Ævintýri gerast enn

10/11/2010

Sunnudaginn 14. nóvember kl. 17 verður frumsýnd stuttverkadagskrá fyrir yngstu börnin hjá Leikfélagi Mosfellssveitar Sýningin kallast „Ævintýri gerast enn“ og þar koma fram hinar ýmsu ævintýrapersónur eins og prinsessan á bauninni, geiturnar þrjár og leikhúsflugurnar Bía og Finnur.
Aðeins verða sýndar þrjár sýningar, sunnudaginn 14. nóvember kl. 17, sunnudaginn 21. nóvember kl. 14 og sunnudaginn 5. desember kl. 14.
Miðapantanir eru í síma 566 7788 og miðaverð er aðeins 500 krónur.

 

Til baka