Fundir eftir mánuðum

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 561 - 22.06.2011

30.06.2011

561. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell,  miðvikudaginn 22. júní 2011 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðskrá frá fundinum


Fundinn sátu:
Karl Tómasson (KT), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ), Theódór Kristjánsson, Rúnar Bragi Guðlaugsson, Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Elín Lára Edvardsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Elín Lára Edvards, þjónustufulltrúi


Dagskrá:

1.  201006131 - Kosning forseta bæjarstjórnar
 Til máls tóku: KT og BH.
Tillaga er um Hafsteinn Pálsson af D lista sem forseta bæjarstjórnar til eins árs.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram.
 
Hafsteinn Pálsson er kjörinn forseti til eins árs.
   
2.  201006129 - Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar
 Til máls tóku: KT og BH.
Tillaga er um Karl Tómasson af V lista sem 1. varaforseta og Herdísi Sigurjónsdóttur af D lista sem 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og eru þau því rétt kjörin sem 1. og 2. varaforsetar til eins árs.
   
3.  201006130 - Kosning í bæjarráð
 Til máls tóku: KT, BH og JJB.
Tillaga er um Herdísi Sigurjónsdóttur af D lista sem formann, Bryndísi Haraldsdóttur af D lista sem varaformann og Jón Jósef Bjarnason af M lista sem aðalmann.
 
Óskað var eftir því, í samræmi við heimild í samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar, að Jónas Sigurðsson af S lista og Karl Tómasson af V lista fengju stöðu áheyrnarfulltrúa í bæjarráði og var það samþykkt samhljóða.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og teljast þau því réttkjörin í bæjarráð.
   
4.  201106004F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1031
 Fundargerð 1031. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 561. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 201105287 - Drög að áhættumati aðildarsveitarfélaga SHS
  Erindið var kynnt á 1031. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.2. 201102225 - Erindi íbúa í Aðaltúni 6 og 8 varðandi breytingu á lóðamörkum
  Afgreiðsla 1031. fundar bæjarráðs, um að vísa erindinu til skipulagsnefndar, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.3. 200910113 - Erindi Lege lögmannsstofu varðandi Stórakrika 59
  Afgreiðsla 1031. fundar bæjarráðs, um að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusvið að svara erindinu, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.4. 201003386 - Erindi Íslenska Gámafélagsins efh. varðandi framlengingu á samning
  Afgreiðsla 1031. fundar bæjarráðs, að heimila umhverfissviði að framlengja um eitt ár samingi um sorphirðu, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.5. 201101392 - Hjúkrunarheimili nýbygging
  Til máls tóku: KT, JJB, BH, KGþ og JS
Afgreiðsla 1031. fundar bæjarráðs, að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
Viðstödd undir þessum lið er Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
 
Bókun M lista:
Skóflustunga að hjúkrunarheimilinu var rædd og ákveðin á fundi meirihlutans skv. því sem fram kom á bæjarráðsfundi 1031.
Bæjarstjóri skipulagði atburðinn og hann var á hans ábyrgð. Framboðum Íbúahreyfingarinnar og Samfylkingarinna var ekki boðið að vera með í þeirri athöfn.
Faglega ráðinn bæjarstjóri situr hvorki meirihlutafundi né minnihlutafundi, hann er bæjarstjóri allra Mosfellinga en ekki bara sinna flokksmanna og fylgifiska hans. 
Íbúahreyfingin harmar þessi vinnubrögð meirihlutans.
 
Bókun D og V lista:

