Opnað fyrir umsóknir um vinnuskóla

19/04/2010
Vinnuskóli MosfellsbæjarHægt verður að sækja um í Vinnuskóla Mosfellsbæjar hér á mos.is frá og með deginum í dag. Slóðin á umsóknirnar er: www.mos.is/lifaoglaera/vinnuskolinn
Meira ...

Sparnaður með Strætó

19/04/2010
Strætó bs. býður nú 33% lengri gildistíma á tímabilskortum sem keypt eru á vefnum Strætó.is og mun gera það næsta hálfa árið, eða fram til 15. október nk. Þannig munu 30 daga kort sem keypt eru á vefnum á þessu tímabili gilda í 40 daga, 90 daga kort í 120 daga og 9 mánaða kort í 12 mánuði. Tilboðið gildir á gjaldsvæði 1, þ.e. höfuðborgarsvæðinu.
Meira ...

Flóamarkaður í Bæjarleikhúsinu

19/04/2010
Á sumardaginn fyrsta verður haldinn flóamarkaður í Bæjarleikhúsinu kl. 14-17. Til sölu verða ýmsir gamlir dýrgripir úr sögu leikfélagsins, bæði búningar og leikmunir. Verði verður mjög stillt í hóf og leyfilegt að prútta. Einnig verður pokamarkaður þar sem hægt verður að kaupa troðfullan poka af fötum á aðeins 500 krónur.
Meira ...

Úrslit í hönnunarsamkeppni um nýjan framhaldsskóla

16/04/2010
FMOS vinningstillagaTilkynnt var um úrslit í hönnunarsamkeppni um nýjan framhaldsskóla í miðbæ Mosfellsbæjar í dag. Architecture.cells, sem er alþjóðlegt net arkítekta og hönnuða, hlaut fyrstu verðlaun.
Meira ...

Matjurtagarðar í Mosfellsbæ

16/04/2010
Matjurtagarðar í MosfellsbæNú er búið að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ. Garðarnir verða aðallega staðsettir í Skarhólamýri, á sama stað og garðar hafa verið til útleigu undanfarin ár. 
Meira ...

Úrslit um nýjan framhaldsskóla tilkynnt í dag

15/04/2010
Nemendur í FMOSMosfellsbær og menntamálaráðuneytið tilkynna í dag um úrslit í hönnunarsamkeppni um nýjan framhaldsskóla í miðbæ Mosfellsbæjar. Alls bárust 40 tillögur í samkeppnina. Úrslitin verða kynnt í Hlégarði í dag kl. 15 og eru allir velkomnir.
Meira ...

Vortónleikar Skólahljómsveitarinnar

13/04/2010
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar heldur tónleika í Guðríðarkirkju í Grafarvogi mándudaginn 19. apríl n.k. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Fram koma allir hópar Skólahljómsveitarinnar samtals 100 hljóðfæraleikarar.  Efnisskráin er bæði skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi fyrir hljóðfæraleikarana.
Meira ...

Vorið í tali og tónum á Bókasafninu

13/04/2010
Vorið í tali og tónumÍ kvöld, þriðjudagskvöldið, 13. apríl kl. 20-21 býður Bókasafn Mosfellsbæjar upp á dagskrána Vorið í tali og tónum, í tilefni Menningarvors í Mosfellsbæ.
Notaleg stemning, kaffi og kertaljós. Aðgangur ókeypis.

Meira ...

Menningarvika leikskólanna

13/04/2010
Þessa vikuna stendur yfir árleg menningarvika leikskólanna og er búið að setja upp þessa fínu myndlistarsýningu á Torginu í Kjarna. Menningarvikan stendur til 16. apríl.
Meira ...

Frumsýning hjá Leikfélagi Mosfellssveitar

09/04/2010
Nú er æfingum að ljúka á vordagskrá Leikfélagsins. Um er að ræða ellefu einþáttunga sem félagsmenn sjálfir hafa skrifað. Efni leikritanna er fjölbreytt og spannar allt frá léttu gríni til djúpra meininga. Samnefnari einþáttunganna er að þeir glefsa í áhorfandann og skilja oftar en ekki spurningar frekar en svör.
Meira ...

Síða 242 af 258