Jafnréttisviðurkenning 2010 - ósk um tilnefningu

17/08/2010
jafnréttisdegi MosfellsbæjarJafnréttisáætlun Mosfellsbæjar gerir ráð fyrir því að árlega sé þeim einstaklingi, stofnun, fyrirtæki eða félagasamtökum í Mosfellsbæ sem hefur staðið sig best í að vinna að framgangi jafnréttisáætlunarinnar veitt jafnréttisviðurkenning.

Með hliðsjón af fyrrgreindu er hér með óskað eftir tilnefningu um aðila sem til greina geta komið.

Í tilnefningunni skal koma fram lýsing á því jafnréttisstarfi eða verkefni sem viðkomandi aðili hefur innt af hendi í bæjarfélaginu ásamt rökstuðningi fyrir tilnefningunni. Viðurkenningin verður veitt á jafnréttisdegi Mosfellsbæjar þann 18. september 2010.

Tilnefningin skal send rafrænt með því að fylla út í innfyllingarformið sem má nálgast hér.  
Einnig má skila skriflegri tilnefningu til Þjónustuvers Mosfellsbæjar, Þverholti 2.

Tilnefningar berist í síðasta lagi 8. september nk.
 
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar
 
Til baka