Greta Salóme ásamt Ólafi Arnalds á Menningarvori í Mosfellsbæ í kvöld

27/04/2010
Greta SalómeFiðluleikarinn Greta Salóme Stefánsdóttir heldur tónleika á Menningarvori í Mosfellsbæ í kvöld ásamt gestum. Greta Salóme stefnir á að halda skemmtilega og fjölbreytta tónleika en með henni spilar m.a. Ólafur Arnalds ásamt strengjatríói. Á efnisskránni verða verk eftir Bach, Kreisler, Massenet auk nokkurra verka eftir Ólaf Arnalds.

Menningarvor í Mosfellsbæ er nú haldið í annað sinn. Að þessu sinni verða fjölbreyttir menningarviðburðir haldnir um allan bæ. Hvert þriðjudagskvöld verður metnaðarfull tónlistar- og menningardagskrá í Bókasafni Mosfellsbæjar og á hverju fimmtudagskvöldi munu myndlistarmenn opna vinnustofur sínar þar sem mosfellskir tónlistarmenn flytja tónlist.

Nánari upplýsingar á www.mos.is/menningarvor

Tónleikar Gretu Salóme fara fram í Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2, og hefjast kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Ungir vortónar

Til baka