Fundir eftir mánuðum

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 559 - 25.05.2011

26.05.2011

559. fundur

Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar

haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 

miðvikudaginn 25. maí 2011 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðskrá frá fundinum

Fundinn sátu:

Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Hafsteinn Pálsson (HP), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Hanna Bjartmars Arnardóttir (HBA), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

 

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

 

Dagskrá:

 

1.

201105007F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1028

 

Fundargerð 1028. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 559. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

1.1.

201105018 - Umferðaröryggi við Lágafellsskóla

   

Afgreiðsla 1028. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.2.

201005085 - Erindi Jóhannesar B. Edvarðssonar varðandi Smiðjuna, handverkstæði á Álafossi

   

Afgreiðsla 1028. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.3.

201104156 - Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni varðandi frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk

   

Afgreiðsla 1028. fundar bæjarráðs, að senda umsögn til Alþingis, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.4.

201104153 - Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um vatnalög og rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu

   

Afgreiðsla 1028. fundar bæjarráðs, að ekki sé gerðar athugasemdir við frumvarpsdrögin, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.5.

201104238 - Umsókn um styrk við gerð fræðslumyndar um sjálfsvíg og afleiðingar þeirra

   

Afgreiðsla 1028. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu fjölskyldu- og fræðslunefnda, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.6.

201105053 - Þriggja mánaða uppgjör SHB

   

Afgreiðsla 1028. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar fjármálastjóra, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.7.

201105055 - Erindi vegna eignarhlutar - Hraðastaðir 1

   

Afgreiðsla 1028. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og bæjarstjóra, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.8.

201105059 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012

   

Afgreiðsla 1028. fundar bæjarráðs, um vísun til skipulagsnefndar og o.fl., staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.9.

201105065 - Beiðni um styrk vegna álfasölu

   

Afgreiðsla 1028. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu fjölskyldunefndar, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.10.

201105069 - Styrkumsókn vegna Ástráðs, forvarnarstarfs læknanema

   

Afgreiðsla 1028. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu fjölskyldunefndar, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

   

2.

201105014F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1029

 

Fundargerð 1029. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 559. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

2.1.

201104089 - Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna Laxness

   

Afgreiðsla 1029. fundar bæjarráðs, varðandi umsögn um rekstrarleyfi, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.2.

201105120 - Erindi Málræktarsjóðs varðandi tilnefningu í fulltrúaráð

   

Afgreiðsla 1029. fundar bæjarráðs, um tilnefningu fulltrúa á aðalfund Málræktarsjóðs, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.3.

201105009 - Erindi Strætó bs. varðandi ELENA verkefni Evrópusambandsins

   

Erindið var kynnt á 1029. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.4.

201105079 - Erindi Þórðar Á. Hjaltested um framlengingu á launalausu leyfi

   

Afgreiðsla 1029. fundar bæjarráðs, um framlengingu á launalausu leyfi, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.5.

201105152 - Erindi Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi samkomulag um tónlistarfræðslu

   

Afgreiðsla 1029. fundar bæjarráðs, að óska umsagnar fræðslusviðs, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.6.

201105116 - Umsókn um leigu á beitarhólfi

   

Afgreiðsla 1029. fundar bæjarráðs, um synjun á umsókn um leigu á beitarhólfi, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.7.

201105162 - Gerð sleppitjarnar í Ævintýragarði

   

Afgreiðsla 1029. fundar bæjarráðs, að óska umsagnar umhverfissviðs, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

   

3.

201105012F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 254

 

Fundargerð 254. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 559. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

3.1.

201104075 - Heimsóknir félagasamtaka í grunnskóla

   

Til máls tóku: HP, KT og SÓJ.

 

254. fundur fræðslunefndar leggur til við bæjarstjórn að staðfesta sameiginlegar (vinnu) reglur grunnskóla Mosfellsbæjar varðandi heimsóknir og kynningar félagasamtaka í grunnskólum bæjarins. Fyrirliggjandi drög að sameiginlegum (vinnu) reglum staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.2.

201105013 - Skólahljómsveit, annáll 2010

   

Annállinn kynntur á 254. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

3.3.

201105132 - Viðhorf verðandi kjósenda til lýðræðislegs skólastarfs

   

Annelise Larsen-Kaasgaard kynnti meistararitgerð sína á 254. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

4.

