Fjölskyldunefnd auglýsir eftir umsóknum

19/11/2010
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ. 
Umsóknir skulu berast Þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 1. hæð á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 30. nóvember nk.  Eyðublöðin má nálgast í Þjónustuverinu og á heimasíðu bæjarfélagsins www.mos.is
Umsóknir sem berast eftir þann tíma hljóta að jafnaði ekki afgreiðslu.  Aðilar sem fengu styrk á síðasta ári þurfa að skila inn greinargerð um ráðstöfun þess fjár.
Afgreiðsla styrkumsókna fer fram fyrir lok mars 2011.

Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Til baka