Fundir eftir mánuðum

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 565 - 28.09.2011

29.09.2011

565. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell,  miðvikudaginn 28. september 2011 og hófst hann kl. 16:30

Hljóðskrá frá fundinum

Fundinn sátu:
Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari.

Samþykkt í upphafi fundar að fresta 1. dagskrárlið í fundargeð 1045. fundar bæjarráðs og vísa dagskrárliðnum aftur til bæjarráðs.

Dagskrá:

1.  201109013F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1044
Fundargerð 1044. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 565. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
1.1. 201107057 - Erindi JP Lögmanna varðandi kröfur Jáverks ehf. vegna Krikaskóla
Afgreiðsla 1044. fundar bæjarráðs, um að fela framkvæmdastjóri umhverfissviðs að svara erindinu, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
1.2. 201105055 - Erindi vegna eignarhlutar - Hraðastaðir 1
Afgreiðsla 1044. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að ganga til samninga um makaskipti í samræmi við tillögu þar um, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
1.3. 201102165 - Stígur meðfram Vesturlandsvegi
Afgreiðsla 1044. fundar bæjarráðs, um að staðfesta framlagðan samning við Vegagerðina um hjólreiðastíg meðfram Vesturlandsvegi, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
1.4. 201107089 - Erindi Lausna lögmannsstofu sf. varðandi afsal
Afgreiðsla 1044. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
1.5. 2011081805 - Erindi SSH varðandi samstarf vegna þjónustu við fatlaða
Afgreiðsla 1044. fundar bæjarráðs, að samþykkja tillögur að verklagsreglum mats- og inntökuteymis o.fl., samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
1.6. 201109205 - Umsókn um styrk til Handarinnar
Afgreiðsla 1044. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
1.7. 201109244 - Minnisblað um einstaklingssamninga um þjónustu við fatlað fólk í Mosfellsbæ
Erindið lagt fram á 1044. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
   
2.  201109017F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1045
Fundargerð 1045. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 565. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 
Bæjarstjórnarmaður Jón Jósef Bjarnason óskaði umræðna um fundarsköp þessa fundar bæjarráðs.
Til máls tóku: JJB og HS. 
 
 
Bókun vegna fundarskapa á fundi bæjarráðs nr. 1045.
 
Dagskrá bæjarráðsfundar 1045 var send út með venjubundnum hætti, en við upphaf fundarins var óskað eftir að taka 2 mál á dagskrá til viðbótar.
Bæjarráðsmaður Íbúahreyfingarinnar óskaði eftir að öðru þessara mála yrði frestað til næsta fundar og sett á dagskrá eins og önnur mál. Því var hafnað af formanni bæjarráðs, sem er tvímælalaust brot á 47. gr. samþykkta Mosfellsbæjar þar sem segir m.a.
?Heimilt er að taka erindi til meðferðar í bæjarráði þótt ekki sé það tilgreint í dagskrá. Þó er skylt að fresta afgreiðslu slíks erindis ef einhver bæjarráðsmanna eða áheyrnarfulltrúi óskar þess.?.
Í 46. gr. segir m.a.
?Bæjarstjóri undirbýr bæjarráðsfundi í samráði við formann bæjarráðs....?
Ábyrgð bæjarstjóra á meðhöndlun málsins er því augljós.
Bæjarráðsmaður Íbúahreyfingarinnar benti ritara bæjarráðs á þetta brot formannsins í tölvupósti eftir fundinn og í framhaldinu sendi formaður bæjarráðs tölvupóst til bæjarráðsmanna þar sem m.a. kemur fram:
?Deildar meiningar komu upp á sl. bæjarráðsfundi um hvort erindið ?Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar? hafi verið tilkynnt inná dagskrá fundarins eða ekki. Svo virðist sem þeir sem eingöngu sáu fundarboðið rafrænt hafi ekki fengið þær upplýsingar að ræða ætti þennan lið í upphafi fundar.?
Engar umræður voru um það hvort dagskrárliðurinn hafi verið á boðarði dagskrá eða ekki enda bað formaður um að þessum liðum yrði bætt við, varla hafi hann gert það ef hann teldi að dagskrárliðurinn hafi verið á boðaðri dagskrá. Auk þess kemur fram í fundarboði að:
?...fundarboðið er eingöngu sent rafrænt...?
Eru þá 2 kerfi í gangi varðandi fundarboð og dagskrá funda, annað opinbert en hitt ekki ?
Þá kemur fram að búið sé að lagfæra þetta í fundargáttinni þannig að þetta komi ekki fyrir aftur, hvað var lagfært ? Var einhver óopinber útgáfa af fundargáttinni fjarlægð ? Hvernig á að skilja þetta ?
Í bréfinu kom einnig fram að formaður hyggðist bregðast við broti á 47. gr. samþykkta Mosfellsbæjar þrátt fyrir vafann um hvort erindið hafi verið tilkynnt á dagskrá eða ekki og fresta erindinu eftir að það hafði verið tekið fyrir.
Það leikur enginn vafi á og um það geta ekki verið deildar meiningar að dagskrárliðurinn var ekki í fundarboðinu enda er það eingöngu sent rafrænt.
Það liggur heldur engin vafi á því að 47. gr. samþykkta Mosfellsbæjar var brotin, en ákvæðið á að tryggja að bæjarráðsmenn geti kynnt sér mál fyrir fund og lýðræðislega meðhöndlun mála.
Það liggur engin vafi á því að nægur tími var til þess að setja dagskrárliðinn í dagskránna.
Það er enginn vafi á að engar eðlilegar forsendur voru fyrir því að taka málið fyrir á fundinum í stað þess að fresta því.
Eftir stendur að meirihlutinn er sekur um skipulega tilraun til valdníðslu sem eru viðbrögð hans við eðlilegu gagnsæi gagnvart íbúum Mosfellsbæjar.
Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.
 