201105004F - Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 14

 

Fundargerð 14. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 559. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

4.1.

201002260 - Fundur Ungmennaráðs Mosfellsbæjar með bæjarstjórn

   

Til máls tóku: JJB, BH, HP og HS.

 

Fundargerð 14. fundar Ungmennaráðs lögð fram.

 

 

   

5.

201104016F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 174

 

Fundargerð 174. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 559. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

5.1.

201104241 - Umsókn um styrk til Handarinnar

   

Afgreiðsla 174. fundar fjölskyldunefdar, um synjun á styrk, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

5.2.

201105010 - Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga varðandi nálgunarbann og brottvísun af heimili

   

Erindið lagt fram á 174. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

6.

201105011F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 300

 

Fundargerð 300. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 559. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

6.1.

201105059 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012

   

Afgreiðsla 300. fundar skipulagsnefndar, varðandi ágreining um lögsögumörk, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

6.2.

201105124 - Endurskoðun aðalskipulags Ölfuss, lýsing send til kynningar

   

Afgreiðsla 300. fundar skipulagsnefndar, að gera ekki athugasemdir vegna endurskoðunar aðalskipulags Ölfuss, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

6.3.

200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024

   

Afgreiðsla 300. fundar skipulagsnefndar, varðandi framlagningu að lýsingu sbr. 30. gr. skipulagslaga o.fl., staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

6.4.

201104220 - Brattholt 1, óleyfileg geymsla vinnuvéla á íbúðarlóð

   

Erindinu var frestað á 300. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.5.

201006261 - Reykjaflöt, fyrirspurn um byggingu listiðnaðarþorps

   

Erindinu var frestað á 300. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.6.

201103286 - Æsustaðavegur 6, ósk um breytingar á deiliskipulagi

   

Erindinu var frestað á 300. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.7.

201104168 - Langitangi 2A - byggingarleyfi fyrir hjúkrunarheimili

   

Erindinu var frestað á 300. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.8.

201105018 - Umferðaröryggi við Lágafellsskóla

   

Erindinu var frestað á 300. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.9.

200907170 - Úrskurðarnefnd, kæra vegna aukaíbúðar í Stórakrika 57

   

Erindinu var frestað á 300. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.10.

201005086 - Ævintýragarður - fyrstu áfangar

   

Erindinu var frestað á 300. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

7.

201105009F - Þróunar- og ferðamálanefnd - 17

 

Fundargerð 17. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 559. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi beri með sér.

     
 

7.1.

200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024

   

Erindinu var frestað á 17. fundi þróunar- og ferðamálanefndar. Frestað á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

7.2.

201103411 - Erindi Alþingis, óskað umsagnar varðandi frumvarp til laga um ferðamálaáætlun 2011-2020

   

Afgreiðsla 7. fundar þróunar- og ferðamálanefndar, að fela starfsmanni nefndarinnar erindið til umsagnar, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

7.3.

200903248 - Heilsufélag Mosfellsbæjar

   

Til máls tóku: JJB og HSv.

 

Skýrt frá stofnun Heilsufélags Mosfellsbæjar á 7. fundi þróunar- og ferðamálanefndar. Lagt fram á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

7.4.

201105080 - Í túninu heima Bæjarhátíð Mosfellsbæjar 2011

   

Umræður fóru fram um bæjarhátíðina Í túninu heima o.fl. á 7. fundi þróunar- og ferðamálanefndar. Lagt fram á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

7.5.

201104204 - Erindi Eggerts Gunnarssonar varðandi styrk til þáttagerðar

   

Afgreiðsla 7. fundar þróunar- og ferðamálanefndar, að vísa erindinu til menningarmálanefndar, staðfest á 559. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

   

8.

201105016F - Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 124

 

Fundargerð 124. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 559. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi beri með sér.

     
 

8.1.

201103215 - Mengunarmælingar í Köldukvísl og Suðurá í Mosfellsdal

   

Erindið lagt fram á 124. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

8.2.

201103059 - Erindi Íslenska Gámafélagsins varðandi sorphirðumál fyrir Mosfellsbæ

   

Erindið lagt fram á 124. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

8.3.

201105155 - Hugmyndir Gámaþjónustunnar um sorphirðu og endurvinnslu í Mosfellsbæ

   

Erindið lagt fram á 124. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

8.4.

