Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar
Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar óskar árlega eftir tilnefningum til Jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar.
Tilgangur jafnréttisviðurkenningarinnar er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf að jafnréttismálum í samræmi við jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar.
Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2020 hlaut Mosfellingurinn Jewells Chambers. Jewells er fædd og uppalin í Brooklyn í New York en flutti hingað til Íslands árið 2016. Hún er gift Gunnari Erni Ingólfssyni og búa þau saman hér í Mosfellsbæ. Jewells er verkfræðingur að mennt frá Rensselaer Polytechnic Institute og starfar sjálfstætt í dag.

Til að eiga möguleika á að hljóta jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar þarf:
1) Einstaklingur að hafa skarað framúr í vinnu að jafnréttismálum.
2) Fyrirtæki, stofnun eða félag að hafa:
- Sérstaka stefnu eða áætlun í jafnréttismálum.
- Unnið í því að afnema staðalímyndir kynjanna.
- Sett sér aðgerðaráætlun sem tæki til að vinna að framgangi jafnréttis kvenna og karla.
- Gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbundið- eða kynferðislega áreitni á vinnustað.
- Veitt starfsmönnum fræðslu um jafnréttismál.