 
 
Bókun bæjarfulltrúa D og V lista vegna bókunar um fundarsköp.
 
Í rafrænu fundarboði sem sent var út þann 20. september sl.  kl. 12.38 til aðal og varfulltrúa í bæjarráði var þess getið að málið "Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar" yrði rætt í upphafi fundar. Er miður að fundarboðið hafi farið fram hjá fulltrúa Íbúahreyfingarinnar líkt og og fram kemur í bókun.
Í ljósi umræðna á fundinum var rætt og lagt til að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að gera lögfræðilega skoðun á því hvort brotið hafi verið gegn reglum Mosfellsbæjar um meðferð mála, ákveðum sveitarstjórnarlaga og ákvæðum annarra laga sem kveða á um vernd persónuupplýsinga þegar Íbúahreyfingin birti upplýsingar um afskriftir til lögaðila í Mosfellsbæ í dreifibréfi til íbúa í september sl.  Var tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum.
Rétt er að fram kom tillaga um að fresta málinu þar sem fulltrúi Íbúahreyfingarinnar hafi ekki vitað að málið var yrði rætt á fundinum, þrátt fyrir að það hafi komið fram á fundarboðinu. 
Af þessum sökum var ákveðið að fresta málinu í upphafi bæjarstjórnarfundar í dag og verður það aftur til umfjöllunar á næsta fundi bæjaráðs.
Ómálefnalegum fullyrðingum um valdníðslu er algjörlega vísað á bug.
 
 
 
Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
 
Íbúahreyfingin ítrekar að viðkomandi mál var ekki á dagskrá í rafrænu fundarboði og í ljósi bókunar meirihlutans mun Íbúahreyfingin kæra málsmeðferðina til innanríkisráðuneytis skv. 103 gr. Sveitarstjórnarlaga.
  
2.1. 201109385 - Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar
Í upphafi þessa 565. fundar bæjarstjórnar var samþykkt samhljóða að frestað erindinu og vísa því aftur til bæjarráðs.
 
 
 
2.2. 201109384 - Ný sveitarstjórnarlög
Afgreiðsla 1045. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að undirbúa kynningu á nýjum sveitarstjórnarlögum, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
2.3. 2011081223 - Krafa um bætur vegna breytinga á deiliskipulagi vegna Krikaskóla
Afgreiðsla 1045. fundar bæjarráðs, að heimila stjórnsýslusviði að ganga frá greiðslu bóta í samræmi við mat matsmana, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
2.4. 201109264 - Erindi Þórarins Jónassonar varðandi landakaup
Afgreiðsla 1045. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að koma sjónarmiðum bæjarins á framfæri, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
2.5. 201109265 - Erindi Hugins Þórs Grétarssonar vegna Listaskóla Mosfellsbæjar
Afgreiðsla 1045. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
2.6. 201109324 - Erindi Dalsbúsins ehf. varðandi dreifingu á lífrænum áburði
Afgreiðsla 1045. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu o.fl., samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
3.  201109011F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 179
Fundargerð 179. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 565. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
3.1. 2011081918 - Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2011
Afgreiðsla 179. fundar fjölskyldunefndar, að veita UMFA jafnréttisviðurkenningu var samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar og er erindið því lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
3.2. 201109160 - Námskeið í fjölbreytileikafærni
Erindið lagt fram á 257. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
   
4.  201109016F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 257
Fundargerð 257. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 565. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
4.1. 201109207 - Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda
Erindið lagt fram á 257. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
4.2. 201102180 - Erindi mennta- og menningarmálaráðuneytis varðandi úttekt á leikskólanum Hlíð
Til máls tók: BH.
Erindið lagt fram á 257. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
4.3. 201109274 - Leiðbeiningar og viðmið fyrir sveitarfélög í tengslum við innra mat leikskóla
Erindið lagt fram á 257. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
4.4. 201109291 - Upphaf grunnskólaskólaársins 2011-12
Erindið lagt fram á 257. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
4.5. 201109275 - Leiðbeiningar og viðmið fyrir sveitarfélög í tengslum við innra mat grunnskóla
Erindið lagt fram á 257. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
4.6. 2011081928 - Reglur um skólavist utan lögheimilis - breyting á orðalagi
Til máls tók: BH.
257. fundur fræðslunefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á reglum um skólavist utan lögheimilis. Viðmiðunarreglur vegna greiðslna fyrir námsvist utan lögheimilis samþykktar á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
4.7. 201103249 - Endurskoðun stefnu um sérkennslu og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar
Til máls tóku: BH og JS.
Afgreiðsla 257. fundar fræðslunefndar, um að vinnuhópi um stefnumótun verði falið að vinna áfram í samræmi við framlagða greinargerð, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
4.8. 201109309 - Krikaskóli - erindi til mennta- og menningarmálaráðuneytis um að gerast þróunarskóli á grundvelli 44. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008.
Afgreiðsla 257. fundar fræðslunefndar, um að sækja um að Krikaskóli verði þróunarskóli, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
4.9. 201109273 - Yfirlit yfir skyldur og ábyrgð skólanefnda
Erindið lagt fram á 257. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
   
