Dóra Árna sýnir í Listasal - Mitt land

10/11/2010
Laugardaginn 13. nóvember kl 14-16 verður opnuð sýning Dóru Árna, Mitt land, í Listasal Mosfellsbæjar. Dóra sýnir olíumálverk sem eru óður hennar til landsins. Einnig sýnir hún leirverk.
Dóra Árna lauk námi frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og lærði einnig keramik í Ungverjalandi. Hún hefur sýnt hér á landi bæði á einka- og samsýningum.
Hér má sjá nánari upplýsingar um verk og feril Dóru.
Sýningin er opin a afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar.
Allir velkomnir - aðgangur ókeypis.

Til baka