Fundir eftir mánuðum

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 583 - 20.06.2012

21.06.2012

583. fundur
Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell, 
miðvikudaginn 20. júní 2012 og hófst hann kl. 16:30

 

Hljóðskrá frá fundinum


Fundinn sátu:
Karl Tómasson (KT), Herdís Sigurjónsdóttir (HS), Haraldur Sverrisson (HSv), Bryndís Haraldsdóttir (BH), Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ), Jón Jósef Bjarnason (JJB), Jónas Sigurðsson (JS), Stefán Ómar Jónsson (SÓJ).

Fundargerð ritaði:  Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari

Samþykkt samhljóða að taka á dagskrá sem síðasta dagskrárlið kosningu í nefndir.

Dagskrá:

1.  201206149 - Kosning forseta bæjarstjórnar
 Tillaga kom fram um Bryndísi Haraldsdóttur D lista sem forseta bæjarstjórnar til eins árs.
Fleiri tillögur komu ekki fram og er Bryndís Haraldsdóttir því rétt kjörin forseti bæjarstjórnar til eins árs.
   
2.  201206150 - Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar
 Tillaga er um Karl Tómasson V lista sem 1. varaforseta og Herdísi Sigurjónsdóttur D lista sem 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og eru þau því rétt kjörin sem 1. og 2. varaforsetar til eins árs.
   
3.  201206151 - Kosning í bæjarráð
 Tillaga er um Hafstein Pálsson D lista sem formann, Herdísi Sigurjónsdóttur af D lista sem varaformann og Jónas Sigurðsson S lista sem aðalmann í bæjarráð til eins árs. Fleiri tilnefningar komu ekki fram og teljast þau því réttkjörin í bæjarráð til eins árs.

Óskað var eftir því, í samræmi við heimild í samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar, að Jón Jósef Bjarnason M lista og Karl Tómasson af V lista fengju stöðu áheyrnarfulltrúa í bæjarráði og var það samþykkt samhljóða.
   
4.  201206004F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1077
 Fundargerð 1077. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 583. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 4.1. 2010081418 - Framhaldsskóli - nýbygging
  Afgreiðsla 1077. fundar bæjarráðs, að heimila Framkvæmdasýslu ríkisins að ganga til samninga við lægstbjóðanda um nýbyggingu framhaldsskóla í Mosfellsbæ, samþykkt á 583. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.2. 201202129 - Sumarstörf 2012
  Erindið lagt fram á 1077. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 583. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.3. 201205048 - Umsókn um styrk frá ólympíuleikjafara
  Afgreiðslu erindisins var frestað á 1077. fundi bæjarráðs. Frestað á 583. fundi bæjarstjórnar.
 
 4.4. 201205214 - Erindi íbúa Blikahöfða 1 vegna vatnsleka
  Afgreiðsla 1077. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til byggingarfulltrúa og forstöðumanns þjónustustöðvar til umsagnar, samþykkt á 583. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.5. 201205262 - Fyrirspurn frá Eftirlitsstofnun EFTA um sérleyfi
  Afgreiðsla 1077. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að undirbúa drög að svari og leggja fyrir næsta fund, samþykkt á 583. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 4.6. 201206021 - Hlégarður - endurbætur
  Afgreiðsla 1077. fundar bæjarráðs, að heimila umhverfissviði að bjóða út fyrsta áfanga um þakviðgerðir á Hlégarði, samþykkt á 583. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
5.  201206008F - Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1078
 Fundargerð 1078. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 583. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 
Til máls tóku: JJB, BH, HS, KGÞ og JS.
 
Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskaði eftir 2 dagskrárliðum fyrir bæjarráðsfund 1078 14. júní 2012 með augljósum hætti 7. júní 2012.
Annarsvegar var óskað eftir umræðum um uppsögn 12 kennara í Varmárskóla, en í grein í Mosfellingi kemur fram að uppsagnir séu vegna óánægju með stjórn skólans. Við eftirgrenslan kom í ljós að málinu hafði verið hafnað án umræðu á grundvelli þess að stjórnendur skólans töldu ekki að vandamál væri til staðar.
Hitt málið snérist um að fá umræður um útsendingu bæjarstjórnarfunda og fylgdi með lausn og kostnaður Fljótsdalshéraðs sem hefur töluvert færri íbúa en Mosfellsbær.
Fulltrúi íbúahreyfingarinnar hefur einnig óskað eftir máli á bæjarstjórnarfund sem ekki hefur verið sinnt, málið snýst um að meirihlutinn virðist túlka ákvarðanir bæjarráðs sem formsatriði eins og sjá má við afgreiðslu á viðgerð Hlégarðs.
Fulltrúi íbúahreyfingarinnar hefur einnig óskað eftir einföldum upplýsingum um laun æðstu embættismanna, sæmbærilegar upplýsingar og sendar eru á launamiðum til RSK, 
en hefur enn ekki fengið.
Um ítrekuð brot er að ræða og því hafa málin verið kærð til sveitarstjórnarráðuneytis.
Íbúahreyfingin hvetur meirihlutann, bæjarstjóra, formann bæjarráðs, forseta bæjarstjórnar og embættismenn að virða rétt bæjarfulltrúa til þess að setja mál á dagskrá og til upplýsinga eins og kveðið er á um í sveitarstjórnarlögum.
 
