Rauði krossinn býður í kaffi

27/08/2010
Rauði krossinnKjósarsýsludeild verður með kynningarbás í íþróttahúsinu Varmá á bæjarhátíðinni Í túninu heima.  Eftir hátíðina (sunnudag kl. 16) verður kaffihlaðborð í húsnæði deildarinnar Þverholti 7 fyrir sjálfboðaliða og velunnara deildarinnar.  Allir velkomnir!

Rauðakrosshúsið Þverholti 7 er opið er alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10-14 og miðvikudaga kl. 13-16.  Í næstu viku verður fjölbreytt dagskrá og má þar nefna sushi kennslu, erindi um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks, prjónahópur, Lilja Steingrímsdóttir frá Art of living kemur aftur með endurnærandi öndun og slökun og ljósmyndakennsla, þar sem Þór Gíslason kennir undirstöðuatriði í því hvernig taka má myndir af sólsetri og sólarupprás.  Ókeypis og opið fyrir alla.

Þriðjudagur 31. ágúst:
Japönsk menning og matur – Búum til sushi og borðum saman, kl. 11:00.
 
Sálrænn stuðningur– Fjallað um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks og viðbrögð þess í kjölfar slíkra atburða, kl. 13.  Umsjón:  Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur.
 
Miðvikudagur 1. september:
Prjónahópur– kennsla og prjónahópur, kl. 13.
 
Öndun og slökun– Kenndar verða æfingar sem auka orku og einbeitingu, kl. 15:00.  Umsjón: Lilja Steingrímsdóttir, The Art of living.
 
Fimmtudagur 2. september:
Ljósmyndir árstíðarinnar – Kennd verða undirstöðuatriði í hvernig bestu myndirnar nást af sólsetri og sólarupprás, kl. 11:00.  Umsjón:  Þór Gíslason, ljósmyndari.
 
Göngu/hjólahópur – gengið eða hjólað út frá Þverholti 7, kl. 13:00.
 

Til baka