

Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar vegna máls nr. 1.1.

Tillaga Íbúahreyfingarinnar frá fundi bæjarstjórnar varðandi hæfi nefndarmanns í fjölskyldunefnd
 
Íbúahreyfingin telur það óheppilegt og ekki samræmast góðri stjórnsýslu að nefndarmaður í fjölskyldunefnd sé ráðinn af fjölskyldunefnd til þess að gegna lögfræðistörfum fyrir nefndina. Íbúahreyfingin telur viðkomandi nefndarmann vanhæfan samkvæmt 3. gr. Stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sem segja m.a. eftirfarandi:
Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls.
1. Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila.

Viðkomandi nefndarmaður er ráðinn sem lögfræðingur af fjölskyldunefnd til þess að fjalla um mál fyrir nefndina og hlýtur því að teljast vanhæfur til þess að fjalla um málið sem kjörinn fulltrúi í nefndinni þar sem hann er fyrirsvarsmaður aðila málsins. Íbúahreyfingin telur það ekki skipta máli hvort það sé sveitarfélagið eða ríkissjóður sem greiði þóknun lögmannsins þar sem málið snýst fyrst og fremst um að sami aðili geti ekki setið sem nefndarmaður í fjölskyldunefnd og verið ráðinn af fjölskyldunefnd til þess að reka mál hennar fyrir dómi.
 
Það skal sérstaklega tekið fram að málið fjallar ekki á einn eða neinn hátt um störf eða persónu viðkomandi nefndarmanns heldur eingöngu um mikilvægi faglegrar stjórnsýslu bæjarins.
 
Íbúahreyfingin gerir það að tillögu sinni að nefndarmanni verði gert að kalla inn varamann sinn í fjölskyldunefnd þar til starfi hennar sem lögfræðings fyrir nefndina ljúki.

Jón Jósef Bjarnason, fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ.

 

Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.


Íbúahreyfingin gerir það jafnframt að tillögu sinni að skerpt verði á starfsreglum Mosfellsbæjar á þann veg að komið verði alfarið í veg fyrir það að kjörinn fulltrúi geti samtímis gegnt launuðum sem ólaunuðum störfum fyrir þá nefnd sem viðkomandi er kjörinn í.

Jón Jósef Bjarnason, fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ.

 

 

Bókun bæjarfulltrúa D og V-lista.

Eins og fram kemur í umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs Mosfellsbæjar er ekki um vanhæfi að ræða í þessu tilviki.
Almennt séð er það óæskilegt að nefndarmaður sinni jafnframt störfum fyrir viðkomandi nefnd og tíðkast það ekki í stjórnsýslu Mosfellsbæjar.  Hér er hins vegar um mjög sérstakt barnaverndarmál að ræða þar sem fjölskyldunefnd og starfsmenn hennar töldu hagsmunir barnsins best varðir með þessum hætti.

 

Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar vegna máls nr. 1.1  Tillaga Íbúahreyfingarinnar frá fundi bæjarstjórnar varðandi hæfi nefndarmanns í fjölskyldunefnd

Íbúahreyfingin harmar að í Mosfellsbæ skuli ekki vera leitast við að ástunda faglega og góða stjórnsýslu við stjórnun bæjarins og telur það ámælisvert að bæjarstjórn Mosfellsbæjar skuli ekki fara eftir Stjórnsýslulögum nr. 37/1993.

 

Bæjarfulltrúar D og V-lista harma bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar og mótmæla fullyrðingum um að ekki sé ástunduð fagleg og góð stjórnsýsla við stjórnun bæjarins og harma að með þessum hætti sé veist að þeim starfsmönnum sem komið hafa að málinu. 

 

 

1.2.

201010083 - Fjármál Mosfellsbæjar

   

Á 1015. fundi bæjarráðs var lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Bréf Eftirlitsnefndarinnar lagt fram  á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

1.3.

201101060 - Erindi Lögmanna varðandi vatnstöku úr landi Laxnes I

   

Á 1015. fundi bæjarráðs var lagt fram bérf Lögmanna varðandi vatnstöku úr landi Laxnes I. Bréfið lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

1.4.

201002022 - Urðunarstaður Sorpu bs. á Álfsnesi, varnir gegn lyktarmengun

   

Afgreiðsla 1015. fundar bæjarráðs, varðandi urðunarstað Sorpu bs. á Álfsnesi, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.5.

201012284 - Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna lyktarmengunar í Mosfellsbæ

   

Afgreiðsla 1015. fundar bæjarráðs, varðandi erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.6.

201101422 - Erindi Alþingis vegna umsagnar frumvarps til laga um breytingu á skipulagslögum

   

Afgreiðsla 1015. fundar bæjarráðs, vegna umsagnar um skipulagslög, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.7.

201101472 - Erindi Alþingis vegna umsagnar frumvarps til laga um fjöleignarhús

   

Afgreiðsla 1015. fundar bæjarráðs, vegna umsagnar um lög um fjöleignarhús, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.8.

201101439 - Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi gjaldskrá

   

Afgreiðslu erindisins var frestað á 1015. fundi bæjarráðs. Frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

1.9.

201102002 - Endurskoðun mannauðsstefnu Mosfellsbæjar

   

Afgreiðslu erindisins var frestað á 1015. fundi bæjarráðs. Frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

2.

201102009F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1016

 

Fundargerð 1016. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

2.1.

201102002 - Endurskoðun mannauðsstefnu Mosfellsbæjar

   

Afgreiðsla 1016. fundar bæjarráðs, um breytingu á gildandi mannauðsstefnu, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.2.

201101439 - Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi gjaldskrá

   

Afgreiðsla 1016. fundar bæjarráðs, um staðfestingu af hálfu Mosfellsbæjar á gjaldskrá SHS, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.3.

200807005 - Uppgjör vegna seldra lóða

   

Til máls tóku: HSv, JJB, SÓJ, JS, KT, HP, HS og BH.

 

Bókun og tillaga bæjarfulltrúa D og V-lista.

Vegna þeirrar stöðu sem upp er komin með áliti LEX lögmannsstofu  dags. 4. feb. sl. þar sem talið er að framsalsábyrgð  Mosfellsbæjar á viðskiptabréfi sé í andstöðu við 73. gr. sveitarstjórnarlaga og geti ekki fallið undir daglegan rekstur sveitarfélagsins, þá verði leitað eftir viðhorfi Sambands íslenskra sveitarfélaga til málsins almennt hvað varðar sveitarfélögin í landinu.
Leitaði var til endurskoðenda Mosfellsbæjar KPMG vegna málsins og barst umfjöllun frá þeim 16.02.2011. Þar  segir m.a: 
"Að okkar mati fer sams konar starfsemi og hér um ræðir fram hjá flestum þeim sveitarfélögum þar sem á annað borð er um að ræða úthlutun lóða og byggingu gatna- og umferðarmannvirkja.  Þetta hefur að við teljum almennt verið talið falla undir daglegan rekstur sveitarfélaganna.  Þessari starfsemi hefur jafnan fylgt móttaka á skuldaviðurkenningum sem oft hafa verið framseldar til lánastofnana með framsalsábyrgð viðkomandi sveitarfélags. Um slíkar ábyrgðir sem í gildi eru í lok hvers árs er almennt getið í reikningsskilum viðkomandi sveitarfélags, eins og gert hefur verið hjá Mosfellsbæ undanfarin ár."
Endurskoðendurnir telja svo í lok samantektar sinnar að þeim þætti æskilegt að fá viðhorf Sambands íslenskra sveitarfélaga til álitaefnisins almennt.
Því er hér lögð fram sú tillaga að bæjarstjórn samþykki af þessu tilefni að leita verði eftir viðhorfi Sambands íslenskra sveitarfélaga til álitamálsins.

Jafnframt leiti sambandið til innanríkisráðuneytisins eftir því sem við á.

Embættismönnum sveitarfélagsins verði falið að upplýsa og aðstoða sambandið við verkið, í því mæli sem eftir kann að verða leitað af hálfu sambandsins.

 

 

Bókun og tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.  

Í námskeiðsefni Sambands Ísl. sveitarfélaga Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna, eftir Önnu Guðrúnu Björnsdóttur, segir:
 
"Sveitarstjórnin er æðsta stjórnvald sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarmaðurinn ber þar af leiðandi, sem fulltrúi í sveitarstjórn, hina endanlegu pólitísku ábyrgð á öllu sem gerist innan stjórnkerfis sveitarfélagsins, jafnvel þótt honum hafi ekki verið kunnugt um tiltekið mál. Sveitarstjórnarmaðurinn ber ábyrgð á ákvörðunum sem hann hefur átt þátt í að taka en það er líka hægt að draga hann til ábyrgðar ef hann hefur ekki brugðist við aðstæðum sem hann hefði átt að bregðast við."
 
Í lögfræðiáliti sem lögmannsstofan Lex vann fyrir Mosfellsbæ vegna þess máls sem hér er til umræðu segir:
 
"Fyrir liggur því að ábyrgð á lánveitingum til handa Helgafellsbyggingum hf. uppfyllti ekki skilyrði 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga enda var félagið hvorki í eigu sveitarfélagsins né í eigu annarra opinberra aðila á þeim tíma sem umræddir gerningar voru framkvæmdir."
 
6. mgr. 73. gr. kveður á um að sveitarstjórnum sé óheimilt að ábyrgjast skuldir einkaaðila og um ákvæðið segir í áliti Lex að það "er talið fortakslaust og ófrávíkjanlegt þegar ábyrgðir sveitarfélaga eru veittar."
 
Í ljósi þess sem að framan greinir fer Íbúahreyfingin fram á afsögn þeirra kjörnu fulltrúa sem ábyrgð bera á 246 milljóna sjálfskuldarábyrgð Mosfellsbæjar á láni til einkaaðila.
 
Íbúahreyfingin fer fram á að málinu verði vísað til úrskurðar Innanríkisráðuneytisins.
 
Þá leggur Íbúahreyfingin til að tekið verði til sérstakrar skoðunar hvers vegna endurskoðendur gerðu engar athugasemdir á ársreikningum varðandi þessi meintu lögbrot fyrrverandi bæjarstjórnar. Draga verður faglega tortryggni endurskoðendanna í efa í ljósi þess að þeir telja sig ekki geta greint hvað teljist til daglegs reksturs, skv. umbeðnu áliti þeirra, en hér er um að ræða viðskipti sem eiga sér enga hliðstæðu í bókhaldi sveitarfélagsins.