5.  201109012F - Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 154
Fundargerð 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 565. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
5.1. 201108930 - Erindi UMFÍ - forvarnir gegn tóbaksnotkun
Erindið lagt fram á 154. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
5.2. 201105180 - Lokaskýrsla verkefnisins Allt hefur áhrif, einkum við sjálf
Afgreiðsla 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, um að fela vinnuhópi um lýðheilsu að starfa áfram, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
5.3. 201106170 - Vatnaskíðabraut í Mosfellsbæ
Afgreiðsla 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, varðandi vatnsskíðabraut í Mosfellsbæ, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
5.4. 201108002 - Erindi Ungmennafélags íslands varðandi 2. landsmót UMFÍ 50 2012
Til máls tók: HSv.
Erindið lagt fram á 154. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
5.5. 201109211 - Frístundafjör 2011-12 - samningur við UMFA
Erindið lagt fram á 154. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
5.6. 201010230 - Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi leigusamning reiðhallar
Afgreiðsla 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, um að leggja til að erindinu verði vísað til fjárhagsáætlunar 2012 o.fl., samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
5.7. 201109124 - Samningar við íþrótta- og tómstundafélög 2011
Til máls tóku: BH, JJB, JS, HSv og BH.
Afgreiðsla 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar leggur til við bæjarstjórn að framlagðir samningar við íþrótta- og tómstundafélög 2011 verði staðfestir. Framlagðir samningar samþykktir á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
5.8. 201109212 - Tímatöflur íþróttamiðstöðva 2011-12
Erindið lagt fram á 154. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
5.9. 200906129 - Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði
Afgreiðsla 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, um að leggja til kynningu á stefnu um íþrótta- og tómstundamál Mosfellsbæjar, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
5.10. 201104020 - Íþróttaþing Mosfellsbæjar
Afgreiðsla 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, varðandi á koma á íþróttaþingi, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
5.11. 201104021 - Reglur um íþróttamann Mosfellsbæjar 2011
Erindið rætt á 154. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
5.12. 201109249 - Fyrirspurn um erindi
Lögð fram fyrirspurn á 154. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
5.13. 201108052 - Erindi UMFA varðandi aðstöðumál Aftureldingar
Afgreiðsla 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, um að leggja til að erindinu verði vísað til fjárhagsáætlunar 2012 o.fl., samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
6.  201109015F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 306
Fundargerð 306. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 565. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
6.1. 2011081226 - Tvær frístundalóðir við Selvatn, fyrirspurn um fjölgun húsa
Afgreiðsla 306. fundar skipulagsnefndar, um að ekki sé hægt að fallast á fleiri en eitt hús á hvorri lóð, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
6.2. 201109013 - Malarplan sunnan Þrastarhöfða, kvörtun
Afgreiðsla 306. fundar skipulagsnefndar, um að fela embættismönnum að ræða við landeigendur um lokun svæðisins, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
6.3. 201107051 - Stórikriki 57, deiliskipulagsbreyting 2011
Afgreiðsla 306. fundar skipulagsnefndar, að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr., samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
6.4. 2011081227 - Lokun Áslands við Vesturlandsveg, athugasemdir íbúa
Til máls tóku: BH, JJB, RBG og HSv.
Afgreiðsla 306. fundar skipulagsnefndar, um að leggjast gegn opnun gatnamótanna o.fl., samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
6.5. 2011081610 - Frístundalóð 125499 við Hafravatn, endurnýjuð ósk um skiptingu
Erindið lagt fram á 306. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
6.6. 201106165 - Fjarskiptahús og mastur fyrir Ríkisútvarpið ohf. á Úlfarsfelli
Erindið lagt fram á 306. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
6.7. 201108671 - Hlíðartúnshverfi, deiliskipulagsbreyting við Aðaltún
Afgreiðsla 306. fundar skipulagsnefndar, um að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi við Aðaltún, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
6.8. 200611011 - Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024
Afgreiðsla 306. fundar skipulagsnefndar, um framlagningu umsagna o.fl., samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
7.  201109006F - Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 127
Fundargerð 127. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 565. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
7.1. 201107153 - Erindi Vinnuskóla Reykjavíkur varðandi umhverfismál
Erindið lagt fram á 127. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
7.2. 2011081988 - Evrópsk Samgönguvika 2011
Erindið lagt fram á 127. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
7.3. 201109114 - Málþing um sjálfbær sveitarfélög á Selfossi 2011
Erindið lagt fram á 127. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
7.4. 201109113 - Niðurstöður rannsókna á saurkólígerlum við Leiruvog 2004-2010
Til máls tóku: JS, HS, HSv, JJB, KT og BH.
Erindið lagt fram á 127. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
Tillaga S-lista Samfylkingar.
Niðurstaða af rannsóknum Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis á saurkóligerlum við strandlengjuna í Leiruvogi 2004-2010 sýnir að mengun er yfir skilgreindum umhverfismörkum. Því legg ég til að greind verði nánar ástæða mengunarinnar og að í framhaldi af greiningunni verði gerð áætlun um úrbætur.
Jónas Sigurðsson.
 
Samþykkt með sex atkvæðum að vísa tillögunni til umhverfisnefndar. Jón Jósef Bjarnason sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
 
 7.5. 2011081596 - Refa- og minnkaveiðar 2010-2011, skil á skýrslum
 Erindið lagt fram á 127. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
 
   
8.  201109371 - Fundargerð 315. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Til máls tóku: HS, HSv, BH, JJB,
Fundargerð 315. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
   
9.  201109398 - Fundargerð 789. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
 Fundargerð 789. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.
   
10.  201109397 - Fundargerð 6. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósasvæðis
Til máls tók: HS.
Fundargerð 6. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10

Meira ...

