Lágafellsskóli í úrslit í Skólahreysti

06/04/2010
SkólahreystiFulltrúar Lágafellsskóla náðu þeim frábæra árangri að komast í úrslitakeppni í Skólahreysti í ár og munu keppa í Laugardalshöll þann 20. apríl. Úrslitakeppnin verður sýnd á RÚV og óskar Mosfellsbær Lágafellsskóla góðs gengis.

Aðrir skólar sem komust í úrslit eru: Grunnskólinn Hellu, Ölduselsskóli, Austurbæjarskóli, Egilsstaðaskóli, Dalvíkurskóli, Giljaskóli, Grunnskóli.Ísafjarðar, Varmalandsskóli, Lindaskóli, Heiðarskóli Reykjanesbæ og Lækjarskóli.

Keppt verður í fjórum riðlum í apríl og verður sýnt frá keppninni á RÚV alla þriðjudaga í apríl kl. 20. Lokaúrslit fara fram í beinni útsendingu þann 29. apríl. Lágafellsskóli mætir Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi, Kjalarnesi, Hafnarfirði og Suðurnesjum þann 20. apríl.
Til baka