 

Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.

 

Tillaga bæjarfulltrúa D og V-lista borin upp og samþykkt með sex atkvæðum.

 

Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
6. mgr. 73. Gr. Sveitarstjórnar hljóðar svona:
"Eigi má binda sveitarsjóð í ábyrgðir vegna skuldbindinga annarra aðila en stofnana sveitarfélagsins. Prókúruhafa sveitarsjóðs er þó heimilt fyrir hönd sveitarfélags að ábyrgjast með framsalsáritun greiðslu viðskiptaskjala sem sveitarfélagið hefur eignast á eðlilegan hátt í tengslum við daglegan rekstur þess."
Í bréfi bæjarstjóra er því borið við að sjálfskuldarábyrgð bæjarins sé til komin vegna túlkunar á orðalaginu "daglegur rekstur".
Í fyrsta lagi er álit Lex alveg skýrt að þessu leiti en þar segir:
"Þótt hugtakið "daglegur rekstur" sé ekki skilgreint sérstaklega í sveitarstjórnarlögunum, þá má með hliðsjón af venjulegri orðskýringu, öðrum ákvæðum laganna og með hliðsjón af eðli og umfangi starfseminnar, afmarka hugtakið við það sem getur talist eðlilegt í daglegum störfum framkvæmdastjóra, þ.e. þeim störfum sem hann kann að þurfa að framkvæma daglega. Alla jafna myndu þannig ráðstafanir sem eru óvenjulegar eða mikilsháttar ekki falla undir hinn daglega rekstur."
Í öðru lagi er málsmeðferðin í sjálfri sér viðurkenning á því að ekki var litið á afgreiðslu málsins sem daglegan rekstur þar sem Það var afgreitt í bæjarráði og bæjarstjórn, sem varla er venja með daglegan rekstur bæjarins, enda skrifar prókúruhafi bæjarins undir sjálfskuldarábyrgðina með vísun í afgreiðslu 950. fundar bæjarráðs.
Íbúahreyfingin lítur svo á að hagsmunagæsla fyrir íbúana geti aldrei falið í sér lögbrot.

 

 

2.4.

200810296 - Erindi Ragnars Aðalsteinssonar varðandi útgáfu byggingarleyfis

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.5.

201101245 - Samningsumboð til gerðar kjarasamnings til handa stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.6.

201101271 - Systkinaafsláttur

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.7.

201102008 - Erindi Alþingis varðandi frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.8.

201102016 - Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.9.

201102066 - Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi Mannvirkjastofnun

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.10.

201102096 - Erindi alþingis, umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um félagslega aðstoð

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

3.

201102008F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 169

 

Fundargerð 169. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

3.1.

200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024

   

Erindinu frestað á 169. fundi Fjölskyldunefndar. Frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

3.2.

201010204 - Stefna og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2010 -2014

   

Afgreiðsla 169. fundar Fjölskyldunefndar, um breytingar á stefnunni, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.3.

201102092 - Reglur Mosfellsbæjar um meðferð barnaverndarmála.

   

Afgreiðsla 169. fundar Fjölskyldunefndar, um breytingar á reglum um meðferð barnaverndarmála, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.4.

201102072 - Rannsókn á ofbeldi gegn konum, skýrsla frá Velferðarráðuneyti

   

Erindið lagt fram á 169. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

3.5.

201102067 - Erindi Þroskahjálpar varðandi könnun á ferðaþjónustu

   

Erindið lagt fram á 169. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

4.

201102006F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 249

 

Fundargerð 269. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

4.1.

200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024

   

Afgreiðsla 249. fundar fræðslunefndar, um að samantekt um málið verði lögð fram í nefndinni, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

4.2.

201011151 - Skyldur og ábyrgð skólanefnda

   

Erindið lagt fram á 249. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

5.

201102007F - Lýðræðisnefnd - 3

 

Fundargerð 3. fundar lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

5.1.

201011056 - Málefni lýðræðisnefndar

   

Afgreiðsla 3. fundar lýðræðisnefndar, um m.a. aðgengi að gögnum, lýðræðismál og skoðanakannanir,  samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

   

6.

201102002F - Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 122

 

Fundargerð 122. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

6.1.

201012038 - Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi áhrif rusls og úrgangs á lífríki hafs og stranda.

   

Afgreiðsla 122. fundar umhverfisnefndar, um að fela umhverfisstjóra að útbúa svar til ráðuneytisins, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

6.2.

201101145 - Starfsemi umhverfissviðs 2010

   

Skýrsla um starfssemi umhverfissviðs 2010 lögð fram á 122. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.3.

201011131 - Norræn samkeppnis- og umhverfisstefna, skýrsla norrænu samkeppniseftirlitanna

   

Erindið lagt fram á 122. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.4.

201012035 - Skýrsla náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar

   

Afgreiðsla 122. fundar umhverfisnefndar, um að fela umhverfisstjóra að útbúa skýrslu og senda á nefndarmenn, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

6.5.

201012016 - Aðalskoðun leikvalla í Mosfellsbæ 2010

   

Erindið lagt fram á 122. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.6.

200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024

   

Afgreiðsla 122. fundar umhverfisnefndar, varðandi umræðum um aðalskipulag, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

6.7.

201012055 - Fyrirkomulag úrgangsmála í Mosfellsbæ 2010

   

Afgreiðsla 122. fundar umhverfisnefndar, um framhald umræðna á næsta fundi, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

6.8.

200910637 - Staðardagskrá 21 - endurskoðun aðgerðaráætlunar 2009

   

Erindinu frestað á 122. fundi umhverfisnefndar. Frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

7.

201101023F - Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 12

 

Fundargerð 12. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

7.1.

200906129 - Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði

   

Erindið lagt fram á 12. fundi ungmennaráðs. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

7.2.

201101476 - Gjaldskrá Strætó bs. fyrir ungmenni í Mosfellsbæ

   

Erindið lagt fram til umræðu á 12. fundi ungmennaráðs. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

7.3.

201101428 - Undirbúningur við nýjan framhaldsskóla í Mosfellsbæ 2011

   

Erindið lagt fram á 12. fundi ungmennaráðs. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

8.

201102119 - Fundargerð 152. fundar Strætó bs.

 

Fundargerð 152. fundar Strætó bs. lögð fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

   

9.

201102125 - Fundargerð 783. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga

 

Fundargerð 783. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga lögð fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

   

10.

201102152 - Fundargerð 24. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

 

Til máls tók: BH.

Fundargerð 24. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

   

11.

201101343 - Þriggja ára áætlun 2012-2014

 

Forseti gaf bæjarstjóra orðið undir þessum lið og fór bæjarstjóri nokkrum orðum um áætlunina sem væri hér lögð fram óbreytt frá fyrri umræðu.
 
Rekstrarniðurstaða A- og B hluta í 3ja ára áætlun áranna 2012-2014: 

Rekstur. 
2012: 197,1m.kr.
2013: 242,0m.kr.
2014: 289,6m.kr.

 

Skuldir og Eigið fé.

2012: 12.443m.kr.
2013: 12.561m.kr.
2014: 12.699m.kr.


Bæjarstjóri þakkaði að lokum öllum embættismönnum sem komið hafa að gerð áætlunarinnar fyrir þeirra störf.
 
Forseti tók undir þakkir til starfsmanna fyrir aðkomu þeirra að gerð þessarar þriggja ára áætlunar og sama gerðu þeir bæjarfulltrúar sem til máls tóku.
 
Til máls tóku: HSv, KT, JS og JJB.

 

Bókun S-lista Samfylkingar vegna þriggja ára áætlunar.

Þriggja ára áætlun Mosfellsbæjar byggir skv. venju á spá um íbúaþróun og nýbyggingar. Ljóst er að verði frávik frá þeim tölum hefur það áhrif á spá um rekstrarafkomu bæjarins. Nokkrar bjartsýni gætir í tölum um fjölgun nýbygginga miðað við horfur í efnahagsmálum. Því tel ég mikilvægt að mikils aðhalds sé gætt í framkvæmdum sem auka eða gætu aukið skuldir bæjarins. Mætti þar nefna áætlað framlag til golfskála sem ég hafði athugasemd um við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2011. Í raun er það út í hött að áætla fjármuni í framkvæmd golfskála þar sem samningar eru í uppnámi og semja þarf að nýju sem og að skuldsetja bæjarfélagið vegna þess.

Jónas Sigurðsson.

 

 

Bókun bæjarfulltrúa D og V-lista.

Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Mosfellsbæjar og stofnana hans er markmiðssetning um rekstur, framkvæmdir og fjármál bæjarfélagsins í náinni framtíð.
Áætlunin byggir á spá um fjölgun og aldursdreifingu íbúa og fjölgun íbúða og fjárfestingar á þessu þriggja ára tímabili. Hún er gerð á föstu verðlagi. 
Gert er ráð fyrir að stærstu fjárfestingarverkefnin á næstu árum verði þátttaka í byggingu framhaldsskóla í miðbænum en ráðgert er að til þess fari um 570 mkr. á tímabilinu og bygging hjúkrunarheimils sem leigt verður ríkinu skv. samingi en gert er ráð fyrir að byggingarkostnaður við það verði um 800 mkr.
Áætlunin gerir ráð fyrir hóflegri íbúafjölgun.  Þau hverfi sem verða í uppbyggingu á þessu tímabili eru aðallega Leirvogstunga og Helgafellshverfi. 
Þriggja ára áætlun áranna 2012 til 2014 er gerð við óvissar aðstæður. En þær forsendur sem hér eru lagðar til grundvallar eru skv. opinberum spám um þróun efnahagsmála á komandi árum.  Ljóst er að rekstur Mosfellsbæjar er traustur og fer hagur hans batnandi á komandi árum.  Þær aðstæður sem verið hafa í þjóðfélaginu á undanförnum árum hafa verið sveitarfélögum erfiðar en ljóst er að Mosfellsbær stendur vel þrátt fyrir það og tekist hefur að sigla fjármálum sveitarfélagsins á farsælan hátt í gegnum þetta öldurót.