Jón Jósef Bjarnason
Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ.
 
 
Bókun V og D lista vegna bókunar Íbúahreyfingarinnar.
Það er rangt að því hafi verið hafnað að taka umrædd mál á dagskrá.
Varðandi  mál í Varmárskóla þá sendi framkvæmdastjóri fræðslusviðs upplýsingar til allra bæjarfulltrúa sem vörðuðu það mál strax í kjölfar fyrirspurnar fulltrúa Íbúahreyfingarinnar þar sem  upplýst var um stöðu málsins. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerði ekki athugasemd við útsenda dagskrá 1078 fundar bæjarráðs eða gerði athugasemdir við hana í upphafi fundar og því koma þessar ásakanir mjög á óvart. 
Hvað varðar útsendingar bæjarstjórnarfundar Fljótsdalshéraðs þá hafa fulltrúar V og D lista ekki upplýsingar um málið eða að óskað hafi verið efti r því að það kæmi á dagskrá. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerði ekki athugasemdi við útsenda dagskrá bæjarráðs eða gerði athugasemdir við hana í upphafi 1078 fundar og því koma þessar ásakanir mjög á óvart. 
Hvað varðar málefni Hlégarðs og að ekki hafi verið orðið við því að taka það á dagskrá bæjarstjórnar þá er það mál á dagskrá bæjarstjórnarfundar í dag,  undir fundargerð bæjarráðs nr. 1077. máli nr. 6. Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskaði ekki eftir því að taka til máls undir málinu.
Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs barst um sl. mánaðarmót beiðni frá Íbúahreyfingunni  um launakjör embættismanna 10 ár aftur í tímann.  Það mál í er í  vinnslu stjórnsýslusviðs.
  
 5.1. 201205262 - Fyrirspurn frá Eftirlitsstofnun EFTA um sérleyfi
  Afgreiðsla 1078. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu, samþykkt á 583. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.2. 201201381 - Úttekt á ástandi eldri hverfa
  Erindið lagt fram til kynningar á 1078. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 583. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.3. 201008593 - Málefni fatlaðs fólks, yfirfærsla frá ríki til sveitarfélaga
  Afgreiðsla 1078. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til umsagnar, samþykkt á 583. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.4. 201205171 - Skrifstofu og starfsaðstaða ungmennafélagsins Aftureldingar
  Afgreiðsla 1078. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar, samþykkt á 583. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.5. 2011081805 - Erindi SSH varðandi samstarf vegna þjónustu við fatlaða
  Afgreiðsla 1078. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til umsagnar, samþykkt á 583. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.6. 201206027 - Erindi Lagastoðar ehf. varðandi byggingarréttargjald
  Afgreiðsla 1078. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til umsagnar, samþykkt á 583. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.7. 201206039 - Erindi Félags heyrnarlausra varðandi styrk
  Afgreiðsla 1078. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til umsagnar, samþykkt á 583. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.8. 201206042 - Erindi Afls, varðandi styrk
  Afgreiðsla 1078. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til umsagnar, samþykkt á 583. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 5.9. 201206066 - Malbikun og yfirlagnir í Mosfellsbæ 2012
  Erindið lagt fram til kynningar á 1078. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 583. fundi bæjarstjórnar.
 
 5.10. 201206101 - Erindi, tillögur (verkefnahóps 5) vegna tónlistarskóla og listmenntun
  Afgreiðsla 1078. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs og fræðslunefndar til umsagnar, samþykkt á 583. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
6.  201205024F - Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 193
 Fundargerð 193. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 583. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 6.1. 201203391 - Umsókn um styrk v/Dagþjónustu Skálatúns - námsferð leiðbeinenda
  Afgreiðsla 193. fundar fjölskyldunefndar, að ekki sé hægt að verða við erindinu, samþykkt á 583. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.2. 201204203 - Framkvæmdir við húsnæðisúrræði í málaflokki fatlaðs fólks - áætlanagerð sveitarfélaga og þjónustusvæða
  Erindið lagt fram á 193. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 583. fundi bæjarstjórnar.
 
 6.3. 201202104 - Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA
  Til máls tók: KGÞ.
Afgreiðsla 193. fundar fjölskyldunefndar, að vísa erindinu til starfsmanna til skoðunar, samþykkt á 583. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.4. 201206017 - Ferðaþjónusta fatlaðs fólks - Breytingar á reglum
  Til máls tók: BH.
Afgreiðsla 193. fundar fjölskyldunefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu á reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Tillaga að breytingu á reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks samþykkt á 583. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.5. 201110140 - Framkvæmdaáætlun jafnréttismála 2012
  Afgreiðsla 193. fundar fjölskyldunefndar, að 18. september verði helgaður jafnrétti eldra fólks í Mosfellsbæ, samþykkt á 583. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
 6.6. 201202171 - Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ 2012
  Afgreiðsla 193. fundar fjölskyldunefndar, að nefndin geri ekki athugasemdir við framlagðan verkefnalista, samþykkt á 583. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 
   
7.  201206007F - Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 161
 Fundargerð 161. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 583. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  
 7.1. 201108002 - 2. landsmót UMFÍ 50 ára og eldri árið 2012 í Mosfellsbæ
  Til máls tók: BH.
Erindið kynnt á 161. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 583. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.2. 201204150 - Erindi Motomos varðandi styrk
  Afgreidd umsögn til bæjarráðs á 161. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 583. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.3. 201104020 - Íþrótta- og tómstundaþing Mosfellsbæjar
  Erindið lagt fram á 161. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 583. fundi bæjarstjórnar.
 