201012055 - Fyrirkomulag úrgangsmála í Mosfellsbæ 2010

   

Erindið lagt fram á 124. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

8.5.

201103407 - Erindi Alþingis, óskað umsagnar varðandi frumvarp til laga um breytingu á vatnalögum

   

Erindinu frestað á 124. fundi umhverfisnefndar. Frestað á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

8.6.

201103060 - Leirvogsá, umsókn um leyfi fyrir byggingu laxateljara

   

Erindið lagt fram á 124. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

9.

201105099 - Fundargerð 362. fundar SSH

 

Fundargerð 362. fundar SSH lögð fram á 559. fundi bæjarstjórnar.

 

   

10.

200811187 - Stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, Mosfellsbær og Skátafélagið Mosverjar

 

Til máls tóku: JJB, HSv, HBA, BH, HS og KT.

 

Tillaga varðandi Stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ.
Nú er ljóst að ekki fá allir sumarvinnu sem sótt hafa um. Íbúahreyfingin vill leita allra ráða til þess að enginn unglingur í Mosfellsbæ þurfi að vera

verkefnalaus í sumar og leggur því til að hætt verði við að stika gönguleiðir í ár og fjármagninu þess í stað varið í þetta mikilvæga verkefni.

Íbúahreyfingin er sannfærð um að skátahreyfingin geri sér grein fyrir aðstæðum og að þessi frestun hafi engin áhrif á skátastarfið í bænum eða ferðaþjónustu.

 

Tillagan borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði.

 

Bókun bæjarfulltrúa V- og D lista.

Verkefnið um stikun gönguleiða gengur út á að gera fellin og náttúru Mosfellsbæjar aðgengileg íbúum bæjarins og ferðamönnum. Verkefnið er í þágu samfélaginsins en ekki skátafélagsins sérstaklega.
Enn og aftur gætir miskilnings um tilurð og tilgang verkefnisins hjá Íbúahreyfingunni.
Skátarnir eru langt komnir með verkefni ársins og því eru umræddir fjármunir ekki lengur til ráðstöfunar.

Hvað varðar vinnu fyrir ungmenni í bænum þá er unnið að því verkefni af hálfu starfsmanna bæjarins þegar staða þess máls er ljós

mun það koma fyrir bæjarráð eins og undanfarin ár.

 

   

11.

201105188 - Kosning í nefndir

 

Til máls tóku: JJB, HS og HP.

 

Tillaga Íbúahreyfingarinnar varðandi kosningu í nefndir.
Íbúahreyfingin óskar eftir því að skipt verði út fulltrúa okkar í stjórn Eir.
Fyrir þessu liggja 2 ástæður, sú fyrri að stjórn Eir blekkti fulltrúaráð með yfirlýsingum um opið og gagnsætt ferli við ráðningu forstjóra.
Hin ástæðan er algert sinnuleysi okkar fulltrúa við að svara fyrirspurnum fulltrúa Íbúahreyfingarinnar í fulltrúaráði Eir.

 

Fram kom tillaga um að vísa tillögunni frá vegna þess að Mosfellsbær hefur ekki með það að gera að skipa í stjórn Eirar, heldur er það fulltrúaráð Eirar sem kýs stjórnina.

 

Frávísunartillagan borin upp og samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði.

 

   

12.

201103038 - Ársreikningur Mosfellsbæjar 2010

 

Forseti gaf bæjarstjóra orðið og vísaði bæjarstjóri til umræðna og útskýringa frá fyrri umræðu um ársreikning 2010, en fór aftur yfir helstu lykiltölur ársreikningsins og þakkaði að lokum starfsmönnum og endurskoðenda bæjarins fyrir vel unnin störf.

Forseti ítrekaði þakkir til bæjarstjóra, starfsmanna og endurskoðenda bæjarins fyrir vel gerðan og vel framlagðan ársreikning.

Til máls tóku: KT, HSv, JJB, HBA, HP, HS og BH.


Bókun Íbúahreyfingarinnar varðandi ársreikning Mosfellsbæjar 2010.