Að lokinni almennri umræðu um þriggja ára áætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2012-2014 var áætlunin borin upp og samþykkt með fimm atkvæðum.

 

   

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35

#EXTM3U
#EXTINF:-1,Hljóðskrá með upptöku af fundinum
http://mos.is/media/misc/Baejarstjorn_552_vefupplausn.m3u
Meira ...

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 551 - 2.02.2011

17.02.2011

 

 

 

551. fundur

Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar

haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 

miðvikudaginn 2. febrúar 2011 og hófst hann kl. 16:30

 

 

Fundinn sátu:

Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Hafsteinn Pálsson (HP), Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ), Haraldur Sverrisson (HSv), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

 

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

.

Óskað er eftir viðbótarerindi á dagskrá, kosning í nefndir og komi hann sem næst síðasti dagskrárliður. Samþykkt samhljóða.

 

 

Dagskrá:

 

1.

201101012F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1013

 

Fundargerð 1013. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 551. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

1.1.

201010152 - Eldra íþróttahús að Varmá - þakleki

   

Afgreiðsla 1013. fundar bæjarráðs, um að heimila umhverfissviði að ganga til samninga, samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.2.

201101060 - Erindi Lögmanna varðandi vatnstöku úr landi Laxnes I

   

Afgreiðsla 1013. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu, samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.3.

201011291 - Erindi Kjósarhrepps varðandi áframhaldandi samstarf á sviði félagsmála

   

Afgreiðsla 1013. fundar bæjarráðs, að heimila bæjarstjóra samningagerð, samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.4.

201101238 - Erindi Ungmennafélagsins Aftureldingar varðandi Þorrablót 2011

   

Afgreiðsla 1013. fundar bæjarráðs, um aukafjárveitingu til íþróttahúss o.fl., samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.5.

201101245 - Samningsumboð til gerðar kjarasamnings til handa stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga

   

Til máls tóku: JJB og HSv.

 

Tillaga Íbúahreyfingarinnar:

Íbúahreyfingin mun aldrei samþykkja að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til þess að semja á grundvelli laga sem brjóta stjórnarskrána (sbr. Lög nr. 94/1986), um hylmingu greiðslna eins og greiðslna í atvinnutryggingasjóð og beinar greiðslur frá bæjarfélaginu til stéttarfélaga án þess að launafólk fái um það vitneskju á launaseðli sínum. Það er spilling og það verður ekki liðið.

Íbúahreyfingin leggur aftur til að umboð til kjarasamninga til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga verði háð eftirfarandi skilyrðum:
1. Að ekki verði samið við stéttarfélög um áframhaldandi beinar greiðslur til þeirra sem ekki komi fram á launaseðli launafólks. Hér er átt við allar greiðslur hverju nafni sem þær nefnast.
2. Að mótframlag í lífeyrissjóði verði eftirleiðis tilgreint á launaseðlum launafólks.
3. Að Samband íslenskra sveitarfélaga virði 74. grein stjórnarskrár og semji við þau félög sem óska eftir samningum en þröngvi launafólki ekki til þess að tilheyra ákveðnu félagi.
4. Að ekki sé samið við stéttarfélög þar sem lýðræði og gagnsæi gagnvart launafólki er ekki virt, enda geta stjórnir slíkra félaga vart talist fulltrúar umbjóðenda sinna.
Auk þess leggur bæjarstjórn Mosfellsbæjar til að samninganefnd komi því inn í samninga að greiðslur í atvinnutryggingasjóð verði meðhöndlaðar á sama hátt og annar tekjuskattur á launþega á launaseðli launafólks í stað þess að fela skattheimtuna og gera launafólki ókleift að fylgjast með sköttum sínum, réttindum og öðrum greiðslum.

 

Ofangreind tillaga Íbúahreyfingarinnar borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.

 

Bæjarstjóri óskar bókað að ofangreindar tillögur Íbúahreyfingarinnar hafi þegar verið sendar til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, bæði frá bæjarráði Mosfellsbæjar og einnig frá Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Afgreiðsla 1013. fundar bæjarráðs, um að heimila bæjarstjóra að veita stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga kjarasamningsumboð, samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.

 

 

1.6.

201101145 - Starfsemi umhverfissviðs 2010

   

Skýrsla um starfssemi umhverfissviðs lögð fram á 1013. fundi bæjarráðs. Skýrslan lögð fram á 551. fundi bæjarstjórnar.

 

 

1.7.

201008085 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, endurskoðun laga- og reglugerðarákvæða

   

Skýrsla 3R-ráðgjafar lögð fram á 1013. fundi bæjarráðs. Skýrslan lögð fram á 551. fundi bæjarstjórnar.

 

 

1.8.

201101271 - Systkinaafsláttur

   

Afgreiðsla 1013. fundar bæjarráðs, um að fela framkvæmdastjóra fræðslusviðs að undirbúa breytingar á reglum varðandi systkinaafslátt o.fl., samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

   

2.

201101019F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1014

 

Fundargerð 1014. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 551. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

2.1.

200912059 - Verkfallslisti sbr. lög 94/1986

   

Til máls tóku: JJB og HSv.

 

Bókun Íbúahreyfingarinnar:

Í umsögn framkvæmdastjórna stjórnsýslusviðs eru ekki færð nein rök fyrir því að taka verkfallsrétt af þeim starfsmönnum sem sinna störfum sem talin voru upp í bókun Íbúahreyfingarinnar á 550. fundi bæjarstjórnar og óskað rökstuðnings við. Verkfallsréttur eru mikilvæg réttindi sem ber ekki að taka af fólki án rökstuðnings.

 

Bæjarfulltrúa D og V-lista óska að bókað verði að hann sé ekki sammála því sem fram kemur í ofangreindri bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar um að ekki séu færð fram rök í tilvitnaðri umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.

 

Afgreiðsla 1014. fundar bæjarráðs, um að auglýsa verkfallslista með venjulegum hætti, samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.

 

 

2.2.

201012263 - Erindi Huldu Margrétar Eggertsdóttur varðandi niðurfellingu heimgreiðslna

   

Til máls tóku: JJB, HSv, HS, HP og JS og KGÞ.

 

Afgreiðsla 1014. fundar bæjarráðs, um að fela framkvæmdastjóra fræðslusviðs að svara bréfritara, samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.3.

201011277 - Laxnes 2, beiðni um að skipta jörðinni

   

Afgreiðsla 1014. fundar bæjarráðs, um að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara o.fl., samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.4.

201101343 - Þriggja ára áætlun 2012-2014

   

Afgreiðsla 1014. fundar bæjarráðs, um að vísa þriggja ára áætlun 2012-2014 til fyrri umræðu í bæjarstjórn, samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.5.

201101392 - Hjúkrunarheimili nýbygging

   

Afgreiðsla 1014. fundar bæjarráðs, um að heimila umhverfissviði samningagerð við lægstbjóðendur, samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.6.

201101410 - Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna Pizzabræðra

   

Afgreiðsla 1014. fundar bæjarráðs, um að það geri ekki athugasemd við umsókn Pizzabræðra um rekstrarleyfi, samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.7.

201101442 - Tillaga Íbúahreyfingarinnar frá fundi bæjarstjórnar varðandi hæfi nefndarmanns í fjölskyldunefnd

   

Frestað á 1014. fundar bæjarráðs. Frestað á 551. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

3.

201101013F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 168

 

Fundargerð 168. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 551. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

3.1.

201101089 - Bréf Velferðarráðuneytisins verðandi markmið laga um félagsþjónustu sveitarfélaga

   

Bréfið lagt fram á 168. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 551. fundi bæjarstjórnar.

 

 

3.2.

201101369 - Viðmiðunarupphæð fjárhagsaðstoðar

   

Til máls tóku: JS, JJB, KÞG, HSv, HS, HP og KT.

 

Tillaga S-lista Samfylkingar.

Við gerð fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar fyrir árið 2011 lagði ég fram tillögu um endurskoðun á reglum bæjarins um fjárhagsaðstoð sem vísað var til umfjöllunar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og síðan til umfjöllunar í fjölskyldunefnd. Tillaga meirihluta nefndarinnar er að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hækki í samræmi við breytingu á neysluvísitölu eða úr um 125.000 á mánuði í um 128.000 á mánuði. Ekki er að sjá að tillaga mín hafi fengið umfjöllun í tengslum við þetta mál. Ég legg því fram til afgreiðslu þann hluta tillögu minnar sem fjallar um viðmið grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar:

Að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar Mosfellsbæjar verði sú sama og fjárhæð atvinnuleysisbóta hverju sinni.

 

Bókun Íbúahreyfingarinnar:

Íbúahreyfingin leggur til að atvinnuleysisbætur verði settar sem viðmiðunarupphæð þar til velferðarráðuneytið hefur birt neysluviðmið sem unnið er að um þessar mundir og ráðherra hefur boðað að birt verði innan skamms. Þegar þessi viðmið verða birt verði viðmiðunarupphæð endurskoðuð.

 

Ofangreind tillaga Samfylkingar ásamt viðaukatillögu Íbúahreyfingarinnar borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.

 

 

Bókun S-lista Samfylkingar.

Í bréfi Velferðarráðuneytisins til sveitarstjórna á Íslandi dags. 3. janúar 2011 kemur m.a. eftirfarandi fram:

"Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um erfiða stöðu þeirra sem byggja framfærslu sína á lágmarksbótum almennatrygginga, atvinnuleysisbótum eða fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Horft var til þessarar erfiðu stöðu þegar lágmarkstekjuviðmið til framfærslu lífeyrisþega sem búa einir var hækkað umtalsvert í janúar 2009 og verður frá og með 1. janúar 2011 rúmar 184.000 kr. Fullar atvinnuleyfisbætur nema tæpum 150.000 kir. á mánuði. Grunnfjárhæð sveitarfélaganna hefur að jafnaði verið mun lægri sem getur gert fjárhagsstöðu þeirra, sem þurfa að reiða sig eingöngu á aðstoð sveitarfélaganna, slaka í samanburði vð aðra sem fá bætur frá hinu opinbera". "Með vísan til framangreindra atriða beinir velferðarráðherra þeim tilmælum til sveitarstjórna að þær tryggi að einstaklingar hafi að lágmarki sambærilega fjárhæð og atvinnuleysisbætur til framfærslu á mánuði". Í ljósi þess sem að ofan greinir er það miður að meirihluti bæjarstjórnar hafi ekki vilja til að rétta hlut þeirra sem allra lakast standa fjárhagslega þeirra sem fá bætur frá hinu opinbera. Það er mín skoðun að ekki sé hægt að bíða með að leiðrétta hlut þessa fólks, en verði síðar sátt í þjóðfélaginu um lágmarksframfærsluviðmið sem leiða til hækkunar bóta þá hækki fjárhagsaðstoð í samræmi við það.

