Vortónleikar Skólahljómsveitarinnar

13/04/2010

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar heldur tónleika í Guðríðarkirkju í Grafarvogi mándudaginn 19. apríl n.k. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Fram koma allir hópar Skólahljómsveitarinnar samtals 100 hljóðfæraleikarar.  Efnisskráin er bæði skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi fyrir hljóðfæraleikarana.
Efnisskrá tónleikanna verður dreift inn á öll heimili í Mosfellsbæ í lok vikunnar.
Helgina 6. – 9. maí n.k. fara 49 hljóðfæraleikarar ásamt 6 manna fylgdarliði á landsmót SÍSL í Vestmannaeyjum.  Fjöldi þátttakanda á landsmótið er kominn yfir 800 og er búist við skemmtilegu móti þar en Eyjamenn eru vanir að taka á móti stórum hópum af gestum. 

 

 

Til baka