Íbúahreyfingin getur ekki samþykkt ársreikninga nema með fyrirvara þar sem endurskoðun þeirra er ábótavant.
Við fyrri umræðu og í tölvupóstsamskiptum við endurskoðanda var bent á eftirfarandi:
1. lóðirnar eru skráð eign Mosfellsbæjar og voru það fyrir útgáfu víxlanna.
2. Fasteignir á að vera fasteign (ein fasteign)
3. Fasteignin er eftir því sem við best vitum skráð eign Mosfellsbæjar
4. Verðmat lóðanna og fasteignanna stórlega ofmetið þó það skipti litlu máli þar sem þær eru í eigu Mosfellsbæjar.
5. Sjálfskuldarábyrgðin er ólöglegur gjörningur skv. sveitarstjórnarlögum og lögfræðingi Mosfellsbæjar sem gerði skýrslu um málið. Bann við sjálfskuldarábyrgð er sett til að verja íbúa sveitarfélagsins og því ber að hlýta undanbragðalaust. Þessi gjörningur er í skoðun hjá sveitarstjórnarráðuneytinu.
6. Því hefur verið haldið fram að gjörningurinn sé hluti af daglegum rekstri, m.a. af endurskoðendum KPMG sem þýðir þá að sambærilegar færslur ættu að finnast í bókhaldi Mosfellsbæjar, svo er ekki eða mér hefur ekki verið sýnt fram á að svo sé, auk þess kom málið fyrir bæjarráð og bæjarstjórn sem ekki er venjan fyrir mál sem tengjast daglegum rekstri.


Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.

Samfylkingin lýsir áhyggjum af skuldastöðu Mosfellsbæjar. Skuldir bæjarins við lánastofnanir námu rúmum 6 milljörðum króna um síðustu áramót. Í endurskoðunarskýrslu ársins 2010 kemur fram að afborganir af langtímalánum næstu ára eru nokkru hærri fjárhæð en áætlað veltufé frá rekstri viðkomandi ára. Þar segir einnig að til lengri tíma litið þurfi veltufé frá rekstri að standa undir afborgunum langtímalána. Í því ljósi sé mikilvægt að ná meiri framlegð frá rekstri sveitarfélagsins til að standa undir afborgunum næstu ára. Að öðrum kosti sé fyrirséð að brúa þurfi bilið með nýrri lántöku nema til komi skuldbreytingar eða lengri afborgunartími.  
Fjárhagslega er Mosfellsbæ þröngur stakkur skorinn. Samfylkingin óttast að til að laga fjárhagslega stöðu bæjarins verði gripið til niðurskurðar á útgjöldum þar sem síst skyldi.  Mjög margar fjölskyldur í bæjarfélaginu búa við þröngan kost vegna tekjuskerðingar á síðustu árum og atvinnuleysis. Á sama tíma hefur þjónusta við bæjarbúa verið skert, t.d með niðurskurði á framlögum til leik- og grunnskóla bæjarins og minni stuðningi við íþrótta- og tómstundastarf barna og unglinga. Að mati Samfylkingarinnar er ekki hægt að ganga lengra í niðurskurði á þjónustu við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu. Það er skylda þeirra sem fara með stjórn bæjarfélagsins að standa vörð um velferð fjölskyldanna og þeirra sem minna mega sín í samfélaginu.


Bókun bæjarfulltrúa V- og D lista.

Rekstur sveitarfélagsins á árinu 2010 gekk vel ef tekið er tillit til erfiðs efnahagsumhverfis. Rekstrarniðurstaða er í samræmi við áætlanir. Rekstrarafgangur af samstæðunni að undanskildum fjármagnsgjöldum var 206 milljónir króna. Fjármagnsgjöld voru um 415 milljónir og er því er rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði neikvæð sem nemur 205 milljónum á árinu 2010. Veltufé frá rekstri er jákvætt um 182 milljónir króna. Framlegð er 453 milljónir sem nemur 13,2% af skatttekjum sem er mjög ásættanleg niðurstaða.

