Hátíðarstemning í Hraunhúsum í dag

11/12/2009

Mikil hátíðarstemning mun ríkja í Hraunhúsum, Völuteigi 6, föstudaginn 11. desember, en þá munu efnilegar söngkonur úr söngdeild Listaskóla Mosfellsbæjar flytja þar þekkt jólalög. Þær hefja upp raust sína kl. 17.30 og mun jólaandinn svífa yfir Hraunhúsum.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Söfnunarbaukur fyrir Mæðrastyrksnefnd verður á staðnum, ef fólk vill láta eitthvað af hendi rakna.

Til baka