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 564 - 14.09.2011

15.09.2011

564. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell,  miðvikudaginn 14. september 2011 og hófst hann kl. 16:30

 Hljóðskrá frá fundinum

Fundinn sátu:

Hafsteinn Pálsson (HP), Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

Samþykkt að taka á dagskrá erindi nr. 2011081918

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2011 og verður erindið 13. liður á dagskrá fundarins.

 

Dagskrá:

 

1.

201108022F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1042

 

Fundargerð 1042. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

1.1.

201108656 - Erindi Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála varðandi framkvæmdir við Þverholt 6

   

Úrskurður ÚSB lagður fram á 1042. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

1.2.

201107154 - Erindi íbúa í Tröllateig vegna göngustígs

   

Afgreiðsla 1042. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að ræða við íbúa á grundvelli umsagna, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.3.

2011081805 - Erindi SSH varðandi samstarf vegna þjónustu við fatlaða

   

Afgreiðsla 1042. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til fjölskyldunefndar, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.4.

200910113 - Erindi Lege lögmannsstofu varðandi Stórakrika 59

   

Afgreiðsla 1042. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að vinna að málinu, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

1.5.

2011081261 - Rekstraryfirlit janúar til júní 2011

   

Til máls tóku: JJB, HSv og JS.
 
Lögð fram svohljóðandi bókun og tillaga af hálfu bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.

 

Bókun. 
Af rekstaryfirliti bæjarins fyrir fyrstu 6 mánuði ársins kemur fram að fjármagnskostnaður hafi hækkað um 111 milljónir króna og eru samals 287 milljónir fyrir fyrstu 6 mánuði ársins.
Þetta er um 12% af skatttekjum Mosfellsbæjar. Hækkunin stafar af vísitölubreytingum en aukin skuldasöfnunin stafar að stórum hluta af taprekstri sveitarfélagsins síðan 2008 sem er afleiðing fyrirhyggjulausrar stefnu stjórnarflokkanna um uppbyggingu í Mosfellsbæ.
Skuldir Mosfellsbæjar eru nú á milli 8 og 9 milljarða króna.
 
Tillaga.
Til að vinna bug á þeirri erfiðu stöðu sem við blasir er lagt til að ráðist verði að rótum vandans, jafnvel í samvinnu við ríkið og önnur sveitarfélög. Ofurskuldsetning er ekki staðbundinn við Mosfellsbæ, hún er landlæg. Nauðsynlegt er að ná utan um heildarstöðu hins opinbera (ríki og sveitarfélög) og stofnanna á þess vegum. Í framhaldi þarf að endursemja um höfuðstól og vexti  skulda svo þær komist í niðurgreiðanlegt horf og afborganir ógni ekki velferð Mosfellinga. Framkvæmdin verði í höndum vinnuhóps á vegum ríkis- og sveitarfélaga. Hér gæti Mosfellsbær tekið frumkvæði og freistað þess að stofna til samstarfs við þar til bæra aðila um verkefnið. Verði ekki af samvinnunni ráðist Mosfellsbær í verkið á eigin forsendum.

 


Tillaga Íbúahreyfingarinnar borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.

 


Bókun bæjarfulltrúa D- og V- lista.
Samkvæmt sex mánaða uppgjöri er rekstur Mosfellsbæjar í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga hefur verið erfitt síðustu árin, tekjur hafa lækkað og kostnaður hækkað.  Því þurfti í fjárhagsáætlun ársins 2011  að taka ýmsar ákvarðanir sem sneru að lækkun kostnaðar. Öllum var því ljóst að reksturinn yrði krefjandi. Það er því ánægjuefni að forstöðumönnum stofnana og starfsmönnun hefur tekist að framfylgja þeim áætlunum sem lagt var upp með og eiga þeir þakkir skildar fyrir að hafa náð að hagræða í rekstri en samt sem áður að bjóða upp á góða þjónustu fyrir íbúana.
Fjárhagsáætlun 2011 er þriðja áætlunin í röð þar sem farið er í verulega hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins. Strax í kjölfar hruns árið 2008 var ljóst að rekstrarumhverfi sveitarfélaga væri gjörbreytt vegna minnkandi tekna þeirra. Í stað þess að skera harkalega niður og hækka gjöld allverulega var samstaða um meðal allra framboða í bæjarstjórn Mosfellsbæjar að fara í mildari hagræðingaraðgerðir til þriggja ára og ná fram jafnvægi í rekstri að því tímabili loknu. Árið 2011 er árið sem ætlunin er að jafnvægi náist í rekstrinum. Það er að takast.  Þetta var mögulegt þar sem reksturinn hafði gengið vel árin á undan, bæjarsjóður var þá rekinn með verulegum afgangi og skuldir greiddar niður.  Það hafði verið safnað til mögru áranna.  Því fær það með engu móti staðist að um fyrirhyggjulausa stefnu hafi verið um að ræða.
Mosfellsbæ hefur tekist að stilla lántökum í hóf. Ekki hafa verið tekið lán fyrir rekstri heldur einungis fyrir nýbyggingum og eðlilegri endurfjármögnun lána. Þau lán sem okkur hafa boðist vegna uppbyggingar og til endurfjármögnunar eru á hagstæðari kjörum en eldri lán og leiða þannig til sparnaðar.  Mosfellsbær nýtur trausts á lánsfjármörkuðum.
Hið eina í rekstrinum sem reynist í ósamræmi við það sem lagt var upp með í fjárhagsáætlun er þróun verðlags. Verðbólgan hefur verið meiri en sveitarfélögin áætluðu og kom fram í þjóðhagsspá. Því er þróun verðlags áhyggjuefni ekki bara fyrir Mosfellsbæ og sveitarfélög almennt, heldur fyrir landsmenn alla þar sem hækkun vísitölu kemur beint við fjárhag allra heimila í landinu.
Í  þessu sambandi viljum við nota  tækifærið og koma á framfæri þakklæti til íbúa og starfsfólks Mosfellsbæjar fyrir að taka þátt í þessu verkefni með jákvæðni og skilningi.

