Elísabet Stefánsdóttir, Beta Gagga, sýnir í Listasal

17/05/2010
Elísabet StefánsdóttirFöstudaginn 14. maí var opnun sýningar Elísabetar Stefánsdóttur / Betu Göggu, Handföng, í Listasal Mosfellsbæjar og stendur hún til 29. maí.
Verkin eru unnin útfrá upplifun íslenskra kvenna á eigin líkama, fallegar mjúkar fellingar sem myndast við þétt grip eða smá klípu sem er ýmist framkvæmt í ergelsi eða losta og eru unnin með blandaðri tækni, akrílmálun, áferðarþrykki og olíupastelkrít.

Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar

Allir velkomnir - aðgangur ókeypis

Til baka