Fimleikadeildin með brons á haustmóti FSÍ

15/11/2010
Fimmleikadeild AftureldingarFimleikadeild Aftureldingar hreppti bronsið á stórmóti FSÍ sem haldið var á Selfossi um helgina.
Á mótinu kepptu 16 lið í 4. flokki í landsreglum og kemur Afturelding sterk inn á fyrsta móti haustsins.  Liðið hefur lagt sig gríðarlega fram á æfingum á árinu og fór meðal annars í æfingabúðir til Stokkhólms ásamt þjálfara sínum Þóri síðastliðið sumar. Þar gátu þær æft í frábærri aðstöðu þar sem fimleikaáhöld voru á hverju strái. Það er að skila sínu enda sýnir árangurinn á fyrsta móti haustsins í hópfimleikum það svo ekki verður um villst. Metnaður þjálfaranna Þóris Arnars Garðarssonar og Gerðu Jónsdóttur leynir sér ekki og voru þau að vonum ánægð með árangurinn.

Stúlkurnar ætla sér stóra hluti og stefna að því að komast ennþá ofar í vetur.

Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn.
Til baka