Fræðslufundur um utanvegaakstur í Mosfellsbæ.

16/11/2010

UtanvegaaksturUmhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær boða til fræðslufundar um utanvegaakstur í Mosfellsbæ fimmtudaginn 18. nóvember næstkomandi kl. 17:00 í Listasal Mosfellsbæjar, Þverholti 2. 

Frummælendur:  Andrés Arnalds, náttúrufræðingur, Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóri Mosfellsbæjar og Jakob Þór Guðbjartsson, fulltrúi Slóðavina og Motomos.

Að fræðslufundi loknum verður haldinn framhaldsaðalfundur Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar á sama stað. 

Allir velkomnir.  Sjá auglýsingu hér

Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær

Til baka