Föstudaginn 3. júní átti sá ánægjulegi atburður sér stað hér í Mosfellsbæ að eftir margra ára bið var loks tekin skóflustunga að Hjúkrunarheimili hér í bæ.  Þetta hefur verið baráttumál allra bæjarstjórnar Mosfellsbæjar síðastliðin 15 ár, hvar í flokki sem þeir standa.  Það var því vel til fundið að bjóða bæjarstjórum og formönnum fjölskyldunefnda, sem setið hafa á þessu tímabili til athafnarinnar.  Vegna mannlegra mistaka var engum bæjarfulltrúa boðið.  Forsvarsmenn bæjarins hafa viðrkennt að mistök hafi verið gerð þegar boðið var til athafnarinnar og beðist afsökunar á þeim. 
Ítrekaðar rangfærslur eru í bókun fulltrúa íbúahreyfingarinnar og harmar meirihlutinn slík vinnubrögð og að verið sé að nýta sér mannleg mistök til að gera þennan annars ánægjulega atburð að pólitísku moldviðri.
Fulltrúi íbúahreyfingarinnar fer rétt með í bókun sinni að bæjarstjóri beri ábyrgð á skipulagningu viðburðarins.  Hefur bæjarstjóri og framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs gert grein fyrir þeim mistökum sem áttu sér stað við útsendingu boðsins og beðist afsökunar.
1. Skóflustunga að hjúkrunarheimilinu var ekki rædd né ákveðin á meirihlutafundi heldur var sú vinna öll á herðum embætismanna bæjarins. 
2. Um að framboði íbúahreyfingarinnar og Samfylkingar hafi ekki verið boðið til athafnarinnar er ekki rétt, enda fengu fulltrúar þeirra í fjölskyldunefnd boð á viðburðinn líkt og aðrir í nefndinni.  Það getur ekki verið að áhrif meirihlutans séu slík að eðlileg samskipti milli fulltrúa í minnihluta séu hindruð á þann hátt að slík boð berist ekki bæjarfulltrúum þeirra.
3. Það hefur þegar komið fram að mistök starfsmanns réðu því að póstur barst ekki bæjarfulltrúum og því með engu móti hægt að sjá að ráðning bæjarstjóra ráði þar einhverju um eins og haldið er fram í bókun íbúarhreyfingarinnar.
Bæði bæjarstjóri og embætismenn hafa marg ítrekað beðið afsökunar á þessu og er því málinu lokið að okkar hálfu.
 
 4.6. 201102329 - Erindi Reykjavíkurborgar varðandi uppsögn á samkomulagi um leikskóladvöl
  Erindin var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.7. 201103454 - Umsókn starfsmanns um launalaust leyfi
  Erindin var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.8. 201105165 - Umsóknir um styrki félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatta vegna ársins 2011
  Erindin var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 
 4.9. 201105249 - Fyrirspurn um vegslóða
  Erindin var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.10. 201105251 - Umsagnarbeiðni vegna Grillnesti, Háholti 24, 270 Mosfellsbæ.
  Erindin var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.11. 201105254 - Ósk um launað námsleyfi
  Erindin var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.12. 201105273 - Beiðni varðandi gistingu þátttakenda á Gogga Galvaska mótinu
  Erindin var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.13. 201105284 - Ósk um umsögn vegna umsóknar til fornleifarannsókna við Leiruvog
  Erindin var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 
 
 4.14. 201105294 - Beiðni um styrk til íþróttamanns vegna smáþjóðaleikanna í Liectenstein
  Erindin var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 
 4.15. 201106008 - Erindi varðandi starfsemi loðdýrabús í Mosfellsdal
  Erindin var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.16. 201106019 - Umsagnarbeiðni um vinnudrög byggingarreglugerðar
  Erindin var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.17. 201106038 - Skuldbreyting erlendra lána
  Erindin var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.18. 201103127 - Sumarstörf 2011
  Erindin var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
   
5.  201106007F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1032
 Fundargerð 1032. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 561. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 5.1. 201106090 - Meðan fæturnir bera mig - landshlaup
  Afgreiðsla 1032. fundar bæjarráðs, að styrkja landssöfnunina um 100 þúsund, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.2. 201102329 - Erindi Reykjavíkurborgar varðandi uppsögn á samkomulagi um leikskóladvöl
  Afgreiðsla 1032. fundar bæjarráðs, um að heimila fræðslusviði að undirrita samning, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.3. 201103454 - Umsókn starfsmanns um launalaust leyfi
  Erindið var lagt fram á 1032. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.4. 201105165 - Umsóknir um styrki félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatta vegna ársins 2011
  Til máls tóku: KT, JJB, BH, JS og KGþ
Afgreiðsla 1032. fundar bæjarráðs, um styrki til félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatta, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
Bókun M lista:
Íbúahreyfingin er ákaflega ósátt við titil þessa dagskrárliðar og óskar eftir, fyrir hönd bæjarbúa að titillinn verði lagfærður þannig að þeir sjái um hvaða félagasamtök er að ræða og hvaða upphæðir.
Þá vekur Íbúahreyfingin athygli á að málsgögn fylgja ekki málinu.
Íbúahreyfingin telur að bæjarfélagið eigi að halda sig við styrki til tómstunda barna og unglinga.
 