 

Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir að eftirfarandi verði bókað vegna afstöðu meirihluta bæjarstjórnar:

25. grein Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna hljóðar svo:

,,1. Allir eiga rétt á lífskjörum sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan þeirra sjálfra og fjölskyldu þeirra. Telst þar til fæði, klæði, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagsleg þjónusta, svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert. 2. Mæðrum og börnum ber sérstök vernd og aðstoð. Öll börn, hvort sem þau eru fædd innan eða utan hjónabands, skulu njóta sömu félagslegu verndar.?
http://www.humanrights.is/mannrettindi-og-island/helstu-samningar/sameinudu-thjodirnar/mannrettindayfirlysing-sth/

 

Þá hljóðar 76. gr. íslensku stjórnarskrárinnar svo:
,,Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.?
http://www.althingi.is/lagas/138b/1944033.html

Í ljósi ofangreinds harmar fulltrúi Íbúahreyfingarinnar ákvörðun bæjarstjórnar því ljóst er að samþykktar viðmiðunarupphæðir, 128.627 kr. Fyrir einstakling og 205.803 kr. Fyrir hjón dugar ekki til framfærslu og brýtur þar með í bága við stjórnarskrá og mannréttindi.

 

 

Bókun D- og V-lista.

Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er veitt fólki í tímabundnum erfiðleikum og er aðstoð við einstaklinga og fjölskyldur til að mæta grunnþörfum þeirra. Samhliða því að veita fjárhagsaðstoð skal kanna til þrautar aðra möguleika og skal fjárhagsaðstoð einungis beitt í eðlilegum tengslum við önnur úrræði, svo sem ráðgjöf og leiðbeiningar svo og í tengslum við úrræði annarra stofnana samfélagsins eins og segir í markmiðsgrein reglna Mosfellsbæjar um fjárhagsaðstoð. Reglurnar eru setta í samræmi við ákvæði laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum. Réttur einstaklinga til þjónustu er almenns eðlis í samræmi við almenn ákvæði um skyldur sveitarfélags, en útfærsla þeirra er í höndum hvers sveitarfélags. Í greinargerð með frumvarpi til laganna kemur fram að ekki var lagt til að tiltekin yrði lágmarksfjárhæð fjárhagsaðstoðar. Svo nákvæm fyrirmæli laganna þótti stríða gegn sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga og slíkum rétti yrði varla fullnægt án sérstaks ríkisframlags sem eingöngu væri ætlað þessum málaflokki eins og þar segir.

Frá því að ráðuneyti félagsmála í samvinnu við samtök félagsmálastjóra á Íslandi setti fram leiðbeiningar um reglur sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð í maí 2003 hefur Mosfellsbær líkt flest önnur sveitarfélög landsins fylgt þeim reglum. Á það einnig við um grunnfjárhæð, eins og hún hefur verið tilgreind hverju sinni.

Umræða um erfiða fjárhagsstöðu einstaklinga sem byggja framfærslu sína á lágmarksbótum hefur verið áberandi undanfarið, enda þjóðfélagsástand með þeim hætti að fleiri en áður hafa þurft að byggja afkomu sína á slíkum bótum. Vegna þessa hefur Velferðarráðuneytið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmann skuldara og fleiri hagsmunaaðila unnið að gerð neysluviðmiða. Samhliða því er hugað að lágmarksframfærsluviðmiðum. Í ljósi þessa þykir ekki rétt að Mosfellsbær gangi fram fyrir skjöldu, heldur bíði átekta þar til fyrrgreindri vinnu er lokið.

 

Afgreiðsla 168. fundar fjölskyldunefndar, varðandi grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar o.fl., samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði, einn sat hjá.

 

 

3.3.

201011291 - Erindi Kjósarhrepps varðandi áframhaldandi samstarf á sviði félagsmála

   

Erindið lagt fram á 168. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 551. fundi bæjarstjórnar.

 

 

3.4.

201101287 - Samningur um félagsþjónustu

   

Erindið lagt fram á 168. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 551. fundi bæjarstjórnar.

 

 

3.5.

201101288 - Samningur um barnaverndarnefnd

   

Erindið lagt fram á 168. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 551. fundi bæjarstjórnar.

 

 

3.6.

201101289 - Húsaleiga í húsnæði fyrir fatlað fólk

   

Til máls tók: JS.

 

Afgreiðsla 168. fundar fjölskyldunefndar, varðandi tillögu um að leigufjárhæð í húsnæði fyrir fatlað fólk taki breytingum í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgða í reglugerð nr. 1054/2010, samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.7.

200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024

   

Erindinu frestað á 168. fundi fjölskyldunefndar. Frestað á 551. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

4.

201101009F - Lýðræðisnefnd - 2

 

Fundargerð 2. fundar lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 551. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

4.1.

201011056 - Málefni lýðræðisnefndar

   

Afgreiðsla 2. fundar lýðræðisnefndar, eins og hún kemur fram í fundargerð nefndarinnar, samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

   

5.

201101016F - Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 293

 

Fundargerð 2. fundar lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 551. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

 

Til máls tóku í almennum umræðum í tengslum við fundargerðina: JJB, HSv, JS, HP, HS, KÞG og KT. 

     
 

5.1.

200911439 - Bugðutangi 21, umsókn um byggingarleyfi

   

Afgreiðsla 293. fundar skipulags- og byggingarnefndar, varðandi samþykkt á svörum við athugasemdum o.fl., samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

5.2.

201101367 - Ýmis mál varðandi byggð í Mosfellsdal

   

Afgreiðsla 293. fundar skipulags- og byggingarnefndar, varðandi að kanna lagaleg og kostnaðarleg atriði vegna uppbyggingar í Mosfellsdal o.fl.,  samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

5.3.

201101157 - Árvangur 123614 og spilda úr Varmalandi, ósk um deiliskipulag.

   

Erindinu frestað á 293. fundar skipulags- og byggingarnefndar. Frestað á 551. fundi bæjarstjórnar.

 

 

5.4.

201101381 - Strætisvagnasamgöngur

   

Afgreiðsla 293. fundar skipulags- og byggingarnefndar, varðandi strætisvagnasamgöngur, samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

5.5.

200802062 - Ævintýragarður í Ullarnesbrekku

   

Kynnt tillaga á 293. fundi skipulags- og byggingarnefndar, um áfangaskiptingu á grundvelli verðlaunatillögu úr samkeppni. Kynningin lögð fram á 551. fundi bæjarstjórnar.

 

 

5.6.

201101093 - Ný Skipulagslög og lög um mannvirki í stað Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997

   

Afgreiðslu frestað á 293. fundar skipulags- og byggingarnefndar. Frestað á 551. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

6.

201101421 - Fundargerð 282. fundar Sorpu bs.

 

Til máls tóku: JS, HS, JJB, KÞG, HSv,

 

Fundargerð 282. fundar Sorðu bs. lögð fram á 551. fundi bæjarstjórnar.

 

   

7.

201101355 - Kosning fulltrúa í fræðslunefnd

 

Tilnefning kom fram um Jónas Sigurðsson sem áheyrnarfulltrúa af hálfu S-lista í fræðslunefnd í stað Sigríðar Guðnadóttur.

Fleiri tilnefningar komu ekki fram og var ofangreint samþykkt samhljóða.

 

   

8.

201101343 - Þriggja ára áætlun 2012-2014

 

Forseti gaf bæjarstjóra orðið og gerði hann grein fyrir forsendum og helstu niðurstöðum þriggja ára áætlunar Mosfellsbæjar og stofnana hans 2012 - 2014 og þakkaði að lokum embættismönnum fyrir gott starf við undirbúning áætlunarinnar.
 
Forseti þakkaði bæjarstjóra og embættismönnum bæjarins fyrir vel unna og vel framsetta þriggja ára áætlun og tóku þeir bæjarfulltrúar sem til máls tóku undir þær þakkir. 

 
Til máls tóku: HSv, JJB og JS.

 

Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa áætluninni til seinni umræðu bæjarstjórnar þann 16. febrúar nk.

 

   

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:08

 

Meira ...

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 552 - 16.02.2011

17.02.2011

 

552. fundur

Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar

haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 

miðvikudaginn 16. febrúar 2011 og hófst hann kl. 16:30

 

 

Fundinn sátu:

Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Hafsteinn Pálsson (HP), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ), Sigríður Dögg Auðunsdóttir (SDA).

 

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

 

 

Dagskrá:

 

1.

201102001F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1015

 

Fundargerð 1015. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

1.1.

201101442 - Tillaga Íbúahreyfingarinnar frá fundi bæjarstjórnar varðandi hæfi nefndarmanns í fjölskyldunefnd

   

Til máls tóku: JJB, HSv, BH, JS, KT, HS og HP.

 

Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar vegna máls nr. 1.1.

Tillaga Íbúahreyfingarinnar frá fundi bæjarstjórnar varðandi hæfi nefndarmanns í fjölskyldunefnd
 
Íbúahreyfingin telur það óheppilegt og ekki samræmast góðri stjórnsýslu að nefndarmaður í fjölskyldunefnd sé ráðinn af fjölskyldunefnd til þess að gegna lögfræðistörfum fyrir nefndina. Íbúahreyfingin telur viðkomandi nefndarmann vanhæfan samkvæmt 3. gr. Stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sem segja m.a. eftirfarandi:
Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls.
1. Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila.

Viðkomandi nefndarmaður er ráðinn sem lögfræðingur af fjölskyldunefnd til þess að fjalla um mál fyrir nefndina og hlýtur því að teljast vanhæfur til þess að fjalla um málið sem kjörinn fulltrúi í nefndinni þar sem hann er fyrirsvarsmaður aðila málsins. Íbúahreyfingin telur það ekki skipta máli hvort það sé sveitarfélagið eða ríkissjóður sem greiði þóknun lögmannsins þar sem málið snýst fyrst og fremst um að sami aðili geti ekki setið sem nefndarmaður í fjölskyldunefnd og verið ráðinn af fjölskyldunefnd til þess að reka mál hennar fyrir dómi.
 