 


Bókun S- lista Samfylkingar.
Lækkun skulda og/eða rekstrarkostnaðar felur í sér niðurskurð á þjónustu eða hækkun álaga á bæjarbúa. Því er mikilvægt að það liggi fyrir hvaða áherslur munu ráða í þeim aðgerðum. Líklegast er að þær munu bitna fyrst og fremst á þjónustu við börn og barnafjölskyldur.  Efnahagslegar aðstæður á undanförnum árum hafa verið rekstri sveitarfélaga afar óhagstæðar og þar með Mosfellsbæ. Ég tel rétt að til lengri tíma sé litið í rekstri sveitarfélagsins þegar skoðað er með hvaða hætti skuli takast á við skuldir og/eða rekstrarkostnað.  Endurfjármögnun óhagstæðra lána hefur verið á hendi fjármálastjóra bæjarins sem mér sýnist að hann hafi sinnt ágætlega.

Jónas Sigurðsson.

 


Rekstraryfirlit janúar til júní 2011 lagt fram á 1042. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

2.

201109005F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1043

 

Fundargerð 1043. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

2.1.

201004045 - Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010

   

Til máls tóku: BH, JJB, HS og JS.

Verkferlar vegna stöðu á ástands á nýbyggingarsvæðum yfirfarið og kynnt á 1043. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.2.

201108051 - Erindi lögmanna Jón G. Zoega varðandi Laxness I

   

Afgreiðsla 1043. fundar bæjarráðs, að fela lögmanni bæjarins að svara bréfritara, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.3.

201010230 - Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi leigusamning reiðhallar

   

Afgreiðsla 1043. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.4.

201109043 - Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi reiðleiðir í Mosfellsdal

   

Afgreiðsla 1043. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.5.

201109109 - Árshlutareikningur SORPU bs. janúar-júní 2011

   

Árshlutareikningur Sorpu bs. lagður fram á 1042. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.6.

201109103 - Tillögur verkefnahóps SSH, samstarf sveitarfélaganna um sorphirðu

   

Til máls tóku: JS, HS, HP, JJB, BH og HSv.

Afgreiðsla 1043. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.7.

201109112 - Tillögur verkefnahóps SSH (verkefnahópur 21), ferðaþjónusta fatlaðs fólks.

   

Afgreiðsla 1043. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

2.8.

201109142 - Tillögur verkefnahóps SSH (verkefnahópur 3), stoðþjónusta og rekstrarsamvinna

   

Til máls tóku: JJB, BH, HSv, JS, HS og HP.

Tillögur verkefnahóps SSH lagðar fram á 1043. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

2.9.

200910113 - Erindi Lege lögmannsstofu varðandi Stórakrika 59

   

Til máls tóku: JJB, SÓJ og HP.

Afgreiðsla 1043. fundar bæjarráðs, að heimila bæjarstjóra að gagna frá samkomulagi varðandi lóðina Stórakrika 59, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

   

3.

201109002F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 178

 

Fundargerð 178. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

3.1.

201102209 - Mótun jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar 2011

   

Til máls tóku: JS og HSv.

178. fundur fjölskyldunefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi drög að jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar. Fyrirliggjandi Drög að jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.2.

2011081918 - Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2011

   

Afgreiðsla 178. fundar fjölskyldunefndar um dagskrá jafnréttisdags o.fl., samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

3.3.

2011081805 - Erindi SSH varðandi samstarf vegna þjónustu við fatlaða

   

Afgreiðsla 178. fundar fjölskyldunefndar, varðandi umsögn til bæjarráðs, lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

3.4.

201109030 - Heimahjúkrun í Mosfellsbæ

   

Bókun bæjarstjórnar varðandi afgreiðsla 178. fundar fjölskyldunefndar.

 

Heimahjúkrun er á forræði ríkisins og hefur þjónustunni í Mosfellsbæ frá byrjun ársins 2009 verið sinnt með þjónustusamningi til þriggja ára milli heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar sbr. bréf heilbrigðisráðherra frá 20. janúar 2009 til bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ. Við útfærslu samningsins voru aðilar sammála um að kvöld- og helgarþjónustu yrði stýrt frá miðstöð í Mosfellsbæ sem myndi stuðla að betri, skilvirkari og hagkvæmari þjónustu fyrir íbúa bæjarfélagsins. Þetta hefur ekki gengið eftir og er heimahjúkrun utan opnunartíma heilsugæslu Mosfellsumdæmis sinnt frá Reykjavíkurborg og hefur verið óánægja með þá þjónustu.

Í ljósi þess að samningur ráðuneytisins og Reykjavíkurborgar rennur út um áramótin 2011/2012 er farið fram á við velferðarráðuneytið að kvöld- og helgarþjónusta heimahjúkrunar í Mosfellsbæ verði með ásættanlegum hætti með því að færa framkvæmd þjónustunnar til aðila í bæjarfélaginu. Með því móti má stuðla að betri, skilvirkari og ef til vill hagkvæmari þjónustu en verið hefur, auk þess að hún verði í meira samræmi við ákvæði laga og stefnu ráðuneytisins.

