Útimarkaður í Álafosskvos á bæjarhátíðinni

26/08/2010
Útimarkaður í ÁlafosskvosÚtimarkaður verður haldinn í Álafosskvos á bæjarhátíðinni, laugardag og sunnudag kl. 12-16. Á boðstólnum verður ýmiss varningur til sölu en enn eru laus sölupláss og því eru áhugasamir hvattir til að setja sig í samband við umsjónarmann markaðarins, Gunnlaug B. Ólafsson í síma 699 6684. Gunnlaugur svarar einnig fyrirspurnum í gegnum ntefangið gbo[hja]bhs.is.

Mikið verður um að vera í Kvosinni á Bæjarhátíðinni. Auk útimarkaðarins verður opið í Álafossbúðinni laugardag kl. 8-16 og einnig verður Kaffi Álafoss opið frameftir kvöldi á laugardag og einnig  á sunnudag.

Markaðurinn verður í tveimur stórum sölutjöldum og stendur fólki til boða að leigja sölupláss bæði laugardag og sunnudag gegn vægu gjaldi, 5000 kr. lengdarmetrinn. Þeir sem vilja selja báða dagana greiða helmingsverð fyrir sunnudaginn.


Til baka