Nemendasýning Myndlistarskóla Mosfellsbæjar

07/04/2010
Nemendasýning Myndlistarskóla Mosfellsbæjar Hópar fullorðinna eru fimm, bæði byrjendur og lengra komnir. Þeim kenna myndlistarmennirnir Anna Gunnlaugsdóttir, Soffía Sæmundsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir.

Nemendur í byrjendahópum fást við grundvallaratriði eins og lita- og formfræði með tengingu í listasöguna í formi fyrirlestra og lengra komnir læra notkun olíulita og íblöndunarefna og fást við margvísleg verkefni.

Markmiðið er að nemendurnir geti þróað hugmynd og útfært í málverk en einnig þroskað með sér sjálfstæði í vinnubrögðum. Þá er einnig lögð áhersla á að nemendur öðlist meiri skilning og þekkingu til að njóta myndlistar. Nemendur eru í þeim tilgangi hvattir til að fara á myndlistarsýningar og segja frá þeim og upplifun sinni í hópnum.

Á sýningunni í Hraunhúsum munu allir nemendur í hópum fullorðinna eiga verk sem valin verða til sýningarinnar af kennurum skólans. Verkin verða valin þannig að þau gefi góða hugmynd um þau fjölbreyttu viðfangsefni sem nemendur hafa verið að spreyta sig á.

Sýningin verður opnuð á sumardaginn fyrsta, 22. apríl kl. 16 og verður opin til og með sunnudagsins 2. maí.
Opið er frá kl. 11-17 nema á fimmtudögum þá er opið til kl. 22. Lokað er á mánudögum.

Sunnudaginn 25. apríl kl:15 munu kennararnir þær Anna Gunnlaugsdóttir, Soffía Sæmundsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir verða með leiðsögn um sýninguna.

Hraunhús er frumkvöðla- og sprotahús að Völuteig 6 í Mosfellsbæ en þar er einnig rekin hönnunarverslun og kaffihús.

Helgina 24.–25. apríl verður þar einnig handverksmarkaður.

Nánari upplýsingar um nemendasýningu Myndlistarskóla Mosfellsbæjar veitir Ásdís Sigurþórsdóttir, skólastjóri, í síma 663 5160. 
Til baka