Bæjarstjórn tekur undir að kvöld og helgarþjónusta heimahjúkrunar í Mosfellsbæ verði sinnt af aðilum í bæjarfélaginu og með því verði þjónusta við íbúa bætt.

 

 

3.5.

201005153 - Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til barnaverndarlaga

   

Frumvarð til barnaverndarlaga kynnt á 178. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

3.6.

201104156 - Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni varðandi frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk

   

Frumvarp til laga um réttargæslu fyrir fatlað fólk lagt fram á 178. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

4.

201108019F - Lýðræðisnefnd - 9

 

Fundargerð 9. fundar lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

4.1.

201011056 - Málefni lýðræðisnefndar

   

Til máls tóku: BH, HS og JS.

Afgreiðsla 9. fundar lýðræðisnefndar samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

   

5.

201109004F - Lýðræðisnefnd - 10

 

Fundargerð 10. fundar lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

5.1.

201011056 - Málefni lýðræðisnefndar

   

Til máls tóku: HP, JJB, HS og BH. 

Afgreiðsla 10. fundar lýðræðisnefndar, um afgreiðslu á drögum að lýðræðisstefnu til kynningar á almennum íbúafundi um lýðræðisstefnu, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

   

6.

201109007F - Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 162

 

Fundargerð 162. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

6.1.

201105212 - Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2011

   

Afgreiðsla 162. fundar menningarmálanefndar, kynningu á bæjarlistamanni 2011 o.fl. lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tekur undir óskir menningarmálanefndar til handa nýjum bæjarlistamanni Bergsteini Björgúlfssyni og óskar honum til hamingju með tiltilinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2011.

 

 

6.2.

201109148 - Vinnufundur norrænna vinabæja 21. september 2011

   

Afgreiðsla 162. fundar menningarmálanefndar, varðandi dagskrá fundar norrænu vinabæjanna o.fl. lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.3.

201109147 - Samningur um vinabæjarsamstarf 2011

   

162. fundur menningarmálanefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði nýr samningur um norrænt vinabæjarsamstarf. Drög að nýjum samningi um norrænt vinabæjarsamstarf samþykktur á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

6.4.

201109149 - Skýrsla um norrænt unglingaverkefni 2011

   

Afgreiðsla 162. fundar menningarmálanefndar varðandi umræðu um skýrslu um nærræna unglingaverkefnið í vinabæjunum 2011 lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.5.

201103024 - Reglur um úthlutun fjárframlaga til lista- og menningarstarfsemi í Mosfellsbæ

   

Erindinu frestað á 162. fundar menningarmálanefndar. Frestað á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

6.6.

200603117 - Stefnumótun í menningarmálum

   

Til máls tóku: HSv, JJB, HP, JS, BH, HS og KT. 

162. fundur menningarmálanefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýja stefnu í menningarmálum.

 
Bæjarstjórn beinir því til menningarmálanefndar að haldinn verði fundur til kynningar á drögum að nýrri stefnu í menningarmálum áður en stefnan verði afgreidd í bæjarstjórn.

 

 

   

7.

201108014F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 304

 

Fundargerð 304. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

7.1.

201107155 - Hrafnshöfði 25, umsókn um byggingarleyfi

   

Afgreiðsla 304. fundar skipulagsnefndar, um að byggingarleyfisumsókn rúmist innan gildandi deiliskipulags með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

7.2.

201010253 - Reykjabyggð 49, umsókn um stækkun bílskúrs

   

Afgreiðsla 304. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

7.3.

201107051 - Stórikriki 57, deiliskipulagsbreyting 2011

   

Afgreiðslu erindisins frestað á 304. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

7.4.

201108892 - Leirvogstunga 22, ósk um breytingu á deiliskipulagi

   

Afgreiðsla 304. fundar skipulagsnefndar, um að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

7.5.

2011081227 - Lokun Áslands við Vesturlandsveg, athugasemdir íbúa

   

Afgreiðsla frestað á 304. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

7.6.

2011081229 - Hættumat 2011 m.t.t. ofanflóða

   

Hættumatið lagt fram á 304. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

7.7.

201108024 - Erindi Húsfélags Brekkutanga 17-31 vegna bílaplans við Bogatanga

   

Afgreiðsla 304. fundar skipulagsnefndar varðandi að taka undir umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs til bæjarráðs lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

8.

201108005F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 197

 

Fundargerð 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

8.1.

201107053 - Bugðutangi 23 - Byggingaleyfisumsókn fyrir breyttu innra skipulagi á jarðhæð

   

Afgreiðsla 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

8.2.

201105275 - Helgadalur 123636 - byggingarleyfi fyrir sólastofu

   

Afgreiðsla 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

8.3.

201107176 - Laxatunga 70, flutningur á kennslustofum og tengibyggingu frá Gerplustræti 14

   

Afgreiðsla 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

8.4.

201106016 - Roðamói 19. Byggingarleyfisumsókn fyrir viðbyggingu við hesthús.

   

Afgreiðsla 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

8.5.

201106241 - Umsókn um byggingarleyfi á sumarbústað

   

Afgreiðsla 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

8.6.

201107018 - Þormóðsdalur 125612 - umsókn um salernisleyfi á tjaldstæði

   

Afgreiðsla 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

9.

201109003F - Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 305

 

Fundargerð 305. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

9.1.

2011081227 - Lokun Áslands við Vesturlandsveg, athugasemdir íbúa

   

Til máls tóku: BH, HP, KT, JS, HS,

Erindið lagt fram á 305. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

9.2.

201101105 - Nýtt hesthúsahverfi í aðalskipulagi

   

Til máls tóku: BH, HSv, JS, HP og KT.