 5.5. 201105249 - Fyrirspurn um vegslóða
  Afgreiðsla 1032. fundar bæjarráðs, um að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.6. 201105251 - Umsagnarbeiðni vegna Grillnesti, Háholti 24, 270 Mosfellsbæ.
  Afgreiðsla 1032. fundar bæjarráðs, um að gera ekki athugasemd við umsókn um rekstrarleyfi, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.7. 201105254 - Ósk um launað námsleyfi
  Afgreiðsla 1032. fundar bæjarráðs, um að veita umbeðið námsleyfi, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.8. 201105273 - Beiðni varðandi gistingu þátttakenda á Gogga Galvaska mótinu
  Afgreiðsla 1032. fundar bæjarráðs, um að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar og afgreiðslu, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.9. 201105284 - Ósk um umsögn vegna umsóknar til fornleifarannsókna við Leiruvog
  Til máls tók: JJB
Afgreiðsla 1032. fundar bæjarráðs, að bæjarráð geri ekki athugasemdir við umsóknina o.fl., samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
Bókun M lista:
Íbúahreyfingin lýsir áhyggjum af þróun lýðræðis í Mosfellsbæ. Mál eins og þessi þurfa umfjöllun í fagnefndum kjörinna fulltrúa en sökum fækkunar á fundum er málum af þessu tagi í auknu mæli vísað beint til afgreiðslu embættismanna. Íbúahreyfingin telur þetta vonda þróun og ekki bæjarbúum í hag.
 
 5.10. 201105294 - Beiðni um styrk til íþróttamanns vegna smáþjóðaleikanna í Liectenstein
  Til máls tók: JJB
Afgreiðsla 1032. fundar bæjarráðs, um að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
Bókun M lista:
Íbúahreyfingin lýsir áhyggjum af þróun lýðræðis í Mosfellsbæ. Mál eins og þessi þurfa umfjöllun í fagnefndum kjörinna fulltrúa en sökum fækkunar á fundum er málum af þessu tagi í auknu mæli vísað beint til afgreiðslu embættismanna. Íbúahreyfingin telur þetta vonda þróun og ekki bæjarbúum í hag.
 
 5.11. 201106008 - Erindi varðandi starfsemi loðdýrabús í Mosfellsdal
  Afgreiðsla 1032. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslussviðs að svara erindinu ofl., samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.12. 201106019 - Umsagnarbeiðni um vinnudrög byggingarreglugerðar
  Erindinu var frestað á 1032. fundi bæjarráðs. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.13. 201106038 - Skuldbreyting erlendra lána
  Erindinu var frestað á 1032. fundi bæjarráðs. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.14. 201103127 - Sumarstörf 2011
  Afgreiðsla 1032. fundar bæjarráðs, að veita umbeðna aukafjárveitingu, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.15. 200707124 - Erindi Veðurstofu Íslands varðandi ofanflóðahættumat
  Erindið kynnt á 1032. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.16. 200811187 - Stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, Mosfellsbær og Skátafélagið Mosverjar
  Erindinu var frestað á 1032. fundi bæjarráðs. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.17. 201106009 - Framkvæmdir 2011
  Erindinu var frestað á 1032. fundi bæjarráðs. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.18. 201106041 - Umsagnarbeiðni um vinnudrög reglugerðar um framkvæmdaleyfi
  Erindinu var frestað á 1032. fundi bæjarráðs. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
   
