Heitt vatn lak í Varmá

23/06/2020Heitt vatn lak í Varmá
Leki kom að heitavatnslögn við dælustöð Veitna í Mosfellsbæ með þeim afleiðingum að nokkuð magn af heitu vatni fór út í Varmá. Búið er að stöðva lekann og leit að biluninni stendur yfir. Eftirlitsaðilar hafa verið upplýstir um málið.
Meira ...

Lokað fyrir kalt vatn í Fellsási, þriðjudaginn 23. júní, frá kl. 10:00-14:00

22/06/2020Lokað fyrir kalt vatn í Fellsási, þriðjudaginn 23. júní, frá kl. 10:00-14:00
Vegna viðgerðar á stofnlögn verður lokað fyrir kalt vatn í Fellsási þriðjudaginn 23. júní frá kl. 10:00-14:00.
Meira ...

Atvinnulóðir við Desjamýri

19/06/2020Atvinnulóðir við Desjamýri
Mosfellsbær auglýsir til úthlutunar þrjár atvinnuhúsalóðir við Desjamýri í Mosfellsbæ og fer úthlutun þeirra fram á grunni fyrirliggjandi úthlutunarskilmála. Lágmarksverð jafngildir gatnagerðargjöldum af flatarmáli byggingarreits. Heimilt er að byggja millihæð að leyfilegu heildar byggingarmagni samkvæmt deiliskipulagi og yrði greiðsla fyrir það innheimt í samræmi við gjaldskrá Mosfellsbæjar.
Meira ...

Nýr ærslabelgur í Ævintýragarðinum

16/06/2020Nýr ærslabelgur í Ævintýragarðinum
Nú er búið að setja upp nýjan ærslabelg í Ævintýrgarðinum í Ullarnesbrekkum. Ærslabelgurinn er góð viðbót við þau leiktæki sem þegar eru til staðar á miðsvæðinu í Ævintýragarðinum, eins og stóra kastalann og klifurnetið. Einnig er þar stórt tún sem er tilvalið til boltaleikja og bekkir og áningarsvæði til að fá sér nestisbita.
Meira ...

17. júní í Mosfellsbæ

16/06/202017. júní í Mosfellsbæ
Þrátt fyrir að hátíðarhöld vegna 17. júní verða ekki með hefðbundnum hætti í ár eru ýmsar leiðir til að halda upp á daginn.

Meira ...

Tilkynning um framlagningu kjörskrár

16/06/2020Tilkynning um framlagningu kjörskrár
Kjörskrá vegna forsetakosninga sem fram fara þann 27. júní 2020 liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á auglýstum opnunartíma, frá og með 16. júní 2020 til kjördags.
Meira ...

Fóru yfir aðgerðir neyðarstjórna sveitarfélaganna

16/06/2020Fóru yfir aðgerðir neyðarstjórna sveitarfélaganna
Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins (AHS) fundaði síðastliðinn föstudag og fór yfir þær aðgerðir sem neyðarstjórnir sveitarfélaganna stóðu fyrir á COVID-19 tímanum í vetur. Fulltrúar Mosfellsbæjar á fundinum voru kjörnir fulltrúar og neyðarstjórn bæjarins.
Meira ...

Grassláttur í Mosfellsbæ

15/06/2020Grassláttur í Mosfellsbæ
Grassláttur í Mosfellsbæ gengur hægar en til stóð þessa dagana. Ástæða þess er að grassláttur var boðinn út nú í vor en niðurstaða útboðsins var kærð til úrskurðarnefndar útboðsmála og er sveitarfélaginu því að svo stöddu ekki heimilt að ganga til samninga um grasslátt. Unnið er að því að finna aðrar mögulegar lausnir varðandi grasslátt.
Meira ...

Frestun fasteignagjalda á íbúða- og atvinnuhúsnæði

15/06/2020Frestun fasteignagjalda á íbúða- og atvinnuhúsnæði
Gjalddögum fasteignagjalda á árinu 2020 hefur verið fjölgað úr 9 í 10 fyrir alla fasteignaeigendur með fasteignagjöld yfir kr. 40.000. Eigendur atvinnuhúsnæðis sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi geta sótt um frestun allt að þriggja gjalddaga fasteignagjalda sem færast þá á fyrstu mánuði ársins 2021.
Meira ...

Opnun útboðs - „Leiksvæði í Leirvogstunguhverfi og Helgafellshverfi“

15/06/2020Opnun útboðs - „Leiksvæði í Leirvogstunguhverfi og Helgafellshverfi“
Tilboð opnuð 12. júní 2020. Leiksvæðin Tungubrekka í Leirvogstunguhverfi og Lautir í Helgafellshverfi.
Meira ...

Síða 3 af 258