Lágafellsskóli keppir í úrslitum í Skólahreysti annað kvöld

28/04/2010
Skólahreysti 2010Lágafellskóli keppir í úrslitum í Skólahreysti í Laugardalshöll annað kvöld, fimmtudaginn 29. apríl. Sýnt verður beint frá keppninni á RÚV en keppnin hefst kl. 20.

Tvær 50 manna rútur fara stundvíslega frá Lágafellsskóla kl. 18:50. Fyrir þá hafa áhuga á að fylgjast með keppninni í Laugardalshöll en vilja ekki fara með rútu, er mæting í Laugardalshöllina kl. 19:00.
 
Við hvetjum sem flesta til að mæta og styðja við bakið á okkar frábæru keppendum. Þeir sem keppa fyrir hönd Lágafellsskóla eru: Jóhanna Embla Þorsteinsdóttir, 9. ÝÞ; Kjartan Elvar Baldvinsson, 9. AÁ; Telma Þrastardóttir, 10. SÓ og Andri Jamil Ásgeirsson, 10. SÓ.
Til baka