6.  201106005F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 302
 Fundargerð 302. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 561. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 6.1. 201105243 - Umsókn um leyfi fyrir gistirými í Dvergholti 4 og 6.
  Afgreiðsla 302. fundar skipulagsnefndar, að umsóknin samrýmist ekki deiliskipulagi svæðisins, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.2. 201101367 - Ýmis mál varðandi byggð í Mosfellsdal
  Erindið lagt fram á 302. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.3. 201102143 - Úr landi Lynghóls, lnr 125325, ósk um breytingu á deiliskipulagi og leyfi fyrir geymsluskúr
  Afgreiðsla 302. fundar skipulagsnefndar, um að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna og fela skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.4. 201104192 - Markholt 20 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr, breyting á fyrri umsókn
  Afgreiðsla 302. fundar skipulagsnefndar, um að gera ekki athugasemdir við veitingu byggingarleyfis, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.5. 201005086 - Ævintýragarður - fyrstu áfangar
  Erindið lagt fram á 302. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.6. 201105272 - Stórakrika 56 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi
  Afgreiðsla 302. fundar skipulagsnefndar, um að hafna breytingu á gildandi deiliskipulagi, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.7. 201105222 - Þrastarhöfði 57, byggingaleyfi fyrir útigeymslu/gróðurskáli
  Afgreiðsla 302. fundar skipulagsnefndar, um að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.8. 201105275 - Helgadalur 123636 - byggingarleyfi fyrir sólastofu
  Afgreiðsla 302. fundar skipulagsnefndar, um að ekki þurfi grenndarkynningu, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.9. 201106045 - Byggingarleyfisumsókn fyrir garðverkfærageymslu á lóð
  Afgreiðsla 302. fundar skipulagsnefndar, um að fram fari grenndarkynning, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.10. 201106047 - Umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar
  Afgreiðsla 302. fundar skipulagsnefndar, um að fram fari grenndarkynning, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.11. 201102225 - Erindi íbúa í Aðaltúni 6 og 8 varðandi breytingu á lóðamörkum
  Afgreiðslu erindisins var frestað á 302. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.12. 201106069 - Gróðursetningar í Ævintýragarði á hverfisverndarsvæði
  Afgreiðsla 302. fundar skipulagsnefndar, að óska eftir umsögn umhverfisnefndar um gróðursetningarplan, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
7.  201105025F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 195
 Fundargerð 195. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 261. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 7.1. 201011273 - Byggingarleyfi fyrir Framhaldsskóla í Mosfellsbæ
  Afgreiðsla 195. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.2. 201104168 - Langitangi 2A - byggingarleyfi fyrir hjúkrunarheimili
  Afgreiðsla 195. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.3. 201105214 - Hamrabrekkur 285 lnr. 124675 - byggingarleyfi fyrir sumarhúsi
  Afgreiðsla 195. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.4. 201105257 - Krókatjörn 125152, umsókn um byggingarleyfi til að breyta Moelvenskúrum í sumarbústað.
  Afgreiðsla 195. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.5. 201104245 - Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðsla 195. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.6. 201105027 - Leyfi til að stækka geymslu
  Afgreiðsla 195. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.7. 201102140 - Varmárskóli, yngri deild - Breyting innanhúss vegna brunahönnunar
  Afgreiðsla 195. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.8. 200909667 - Merkjateigur 8, umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðsla 195. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.9. 201103202 - í Miðdalsl II 125163, Tjarnarsel við Silunatjörn
  Afgreiðsla 195. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 561. fundi bæjarstjórnar.
 
   
8.  201106048 - Fundargerð 156.fundar Strætó bs.
 Fundargerð 156. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram á 561. fundi bæjarstjórnar.
   
9.  201106031 - Fundargerð 3.fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis
 Fundargerð 3. fundar Heilbrigðiseftirlists Kjósarsvæðis lögð fram á 561. fundi bæjarstjórnar.
   
10.  201105161 - Breyting á gjaldskrá hitaveitu árið 2011
 Til máls tóku: KT, JS.
Fyrirliggjandi tillaga um breytingu á gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar samþykkt með sjö aktvæðum.
 
   
11.  201106074 - Sumarleyfi bæjarstjórnar 2011
 Samþykkt að þessi fundur bæjarstjórnar verði síðasti fundur fyrir sumarleyfi sem stendur frá og með 23. júní 2011 til og með 17. ágúst nk., en næsti fundur bæjarstjórnar er ráðgerður 18. ágúst nk. Einnig samþykkt að bæjarráð fari með umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur. Samþykkt með sjö atkvæðum.
 
