Hættur Netsins

24/11/2010

Hættur á netinuInternetið er ört vaxandi afþreyingarog samskiptamiðill barna og unglinga. Þótt þar megi margt gott finna, leynist þar einnig ýmislegt misjafnt.

Á næsta opna húsi vetrarins, sem Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar stendur fyrir þann 24. nóvember nk. kl. 20.00, heldur Hafþór Barði Birgisson, 37 ára tómstunda- og félagsmálafræðingur, erindi um ábyrga netnotkun barna og unglinga.

Hafþór hefur haldið fyrirlestra um ábyrga netnotkun frá árinu 2004 og mun í þessu erindi fjalla um helstu hættur sem þar ber að varast fyrir börn og unglinga og hvernig stuðla megi að jákvæðri og ábyrgri netnotkun þeirra. Farið er inn á allt það helsta og nýjasta sem er í gangi í netheimum.

Aðgangur ókeypis og heitt á könnunni.

Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar

Opnu húsin hjá Skólaskrifstofu hafa verið í gangi í 7 ár, alltaf haldin síðasta miðvikudag í mánuði yfir veturinn, í Listasal Mosfellsbæjar frá klukkan 20 - 21

Til baka