Það skal sérstaklega tekið fram að málið fjallar ekki á einn eða neinn hátt um störf eða persónu viðkomandi nefndarmanns heldur eingöngu um mikilvægi faglegrar stjórnsýslu bæjarins.
 
Íbúahreyfingin gerir það að tillögu sinni að nefndarmanni verði gert að kalla inn varamann sinn í fjölskyldunefnd þar til starfi hennar sem lögfræðings fyrir nefndina ljúki.

Jón Jósef Bjarnason, fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ.

 

Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.


Íbúahreyfingin gerir það jafnframt að tillögu sinni að skerpt verði á starfsreglum Mosfellsbæjar á þann veg að komið verði alfarið í veg fyrir það að kjörinn fulltrúi geti samtímis gegnt launuðum sem ólaunuðum störfum fyrir þá nefnd sem viðkomandi er kjörinn í.

Jón Jósef Bjarnason, fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ.

 

 

Bókun bæjarfulltrúa D og V-lista.

Eins og fram kemur í umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs Mosfellsbæjar er ekki um vanhæfi að ræða í þessu tilviki.
Almennt séð er það óæskilegt að nefndarmaður sinni jafnframt störfum fyrir viðkomandi nefnd og tíðkast það ekki í stjórnsýslu Mosfellsbæjar.  Hér er hins vegar um mjög sérstakt barnaverndarmál að ræða þar sem fjölskyldunefnd og starfsmenn hennar töldu hagsmunir barnsins best varðir með þessum hætti.

 

Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar vegna máls nr. 1.1  Tillaga Íbúahreyfingarinnar frá fundi bæjarstjórnar varðandi hæfi nefndarmanns í fjölskyldunefnd

Íbúahreyfingin harmar að í Mosfellsbæ skuli ekki vera leitast við að ástunda faglega og góða stjórnsýslu við stjórnun bæjarins og telur það ámælisvert að bæjarstjórn Mosfellsbæjar skuli ekki fara eftir Stjórnsýslulögum nr. 37/1993.

 

Bæjarfulltrúar D og V-lista harma bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar og mótmæla fullyrðingum um að ekki sé ástunduð fagleg og góð stjórnsýsla við stjórnun bæjarins og harma að með þessum hætti sé veist að þeim starfsmönnum sem komið hafa að málinu. 

 

 

1.2.

201010083 - Fjármál Mosfellsbæjar

   

Á 1015. fundi bæjarráðs var lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Bréf Eftirlitsnefndarinnar lagt fram  á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

1.3.

201101060 - Erindi Lögmanna varðandi vatnstöku úr landi Laxnes I

   

Á 1015. fundi bæjarráðs var lagt fram bérf Lögmanna varðandi vatnstöku úr landi Laxnes I. Bréfið lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

1.4.

201002022 - Urðunarstaður Sorpu bs. á Álfsnesi, varnir gegn lyktarmengun

   

Afgreiðsla 1015. fundar bæjarráðs, varðandi urðunarstað Sorpu bs. á Álfsnesi, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.5.

201012284 - Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna lyktarmengunar í Mosfellsbæ

   

Afgreiðsla 1015. fundar bæjarráðs, varðandi erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.6.

201101422 - Erindi Alþingis vegna umsagnar frumvarps til laga um breytingu á skipulagslögum

   

Afgreiðsla 1015. fundar bæjarráðs, vegna umsagnar um skipulagslög, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.7.

201101472 - Erindi Alþingis vegna umsagnar frumvarps til laga um fjöleignarhús

   

Afgreiðsla 1015. fundar bæjarráðs, vegna umsagnar um lög um fjöleignarhús, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.8.

201101439 - Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi gjaldskrá

   

Afgreiðslu erindisins var frestað á 1015. fundi bæjarráðs. Frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

1.9.

201102002 - Endurskoðun mannauðsstefnu Mosfellsbæjar

   

Afgreiðslu erindisins var frestað á 1015. fundi bæjarráðs. Frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

2.

201102009F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1016

 

Fundargerð 1016. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

2.1.

201102002 - Endurskoðun mannauðsstefnu Mosfellsbæjar

   

Afgreiðsla 1016. fundar bæjarráðs, um breytingu á gildandi mannauðsstefnu, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.2.

201101439 - Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi gjaldskrá

   

Afgreiðsla 1016. fundar bæjarráðs, um staðfestingu af hálfu Mosfellsbæjar á gjaldskrá SHS, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.3.

200807005 - Uppgjör vegna seldra lóða

   

Til máls tóku: HSv, JJB, SÓJ, JS, KT, HP, HS og BH.

 

Bókun og tillaga bæjarfulltrúa D og V-lista.

Vegna þeirrar stöðu sem upp er komin með áliti LEX lögmannsstofu  dags. 4. feb. sl. þar sem talið er að framsalsábyrgð  Mosfellsbæjar á viðskiptabréfi sé í andstöðu við 73. gr. sveitarstjórnarlaga og geti ekki fallið undir daglegan rekstur sveitarfélagsins, þá verði leitað eftir viðhorfi Sambands íslenskra sveitarfélaga til málsins almennt hvað varðar sveitarfélögin í landinu.
Leitaði var til endurskoðenda Mosfellsbæjar KPMG vegna málsins og barst umfjöllun frá þeim 16.02.2011. Þar  segir m.a: 
"Að okkar mati fer sams konar starfsemi og hér um ræðir fram hjá flestum þeim sveitarfélögum þar sem á annað borð er um að ræða úthlutun lóða og byggingu gatna- og umferðarmannvirkja.  Þetta hefur að við teljum almennt verið talið falla undir daglegan rekstur sveitarfélaganna.  Þessari starfsemi hefur jafnan fylgt móttaka á skuldaviðurkenningum sem oft hafa verið framseldar til lánastofnana með framsalsábyrgð viðkomandi sveitarfélags. Um slíkar ábyrgðir sem í gildi eru í lok hvers árs er almennt getið í reikningsskilum viðkomandi sveitarfélags, eins og gert hefur verið hjá Mosfellsbæ undanfarin ár."
Endurskoðendurnir telja svo í lok samantektar sinnar að þeim þætti æskilegt að fá viðhorf Sambands íslenskra sveitarfélaga til álitaefnisins almennt.
Því er hér lögð fram sú tillaga að bæjarstjórn samþykki af þessu tilefni að leita verði eftir viðhorfi Sambands íslenskra sveitarfélaga til álitamálsins.

Jafnframt leiti sambandið til innanríkisráðuneytisins eftir því sem við á.

Embættismönnum sveitarfélagsins verði falið að upplýsa og aðstoða sambandið við verkið, í því mæli sem eftir kann að verða leitað af hálfu sambandsins.

 

 

Bókun og tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.  

Í námskeiðsefni Sambands Ísl. sveitarfélaga Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna, eftir Önnu Guðrúnu Björnsdóttur, segir:
 
"Sveitarstjórnin er æðsta stjórnvald sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarmaðurinn ber þar af leiðandi, sem fulltrúi í sveitarstjórn, hina endanlegu pólitísku ábyrgð á öllu sem gerist innan stjórnkerfis sveitarfélagsins, jafnvel þótt honum hafi ekki verið kunnugt um tiltekið mál. Sveitarstjórnarmaðurinn ber ábyrgð á ákvörðunum sem hann hefur átt þátt í að taka en það er líka hægt að draga hann til ábyrgðar ef hann hefur ekki brugðist við aðstæðum sem hann hefði átt að bregðast við."
 
Í lögfræðiáliti sem lögmannsstofan Lex vann fyrir Mosfellsbæ vegna þess máls sem hér er til umræðu segir:
 
"Fyrir liggur því að ábyrgð á lánveitingum til handa Helgafellsbyggingum hf. uppfyllti ekki skilyrði 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga enda var félagið hvorki í eigu sveitarfélagsins né í eigu annarra opinberra aðila á þeim tíma sem umræddir gerningar voru framkvæmdir."
 
6. mgr. 73. gr. kveður á um að sveitarstjórnum sé óheimilt að ábyrgjast skuldir einkaaðila og um ákvæðið segir í áliti Lex að það "er talið fortakslaust og ófrávíkjanlegt þegar ábyrgðir sveitarfélaga eru veittar."
 
Í ljósi þess sem að framan greinir fer Íbúahreyfingin fram á afsögn þeirra kjörnu fulltrúa sem ábyrgð bera á 246 milljóna sjálfskuldarábyrgð Mosfellsbæjar á láni til einkaaðila.
 
Íbúahreyfingin fer fram á að málinu verði vísað til úrskurðar Innanríkisráðuneytisins.
 
Þá leggur Íbúahreyfingin til að tekið verði til sérstakrar skoðunar hvers vegna endurskoðendur gerðu engar athugasemdir á ársreikningum varðandi þessi meintu lögbrot fyrrverandi bæjarstjórnar. Draga verður faglega tortryggni endurskoðendanna í efa í ljósi þess að þeir telja sig ekki geta greint hvað teljist til daglegs reksturs, skv. umbeðnu áliti þeirra, en hér er um að ræða viðskipti sem eiga sér enga hliðstæðu í bókhaldi sveitarfélagsins.

 

Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.

 

Tillaga bæjarfulltrúa D og V-lista borin upp og samþykkt með sex atkvæðum.