 7.4. 201202171 - Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ 2012
  Afgreidd umsögn til umhverfisnefndar á 161. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 583. fundi bæjarstjórnar.
 
   
8.  201206094 - Fundargerð 112. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
 Til máls tóku: KGÞ, HS, JS og KT.
Fundargerð 112. fundar SHS lögð fram á 583. fundi bæjarstjórnar.
   
9.  201206152 - Sumarleyfi bæjarstjórnar 2012
 Til máls tóku: BH, HSv, JJB, KT, HS, HSv og JS.
Samþykkt að þessi fundur bæjarstjórnar verði síðasti fundur fyrir sumarleyfi sem stendur frá og með 21. júní 2012 til og með 14. ágúst nk., en næsti fundur bæjarstjórnar er ráðgerður 15. ágúst nk.
Einnig samþykkt að bæjarráð fari með umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.
Fundargerðir bæjarráðs á þessu tímabili verða lagðar fram til kynningar á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarfrí.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
   
10.  201105188 - Kosning í nefndir
 Eftirfarandi tillögur komu sameiginlega fram varðandi breytingu á skipan formanna- og varaformanna, aðal- og varamanna og áheyrnar- og varaáheyrnarfulltrúa í nefndum Mosfellsbæjar. Aðrir fulltrúar en hér eru upptaldir skoðast sem endurskipaðir til nefndarstarfa með óbreytt hlutverk.

Fjölskyldunefnd:
aðalmaður S lista verði Gerður Pálsdóttir
varamaður S lista verði Erna Björg Baldursdóttir
áheyrnarfulltrúi M lista verði Kristbjörn Þórisdóttir
varaáheyrnarfulltrúi M lista verði Þórður Björn Sigurðsson
 
Fræðslunefnd:
formaður  D lista verði Eva Magnúsdóttir
varaformaður D lista verði Bryndís Brynjarsdóttir
aðalmaður D lista verði Hafsteinn Pálsson
aðalmaður M lista verði Sæunn Þorsteinsdóttir
varamaður M lista verði Kristín I Pálsdóttir
áheyrnarfulltrúi S lista verði  Anna Sigríður Guðnadóttir
varaáheyrnarfulltrúi S lista verði Sólborg Alda Pétursdóttir
 
Íþrótta- og tómstundanefnd:
aðalmaður M lista verði Richard Már Jónsson
varamaður M lista verði Ólöf Kristín Sívertssen
áheyrnarfulltrúi S lista verði Valdimar Leó Friðriksson
varaáheyrnarfulltrúi S lista verði Guðbjörn Sigvaldason
 
Menningarmálanefnd:
formaður  D lista verði Hreiðar Örn Zoega Stefánsson
varaformaður V lista verði Bryndís Brynjarsdóttir
aðalmaður M lista verði Sæunn Þorsteinsdóttir
varamaður M lista verði Hildur Margrétardóttir
áheyrnarfulltrúi S lista verði Lísa Sigríður Greipsson
varaáheyrnarfulltrúi S lista verði Gísli Freyr J. Guðbjörnsson
 
Skipulagsnefnd:
formaður  D lista verði Elías Pétursson
aðalmaður D lista verði Bryndís Haraldsdóttir
aðalmaður S lista verði Hanna Bjartmars Arnardóttir
varamaður S lista verði Ólafur Guðmundsson
áheyrnarfulltrúi M lista verði Jóhannes Bjarni Eðvarðsson
varaáheyrnarfulltrúi M lista verði Sigurbjörn Svavarsson
 
Umhverfisnefnd:
aðalmaður S lista verði Sigrún Hólmfríður Pálsdóttir
varamaður S lista verði Gerður Pálsdóttir
áheyrnarfulltrúi M lista verði Sigrún Guðmundsdóttir
varaáheyrnarfulltrúi M lista verði Birta Jóhannesdóttir
 
Þróunar- og ferðamálanefnd:
aðalmaður S lista verði Ólafur Ingi Óskarsson
varamaður S lista verði Hjalti Árnason
áheyrnarfulltrúi M lista verði Birta Jóhannesdóttir
varaáheyrnarfulltrúi M lista verði Kristín Ingibjörg Pálsdóttir
 
Samþykkt með sjö atkvæðum.
  
Einnig kom fram tilnefning um fulltrúa Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu bs.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram.
Aðalmaður Herdís Sigurjónsdóttir
Varamaður Bryndís Haraldsdóttir
 
Samþykkt með sjö atkvæðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

Meira ...