Bæjarstjórn ákvað í kjölfar efnahagshrunsins að milda áhrif efnahagsþrenginganna á íbúa sveitarfélagsins og dreifa þeim á þriggja ára tímabil. Traustur rekstur og lækkun skulda á árunum í aðdraganda hrunsins gerðu þetta m.a. kleift.  Ekki voru umtalsverðar hækkanir á gjaldskrám og útsvar var 9 punktum undir leyfilegu hámarki. Þriggja ára áætlun gerir ráð fyrir að halli ársins 2010 verði unninn upp og í áætlun ársins 2011 er gert ráð fyrir rekstrarafgangi.
Gott jafnvægi er á öllum almennum rekstri bæjarins en hagræðingaraðgerðir hafa skilað umtalsverðum árangri til að vega á móti tekjufalli vegna almenns samdráttar, verðlagshækkana og atvinnuleysis. Starfsfólk Mosfellsbæjar hefur sýnt mikla ráðdeild í rekstri stofnana en hefur um leið staðið vörð eins og kostur er um velferð fjölskyldna í þeim áætlunum sem unnið hefur verið eftir.
Uppbyggingu í sveitarfélaginu var fram haldið á árinu 2010 þrátt fyrir krefjandi umhverfi. Nýr skóli var tekinn í notkun og gerðir voru samningar við ríkisvaldið um byggingu hjúkrunarheimilis og framhaldsskóla í Mosfellsbæ. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á árinu 2011. Fjármögnun þeirra verkefna er tryggð á hagstæðum kjörum og einnig hefur Mosfellsbær unnið markvisst að því að lækka fjármagnskostnað með endurfjármögnum lána á hagstæðari kjörum.
Skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins nema samtals um 8,1 milljörðum en bókfært verðmæti eigna er 11,7 milljarðar og er eigið fé því 3,6 milljarðar.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar færir  starfsfólki Mosfellsbæjar sérstakar þakkir fyrir að standa vel að rekstri bæjarfélagins við mjög svo erfiðar aðstæður. Bæjarbúum er þakkað fyrir auðsýndan skilning.


Forseti bar upp ársreikninga bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningurinn staðfestur með sjö atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur úr samanteknum reikningi fyrir A og B hluta eru þessar í millj. kr. :

Rekstrarreikningur 1. 1. - 31. 12. 2010

Rekstrartekjur: 4.507,6 mkr.
Rekstrargjöld: 4.301,6 mkr.
Fjármagnsliðir: (-414,8) mkr.
Tekjuskattur:             0

Rekstrarniðurstaða: (-204,7) mkr.


Efnahagsreikningur 31. 12. 2010

Eignir: 11.672,2 mkr.
Eigið fé: 3.597,2 mkr.
Skuldir og skuldbindingar: 8.075,0 mkr.

 

   

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20

Meira ...

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 558 - 11.05.2011

13.05.2011

558. fundur

Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar

haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 

miðvikudaginn 11. maí 2011 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðskrá frá fundinum

Fundinn sátu:

Karl Tómasson (KT), Hafsteinn Pálsson (HP), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ), Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Hanna Bjartmars Arnardóttir (HBA), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

 

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

Samþykkt samhljóða að dagskrárliðurinn 201103038, ársreikningur 2010, verði fyrsti dagskrárliður á fundinum og færast aðrir dagskrárliðir til sem því nemur.

 

Dagskrá:

1.

201103038 - Ársreikningur 2010

 

Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Hlynur Sigurðsson (HLS) endurskoðandi Mosfellsbæjar, Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkæmdastjóri umhverfissviðs og Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs.

 

Forseti gaf Hlyni Sigurðssyni endurskoðanda Mosfellsbæjar orðið og fór hann yfir ársreikninginn bæði A hluta aðalsjóðs og B hluta stofnana Mosfellsbæjar vegna ársins 2010. Einnig fór hann yfir endurskoðunarskýrslu sína. Endurskoðandi þakkaði að lokum fyrir gott samstarf við starfsmenn við undirbúning að gerð ársreikningsins.
Forseti þakkaði endurskoðanda fyrir hans tölu og útskýringar og færði að lokum öllum starfsmönnum bæjarins þakkir fyrir þeirra framlag við hve vel gekk á árinu að halda fjárhagsáætlun vegna hefðbundins reksturs. Hann þakkaði einnig skoðunarmönnum reikninga og endurskoðendum fyrir vel unnin störf við að undirbúa og ganga frá þessum ársreikningi.
 
Þeir bæjarfulltrúar sem tóku til máls tóku undir þakkir til starfsmanna bæjarins fyrir vel unnin störf.
 
Til máls tóku: KT, KLS, BH, HP, HBA, PJL, JJB og KGÞ.
 
Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningnum til annarrar umræðu.

 

   

2.