 

Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
6. mgr. 73. Gr. Sveitarstjórnar hljóðar svona:
"Eigi má binda sveitarsjóð í ábyrgðir vegna skuldbindinga annarra aðila en stofnana sveitarfélagsins. Prókúruhafa sveitarsjóðs er þó heimilt fyrir hönd sveitarfélags að ábyrgjast með framsalsáritun greiðslu viðskiptaskjala sem sveitarfélagið hefur eignast á eðlilegan hátt í tengslum við daglegan rekstur þess."
Í bréfi bæjarstjóra er því borið við að sjálfskuldarábyrgð bæjarins sé til komin vegna túlkunar á orðalaginu "daglegur rekstur".
Í fyrsta lagi er álit Lex alveg skýrt að þessu leiti en þar segir:
"Þótt hugtakið "daglegur rekstur" sé ekki skilgreint sérstaklega í sveitarstjórnarlögunum, þá má með hliðsjón af venjulegri orðskýringu, öðrum ákvæðum laganna og með hliðsjón af eðli og umfangi starfseminnar, afmarka hugtakið við það sem getur talist eðlilegt í daglegum störfum framkvæmdastjóra, þ.e. þeim störfum sem hann kann að þurfa að framkvæma daglega. Alla jafna myndu þannig ráðstafanir sem eru óvenjulegar eða mikilsháttar ekki falla undir hinn daglega rekstur."
Í öðru lagi er málsmeðferðin í sjálfri sér viðurkenning á því að ekki var litið á afgreiðslu málsins sem daglegan rekstur þar sem Það var afgreitt í bæjarráði og bæjarstjórn, sem varla er venja með daglegan rekstur bæjarins, enda skrifar prókúruhafi bæjarins undir sjálfskuldarábyrgðina með vísun í afgreiðslu 950. fundar bæjarráðs.
Íbúahreyfingin lítur svo á að hagsmunagæsla fyrir íbúana geti aldrei falið í sér lögbrot.

 

 

2.4.

200810296 - Erindi Ragnars Aðalsteinssonar varðandi útgáfu byggingarleyfis

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.5.

201101245 - Samningsumboð til gerðar kjarasamnings til handa stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.6.

201101271 - Systkinaafsláttur

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.7.

201102008 - Erindi Alþingis varðandi frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.8.

201102016 - Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.9.

201102066 - Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi Mannvirkjastofnun

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.10.

201102096 - Erindi alþingis, umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um félagslega aðstoð

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

3.

201102008F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 169

 

Fundargerð 169. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

3.1.

200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024

   

Erindinu frestað á 169. fundi Fjölskyldunefndar. Frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

3.2.

201010204 - Stefna og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2010 -2014

   

Afgreiðsla 169. fundar Fjölskyldunefndar, um breytingar á stefnunni, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.3.

201102092 - Reglur Mosfellsbæjar um meðferð barnaverndarmála.

   

Afgreiðsla 169. fundar Fjölskyldunefndar, um breytingar á reglum um meðferð barnaverndarmála, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.4.

201102072 - Rannsókn á ofbeldi gegn konum, skýrsla frá Velferðarráðuneyti

   

Erindið lagt fram á 169. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

3.5.

201102067 - Erindi Þroskahjálpar varðandi könnun á ferðaþjónustu

   

Erindið lagt fram á 169. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

4.

201102006F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 249

 

Fundargerð 269. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

4.1.

200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024

   

Afgreiðsla 249. fundar fræðslunefndar, um að samantekt um málið verði lögð fram í nefndinni, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

4.2.

201011151 - Skyldur og ábyrgð skólanefnda

   

Erindið lagt fram á 249. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

5.

201102007F - Lýðræðisnefnd - 3

 

Fundargerð 3. fundar lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

5.1.

201011056 - Málefni lýðræðisnefndar

   

Afgreiðsla 3. fundar lýðræðisnefndar, um m.a. aðgengi að gögnum, lýðræðismál og skoðanakannanir,  samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

   

6.

201102002F - Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 122

 

Fundargerð 122. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

6.1.

201012038 - Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi áhrif rusls og úrgangs á lífríki hafs og stranda.

   

Afgreiðsla 122. fundar umhverfisnefndar, um að fela umhverfisstjóra að útbúa svar til ráðuneytisins, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

6.2.

201101145 - Starfsemi umhverfissviðs 2010

   

Skýrsla um starfssemi umhverfissviðs 2010 lögð fram á 122. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.3.

201011131 - Norræn samkeppnis- og umhverfisstefna, skýrsla norrænu samkeppniseftirlitanna

   

Erindið lagt fram á 122. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.4.

201012035 - Skýrsla náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar

   

Afgreiðsla 122. fundar umhverfisnefndar, um að fela umhverfisstjóra að útbúa skýrslu og senda á nefndarmenn, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

6.5.

201012016 - Aðalskoðun leikvalla í Mosfellsbæ 2010

   

Erindið lagt fram á 122. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.6.

200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024

   

Afgreiðsla 122. fundar umhverfisnefndar, varðandi umræðum um aðalskipulag, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

6.7.

201012055 - Fyrirkomulag úrgangsmála í Mosfellsbæ 2010

   

Afgreiðsla 122. fundar umhverfisnefndar, um framhald umræðna á næsta fundi, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

6.8.

200910637 - Staðardagskrá 21 - endurskoðun aðgerðaráætlunar 2009

   

Erindinu frestað á 122. fundi umhverfisnefndar. Frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

7.

201101023F - Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 12

 

Fundargerð 12. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

7.1.

200906129 - Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði

   

Erindið lagt fram á 12. fundi ungmennaráðs. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

7.2.

201101476 - Gjaldskrá Strætó bs. fyrir ungmenni í Mosfellsbæ

   

Erindið lagt fram til umræðu á 12. fundi ungmennaráðs. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

7.3.

201101428 - Undirbúningur við nýjan framhaldsskóla í Mosfellsbæ 2011

   

Erindið lagt fram á 12. fundi ungmennaráðs. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

8.

201102119 - Fundargerð 152. fundar Strætó bs.

 

Fundargerð 152. fundar Strætó bs. lögð fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

   

9.

201102125 - Fundargerð 783. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga

 

Fundargerð 783. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga lögð fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

   

10.

201102152 - Fundargerð 24. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

 

Til máls tók: BH.

Fundargerð 24. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

   

11.

201101343 - Þriggja ára áætlun 2012-2014

 

Forseti gaf bæjarstjóra orðið undir þessum lið og fór bæjarstjóri nokkrum orðum um áætlunina sem væri hér lögð fram óbreytt frá fyrri umræðu.
 
Rekstrarniðurstaða A- og B hluta í 3ja ára áætlun áranna 2012-2014: 

Rekstur. 
2012: 197,1m.kr.
2013: 242,0m.kr.
2014: 289,6m.kr.

 

Skuldir og Eigið fé.

2012: 12.443m.kr.
2013: 12.561m.kr.
2014: 12.699m.kr.


Bæjarstjóri þakkaði að lokum öllum embættismönnum sem komið hafa að gerð áætlunarinnar fyrir þeirra störf.
 
Forseti tók undir þakkir til starfsmanna fyrir aðkomu þeirra að gerð þessarar þriggja ára áætlunar og sama gerðu þeir bæjarfulltrúar sem til máls tóku.
 
Til máls tóku: HSv, KT, JS og JJB.

 

Bókun S-lista Samfylkingar vegna þriggja ára áætlunar.

Þriggja ára áætlun Mosfellsbæjar byggir skv. venju á spá um íbúaþróun og nýbyggingar. Ljóst er að verði frávik frá þeim tölum hefur það áhrif á spá um rekstrarafkomu bæjarins. Nokkrar bjartsýni gætir í tölum um fjölgun nýbygginga miðað við horfur í efnahagsmálum. Því tel ég mikilvægt að mikils aðhalds sé gætt í framkvæmdum sem auka eða gætu aukið skuldir bæjarins. Mætti þar nefna áætlað framlag til golfskála sem ég hafði athugasemd um við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2011. Í raun er það út í hött að áætla fjármuni í framkvæmd golfskála þar sem samningar eru í uppnámi og semja þarf að nýju sem og að skuldsetja bæjarfélagið vegna þess.

Jónas Sigurðsson.

 

 

Bókun bæjarfulltrúa D og V-lista.

Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Mosfellsbæjar og stofnana hans er markmiðssetning um rekstur, framkvæmdir og fjármál bæjarfélagsins í náinni framtíð.
Áætlunin byggir á spá um fjölgun og aldursdreifingu íbúa og fjölgun íbúða og fjárfestingar á þessu þriggja ára tímabili. Hún er gerð á föstu verðlagi. 
Gert er ráð fyrir að stærstu fjárfestingarverkefnin á næstu áru

 

 

 

552. fundur

Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar

haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 

miðvikudaginn 16. febrúar 2011 og hófst hann kl. 16:30

 

 

Fundinn sátu:

Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Hafsteinn Pálsson (HP), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ), Sigríður Dögg Auðunsdóttir (SDA).

 

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

 

 

Dagskrá:

 

1.

201102001F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1015

 

Fundargerð 1015. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

1.1.

201101442 - Tillaga Íbúahreyfingarinnar frá fundi bæjarstjórnar varðandi hæfi nefndarmanns í fjölskyldunefnd

   

Til máls tóku: JJB, HSv, BH, JS, KT, HS og HP.

 

Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar vegna máls nr. 1.1.

Tillaga Íbúahreyfingarinnar frá fundi bæjarstjórnar varðandi hæfi nefndarmanns í fjölskyldunefnd
 
Íbúahreyfingin telur það óheppilegt og ekki samræmast góðri stjórnsýslu að nefndarmaður í fjölskyldunefnd sé ráðinn af fjölskyldunefnd til þess að gegna lögfræðistörfum fyrir nefndina. Íbúahreyfingin telur viðkomandi nefndarmann vanhæfan samkvæmt 3. gr. Stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sem segja m.a. eftirfarandi:
Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls.
1. Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila.

Viðkomandi nefndarmaður er ráðinn sem lögfræðingur af fjölskyldunefnd til þess að fjalla um mál fyrir nefndina og hlýtur því að teljast vanhæfur til þess að fjalla um málið sem kjörinn fulltrúi í nefndinni þar sem hann er fyrirsvarsmaður aðila málsins. Íbúahreyfingin telur það ekki skipta máli hvort það sé sveitarfélagið eða ríkissjóður sem greiði þóknun lögmannsins þar sem málið snýst fyrst og fremst um að sami aðili geti ekki setið sem nefndarmaður í fjölskyldunefnd og verið ráðinn af fjölskyldunefnd til þess að reka mál hennar fyrir dómi.
 
Það skal sérstaklega tekið fram að málið fjallar ekki á einn eða neinn hátt um störf eða persónu viðkomandi nefndarmanns heldur eingöngu um mikilvægi faglegrar stjórnsýslu bæjarins.
 
