Opnað fyrir umsóknir um vinnuskóla

19/04/2010
VinnuskólinnHægt verður að sækja um í Vinnuskóla Mosfellsbæjar hér á mos.is frá og með deginum í dag. Slóðin á umsóknirnar er: www.mos.is/lifaoglaera/vinnuskolinn

Vinnuskóli Mosfellsbæjar er starfræktur fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar. Skráning nemenda í vinnuskólann stendur hún til 10. maí. Skráning fer fram hér á vef Mosfellsbæjar. Umsókn má fylla út með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan. Þeir sem sækja um fyrir 10. maí geta treyst því að fá vinnu í sumar.

Vinnuskólinn mun starfa frá 10. júní og fram að verslunarmannahelgi.  Gert er ráð fyrir að 9. og 10. bekkingar hefji störf þann 10.júní en 8. bekkingar 14. júní. Þeir sem að hafa skipulagt frí með fjölskyldunni á þeim tíma geta hafið störf síðar.  

Daglegur vinnutími og tímabil fer eftir aldri nemenda, en ákvörðun um lengd daglegs vinnutíma og tímabils verður tekin þegar endanlegur fjöldi umsókna liggur fyrir.

Allir umsækjendur fá tölvupóst með upplýsingum um vinnutíma og laun fyrir 3. júní. Þeir sem sóttu um en hafa ekki fengið póst 3. júní vinsamlegast hafið samband við Eddu Davíðsdóttur tómstundarfulltrúa í síma 566 6058 eða með því að senda tölvupóst á edda[hja]mos.is

Umsóknareyðublað er rafrænt og má nálgast hér.

Vinnuskólinn heyrir undir menningarsvið Mosfellsbæjar en dagleg stjórnun hans er í höndum tómstundafulltrúa, Eddu Davíðsdóttur, sem veitir allar frekari upplýsingar í síma 566 6058 eða email: edda[hja]mos.is
Til baka