Mosfellsbær og Umferðarstofa gera samning um umferðaröryggisáætlun

19/08/2010
Mosfellsbær og Umferðarstofa hafa undirritað samning um gerð umferðaröryggisáætlunar. Með samningnum skuldbindur Mosfellsbær sig til að gera sérstaka umferðaröryggisáætlun, sem miðar að auknu umferðaröryggi í bæjarfélaginu.

Markmið með áætluninni er að auka öryggi allra bæjarbúa og annarra sem leið eiga um bæinn. Stefnt er að fækkun óhappa og slysa í umferðinni og því að ökumenn á ökutækjum í eigu Mosfellsbæjar leitist við að vera ávallt til fyrirmyndar í umferðinni.

Umferðastofa annast fræðslu meðal starfsmanna Mosfellsbæjar í samstarfi við forráðamenn þess. Umferðarstofa aðstoðar jafnframt við gerð áætlunarinnar og markmiðum hennar.

Sérstök áhersla verði lögð á aðgerðir í þágu óvarinna vegfarenda, þ.e. gangandi fólks og hjólreiðamanna. Umhverfi skóla, leikskóla, félagsmiðstöðva og íþróttamannvirkja verði metið sérstaklega með tilliti til umferðaröryggis.

 
Frá undirritun samnings Mosfellsbæjar við Umferðarstofu um gerð umferðaröryggisáætlunar. Frá vinstri Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Gunnar Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu.
Til baka