Fráfarandi forseti bæjarstórnar Karl Tómasson þakkar bæjarfulltrúum gott samstarf undanfarin 5 ár og óskar nýkjörnum forseta bæjarstjórnar Hafsteini Pálssyni til hamingju og velfarnaðar í starfi.
   
12.  201009094 - Kosning í nefndir, Íbúahreyfingin
 Fram komu eftirfarandi tillögur um breytingar í nefndum af hálfu M lista:
 
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar
Jóhannes Bjarni Eðvarðsson áheyrnarfulltrúi, verði aðalmaður
Sigurbjörn Svavarsson vara áheyrnarfulltrúi, verði varamaður
 
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar
Kristbjörg Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi, verði aðalmaður
Þórður Björn Sigurðsson vara áheyrnarfulltrúi, verði varamaður
 
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar
Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður, verði áheyrnarfulltrúi
Kristín Ingibjörg Pálsdóttir varamaður, verði vara áheyrnarfulltrúi
 
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar
Richard Már Jónsson aðalmaður, verði áheyrnarfulltrúi
Ólöf Kristín Sívertsen varamaður, verði vara áheyrnarfulltrúi
 
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar
Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður, verði áheyrnarfulltrúi
Hildur Margrétardóttir varamaður, verði vara áheyrnarfulltrúi
 
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar
Sigrún Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi, verði aðalmaður
Birta Jóhannesdóttir vara áheyrnarfulltrúi, verði varamaður
 
Þróunar- og ferðamálanefnd
Björk Ormarsdóttir áheyrnarfulltrúi, verði aðalmaður
Sigurbjörn Svavarsson vara áheyrnarfulltrúi, verði varamaður
 
Aðrar tillögur komu ekki fram. Ofangreindar tillögur um breytingar í nefndum eru samþykktar samhljóða.
   
13.  201009295 - Kosning í nefndir af hálfu Samfylkingar
 Fram komu eftirfarandi tillögur um breytingar í nefndum af hálfu S lista:
 
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar
Gerður Pálsdóttir aðalmaður, verði áheyrnarfulltrúi
Erna Björg Baldursdóttir varamaður, verði vara áheyrnarfulltrúi
 
Skipulagnefnd Mosfellsbæjar
Hanna Bjartmars aðalmaður, verði áheyrnarfulltrúi
Ólafur Guðmundsson varamaður, verði vara áheyrnarfulltrúi
 
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar
Sigrún Pálsdóttir aðalmaður, verði áheyrnarfulltrúi
Gerður Pálsdóttir varamaður, verði vara áheyrnarfulltrúi
 
Þróunar- og ferðamálanefnd Mosfellsbæjar
Ólafur Ingi Óskarsson aðalmaður, verði áheyrnarfulltrúi
Hjalti Árnason varamaður, verði vara áheyrnarfulltrúi
 
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar
Jónas Sigurðsson áheyrnarfulltrúi, verður aðalmaður
Sólborg Alda Pétursdóttir vara áheyrnarfulltrúi, verði varamaður
 
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar
Valdimar Leó Friðriksson áheyrnarfulltrúi, verður aðalmaður
Guðbjörn Sigvaldason vara áheyrnarfulltrúi, verði varamaður
 
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar
Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi, verði aðalmaður
Gísli Freyr Guðbjörnsson vara áheyrnarfulltrúi, verði varamaður
 
Aðrar tillögur komu ekki fram. Ofangreindar tillögur um breytingar í nefndum eru samþykktar samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45

Meira ...

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 560 - 08.06.2011

09.06.2011

560. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell,   miðvikudaginn 8. júní 2011 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðskrá frá fundinum


Fundinn sátu:
Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Hafsteinn Pálsson (HP), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Hanna Bjartmars Arnardóttir (HBA), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari
.
Samþykkt samhljóða að taka á dagskrá kosningu í nefndir erindi nr. 201009094 og 201012009.

