Útgáfuveisla Dagrennings

07/12/2009

Kvöldvaka/útgáfuveisla verður haldin í hátíðarsal Lágafellsskóla fimmtudaginn 10. desember kl. 20:00. Tilefnið er útgáfa Dagrennings, aldarsaga ungmennafélagsins Aftureldingar, sem kemur út í næstu viku og verður bókin þar kynnt auk þess sem það verða tónlistaratriði, kaffi og bakkelsi, bæði í anda jólanna og í anda gamla ungmennafélagsins. Kvöldvaka þessi er sú önnur í röð 6 kvöldvaka, sem haldnar verða nú í vetur í tilefni 100 ára afmælis Aftureldingar.

Dagrenningur er öllu umfangsmeiri en fyrirrennarar hans með sama nafni, en bókin er nærri 400 blaðsíður prentuð í lit með fjölda ljósmynda af ýmsum viðburðum og fólki, sem sett hafa mark sitt á þessa merku sögu, sem jafnframt hefur mótað sveitarfélagið Mosfellsbæ og samfélagið allt.

Þeir sem ekki hafa þegar tryggt sér eintak af Dagrenningi í forsölu, geta keypt bókina á útgáfutilboði á kvöldvökunni. Allir eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir og aðgangur að sjálfsögðu ókeypis, í hinum sanna ungmennafélagsanda.

Til baka