Menningarvor - Land osta í tali og tónum á Bókasafni Mosfellsbæjar í kvöld

04/05/2010
Franskt kvöld- Le pays du fromage en musique et paroles -
Í kvöld, þriðjudagskvöldið 4. maí, kl. 20.00-21.30 er gestum boðið upp á franska tónlist, franska „gourmet“ osta, franskt rauðvín og frásögn af Frakklandsdvöl á Bókasafni Mosfellsbæjar.
Þau Kristjana Helgadóttir og Jón Guðmundsson flautuleikarar og Arnhildur Valgarðsdóttir píanóleikari, kennarar við Listaskóla Mosfellsbæjar flytja heillandi franska tónlist fyrir flautu og píanó.
Ásbjörg Jónsdóttir nemi við Listaskólann spjallar um dvöl sína í Frakklandi og syngur nokkur lög.
Ostabúðin á Skólavörðustíg kitlar bragðlauka gesta og kynnir franskar eðalvörur sínar.

Notaleg stemning, kaffi og kertaljós.

Aðgangur ókeypis.

Til baka