Dagskrá:

1.  201105021F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1030
 Fundargerð 1030. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 560. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 201105161 - Breyting á gjaldskrá hitaveitu árið 2011
  Afgreiðsla 1030. fundar bæjarráðs samþykkti að leggja til hækkun á gjaldskrá hitaveitunnar. Vísað er til sérstakrar afgreiðslu þessa erindis á þessum 560. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.2. 200802201 - Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ
  Afgreiðsla 1030. fundar bæjarráðs, um að óska breytinga á samningi við velferðarráðuneytið og að heimila bæjarstjóra að skrifa undir viljayfirlýsingu um fjármögnun hjúkrunarheimilisins, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.3. 200701151 - Erindi Hestamannafélagsins v. reiðhöll
  Afgreiðsla 1030. fundar bæjarráðs, um að heimila breytingu á samningi við hestamannafélagið, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.4. 200903248 - Heilsufélag Mosfellsbæjar
  Afgreiðsla 1030. fundar bæjarráðs, að heimila bæjarstjóra að undirrita samstarfssamning við Heilsufélag Mosfellsbæjar, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.5. 201104203 - Erindi Jóhannesar Jónssonar varðandi hljóðmön við hringtorg Bogatanga og Álfatanga
  Afgreiðsla 1030. fundar bæjarráðs, að láta fara fram hljóðmælingar, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.6. 201105175 - Styrkumsókn Icefitness varðandi Skólahreysti 2011
  Afgreiðsla 1030. fundar bæjarráðs, um að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.7. 201105176 - Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um barnalög
  Afgreiðsla 1030. fundar bæjarráðs, um að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.8. 201105180 - Lokaskýrsla verkefnisins Allt hefur áhrif, einkum við sjálf
  Lokaskýrslan var lögð fram á 1030. fundi bæjarráðs. Lögð fram á 560. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.9. 201002022 - Urðunarstaður Sorpu bs. á Álfsnesi, varnir gegn lyktarmengun
  Afgreiðsla 1030. fundar bæjarráðs, um samþykkt sérstakrar bókunar er send var Sorpu bs., samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
2.  201105023F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 175
 Til máls tóku um fundargerðina almennt: HBA, HSv, JJB, HP, SÓJ og HS.
 
Fundargerð 175. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 560. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 201105252 - Umsókn um breytingu á rekstrarformi dagdeildar
  Á 175. fundi fjölskyldunefndar leggur nefndin til við bæjarstjórn að beina þeim tilmælum til velferðarráðherra að gefin verði heimild til rekstrar dagdeildar fyrir heilabilaða í Mosfellsbæ. Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að slíkum tilmælum verði beint til velferðarráðherra og felur bæjarstóra að koma tilmælunum á framfæri við ráðherrann.
 
 2.2. 201105174 - Úthlutun framlaga vegna sölu félagslegs íbúðarhúsnæðis
  Á 175. fundi fjölskyldunefndar var lagt fram erindi frá Varasjóði húnsæðismála. Lagt fram á 560. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.3. 201103455 - Velferðarvaktin, fyrirspurn um stöðu barna
  Til máls tóku: BH, HBA, HS, JJB og KT.
Lagt fram á 175. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 560. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.4. 201104238 - Umsókn um styrk við gerð fræðslumyndar um sjálfsvíg og afleiðingar þeirra
  Afgreiðsla 175. fundar fjölskyldunefndar, um að synja um styrkveitinu, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
3.  201105026F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 255
 Fundargerð 255. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 560. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 201105152 - Erindi Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi samkomulag um tónlistarfræðslu
  Til máls tók: HP.
Afgreiðsla 255. fundar fræðslunefndar, um að fela skólaskrifstofu og skólastjóra Listaskóla að skrifa umsögn um áfhrif samkomulagsins, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.2. 201105266 - Skipulag í Krikaskóla 2011-12
  Afgreiðsla 255. fundar fræðslunefndar, varðandi óskir um að nemendur skólans geti tekið þátt í frístundafjöri og að leitað verði lausna í samstarfi Krikaskóla, skólaskrifstofu og forsvarsmanna frístundafjörs, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.3. 201105271 - Heimsóknir í Krikaskóla skólárið 2010-11
  Til máls tóku: HP, JJB og HS.
Erindið kynnt á 255. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 560. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.4. 201105267 - Tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla
  Til máls tóku: HP, BH og JJB.
Tilnefningar voru kynntar á 255. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 560. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.5. 201104238 - Umsókn um styrk við gerð fræðslumyndar um sjálfsvíg og afleiðingar þeirra
  Afgreiðsla 255. fundar fræðslunefndar, að leggja til að styrkbeiðninni verði synjað, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.6. 201105268 - Kynning á ADHD samtökunum
  Erindið lagt fram á 255. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 560. fundi bæjarstjórnar.
 