201104011F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1026

 

Fundargerð 1026. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 558. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

2.1.

201103056 - Erindi Innanríkisráðuneytisins varðandi lánamál og ábyrgðir

   

Til máls tóku: JJB og BH.

 

Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ ítrekar bókun sína frá bæjarráðsfundi 1026 varðandi svarbréf til innanríkisráðuneytisins varðandi sjálfskuldarábyrgð Mosfellsbæjar.
Svarið er í megin dráttum í andstöðu við niðurstöðu lögmanns Mosfellsbæjar sem ritaði minnisblað um málið 2. febrúar 2011.
Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.

 

Bæjarfulltrúar V- og D lista bóka að þeir ítreki fyrri afstöðu sína og að málið sé í ákveðnu ferli.

 

Afgreiðsla 1026. fundar bæjarráðs, drög að svari til Innanríkisráðuneytisins, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.

 

 

2.2.

201103429 - Styrktarumsókn Specialisterne á Íslandi

   

Erindinu var frestað á 1026. fundi bæjarráðs. Frestað á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.3.

201104089 - Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna Laxnes

   

Erindinu var frestað á 1026. fundi bæjarráðs. Frestað á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.4.

201104098 - Tillaga að gjaldskrá ársins 2011 vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar og vörslu hrossa

   

Erindinu var frestað á 1026. fundi bæjarráðs. Frestað á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.5.

201104101 - Umhverfisstefna bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar 2011

   

Erindinu var frestað á 1026. fundi bæjarráðs. Frestað á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.6.

201104130 - Ársreikningur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2010

   

Erindinu var frestað á 1026. fundi bæjarráðs. Frestað á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.7.

201104151 - Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni vegna frumvarps til sveitarstjórnarlaga

   

Afgreiðsla 1026. fundar bæjarráðs, um að óska umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.8.

201104153 - Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um vatnalög og rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu

   

Afgreiðsla 1026. fundar bæjarráðs, um að óska umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.9.

201104156 - Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni varðandi frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk

   

Afgreiðsla 1026. fundar bæjarráðs, um að óska umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.10.

201104157 - Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni varðandi orlof

   

Afgreiðsla 1026. fundar bæjarráðs, um að óska umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

   

3.

201105001F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1027

 

Fundargerð 1027. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 558. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

3.1.

201103429 - Styrktarumsókn Specialisterne á Íslandi

   

Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs, að synja erindinu, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.2.

201104089 - Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna Laxness

   

Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs, að óska frekari upplýsinga, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.3.

201104098 - Tillaga að gjaldskrá ársins 2011 vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar og vörslu hrossa

   

Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs, að gera ekki athugasemd við gjaldskrána, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.4.

201104101 - Umhverfisstefna bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar 2011

   

Til máls tóku: BH, HBA, JJB, HP og KGÞ.

 

Íbúahreyfingin lýsir ánægju sinni yfir umhverfisstefnu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar og hefur í kjölfarið afþakkað prentun gagna fyrir bæjarráðs- og bæjarstjórnarfundi.
Íbúahreyfingin hvetur önnur framboð til þess að gera slíkt hið sama.

Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.

 

Erindið var lagt fram á 1027. fundi bæjarráðs.  Lagt fram á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

 

3.5.

201104130 - Ársreikningur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2010

   

Ársreikningurinn var lagður fram á 1027. fundi bæjarráðs.  Ársreikningurinn lagður fram á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

 

3.6.

201104157 - Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni varðandi orlof

   

Til máls tók: JJB.

 

Íbúahreyfingin furðar sig á að þessi sjálfsögðu réttindi skuli ekki hafa komist á dagskrá stéttarfélaga og Samtökum atvinnulífsins fyrr en með tilskipun frá EES. Íbúahreyfingin telur að ASÍ og stéttarfélög þurfi að einbeita sér að réttindum launafólks fremur en að eyða tíma í að beita sér fyrir því að Ísland greiði ólögvarðar kröfur og stilla sér upp með fjármagnseigendum gegn launþegum og rýra kjör launafólks með ótal ógagnsæum sjóðum.

Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.

 

Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs, um að senda umsögn Mosfellsbæjar til Alþingis, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.7.

201101392 - Hjúkrunarheimili nýbygging

   

Til máls tók: BH, JJB og KT.

