Flóamarkaður í Bæjarleikhúsinu

19/04/2010
Á sumardaginn fyrsta verður haldinn flóamarkaður í Bæjarleikhúsinu kl. 14-17. Til sölu verða ýmsir gamlir dýrgripir úr sögu leikfélagsins, bæði búningar og leikmunir. Verði verður mjög stillt í hóf og leyfilegt að prútta. Einnig verður pokamarkaður þar sem hægt verður að kaupa troðfullan poka af fötum á aðeins 500 krónur.
Handverksfólk í bænum er velkomið að koma líka og fá lánað söluborð sér að kostnaðarlausu. Upplýsingar veitir Ólöf í síma 566 7788.
Nú er um að gera fyrir bæjarbúa að fjölmenna í leikhúsið, kíkja á flóamarkað, gæða sér á dýrindis vöfflum og kaffi og taka þátt í skemmtilegri sumarstemmningu á sumardaginn fyrsta. 
Til baka