Íbúahreyfingin gerir það að tillögu sinni að nefndarmanni verði gert að kalla inn varamann sinn í fjölskyldunefnd þar til starfi hennar sem lögfræðings fyrir nefndina ljúki.

Jón Jósef Bjarnason, fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ.

 

Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.


Íbúahreyfingin gerir það jafnframt að tillögu sinni að skerpt verði á starfsreglum Mosfellsbæjar á þann veg að komið verði alfarið í veg fyrir það að kjörinn fulltrúi geti samtímis gegnt launuðum sem ólaunuðum störfum fyrir þá nefnd sem viðkomandi er kjörinn í.

Jón Jósef Bjarnason, fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ.

 

 

Bókun bæjarfulltrúa D og V-lista.

Eins og fram kemur í umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs Mosfellsbæjar er ekki um vanhæfi að ræða í þessu tilviki.
Almennt séð er það óæskilegt að nefndarmaður sinni jafnframt störfum fyrir viðkomandi nefnd og tíðkast það ekki í stjórnsýslu Mosfellsbæjar.  Hér er hins vegar um mjög sérstakt barnaverndarmál að ræða þar sem fjölskyldunefnd og starfsmenn hennar töldu hagsmunir barnsins best varðir með þessum hætti.

 

Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar vegna máls nr. 1.1  Tillaga Íbúahreyfingarinnar frá fundi bæjarstjórnar varðandi hæfi nefndarmanns í fjölskyldunefnd

Íbúahreyfingin harmar að í Mosfellsbæ skuli ekki vera leitast við að ástunda faglega og góða stjórnsýslu við stjórnun bæjarins og telur það ámælisvert að bæjarstjórn Mosfellsbæjar skuli ekki fara eftir Stjórnsýslulögum nr. 37/1993.

 

Bæjarfulltrúar D og V-lista harma bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar og mótmæla fullyrðingum um að ekki sé ástunduð fagleg og góð stjórnsýsla við stjórnun bæjarins og harma að með þessum hætti sé veist að þeim starfsmönnum sem komið hafa að málinu. 

 

 

1.2.

201010083 - Fjármál Mosfellsbæjar

   

Á 1015. fundi bæjarráðs var lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Bréf Eftirlitsnefndarinnar lagt fram  á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

1.3.

201101060 - Erindi Lögmanna varðandi vatnstöku úr landi Laxnes I

   

Á 1015. fundi bæjarráðs var lagt fram bérf Lögmanna varðandi vatnstöku úr landi Laxnes I. Bréfið lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

1.4.

201002022 - Urðunarstaður Sorpu bs. á Álfsnesi, varnir gegn lyktarmengun

   

Afgreiðsla 1015. fundar bæjarráðs, varðandi urðunarstað Sorpu bs. á Álfsnesi, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.5.

201012284 - Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna lyktarmengunar í Mosfellsbæ

   

Afgreiðsla 1015. fundar bæjarráðs, varðandi erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.6.

201101422 - Erindi Alþingis vegna umsagnar frumvarps til laga um breytingu á skipulagslögum

   

Afgreiðsla 1015. fundar bæjarráðs, vegna umsagnar um skipulagslög, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.7.

201101472 - Erindi Alþingis vegna umsagnar frumvarps til laga um fjöleignarhús

   

Afgreiðsla 1015. fundar bæjarráðs, vegna umsagnar um lög um fjöleignarhús, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.8.

201101439 - Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi gjaldskrá

   

Afgreiðslu erindisins var frestað á 1015. fundi bæjarráðs. Frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

1.9.

201102002 - Endurskoðun mannauðsstefnu Mosfellsbæjar

   

Afgreiðslu erindisins var frestað á 1015. fundi bæjarráðs. Frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

2.

201102009F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1016

 

Fundargerð 1016. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

2.1.

201102002 - Endurskoðun mannauðsstefnu Mosfellsbæjar

   

Afgreiðsla 1016. fundar bæjarráðs, um breytingu á gildandi mannauðsstefnu, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.2.

201101439 - Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi gjaldskrá

   

Afgreiðsla 1016. fundar bæjarráðs, um staðfestingu af hálfu Mosfellsbæjar á gjaldskrá SHS, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.3.

200807005 - Uppgjör vegna seldra lóða

   

Til máls tóku: HSv, JJB, SÓJ, JS, KT, HP, HS og BH.

 

Bókun og tillaga bæjarfulltrúa D og V-lista.

Vegna þeirrar stöðu sem upp er komin með áliti LEX lögmannsstofu  dags. 4. feb. sl. þar sem talið er að framsalsábyrgð  Mosfellsbæjar á viðskiptabréfi sé í andstöðu við 73. gr. sveitarstjórnarlaga og geti ekki fallið undir daglegan rekstur sveitarfélagsins, þá verði leitað eftir viðhorfi Sambands íslenskra sveitarfélaga til málsins almennt hvað varðar sveitarfélögin í landinu.
Leitaði var til endurskoðenda Mosfellsbæjar KPMG vegna málsins og barst umfjöllun frá þeim 16.02.2011. Þar  segir m.a: 
"Að okkar mati fer sams konar starfsemi og hér um ræðir fram hjá flestum þeim sveitarfélögum þar sem á annað borð er um að ræða úthlutun lóða og byggingu gatna- og umferðarmannvirkja.  Þetta hefur að við teljum almennt verið talið falla undir daglegan rekstur sveitarfélaganna.  Þessari starfsemi hefur jafnan fylgt móttaka á skuldaviðurkenningum sem oft hafa verið framseldar til lánastofnana með framsalsábyrgð viðkomandi sveitarfélags. Um slíkar ábyrgðir sem í gildi eru í lok hvers árs er almennt getið í reikningsskilum viðkomandi sveitarfélags, eins og gert hefur verið hjá Mosfellsbæ undanfarin ár."
Endurskoðendurnir telja svo í lok samantektar sinnar að þeim þætti æskilegt að fá viðhorf Sambands íslenskra sveitarfélaga til álitaefnisins almennt.
Því er hér lögð fram sú tillaga að bæjarstjórn samþykki af þessu tilefni að leita verði eftir viðhorfi Sambands íslenskra sveitarfélaga til álitamálsins.

Jafnframt leiti sambandið til innanríkisráðuneytisins eftir því sem við á.

Embættismönnum sveitarfélagsins verði falið að upplýsa og aðstoða sambandið við verkið, í því mæli sem eftir kann að verða leitað af hálfu sambandsins.

 

 

Bókun og tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.  

Í námskeiðsefni Sambands Ísl. sveitarfélaga Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna, eftir Önnu Guðrúnu Björnsdóttur, segir:
 
"Sveitarstjórnin er æðsta stjórnvald sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarmaðurinn ber þar af leiðandi, sem fulltrúi í sveitarstjórn, hina endanlegu pólitísku ábyrgð á öllu sem gerist innan stjórnkerfis sveitarfélagsins, jafnvel þótt honum hafi ekki verið kunnugt um tiltekið mál. Sveitarstjórnarmaðurinn ber ábyrgð á ákvörðunum sem hann hefur átt þátt í að taka en það er líka hægt að draga hann til ábyrgðar ef hann hefur ekki brugðist við aðstæðum sem hann hefði átt að bregðast við."
 
Í lögfræðiáliti sem lögmannsstofan Lex vann fyrir Mosfellsbæ vegna þess máls sem hér er til umræðu segir:
 
"Fyrir liggur því að ábyrgð á lánveitingum til handa Helgafellsbyggingum hf. uppfyllti ekki skilyrði 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga enda var félagið hvorki í eigu sveitarfélagsins né í eigu annarra opinberra aðila á þeim tíma sem umræddir gerningar voru framkvæmdir."
 
6. mgr. 73. gr. kveður á um að sveitarstjórnum sé óheimilt að ábyrgjast skuldir einkaaðila og um ákvæðið segir í áliti Lex að það "er talið fortakslaust og ófrávíkjanlegt þegar ábyrgðir sveitarfélaga eru veittar."
 
Í ljósi þess sem að framan greinir fer Íbúahreyfingin fram á afsögn þeirra kjörnu fulltrúa sem ábyrgð bera á 246 milljóna sjálfskuldarábyrgð Mosfellsbæjar á láni til einkaaðila.
 
Íbúahreyfingin fer fram á að málinu verði vísað til úrskurðar Innanríkisráðuneytisins.
 
Þá leggur Íbúahreyfingin til að tekið verði til sérstakrar skoðunar hvers vegna endurskoðendur gerðu engar athugasemdir á ársreikningum varðandi þessi meintu lögbrot fyrrverandi bæjarstjórnar. Draga verður faglega tortryggni endurskoðendanna í efa í ljósi þess að þeir telja sig ekki geta greint hvað teljist til daglegs reksturs, skv. umbeðnu áliti þeirra, en hér er um að ræða viðskipti sem eiga sér enga hliðstæðu í bókhaldi sveitarfélagsins.

 

Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.

 

Tillaga bæjarfulltrúa D og V-lista borin upp og samþykkt með sex atkvæðum.

 

Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
6. mgr. 73. Gr. Sveitarstjórnar hljóðar svona:
"Eigi má binda sveitarsjóð í ábyrgðir vegna skuldbindinga annarra aðila en stofnana sveitarfélagsins. Prókúruhafa sveitarsjóðs er þó heimilt fyrir hönd sveitarfélags að ábyrgjast með framsalsáritun greiðslu viðskiptaskjala sem sveitarfélagið hefur eignast á eðlilegan hátt í tengslum við daglegan rekstur þess."
Í bréfi bæjarstjóra er því borið við að sjálfskuldarábyrgð bæjarins sé til komin vegna túlkunar á orðalaginu "daglegur rekstur".
Í fyrsta lagi er álit Lex alveg skýrt að þessu leiti en þar segir:
"Þótt hugtakið "daglegur rekstur" sé ekki skilgreint sérstaklega í sveitarstjórnarlögunum, þá má með hliðsjón af venjulegri orðskýringu, öðrum ákvæðum laganna og með hliðsjón af eðli og umfangi starfseminnar, afmarka hugtakið við það sem getur talist eðlilegt í daglegum störfum framkvæmdastjóra, þ.e. þeim störfum sem hann kann að þurfa að framkvæma daglega. Alla jafna myndu þannig ráðstafanir sem eru óvenjulegar eða mikilsháttar ekki falla undir hinn daglega rekstur."
Í öðru lagi er málsmeðferðin í sjálfri sér viðurkenning á því að ekki var litið á afgreiðslu málsins sem daglegan rekstur þar sem Það var afgreitt í bæjarráði og bæjarstjórn, sem varla er venja með daglegan rekstur bæjarins, enda skrifar prókúruhafi bæjarins undir sjálfskuldarábyrgðina með vísun í afgreiðslu 950. fundar bæjarráðs.
Íbúahreyfingin lítur svo á að hagsmunagæsla fyrir íbúana geti aldrei falið í sér lögbrot.