 

Fram kemur í gögnum að lánasamningur við Íbúðalánasjóð sé ekki frágenginn, Íbúahreyfingin leggur til að gera hlutina í réttri röð, útboði verði frestað þar til samningur um fjármögnun liggur fyrir.

Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.

 

Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.

 

Meirihluti V- og D lista fagna því að þessi mikilvæga framkvæmd sé loks að verða að veruleika. Bygging hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ þolir enga bið.

 

Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs, að heimila útboð á jarðvinnu, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.8.

200909667 - Merkjateigur 8, umsókn um byggingarleyfi

   

Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs, um að heimila stækkun lóðarinnar, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.9.

201104226 - Drög að reglum um launalaus leyfi

   

Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs, um að vísa erindinu til skoðunar, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.10.

201103454 - Umsókn starfsmanns um launalaust leyfi

   

Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.11.

201105023 - Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2011

   

Til máls tóku: JJB, BH, HP og SÓJ.

 

Lánasjóður sveitarfélaga fer fram á bókun á bæjarráðsfundi vegna lántöku til þess að eiga fyrir útgjöldum vegna fjárhagsáætlunar 2011. Sem fyrr er bókun Lánasjóðsins ónákvæm þar sem bæjarstjóra er alls ekki veitt fullt og ótakmarkað umboð til lántökunnar. Umboðið er takmarkað eins og kemur fram í  bókuninni.  Íbúahreyfingin óskar eftir að bæjarrað vandi betur til  bókana.

Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.

 

 

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 400.000.000 kr.
til 13 ára, í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til endurfjármagna afborganir á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2011 (123m) og til að fjármagna uppbyggingu grunn- og framhaldsskóla (121m), uppbyggingu íþróttamannvirkja (25m), uppbyggingu menningarhúss (10m) ásamt því að fjármagna eftirstöðvar af framkvæmdakostnaði grunnskóla frá 2008 (121m), sbr. 3. gr. laga um stofnun hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.


Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 

Samþykkt með sjö atkvæðum.

 

 

3.12.

201103038 - Ársreikningur 2010

   

Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs lögð fram, en umfjöllun um erindið hefur þegar farið fram undir fyrsta dagskrárlið þessa 558. fundar bæjarstjórnar.

 

 

3.13.

201104182 - Erindi Kópavogsbæjar til Óbyggðarnefndar varðandi staðfestingu á staðarmörkum Kópavogsbæjar

   

Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs, um að fela lögmanni bæjarins réttargæslu fyrir Mosfellsbæ, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.14.

201104183 - Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um grunnskóla

   

Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.15.

201104203 - Erindi Jóhannesar Jónssonar varðandi hljóðmön við hringtorg Bogatanga og Álfatanga

   

Til máls tók: JJB, HP og BH.

 

Íbúahreyfingin leggur til að málinu verði einnig vísað til skipulags- og  bygginganefndar.

Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.

 

Tillagan borin upp og samþykkt með sjö atkvæðum.

 

Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.16.

201104211 - Erindi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsögn um rekstrarleyfi Golfklúbbs Bakkakots

   

Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs, að gera ekki athugasemd við rekstrarleyfið, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.17.

201104216 - Erindi Veislugarðs varðandi niðurfellingu á leigu á Hlégarði

   

Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra skoðun málsins, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.18.

201104237 - Kynnisferð sveitarstjórarmanna til Brussel 5.-9. júní nk.

   

Erindið var lagt fram á 1027. fundi bæjarráðs.  Lagt fram á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

 

3.19.

201104241 - Umsókn um styrk til Handarinnar

   

Til máls tóku: JJB, KT, KGÞ, HP, BH og HBA.

 

Íbúahreyfingin leggur til að málinu verði einnig vísað til fjölskyldunefndar.

Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.

 

Tillagan borin upp og samþykkt með sjö atkvæðum.

 

Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.20.

201104248 - Ársfundur náttúruverndanefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar 2011

   

Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs, um að ársfundurinn verði haldinn í Mosfellsbæ, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.21.

201105010 - Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga varðandi nálgunarbann og brottvísun af heimili

   

Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.22.

201105018 - Umferðaröryggi við Lágafellsskóla

   

Erindinu var frestað á 1027. fundi bæjarráðs.  Frestað á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

4.

201104012F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 253

 

Fundargerð 253. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 558. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

4.1.