Afgreiðsla 305. fundar skipulagsnefndar, um að unnið verði áfram að úrlausn málsins, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

9.3.

201109029 - Erindi LEGE f.h. KJ um afmörkun í aðalskipulagi

   

Afgreiðsla 305. fundar skipulagsnefndar, um að óska nánari skilgreiningar fá umsækjanda, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

9.4.

201109010 - Brennimelslína, erindi Landsnets um breytingu á legu

   

Afgreiðsla 305. fundar skipulagsnefndar, um að breyting á legu Brennisteinslínu verði tekin inn í endurskoðun aðalskipulags, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

9.5.

2011081610 - Frístundalóð 125499 við Hafravatn, endurnýjuð ósk um skiptingu

   

Afgreiðsla 305. fundar skipulagsnefndar, um að fallast ekki á skiptingu lóðarinnar o.fl., samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

9.6.

2011081226 - Tvær frístundalóðir við Selvatn, fyrirspurn um fjölgun húsa

   

Erindinu frestað á 305. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

9.7.

201109013 - Malarplan sunnan Þrastarhöfða, kvörtun

   

Erindinu frestað á 305. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

   

10.

201108016F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 198

 

Fundargerð 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

     
 

10.1.

201106047 - Arnartangi 27, umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar

   

Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

10.2.

2011081158 - Arnartangi 44, Byggingarleyfisumsókn fyrir breytingu á þaki og andyri

   

Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

10.3.

2011081160 - Arnartangi 46, Byggingarleyfisumsókn fyrir breytingu á þaki og andyri

   

Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

10.4.

2011081161 - Arnartangi 48, Byggingarleyfisumsókn fyrir breytingu á þaki og andyri.

   

Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

10.5.

2011081162 - Arnartangi 50,Byggingarleyfisumsókn fyrir breytingu á þaki og andyri.

   

Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

10.6.

2011081761 - Hamratún 13, Breyting innanhúss, geymslu skipt í bað

   

Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

 

10.7.

201107155 - Hrafnshöfði 25. Umsókn um byggingarleyfi

   

Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

10.8.

201108352 - Roðamói 11, umsókn um byggingarleyfi til að breyta burðarvirki og fyrirkomulagi utanhúss- og innan.

   

Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

 

   

11.

201109143 - Fundargerð 159. fundar Strætó bs

 

Fundargerð 159. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

   

12.

2011081946 - Fundargerð 288. fundar Sorpu bs.

 

Til máls tóku: HS, HP, JJB, BH og JS.

Fundargerð 288. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.

 

   

13.

2011081918 - Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2011

 

Til máls tók: HSv.

Samþykkt fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar þess efnis að veita Ungmennafélaginu Aftureldingu jafnréttisviðurkenningu árið 2011, samþykkt a 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

 

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar óskar Ungmennafélaginu Aftureldingu til hamingju með jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar fyrir árið 2011.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:50

Meira ...

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 563 - 31.08.2011

01.09.2011

563. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell,  miðvikudaginn 31. ágúst 2011 og hófst hann kl. 16:30

Hljoðskrá frá fundinum

 

Fundinn sátu:
Hafsteinn Pálsson (HP), Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ).

Fundargerð ritaði:  Björn Þráinn Þórðarson, framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá:

1.  201108012F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1040
 Fundargerð 1040. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 563. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 1.1. 2010081680 - Vegur að Helgafellstorfu, deiliskipulag
  Afgreiðsla 1040. fundar bæjarráðs, um deiliskipulag fyrir aðkomugötu að Helgafellstorfu o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.2. 201101392 - Hjúkrunarheimili nýbygging
  Afgreiðsla 1040. fundar bæjarráðs, að heimila umhvefissviði að að ganga til samninga við lægstbjóðanda í uppsteypu hjúkrunarheimilisins o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.3. 201107057 - Erindi JP Lögmanna varðandi kröfur Jáverks ehf. vegna Krikaskóla
  Afgreiðsla 1040. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að undirbúa svar til bréfritara, samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.4. 201106019 - Umsagnarbeiðni um vinnudrög byggingarreglugerðar
  Afgreiðsla 1040. fundar bæjarráðs, að senda drög að umsögn til umhverfisráðuneytisins, samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.5. 201106186 - Erindi SSH vegna almenningssamgangna á Álftanesi
  Afgreiðsla 1040. fundar bæjarráðs, að samþykkja framkomna ósk Álftaness vegna tímabundinnar breyttrar þjónustu o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.6. 201107030 - Hækkun á þjónustusamningi dagforeldra
  Afgreiðsla 1040. fundar bæjarráðs, um hækkun á þjónustusamningi við dagforeldra o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.7. 201108657 - Árshlutareikningur Strætó bs
  Árshlutareikningurinn lagður fram á 1040. fundi bæjarráðs og jafnframt sendur fjármálastjóra til upplýsingar. Lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
 1.8. 201108261 - Erindi SSH vegna sóknaráætlunar
  Afgreiðsla 1040. fundar bæjarráðs, að Framtíðarhópur SSH stýri og verði meginkjarni samstarfsvettvangs vegna sóknaráætlunar o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.9. 201108656 - Erindi Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála varðandi framkvæmdir við Þverholt 6
  Afgreiðsla 1040. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar byggingarfulltrúa og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs, samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 1.10. 201107098 - Áhrif verkfalls leikskólakennara
  Umræður fóru frm á 1040. fundi bæjarráðs um stöðu kjarasamningsviðræðna o.fl. Laft fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
   
