Heimsviðburður í Mosfellsbæ um helgina

19/11/2010
Icelandic Fitness and Health ExpoMosfellingarnir og hjónin Hjalti Úrsus Árnason og Halla Heimisdóttir standa fyrir alheimsviðburði í Mosfellsbæ um helgina, Icelandic Fitness and Health Expo 2010. Búist er við miklum fjölda þátttakenda, íslenskum sem erlendum.

Um er að ræða sýningu, ráðstefnu og keppni í hverju því sem viðkemur fitness og heilsu. Keppt verður í vaxtarrækt, aflraunum, kraftlyftingum, fitness, módelfitness og ýmsum fleiri greinum. Fyrirtæki á svið fitness og heilsuræktar kynna vörur sínar og þekktasta fitnessmódel í heimi, Monica Brant, mætir á svæðið. Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna á vef sýningarinnar, www.icelandic-expo.com

Af þessu tilefni verður haldin lýðheilsuráðstefna á Grand Hótel í Reykjavík með það fyrir augum að fræða almenning og fagfólk um all sem snýr að andlegri, félagslegri og líkamlegri heilsu. Meðal fyrirlesara er Mosfellingurinn Kolbrún Þorsteinsdóttir lýðheilsufræðingur, sem ræðir um hvernig við getum búið börnin okkar undir heilbrigt líf. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vef Icelandic Fitness and Health Expo.
Til baka