201102220 - Skóladagatal 2011-2012

   

Afgreiðsla 253. fundar fræðslunefndar leggur til samþykkt á skóladagatölum Listaskóla og Skólahljómsveitar. Skóladagatölin samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

4.2.

2010081692 - Aðalnámskrár grunnskóla almennir hlutar - kynningar og umsagnir

   

Til máls tóku: JJB, HP, BH og KGÞ.

 

Erindið var lagt fram á 253. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

 

4.3.

201103249 - Erindisbréf vegna endurskoðunar stefnumörkun um sérkennslu leik- og grunnskóla

   

Til máls tóku: HBA og HP.

 

Afgreiðsla 253. fundar fræðslunefndar leggur til samþykkt á erindisbréfinu. Erindisbréfið samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

4.4.

201104240 - Leikskólaúthlutun 2011

   

Til máls tóku: HP, BH og JJB.

 

Erindið var lagt fram á 253. fundir fræðslunefndar. Lagt fram á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

 

4.5.

201104239 - Heilsuvika Mosfellsbæjar

   

Til máls tóku: KGÞ og BH.

 

Erindið var lagt fram og kynnt á 253. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

5.

201104015F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 299

 

Fundargerð 299. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 558. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

5.1.

201011273 - Byggingarleyfi fyrir Framhaldsskóla í Mosfellsbæ

   

Afgreiðsla 299. fundar skipulagsnefndar, um byggingarreit fyrir sorpskýli o.fl., samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.

 

 

5.2.

201102075 - Slökkvistöð við Skarhólabraut, breyting á deiliskipulagi

   

Til máls tóku: JJB og BH.

 

Afgreiðsla 299. fundar skipulagsnefndar, varðandi samþykki á deiliskipulagsbreytingu o.fl., samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.

 

 

5.3.

201104192 - Markholt 20 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr, breyting á fyrri umsókn

   

Afgreiðsla 299. fundar skipulagsnefndar, varðandi grenndarkynningu, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.

 

 

5.4.

201104143 - Bugðutangi 23, byggingarleyfisumsókn

   

Afgreiðsla 299. fundar skipulagsnefndar, um að kennslurými rúmist ekki innan gildandi deiliskipulags, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.

 

 

5.5.

200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024

   

Til máls tóku: BH, KT, JJB og HP.

 

Afgreiðsla 299. fundar skipulagsnefndar, varðandi verkefnislýsingu o.fl., samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.

 

 

5.6.

201104220 - Brattholt 1, óleyfileg geymsla vinnuvéla á íbúðarlóð.

   

Erindinu var frestað á 299. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

 

5.7.

201006261 - Reykjaflöt, fyrirspurn um byggingu listiðnaðarþorps

   

Erindinu var frestað á 299. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

 

5.8.

201103286 - Æsustaðavegur 6, ósk um breytingar á deiliskipulagi

   

Erindinu var frestað á 299. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

 

5.9.

201101157 - Árvangur 123614 og spilda 215571 úr Varmalandi, ósk um deiliskipulag

   

Erindinu var frestað á 299. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

 

5.10.

201104168 - Langitangi 2A - byggingarleyfi fyrir hjúkrunarheimili

   

Erindinu var frestað á 299. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

6.

201104017F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 194

 

Fundargerð 194. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til afgreiðslu á 558. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

6.1.

200610008 - Engjavegur 20, umsókn um byggingarleyfi

   

Afgreiðsla 194. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.2.

201012187 - Þverholt 2, umsókn um leyfi fyrir göngum frá vörumóttöku á jarðhæð að skrifstofuhúsi

   

Afgreiðsla 194. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

7.

201105050 - Fundargerð 155. fundar Strætó bs.

 

Fundargerð 155. fundar Strætó bs. lögð fram á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

   

8.

201105028 - Fundargerð 285. fundar Sorpu bs.

 

Til máls tóku: BH, JJB, HP, KGÞ, KT, HBA og RBG.

 

Fundargerð 285. fundar Sorpu bs. lögð fram á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

   

9.

201105048 - Fundargerð 313. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

 

Til máls tóku: KGÞ, RBG, KT, HP, BH og JJB.

 

Fundargerð 313. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

   

10.

201105049 - Fundargerð 786. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Fundargerð 786. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram á 558. fundi bæjarstjórnar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:55

Meira ...