2.  201108017F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1041
 Fundargerð 1041. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 563. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 2.1. 201107046 - Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi nýja landsskipulagsreglugerð
  Afgreiðsla 1041. fundar bæjarráðs, um framlagningu umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.2. 201108051 - Erindi lögmanna Jón G. Zoega varðandi Laxness I
  Afgreiðsla 1041. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að svara erindinu, samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.3. 2011081223 - Krafa um bætur vegna breytinga á deiliskipulagi vegna Krikaskóla
  Afgreiðsla 1041. fundar bæjarráðs, að fela lögmanni bæjarins að skoða erindið, samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.4. 2011081089 - Erindi Innanríkisráðuneytisins varðandi eflingu sveitastjórnarstigsins
  Erindið lagt fram á 1041. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
 2.5. 2011081235 - Litlikriki 29, athugasemd við fasteingarmat 2012
  Afgreiðsla 1041. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu byggingarfulltrúa o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.6. 2011081525 - Erindi vegna þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða
  Afgreiðsla 1041. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.7. 2011081260 - Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 vegna málefna fatlaðra
  Afgreiðsla 1041. fundar bæjarráðs, um samþykkt á endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 varðandi málefni fatlaðra o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 2.8. 2011081261 - Rekstraryfirlit janúar til júní 2011
  Erindið lagt fram á 1041. fundi bæjarráðs og vísað til næsta fundar til afgreiðslu. Lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
   
3.  201107009F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 177
 Fundargerð 177. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 563. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 3.1. 201105180 - Lokaskýrsla verkefnisins Allt hefur áhrif, einkum við sjálf
  177. fundur fjölskyldunefndar fagnar niðurstöðum sem fram koma í skýrslunni sem benda til þess að hreysti barna í Mosfellsbæ fari vaxandi. Erindið lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.2. 201101118 - Skýrsla árið 2010 til Barnaverndarstofu
  Skýrsla árið 2010 til Barnaverndarstofu lögð fram á 177. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.3. 201102290 - Tilraunaverkefni vegna útkalla vegna heimilisófriðar/ofbeldis
  Til máls tóku: BH, JJB, HSv, HS, JS.
Afgreiðsla 177. fundar fjölskyldunefndar, um ráðningu sérfræðings o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 3.4. 2011081225 - Endurskoðaðir staðlar fyrir vistun eða fóstur barna á vegum barnaverndaryfirvalda
  Endurskoðaðið staðlar fyrir vistun eða fóstur barna á vegum barnaverndaryfirvalda lagðir fram á 177. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.5. 201106239 - Greinargerð um eftirlit með meðferðarheimilum á vegum Barnavernarstofu 2010
  Greinargerð um eftirlit með meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu 2010 lögð fram á 177. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
 3.6. 201102117 - Könnun á stöðu leiguíbúða sveitarfélaga þann 31.12.2010
  Könnun á stöðu leiguíbúða sveitarfélaga lögð fram á 177. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
   
4.  201108015F - Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 256
 Fundargerð 256. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 563. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 2011081184 - Leirvogstunguskóli - leikskóladeild
  Til máls tóku: HP, HSv, HS, JS.
Fræðslunefnd kynnti sér starfssemi nýrrar leikskóladeildar í Leirvogstunguskóla. Erindið lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.2. 201103368 - Erindi Umboðsmanns Barna varðandi niðurskurð í skólum
  Erindið lagt fram á 256. fundar fræðslunefndar. Lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.3. 201106220 - Forfallakennsla í grunnskólum
  Erindið lagt fram á 256. fundar fræðslunefndar. Lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.4. 201105180 - Lokaskýrsla verkefnisins Allt hefur áhrif, einkum við sjálf
  Afgreiðsla 256. fundar fræðslunefndar, um að leggja til að vinnuhópur skili niðurstöðum til nefndarinnar, samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.5. 2011081185 - Reglur um úthlutun leikskólaplássa - drög að breytingum á orðalagi
  Til máls tóku:  JS, HP, JJB, BH.
256. fundur fræðslunefndar leggur til við bæjarstjórn að nýjar reglur um úthlutun leikskólaplássa verði samþykktar. Reglurnar samþykktar á 563. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum gegn einu, einn situr hjá.
 
 4.6. 2011081183 - Fjöldi leikskólabarna haustið 2011
  Afgreiðsla 256. fundar fræðslunefndar, um að fela skólaskrifstofu að yfirfara fjárhagsáætlun m.t.t. fjölda leikskólabarna og vísa málinu til bæjarráðs ef þurfa þykir, samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.7. 2011081182 - Staða mála á leikskólum Mosfellsbæjar vegna verkfalls
  256. fundur fræðslunefndar fagnar því að ekki kom til verkfalls. Erindið lagt fram á 563. fundi bæjarstjórnar.
 
   
5.  201108008F - Lýðræðisnefnd - 8
 Fundargerð 8. fundar lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 563. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 5.1. 201011056 - Málefni lýðræðisnefndar
  Afgreiðsla 8. fundar lýðræðisnefndar, varðandi framgöngu lýðræðisstefnunnar, verklok o.fl., samþykkt á 563. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
6.  2011081793 - Fundargerð 5. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis
 Til máls tóku: HS, JS, HSv.
Fundargerð 5. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis lögð fram á 563. fundu bæjarstjórnar.
   
7.  2011081785 - Fundargerð 365. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðisins
 Til máls tók: HSv.
Fundargerð 365. fundar SSH lögð fram á 563. fundu bæjarstjórnar.
   
8.  2011081786 - Fundargerð 158. fundar Strætó bs
 Fundargerð 158. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram á 563. fundu bæjarstjórnar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

Meira ...