Komdu út

15/01/2010

MosfellsbærKomdu út  er gönguverkefni þar sem skátarnir í Mosfellsbæ hvetja fjölskyldur til að koma út í smá göngutúr til að anda að sér fersku lofti og hreyfa sig. Ekki er verra að félagsskapurinn er alltaf ákaflega góður.

Nú er komið að fyrstu ferðinni þetta árið en við hittumst alltaf klukkan 10:00 við skátaheimili Mosverja. Lagt er af stað á bílum (allir fá far), upp að bílastæði við Reyki. Þaðan er labbað upp Húsadal og upp á Reykjafellið. Svo gæti farið að gangan fari alla leið að rústum sem eru þarna af gömlu seli. Áætluð heimkoma um 13:00.

Takið nú fram útigallann og göngum saman..

Maður þarf ekki að vera Mosverji til að taka þátt.

Það geta allir verið með og allir eru velkomnir

www.mosverjar.is

Til baka