Jólamarkaður í Kjarna alla föstudaga fram að jólum

19/11/2010
Jólamarkaður í KjarnaAlla föstudaga fram að jólum verður haldinn jólamarkaður á torgi í Kjarna og gefst fólki tækifæri til að setja upp sölubása og skapa skemmtilega jólastemmningu í aðdraganda jólanna.

Fyrsti jólamarkaðurinn fer fram í dag og hafa nokkrir sölubásar verið settir upp og er ýmiss varningur í boði sem ef til vill væri skemmtilegt að setja í jólapakkana. Næstu föstudaga er búist við enn meiri þátttöku og er von til þess að stemmingin aukist eftir því sem nær dregur jólum.

Nánari upplýsingar veitir Þjónustuver Mosfellsbæjar í s. 525 6700.

Jólamarkaður í KjarnaJólamarkaður í KjarnaJólamarkaður í Kjarna
Til baka