   
4.  201105020F - Lýðræðisnefnd - 7
 Fundargerð 7. fundar lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 560. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 201011056 - Málefni lýðræðisnefndar
  Á 7. fundi lýðræðisnefndar voru lögð fram drög að lýðræðisstefnu og var umræðu frestað til næsta fundar. Lagt fram á 560. fundi bæjarstjórnar.
 
   
5.  201105019F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 301
 Fundargerð 301. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 560. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 5.1. 201006261 - Reykjaflöt, fyrirspurn um byggingu listiðnaðarþorps
  Til máls tók: BH.
Á 301. fundi skipulagsnefndar var farið yfir stöðu málsins. Lagt fram á 560. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.2. 201103286 - Æsustaðavegur 6, ósk um breytingar á deiliskipulagi
  Til máls tók: BH.
Afgreiðsla 301. fundar skipulagsnefndar, um að unnin verði deiliskipulagstillaga og hún auglýst, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.3. 201104168 - Langitangi 2A - byggingarleyfi fyrir hjúkrunarheimili
  Byggingarfulltrúi kynnti teikningar af væntanlegu hjúkrunarheimili á 301. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 560. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.4. 201105018 - Umferðaröryggi við Lágafellsskóla
  Afgreiðsla 301. fundar skipulagsnefndar, um að mæla með að framkvæmdir verði í samræmi við tillögu að forgangi 1, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.5. 200907170 - Úrskurðarnefnd, kæra vegna aukaíbúðar í Stórakrika 57
  Afgreiðsla 301. fundar skipulagsnefndar, um að samþykkja að deiliskipulagsbreytingin verði grenndarkynnt á ný sem óveruleg breyting skv. 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.6. 201005086 - Ævintýragarður - fyrstu áfangar
  Afgreiðsla 301. fundar skipulagsnefndar, að óska eftir ítarlegri upplýsingum og samræmdri skipulagstillögu, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.7. 201104220 - Brattholt 1, óleyfileg geymsla vinnuvéla á íbúðarlóð
  Afgreiðsla 301. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 560. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.8. 201103060 - Leirvogsá, umsókn um leyfi fyrir byggingu laxateljara
  Afgreiðsla 301. fundar skipulagsnefndar, að óska eftir nánari gögnum varðandi frágang við laxateljara, samþykkt á 560. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
6.  201105190 - Fundargerð 101. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
 Til máls tóku: HSv og BH.
Fundargerð 101. fundar SHS lögð fram á 560. fundi bæjarstjórnar.
   
7.  201105280 - Fundargerð 286. fundar Sorpu bs.
 Til máls tóku: HS, HBA, JJB og HP.
 
Fundargerð 286. fundar SHS lögð fram á 560. fundi bæjarstjórnar.
   
8.  201106014 - Fundargerð 787. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
 Til máls tóku: HBA og HSv.
Fundargerð 787. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram á 560. fundi bæjarstjórnar.
   
9.  201105161 - Breyting á gjaldskrá hitaveitu árið 2011
 Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa breytingu á gjaldskrá hitaveitu Mosfellsbæjar til annarrar umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
   
10.  201012009 - Kosning í nefndir af hálfu Vinstri grænna
 Tillaga kom fram um Bryndísi Brynjarsdóttur sem aðalmann í fræðslunefnd í stað Sigurlaugar Ragnarsdóttur.
Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast tillagan samþykkt samhljóða.
   
11.  201009094 - Kosning í nefndir, Íbúahreyfingin
 Tillaga kom fram um Birtu Jóhannsdóttur sem varaáheyrnarfulltrúa í umhverfisnefnd í stað Jóns Jóels Einarssonar.
Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast tillagan samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25

Meira ...