Kvenfélagið 100 ára

04/01/2010
Kvenfélag LágafellssóknarKvenfélag Lágafellssóknar fagnar þeim merkisviðburði nú um stundir að hafa verið starfandi í heila öld.  Annan dag jóla árið 1909, kl. 12 á hádegi var stofnfundur Kvenfélags Kjalarneshrepps (síðar breytt í Kvenfélag Lágafellssóknar) haldinn á Völlum á Kjalarnesi, stofnendur voru 11 konur. Fyrsti formaður félagsins var Guðrún Jósefsdóttir frá Völlum. Samþykkt  var á fyrsta fundi að félagið skyldi vinna að því að styðja og styrkja fátæka.

Mosfellingar fyrr og nú hafa notið góðs af öllu því góða starfi sem kvenfélagið hefur innt af hendi og má til sanns vegar færa að félagið hafi lagt grunn að því samfélagi sem við búum nú í. Það hélt út öflugu starfi á sviði félagsþjónustu, fræðslu og menningar og var í raun, ásamt ungmennafélaginu, kjölfestan í félagslífi Mosfellinga fram eftir 20. öldinni.

Mosfellsbær tók saman afmælisrit í tilefni þessa merkisviðburðar. Það má lesa hér að neðan:

Til baka