Ekki næg þátttaka í skólastrætó gegn gjaldi

31/08/2010
MosfellsbærHætt verður við fyrirhugað tilraunaverkefni um skólaakstur milli Mosfellsbæjar og Borgarholtsskóla gegn gjaldi á haustönn. Í bréfi til nemenda kom fram að nauðsynlegur lágmarksfjöldi þeirra sem myndu greiða fyrir þjónustuna væri 20. Þeim fjölda yrði að ná fyrir 1. september. Ekki hefur náðst upp í lágmarksfjölda og því verður ekki af verkefninu nú á haustönn. Nemendum er bent á leiðarkerfi Strætó, www.straeto.is.

Nánari upplýsingar veitir Þjónustuver Mosfellsbæjar í s. 525 6700 eða í netfangið mos[hja]mos.is

Til baka