 

 

2.4.

200810296 - Erindi Ragnars Aðalsteinssonar varðandi útgáfu byggingarleyfis

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.5.

201101245 - Samningsumboð til gerðar kjarasamnings til handa stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.6.

201101271 - Systkinaafsláttur

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.7.

201102008 - Erindi Alþingis varðandi frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.8.

201102016 - Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.9.

201102066 - Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi Mannvirkjastofnun

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.10.

201102096 - Erindi alþingis, umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um félagslega aðstoð

   

Erindinu frestað á 1016. fundi bæjarráðs. Erindinu frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

3.

201102008F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 169

 

Fundargerð 169. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

3.1.

200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024

   

Erindinu frestað á 169. fundi Fjölskyldunefndar. Frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

3.2.

201010204 - Stefna og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2010 -2014

   

Afgreiðsla 169. fundar Fjölskyldunefndar, um breytingar á stefnunni, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.3.

201102092 - Reglur Mosfellsbæjar um meðferð barnaverndarmála.

   

Afgreiðsla 169. fundar Fjölskyldunefndar, um breytingar á reglum um meðferð barnaverndarmála, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.4.

201102072 - Rannsókn á ofbeldi gegn konum, skýrsla frá Velferðarráðuneyti

   

Erindið lagt fram á 169. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

3.5.

201102067 - Erindi Þroskahjálpar varðandi könnun á ferðaþjónustu

   

Erindið lagt fram á 169. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

4.

201102006F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 249

 

Fundargerð 269. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

4.1.

200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024

   

Afgreiðsla 249. fundar fræðslunefndar, um að samantekt um málið verði lögð fram í nefndinni, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

4.2.

201011151 - Skyldur og ábyrgð skólanefnda

   

Erindið lagt fram á 249. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

5.

201102007F - Lýðræðisnefnd - 3

 

Fundargerð 3. fundar lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

5.1.

201011056 - Málefni lýðræðisnefndar

   

Afgreiðsla 3. fundar lýðræðisnefndar, um m.a. aðgengi að gögnum, lýðræðismál og skoðanakannanir,  samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

   

6.

201102002F - Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 122

 

Fundargerð 122. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

6.1.

201012038 - Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi áhrif rusls og úrgangs á lífríki hafs og stranda.

   

Afgreiðsla 122. fundar umhverfisnefndar, um að fela umhverfisstjóra að útbúa svar til ráðuneytisins, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

6.2.

201101145 - Starfsemi umhverfissviðs 2010

   

Skýrsla um starfssemi umhverfissviðs 2010 lögð fram á 122. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.3.

201011131 - Norræn samkeppnis- og umhverfisstefna, skýrsla norrænu samkeppniseftirlitanna

   

Erindið lagt fram á 122. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.4.

201012035 - Skýrsla náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar

   

Afgreiðsla 122. fundar umhverfisnefndar, um að fela umhverfisstjóra að útbúa skýrslu og senda á nefndarmenn, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

6.5.

201012016 - Aðalskoðun leikvalla í Mosfellsbæ 2010

   

Erindið lagt fram á 122. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.6.

200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024

   

Afgreiðsla 122. fundar umhverfisnefndar, varðandi umræðum um aðalskipulag, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

6.7.

201012055 - Fyrirkomulag úrgangsmála í Mosfellsbæ 2010

   

Afgreiðsla 122. fundar umhverfisnefndar, um framhald umræðna á næsta fundi, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

6.8.

200910637 - Staðardagskrá 21 - endurskoðun aðgerðaráætlunar 2009

   

Erindinu frestað á 122. fundi umhverfisnefndar. Frestað á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

7.

201101023F - Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 12

 

Fundargerð 12. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 552. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

7.1.

200906129 - Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði

   

Erindið lagt fram á 12. fundi ungmennaráðs. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

7.2.

201101476 - Gjaldskrá Strætó bs. fyrir ungmenni í Mosfellsbæ

   

Erindið lagt fram til umræðu á 12. fundi ungmennaráðs. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

7.3.

201101428 - Undirbúningur við nýjan framhaldsskóla í Mosfellsbæ 2011

   

Erindið lagt fram á 12. fundi ungmennaráðs. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

8.

201102119 - Fundargerð 152. fundar Strætó bs.

 

Fundargerð 152. fundar Strætó bs. lögð fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

   

9.

201102125 - Fundargerð 783. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga

 

Fundargerð 783. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga lögð fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

   

10.

201102152 - Fundargerð 24. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

 

Til máls tók: BH.

Fundargerð 24. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 552. fundi bæjarstjórnar.

 

   

11.

201101343 - Þriggja ára áætlun 2012-2014

 

Forseti gaf bæjarstjóra orðið undir þessum lið og fór bæjarstjóri nokkrum orðum um áætlunina sem væri hér lögð fram óbreytt frá fyrri umræðu.
 
Rekstrarniðurstaða A- og B hluta í 3ja ára áætlun áranna 2012-2014: 

Rekstur. 
2012: 197,1m.kr.
2013: 242,0m.kr.
2014: 289,6m.kr.

 

Skuldir og Eigið fé.

2012: 12.443m.kr.
2013: 12.561m.kr.
2014: 12.699m.kr.


Bæjarstjóri þakkaði að lokum öllum embættismönnum sem komið hafa að gerð áætlunarinnar fyrir þeirra störf.
 
Forseti tók undir þakkir til starfsmanna fyrir aðkomu þeirra að gerð þessarar þriggja ára áætlunar og sama gerðu þeir bæjarfulltrúar sem til máls tóku.
 
Til máls tóku: HSv, KT, JS og JJB.

 

Bókun S-lista Samfylkingar vegna þriggja ára áætlunar.

Þriggja ára áætlun Mosfellsbæjar byggir skv. venju á spá um íbúaþróun og nýbyggingar. Ljóst er að verði frávik frá þeim tölum hefur það áhrif á spá um rekstrarafkomu bæjarins. Nokkrar bjartsýni gætir í tölum um fjölgun nýbygginga miðað við horfur í efnahagsmálum. Því tel ég mikilvægt að mikils aðhalds sé gætt í framkvæmdum sem auka eða gætu aukið skuldir bæjarins. Mætti þar nefna áætlað framlag til golfskála sem ég hafði athugasemd um við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2011. Í raun er það út í hött að áætla fjármuni í framkvæmd golfskála þar sem samningar eru í uppnámi og semja þarf að nýju sem og að skuldsetja bæjarfélagið vegna þess.

Jónas Sigurðsson.

 

 

Bókun bæjarfulltrúa D og V-lista.

Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Mosfellsbæjar og stofnana hans er markmiðssetning um rekstur, framkvæmdir og fjármál bæjarfélagsins í náinni framtíð.
Áætlunin byggir á spá um fjölgun og aldursdreifingu íbúa og fjölgun íbúða og fjárfestingar á þessu þriggja ára tímabili. Hún er gerð á föstu verðlagi. 
Gert er ráð fyrir að stærstu fjárfestingarverkefnin á næstu árum verði þátttaka í byggingu framhaldsskóla í miðbænum en ráðgert er að til þess fari um 570 mkr. á tímabilinu og bygging hjúkrunarheimils sem leigt verður ríkinu skv. samingi en gert er ráð fyrir að byggingarkostnaður við það verði um 800 mkr.
Áætlunin gerir ráð fyrir hóflegri íbúafjölgun.  Þau hverfi sem verða í uppbyggingu á þessu tímabili eru aðallega Leirvogstunga og Helgafellshverfi. 
Þriggja ára áætlun áranna 2012 til 2014 er gerð við óvissar aðstæður. En þær forsendur sem hér eru lagðar til grundvallar eru skv. opinberum spám um þróun efnahagsmála á komandi árum.  Ljóst er að rekstur Mosfellsbæjar er traustur og fer hagur hans batnandi á komandi árum.  Þær aðstæður sem verið hafa í þjóðfélaginu á undanförnum árum hafa verið sveitarfélögum erfiðar en ljóst er að Mosfellsbær stendur vel þrátt fyrir það og tekist hefur að sigla fjármálum sveitarfélagsins á farsælan hátt í gegnum þetta öldurót.
 

Að lokinni almennri umræðu um þriggja ára áætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2012-2014 var áætlunin borin upp og samþykkt með fimm atkvæðum.

 

   

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35

 

m verði þátttaka í byggingu framhaldsskóla í miðbænum en ráðgert er að til þess fari um 570 mkr. á tímabilinu og bygging hjúkrunarheimils sem leigt verður ríkinu skv. samingi en gert er ráð fyrir að byggingarkostnaður við það verði um 800 mkr.
Áætlunin gerir ráð fyrir hóflegri íbúafjölgun.  Þau hverfi sem verða í uppbyggingu á þessu tímabili eru aðallega Leirvogstunga og Helgafellshverfi. 
Þriggja ára áætlun áranna 2012 til 2014 er gerð við óvissar aðstæður. En þær forsendur sem hér eru lagðar til grundvallar eru skv. opinberum spám um þróun efnahagsmála á komandi árum.  Ljóst er að rekstur Mosfellsbæjar er traustur og fer hagur hans batnandi á komandi árum.  Þær aðstæður sem verið hafa í þjóðfélaginu á undanförnum árum hafa verið sveitarfélögum erfiðar en ljóst er að Mosfellsbær stendur vel þrátt fyrir það og tekist hefur að sigla fjármálum sveitarfélagsins á farsælan hátt í gegnum þetta öldurót.
 

Að lokinni almennri umræðu um þriggja ára áætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2012-2014 var áætlunin borin upp og samþykkt með fimm atkvæðum.

 

   

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35

 

Meira ...